Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 25 E R L E N T Nýjum mönnum fylgja gjaman nýir siðir og með nýjum utanríldsráð- herra Þýskalands má búast við ýmsum áherslubreytingum í utanríkis- stefnu þeirra. Það kann þó ekki síður að ráða miklu um að Þjóðverjar eru að öðlast nýtt sjálfstraust, ekki síst gagnvart Frökkum, sem ýmsir telja fullráðríka innan Evrópubandalagsins. Hans-Dietrich Genscher mót- aði utanríkisstefnu Þjóðveija í 18 ár og sem oddviti Ftjálsra demó- krata (framsóknarmanna Þýska- lands) í samsteypustjóm með Kristilegum demókrötum hafði hann áhrif langt umffam kjör- fylgi (8%). Hann lagði ofur- áherslu á góð samskipti við Sov- étmenn, leit á Gorbatsjov sem trúnaðarvin, lagði ofuráherslu á vamarsamstarf við Frakka og hafði hom í síðu Bandaríkja- manna. Nú era breyttir tímar. Klaus Kinkel, hinn nýi utanríkisráð- herra, hefur aðrar hugmyndir er fyrirrennari hans.Kinkel hefur ekkert á móti því að þýski herinn taki þátt í friðargæslu, hvort heldur er á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Hann og Volker Riihe, hinn nýi vamarmálaráðherra, hafa meiri áhuga á vamarsamvinnu við Bandaríkjamenn og Breta heldur en Frakka, svo vafalaust er breytinga að vænta í þeim efn- um. Ekki síður mun þó skipta máli að Kinkel er ekki heittrúaður Evrópubandalagssinni eins og Genscher og því er líklegt að Þjóðveijar taki oftar afstöðu með Bretum á þeim vettvangi. Þjóð- verjar hafa fram að þessu lagt áherslu á að Evrópusamstarfið verði „dýpkað“ fremur en „breikkað" með upptöku sam- eiginlegs gjaldmiðUs og nánara pólitísks samstarfs innan EB, en nú kann blaðinu að verða snúið við og meiri áhersla lögð á „breikkunina" á þann veg að fá EFTA-löndin og síðar Pólland, Tékkóslóvakíu og Ungverjaland ftl liðs við EB. En það er ýmislegt, sem bend- ir til þess að Þjóðveijar séu famir að fá efasemdir um ýmsar hliðar Evrópusamvinnunnar, sérstak- lega hlut Frakka í henni. FRAKKAR FÆRA SIG UPP Á SKAFTIÐ Pierre Beregevoy, forsætis- ráðherra Frakka, dró enga dul á það hvert helsta markmið Frakka með Evrópska mynt- bandalaginu væri. Hann telur það óþolandi minnkun fyrir Frakka og aðrar þjóðir EB hversu háðar þær em þýska seðlabankanum Bundesbank og að þýska markið skuli vera kjöl- festa Evrópska myntkerfisins. Milli línanna má lesa að Þjóð- veijar verði að láta markið lönd og leið í þágu vinsamlegra sam- skipta við Frakka. Þjóðveijar eru tUbúnir að fóma mörgu fyrir vin- samleg samskipti við granna sína, en þeir vita líka sem er að það er engin tílvUjun að markið hefur verið jafhstöðugt og raun ber vitni. Það verður því athygl- isvert að fylgjast með umræðum á leiðtogafundi EB í Lissabon nú um helgina, þar sem fjármál þess og landbúnaðarstefna verða mjög tU umfjöllunar. En þetta er ekki hið eina, sem hefur gert samskipti þessara tveggja risa meginlandsins stirð- ari upp á síðkastið. Þjóðverjar munu ekki gleyma því í bráð að Frakkar gerðu aUt sem í þeirra valdi stóð dl að koma í veg fyrir að sameining Þýskalands yrði að veruleika. Þjóðveijar líta ekki á viðbrögð Frakka sem ótrúlega skammsýni, heldur ffemur sem óþokkabragð. Ekki síst vegna þess að nær allar þjóðir aðrar sýndu sameiningarþrá Þjóðveija fuUan skilning og sumar bældu niður gamlan beig við öflugt Þýskaland. Og Þjóðverjar vita sem er að stefnu Frakka réð ekki hræðsla við öflugt Þýskaland, heldur óttí við að það leiðtoga- hlutverk, sem þeir höfðu ætlað sér í Evrópu, rynni þeim úr greipum og að þeir yrðu að sætta sig við meira samráð við Breta og Þjóðverja. Maður skyldi ætla að Frakkar létu þetta duga, en svo var alls ekki. Frakkar hafa verið í fylu út í Bandaríkin frá stríðslokum, þar sem þeir geta ekki ógrátandi hugsað til þess lúabragðs Banda- nkjanna að frelsa Frakkland undan hemámi Þjóðverja, án þess að Frakkar kæmu þar mikið við sögu. Fúlastur allra var þó út- varpshershöfðinginn og forset- inn fyrrvérandi Charles de Gaulle, sem sagði skilið við vamarsamvinnu NATO árið 1967. 1 von um að verða fremstir meðal jafningja í vamarsam- vinnu Evrópu hófu þeir fyrir nokkmm ánim endurreisn Vest- ur-Evrópusambandsins (WEU) og lögðu sérstaka áherslu á efl- ingu vamarsamvinnu sinnar og Þjóðverja, meðal annars með stofnun sameiginlegrar herdeUd- ar landanna tveggja. Það kom því sem þmma úr heiðskíru lofti þegar Frakkar tíl- kynntu að þeir myndu áfram framleiða hinar skammdrægu Hades-eldflaugar, þrátt fyrir að þær dragi ekki lengra en tíl aust- urhluta Þýskalands! Má geta nærri að Þjóðveijar em famir að fá mjög ákveðnar efasemdir um hugmyndir Frakka um nýja skip- an vamarmála í Evrópu. ÞJÓÐVERJUM NÓG BOÐIÐ? Fyrst og ffemst fer það þó fyr- ir bijóstið á Þjóðveijum hvemig Frakkar reyna leynt og ljóst að notfæra sér þá í nafni evrópskrar samvinnu. Maastricht-fundurinn var vart afstaðinn þegar Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjómar EB, lagði ffam ffumvaip um fjárlög EB árin 1993-’97, sem munu auka tekjur þess um þriðjung. Og sem fyrr eiga Þjóð- veijar að bera þyngstu byiðamar og það á sama tíma og kostnað- urinn af sameiningunni er hvað mestur. Það vekur líka litla hrifningu að eigi Þjóðveijar erindi við EB þurfa þeir að gera grein fyrir því á ffönsku —jafhvel þó svo við- komandi embættismaður banda- lagsins sé líka þýskur. Það ætti því fáum að koma á óvart þótt þýskir kjósendur séu famir að spyrja stjómmálamenn sína að því hvaða tilgangi það þjóni að láta „frönsku mafíuna" stýra öllum helstu alþjóðastofn- unum, sem gleypa verulegan hluta fjárlaga Þýskalands. Með „frönsku mafíunni" er átt við þrönga klíku fyrrverandi embættismanna í Frakklandi, sem allir gengu í sömu skóla (les grand ecoles), menntuðust bein- línis til þess að verða mandanriar hjá hinu opinbera og aðhyllast allir möppudýrasósíalisma, þótt í mismiklum mæli sé. Þetta em þeir Jacques Delors hjá EB, Michel Camdessus hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF), Jean- Claude Paye hjá Efriahagssam- vinnu- og þróunarstofnuninni (OECD) og Jacques Attali hjá Evrópska endurreisnar- og þró- unarbankanum (EBRD). Ásakanir um að þessir emb- ættismenn, sem em mjög áhrifa- miklir og sjálfstæðir í senn, beri ffanska hagsmuni fyrst og fremst fyrir bijóstí verða æ háværari og þær em ekki úr lausu loffi gripn- ar. Þrátt fyrir að sósíalistastjóm Franfois Mitterrands hafi nú um áraraðir heitíð ffekari einkavæð- ingu heldur rfkisbáknið þar áfram að þenjast ÚL Frönsk fyrirtæki hafa verið ið- in við að kaupa fyrirtæki annars staðar í Evrópu og hafa sumir nefnt það tíl sönnunar því að í Evrópu sé að verða til heilbrigð- ur og opinn markaður með fjár- magn. Það gleymist hins vegar að meira en helmingur þessara „innkaupa" er gerður af ríkis- reknum fyrirtækjum, sem sjálf munu aldrei eiga á hættu að verða keypt af erlendum aðilum og hafa ótrúlega rúm fjárráð í kraftí ffanskrar ríkisábyrgðar. Fram til þessa hafa Þjóðveijar forðast það í lengstu lög að láta nokkuð neikvætt ffá sér fara um Frakka af ótta við foitíðina. En sú kynslóð er að deyja út. Ungir Þjóðveijar hika ekki við að segja Frökkum til syndanna og þó svo að þeir séu mjög áffam um evr- ópska samrunann vilja þeir ftyggja að þýskir hagsmunir séu ekki látnir lönd og leið vegna þess eins að ffanski aðallinn fær að haga sér að vild. Hugsjónin um ffiðsæla og auðsæla Evrópu var bæði fögur og skynsamleg: þjóðir Evrópu varð að sætta og binda sameigin- legum hagsmunum. Og þetta á ekki síður við eftir hmn komm- únismans — hafi Evrópa ein- hvem tímann þurft á kapítalísku efnahagsundri að halda þá er það nú. Jafnmiklir Evrópumenn og Frakkar þykjast vera er það sorg- legt hvemig þeir virðast vera að klúðra þessari hugsjón með ómerkilegum hroka, eigingimi og minnimáttarkennd yfir þvi að vera ekki það stórveldi, sem þeir vilja svo ákaflega vera. Andrés Magnússon S L Ú Ð U R Ljósmyndari lær borgað Þessi ljósmynd tengist órjúfanlega einhverju mesta hneykslismáli sjöunda áratugarins. Hana tók árið 1963 ástralski ljósmyndarinn Lewis Morley af fyrirsætunni og vændiskonunni Christíne Keeler, sem þá var 21 árs. Á sama tíma fóm eins og eldur | um sinu fréttir um samband Keelers og breska ! vamarmálaráðherrans, Johns Profumo. Ekki bætti j heldur úr skák að Keeler var líka í þingum við rúss- neskan KGB-mann og urðu lyktimar þær að Prof- umo varð að segja af sér. Myndin varð heimsfræg og er ein af jieim Ijósmyndum sem bera hvað sterkastan keim þessa tímabils. En ljós- myndarinn sjálfur, hann fékk ekkert fyrir sinn snúð, þangað tíl nú að hann hefur gert fimmtíu eintök af myndinni og áritað þau. Hann er reyndar ekki búinn að selja nema eina mynd, fyrir 280 þúsund ís- lenskar kiónur á uppboði. Það em fyrstu auramir sem hann segist hafa fengið fyrir myndina. Ekki góður bolti Þeir em margir ffægu fótbolta- mennimir sem hafa sparkað bolta á Evrópumótinu í Svíþjóð síðustu dag- ana. Þó er kannski ekki örgrannt um að fótboltamennimir sem em utan vallar séu ögn ffægari en þeir sem em innan vallar. Þama fylgjast til dæmis með þríf margfaldir verðlaunahafar úr Breitner, Briegel og frægum liðum Vesftir- Þjóðveija: Paul Schumacher. Breitner, sem áður stjómaði þýska landsliðinu eins og herforingi og varð heimsmeistari 1974, er orðinn feitugur og starfar sem blaðamaður fyrir dagblaðið Bild-Zeitung. Hans- Peter Briegel, sá mikli kraffamaður, keppti til úrslita í heims- meistaramótinu 1982 og 1986, en vinnur í Svíþjóð fyrir fótboltatíma- ritið Kicker. Hann er 36 ára. Briegel var samtíða markverðinum fræga, Harald Schumacher, í landsliðinu, en hann er orðinn 38 ára og lýsir leikjum fyrir sjónvaipsstöðina Sat 1. Saman urðu þeir félagamir Evrópumeistarar 1980 og þeir em sammála um að fótboltinn sé ekki einsgóðurogþá. Dýr mundi Byron allur Um breska skáldið Byron lávarð var sagt að það væri „hættulegt að þekkja hann“. Hann var semsagt ekkert séistaklega góður félagsskapur, en tókst þó að gera sjálfan sig að rómantískri hetju sem er miklu ffægari en útbreiðsla verka hans gefur tíl kynna. Ný- skeð var boðinn upp í London lokkur sem tal- Lokkur f silkiöskju . inn er úr hári Byrons, brúnskolleimr að lit, í silkiöskju. Fyrir þetta greiddi breskur safnari 4.620 sterlingspund (um 460 þúsund íslensk- ar krónur) tíl að gefa syni sínum sem stundar nám við háskólann í Cambridge. En kannski er ekki hægt að hafa mikið meira gagn af lokki úr hári skáldsins en getnaðarlim Napóleons, sem sagt er að hafi verið á uppboði fyrir nokkmm árum. Hann seldist ekki, enda mun hafa verið farið fram á mjög hátt veið fyrir gripinn. Dýrasta stelpa f helmi Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer er oft bor- in saman við þá ffægu BB, Birgitte Bardot. Báðar em þær íturvaxnar og hafa þokka sem sumir myndu segja að væri svolítíð kisulegur. Schiffer, sem er 21 árs og búsett í París og New York, hefur um 300 sinnum prýtt forsíður tískutímarita og er af mörgum sögð vera „and- lit tíunda áratugarins“, björt, íturvaxin og kvenleg, ólikt fyrirsæftun síðasta áratugar sem höfðu nokkuð harðneskjulegt yfirbragð. í öðm tíllití virðist Claudia Schiffer líka orðin drottn- ing tískuheimsins. Hún hefur nýskeð gert þriggja ára samning við snyrtívörufyriitækið Revlon, sem mun vera sá stærsti sem tískufyrir- sæta hefur gert. Fyrirtækið mun greiða henni um 600 milljónir íslenskra króna fyrir ómakið. L 600 milljónir THE WALL STREET JOURNAL Gula regnið Við höfum nú fengið staðfestingu á því ffá rússneska forsetaemb- ættinu, að forverar hans lugu þegar þeir neituðu því að miltísbrands- faraldurinn í Sverdlovsk árið 1979 hefði stafað af slysi í sýklavopna- búri. Nú viljum við vita hvað skjalasöfhin í Moskvu geyma fleira um lífefhavopnasmíði Sovétríkjanna. Þetta blað heftír ekki mátt þola litla gagnrýni í áranna rás fyrir að birta fféttir um brot Sovétríkjanna á sáttmála um lífefhavopn ffá 1972. Bæði við og bandarísk stjómvöld höfum lengi verið þeirrar skoðunar að hryllilegt slys hafi orðið í Sverdlovsk, en mættum tómum efasemd- arröddum í flestum öðmm fjölmiðlum og í „röðum vísindamanna", en þar fór ffemstur Matthew Meselson, vísindamaður við Harvard- háskóla og guðfaðir sátttnálans ffá 1972. Og við og þeir höfum jafn- ffamt deilt um gula regnið, sem Hmong- ættbálkurinn í Laos varð fyr- ir. Það væri fróðlegt að vita meira um eiturvopnatilraunir Sovét- manna; hvort eiturhemaður kom við sögu þegar fregnir bámst af látn- um afgönskum skæruliðum, sem fundust stjarfir með augun enn opin við byssukíkinn; hvort Júríj Ovtsjinníkov, varaforseti sovésku vís- indaakademíunnar, hafi stýrt erfðarannsóknum í hemaðarskyni. 1 stuttu máli viljum við komast til boms í því hvort að í sovéska vopna- búrinu sé að finna efni, sem em enn banvænni og hugsanlega við- kvæmari fyrirhnjaski en meira að segja miltisbrandur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.