Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 31 tileinkuð er franskri sönglaga- tónlist og kallast Francofolie. Hún er skipulögð af frægum út- varpsmanni hjá franska rikisút- varpinu, Jean-Louis Foulquier. Þá dregur alþjóðakvikmyndahá- tíðin í júlí að íjöldann allan af gestum, bæði frægum og óþekktum. Og sjórinn hefur sitt aðdrátt- arafl og til La Rochelle koma sóldýrkendur á sumrin, en einn- ig þeir sem áhuga hafa á íþrótt- um tengdum sjó, ekki síst sigl- ingum. í borginni eru tvær smá- bátahafnir. Sú minni tekur á móti þijátíu fleiri bátum en smá- bátahöfnin í Reykjavík, eða 180, en sú stærri 3.000 bátum. Borgin laðar ekki eingöngu til sín óbreytta áhugamenn, heldur einnig þá sem hyggja á stóra sigra í keppni eða hafa einfald- lega hug á að berjast við úflð Atlantshafið. Ymis iðnaður tengdur þessari íþrótt hefur blómstrað í borginni og em þar nú framleiddir hraðskreiðustu bátar í heimi og bestu bátasmið- ir Frakklands starfa þar. Það er því ekki óeðlilegt að hátíðir og sýningar tengdar sigl- ingum skuli haldnar þar. Þama er seglbrettahátíð í eina viku í maf, í september er haldin þar stærsta bátasýning í Evrópu, Le Grand Pavois, og einnig alþjóð- leg kvikmyndahátíð, þar sem eingöngu eru sýndar myndir tengdar siglingum. Aðdráttarafl Springfield er annað. Hátíðin sem laðar að flesta ferðamenn er á degi heil- ags Patreks, þjóðhátíðardegi íra, 17. rnars. Hún laðar að 250.000 manns og er stærsta hátíðin í Bandaríkjunum þennan dag, hvorki meira né minna. Við drögum þá ályktun að íbúar Springfield í Massachusetts séu flestir írskir að uppruna. Borgin hefúr reyndar af ýmsu fleiru að státa, sem ferðamönnum gæti þótt spennandi. Til að mynda blöðruhátíð, sem haldin er í tengslum við fyrsta körfubolta- leik ársins. Þá er líka boðið upp á heimsins stærsta pönnuköku- morgunverð. Það er ekki að Kananum að spyrja; hann þarf að vera mestur og bestur í öllu. Þrisvar á ári streyma síðan sölumenn með fornmuni til Springfield, því þá er haldinn markaður. Það er ekki víst að vörusýningar í Laugardalshöll- inni þættu par merkilegar í sam- anburði. Það sem dregur þó að langflesta ferðamenn er Basket- ball Hall of Fame. Þar er saga körfuboltans rakin, en hann var fundinn upp í Springfield fyrir 101 ári, hvorki meira né minna! Springfield státar líka af vopna- safni, sem upphaflega var fyrsta vopnaverksmiðja Bandaríkj- anna, sett á stofn að frumkvæði George Washington árið 1794. Safnið dregur nú til sín áhuga- menn um vopn hvaðanæva úr heiminum. Hvað hefur Reykjavík? Eina litla Listahátíð annað hvert ár og Kvikmyndahátíð hitt árið, sem fáir aðrir sækja en nokkrir borg- arbúar. BROADWAYSÝNING- AR í SMÁBORG Reykjavík er miðpunktur menningarlífs á íslandi. Sumir tala um blómlega menningu, en það eru ekki allir sammála. Að sjálfsögðu höfum við Þjóðleik- húsið og Borgarleikhúsið með sýningar um hverja helgi og tónleikar eru haldnir hér reglu- lega; kammertónleikar, sinfón- íutónleikar, djasstónleikar og rokktónleikar. Lfldega blómstrar tónlistin best. Nýir straumar ber- ast borgarbúum ekki utan af landi og heldur ekki frá öðrum löndum. Nema örsjaldan og þá helst á áðumefndri Listahátíð. Drifkrafturinn í menningarlífi Springfield er sinfóníuhljóm- sveitin þeirra, The Springfield Symphony Orchestra. Kór kenndur við sinfóníuna kemur gjaman fram með henni á tón- leikum og fær ósjaldan til liðs við sig landsþekkta söngvara. Leikhús bæjarins, Stage West, laðar ekki einungis til sín lands- þekkta listamenn heldur heims- þekkta. Þá koma Broadwaysýn- ingar gjarnan til borgarinnar, sem og listamenn frá ýmsum öðmm borgum T Bandaríkjun- um. Þar sem ekki er minnst á aðra leikhópa eða hljórpsveitir í upplýsingunum sem PRESS- UNNI bárust er ekki gott að segja hvemig menningarlífið lít- ur út í heildina. Þeir virðast þó ekki þurfa að kvarta og hið sama er að segja um La Roc- helle. Leikhóparnir Les traiteaux des 2 tours, Théatre de l’utopie og La Ville en Bois em atvinnu- leikhópamir á staðnum, en einn- ig em starfandi nokkrir áhuga- leikhópar. Þeir hafa allir sitt eig- ið leikhús, en helsta leik- og tónlistarhús borgarinnar er menningarmiðstöðin La Co- ursive. Hún slær íslensku leik- húsunum við, tekur 1.200 manns í sæti. Tónleikahöllin í Springfield er ennþá stærri með 2.600 sæti. Þessir leikhópar geta víst varla kallast mjög þekktir, en nútímadansflokkur Régine Chopinot heldur nafni borgar- innar á lofti. Hann er ekki að- eins þekktur innan Frakklands, heldur utan líka. Listamenn í La Rochelle virðast leggja rækt við nútímann, því helsta hljómsveit borgarinnar, Art Nova, leikur eingöngu nútímatónlist. Aðeins eitt kvikmyndahús er í Springfíeld, Paramount The- ater, en ekki er tekið fram hve margir salir em þar. Þeir gætu þess vegna slagað upp í salina 23 í Reykjavík og 17 í Frakk- landi. Þótt Reykjavík hafi á að skipa fleiri bíósölum en franska borgin virðist kvikmyndavalið þar ekki vera lakara. Að minnsta kosti sveija þeir og sárt við leggja að þar séu ekki ein- ungis sýndar amerískar og franskar myndir, heldur myndir „alls staðar lrá“. SÖFNIN FÁ OG FÁ- TÆKLEG Sjö söfn er að finna í Reykja- vík. Það er nú bara ágætt. Engu að síður neyðumst við til að við- urkenna að fjölbreytninni er ekki fyrir að fara. Við höfum sögusöfn, sem em Árbæjarsafn og Sjónminjasafn Islands, en hin söfnin fimm eru öll tengd fögmm listum. Listasafh Islanfs, Ásmundarsafn, Listasafn Einars Jónssonar, Listsafn Háskóla Is- lands og Ásgrímssafn. f frönsku borginni hefur öll- um fögmm listaverkum verið komið fyrir í einu listasafni, Musée des Beaux-Arts. En í borginni em líka sjóminjasafn, sædýrasafn, tónlistarsafn, Nýja- heims-safnið og Grévút-safnið, þar sem rakin er saga héraðsins. Bandaríska borgin geymir áhugaverða safnaflóm. Fyrir ut- an tvö áðurnefndu söfnin eru þar mótorhjólasafn, vísindasafn með sérstakri bamadeild, sögu- þorpið Storrow Town, safn með austurlenskri skreytilist og lista- söfnin George Walte Vincent Smith, Connecticut Valley Historical og Museum of Fine Arts. 300 VEITINGASTAÐIR Hafi menn hug á að fara út að borða í einhverri af þessum borgum er La Rochelle vænleg- ust. 300 veitingahús bjóða upp á mat hvaðanæva úr heiminum og þar má finna allt frá hamborg- arastöðum upp í fínustu frönsk veitingahús. Sjávarréttir em þó að sjálfsögðu í mestum háveg- um hafðir. Reykjavík er líklega betri kostur en Springfield, ef verðið er ekki tekið inn í mynd- ina. Um sextíu veitingastaði er að finna í Springfield og þeir em svipað margir á höfuðborg- arsvæðinu. I fyrrnefndu borg- inni virðist þó aðallega vera um að ræða hamborgara, pizzur og kleinuhringi! Ekki mjög spenn- andi það, en eflaust ódýrt. í Reykjavík er líklega hægt að fá góðan mat, en á því hafa fáir efni á þessum síðustu og verstu atvinnuley sistímum. KÖRFUBOLTABORGIR Körfuboltinn var fundinn upp í Springfield og borgin er síðasta ári. Tveir aðrir skólar á háskólastigi em í borginni, iðn- verkfræðingaskóli og viðskipta- skóli. Reykjavík hefur Tækni- skólann. Báðar borgirnar hafa hótel- og veitingaskóla og sjó- mannaskóla, en í La Rochelle er líka skelfiskeldisskóli. I Springfield em Ijórir fram- haldsskólar (college), en Mass- achusetts-háskóli er staðsettur í einum nágrannasmábænum. Ekki er tekinn fram nemenda- fjöldi í neinum þessara skóla, en jjess aðeins getið að í síðast- nefnda skólanum séu 5.900 starfsmenn eða fleiri en nem- endur í HI. JAFNMÖRG DAGBLÖÐ Dagblöðum fer fækkandi á íslandi. Varla hægt að tala um önnur blöð en Moggann og DV lengur, þótt Timinn og Alþýðu- blaðið komi ennþá út. Heilmik- ið er gefið út af tímaritum, flest- um sérhæfðum nema Mannlíf, Heimsmynd og Vikan. I La Rochelle em aðeins gefín út tvö dagblöð og basta, en fjögur í Springfield. Borgin kemst vel með tæmar þar sem Reykjavík hefúr hælana í blaðaútgáfu. Það koma út nfu vikublöð og þrjú tímarit eru gefin qt tvisvar í mánuði. Ekki sem verst. Við náum því að vera með fleiri útvarpsstöðvar en Springfield, níu á móti átta. Að- eins ein staðbundin útvarpsstöð er í La Rochelle og þeir hafa að- eins eina sjónvarpsstöð, FR3, sem sendir út staðbundnar frétt- ir. Annars em flmm sjónvarps- stöðvar í Frakklandi, sem ná um allt land. Við höfum tvær, en þeir í Springfield Ijórar og tvær kapalstöðvar. ÞADAN KEMUR HVÍTT SÚKKULAÐI Þegar spurt var að því hvort einhver landsfrægur Frakki kæmi frá La Rochelle voru þeir ekki fleiri en svo að við- mælandi PRESSUNNAR, borgarbúi, mundi ekki eftir nema einum. Það er gamla sjónvarpskempan George de Er eins rosalega mikið um að vera 1 Reykjavík og sumir vilja vera láta? Okkur hér á PRESS- UNNI langaði mikið til að vita það og gerðum þess vegna úttekt á tveimur borgum, í Banda- ríkjunum og í Frakklandi, sem eru af svipaðri stærð og Reykjavík. Niðurstaðan varð sú að er- lendu borgirnar hafa upp á talsvert meira að bjóða en Reykjavík. Þar er meira um að vera, bæði í atvinnulegu og menningarlegu tilliti. ennþá mikil körfuboltaborg. Ekki minnast þeir mikið á aðr- ar íþróttir, en svo vill til að í La Rochelle er nokkuð gott körfuboltalið og mikilvægir leikir fara gjarnan fram í borg- inni. Annars eru þeir ekki mjög sterkir í helstu „þjóðar- íþróttum" frakka, fótbolta og rugby. Þeir hafa samt gilda leikvanga fyrir hvorntveggja boltann, sem og frjálsíþrótta- völl. Það slær Laugardalsvell- inum við. Reykvíkingar eru heldur ekkert góðir í körfu- bolta samanborið við Suður- nesjamenn. Líkt og Reykvíkingar stæra íbúar Springfield sig af skíða- svæði í næsta nágrenni. Hægt er að fara á gönguskíðum á sérstökum svæðum og í ná- lægum fjöllum, Mt. Tom’s, eru sextán skíðaslóðir. Betra en Bláfjöll, ekki satt, auk þess sem hægt er að renna sér þar á brettum í snjóleysi. SVTPASIR NÁMS- MÖGULEIKAR í Háskóla íslands voru 5.400 nemendur á síðasta ári. La Roc- helle er nýkomin með háskóla og þar voru 3.000 nemendur á Caune, en hann er hættur störfum. Sonur hans, Antoine de Caune, er aftur á móti í fullu fjöri á Canal+ og hefur meira að segja getið sér frægð utan landsteinanna, að minnsta kosti á Bretlandi og kannski víðar. Frá Springfield höfum við heldur ekki vitneskju um neinar frægar persónur. Þó er varla hægt að horfa fram hjá Dr. James Naismith. þeim sem fann upp körfuboltann. Áhugamenn kannast kannski við kappann. Springfield hefur byrjað á fleiru en leika körfubolta. Þar var haldin fyrsta hundasýning- in í Bandaríkjunum, John Pyncheon fann þar Opp á því að frysta kjöt og selja í pakkn- ingum, fyrsti Rolls Royce-inn sem framleiddur var utan Bretlands var búinn til í Springfield og hvítt súkkulaði var fundið upp einmitt þar! Samantekt: Margrét Elísabet Ólatsdóttir Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir minnst a+++ borg? Gísli Gíslason viðskiptafræðingur „Stórborg, París eða ein- hver svoleiðis. Svo eru auðvitað alls konar borgir til: Borg í Grímsnesi, Anna frá Stóm-Borg, Bjöm Borg...“ Lárus Helgason málfræðingur „Stórborgarlíf, með kost- um sínum og göllum. Annars vegar áberandi munurinn á ríkum og fá- tækum en hins vegar gleði og glaumur, veitingastað- ir, næturlíf og allt hitt.“ Rannveig Sigurðardottir hagfræðingur hjá BSRB „Borg á Mýmm.“ Halla Haraldsdóttir viðskiptafraeðingur og verðandi iandslagsarkitekt „Háhýsi í stórborgum eins og New York.“ Kolbeinn Gíslason stoðtækjafræðingur „Höfuðborg.“ Anna Birna Michelsen ferðamálafræðingur „London, það er fyrsta stórborgin sem ég sótti heim.“ Ásmundur Bjarnason tölvunarfræöingur „Stokkhólmur, því ég var að koma þaðan. Borg með öllu... líka fótbolta- bullum.“ , Sigríður Asgeirsdóttir söngnemi „Sitrnar í París.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.