Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 24. JÚNÍ 1992 Á L I T THOR VILHJÁLMSSON Gatið á miðeyjunni fyrir framan Heklu hlaut fyrir skömmu norrænu bókmenntaverðlaunin fyrir framlag sitt til skáldgyðj- unnar í gegnum árin. Rithöfundurinn þekkti vakti ekki síður athygli þegar hann birt- ist í heilsíðuauglýsingu fyrir Apple-umboðið á dögunum. Hann segir að ekki þurfi að óttast að hann sé kominn á framfæri hjá þeim — að þeir skrifi... og hann undir. Umferðardeild borgarverkfræðings lagði til að lokað yrði fyrir auga á miðeyju fyrir framan hús Heklu hf. vegna tíðra slysa. Meirihluti í umferðanefnd hafnaði tillögunni. HARALDURBLÖNDAL formaður umferðarnefndar Reykjavíkurborgar „Það er almenn vxsiregla, að op séu ekki höfð í mið- eyjar, þegar gata er fjórar akreinar. í þessum efnum sem öðrum er þó reynt að taka tillit tii hagsmunaað- ila, bæði íbúa og fyrirtækja, Hagsmunaaðilar gerðu athugasemdir við lokun miðeyju á Laugavegi gegn Heklu hf. og var ákveðið að koma á móts við þá, eins og ævinlega er gert. Var ákveðið að loka ekki mið- eyjunni, heldur banna U-beygju. Frá því að U-beygjubanniö var sett hafa mér vitanlega ekki orðið slys á þessum stað. I umrætt sinn var ekki verið að hygla hagsmunaaðilum. Komi í ljós, að U-beyjubannið sé ekki fullnægjandi, mun koma til skoðunar að loka eyjunni." MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR'- fulltrúi Kvennalistans í umferðarnefnd Reykjavíkurborgar „Að mínum dómi er hér fyrst og íremst um að ræða slysavamamál. Ég er undrandi á borgarstjóra að slá fram fullyrðingum um ökuníðinga í sömu andrá og verið er að ræða um mjög alvarleg umferðarslys, jafnvel dauðaslys. Borgarstjóri veit hreinlega ekki hvað hann er að tala um. Ég tel að borgarfulltrúum beri skylda til að vinna að öryggi allra borgarbúa sem er og hagur fyrirtækja. Það er árangursríkara að ryðja hættum úr vegi með því að laga hættulega staði en að reyna að fá fólk til að aðlagast hættulegu umhverfi. Sérfræðingar borgarinnar vita betur en stjóm- málamenn.“ BJARNIPALMARSSON leigubílstjóri og umferðarráðgjafi Rásar 2 „Sjónvarpið talaði við mig út af þessu einu sinni og við sýndum hvemig slysin verða á þessum stað, en þama hafa orðið margir árekstrar og smáslys. Þremur vikum seinna varð þama dauðaslys á mót- orhjóli. Það er til háborinnar skammar, hreinlega sagt, að það skuli ekki vera teknar til greina slysagildmr eins og á þessum stað, trúlega af peningaástæðum," SÆVAR GUNNARSSON varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar og' gegnir störfum umferðarmálastjóra „Það hefur verið tillaga lögreglunnar í mörg ár að loka þessum stað vegna slysa sem þama hafa orðið. Tölfræðilegar niðurstöður vegna slysa segja okkur að þama eigi að loka. Við höfúm borið þetta upp við umferðamefnd en þar höfum við tillögurétt, emm áheymarfulltrúar en höfúm ekki at- kvæðisrétt. Til að hægt sé að hafa akrein í vinstribeygju á þessum stað þarf að breikka götuna að norðanverðu, en á því em einhver vand- kvæði. A meðan gatan er eins og hún er býður þetta upp á mikla slysa- hættu.“ ÓSKAR MAGNÚSSON Iögfræðingur Heklu hf „Kjami málsins er sá að þessi ákvörðun var tekin án samráðs við einn eða neinn. Þama er um að ræða mjög mikilvæga samgönguleið að fyrirtækinu. Þegar Hekla hafði samband við umferðaryfirvöld var fyrirtækið upplýst um það að algengt væri að ákvörðunum væri breytt til bráðabirgða ef önnur sjónarmið kæmu í ljós. Við fómm yfir slysaskýrslur og í ljós kom að ekki var alltaf augljóst hver valdurinn var, en hætta stafar af bflum í þröngri U-beygju. Það að menn skuli ekki fara eftir umferðarreglum varðar ekki Heklu. Það er annarra að halda uppi lögum og reglu í landinu." NÁTTÚRUVERNDAR- SKRÍPALEIKUR „Það þarf fjörugt ímyndun- arafl til að sjá fyrir sér forsprakka „náttúruverndar" á Islandi flengjast um landið vítt og breitt til að berjast á móti gróðurvernd og upp- grœðslu. Og við venjulegt fólk klípum okkur í handlegginn þegar forsprakkar Náttúru- verndarráðs, Landverndar, einhverjir grasafrœðingar og sjálfskipaðir umhverfisspek- ingar aðrir apa hver upp eftir öðrum hjal um einhvern lúp- ínufaraldur, sem sé að eyði- leggja allar eyðimerkur landsins.“ Sigurjón Benediktsson, Morgun- blaðinu. Svanhildur Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Land- verndar: „Þessi klausa ber með sér að Siguijón skortir síst af öllu fjömgt ímyndunarafl, en við efumst meira um víðsýni hans og þekkingu á málefninu.“ laugur fá tugi símtala á dag og því gífurleg keyrsla á þeim. Yfirleitt em þetta dagfarsprúðir menn og Jón Axel er sérdeilis- lega kurteis í síma. Hann svar- aði þessu strax sama dag í beinni útsendingu. Hafi hann sært tilfinningar stúlkunnar þá þykir okkur það miður og biðj- umst afsökunar á því. Stúlkan getur komið hingað til okkar og sótt bol hvenær sem er í sára- bætur.“ FEMÍNÍSKUR ÞVÆTTINGUR „ Það sem ég er mest á móti í liinni hefðbundnu jafnréttis- umrœðu er hin marxíska yfir- fœrsla á þjóðfélagslegri átakakenningu, þar sem í stað öreiga og borgarastéttar eru settir karlar og konur. Konur eru kúgaðar af körlum — öll- um körlum — og þannig hefur þetta staðið frá örófi alda, allt frá því mœðraveldið stóð. Manni skilst að ef konur réðu meiru í heiminum, þá yrðu ekki stríð eða beitt ofbeldi og allir yrðu góðir. Þetta er nákvœmlega sama þvœlan og í marxisman- um, þessi femíníski þvœtting- ur sem er ekki skóbótarinnar virði.“ Guðmundur Ólafsson hagfræðing- ur, viðtal í PRESSUNNI Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans: „Við stöndum frammi fyrir því að kynin em ólík um margt. Að stilla þeim upp sem andstæðum er hluti af tvíhyggju Vestur- landabúa. Staða kynjanna er ólík, okkur em ætluð ólík hlut- verk. Konur eru náttúrulega ekkert algóðar en við höldum því ffam að tengsl konunnar við Íífið skapi ákveðið gildismat. Það heyrir til undantekninga að konur almennt séu valdar að of- beldi. Karlarbeita ífekar ofbeldi en konur, sem er afleiðing af uppeldi og gildismati.“ PRESSAN/Spessi Hef ekki selt sál mína Ertu stöðugt að efiast á rit- vellinum? „Ég er í nokkuð góðu formi og þakka það ekki síst því að ég æfi japanska glímu. Það er eng- inn bilbugur á mér og ekki versnar það við þessi verðlaun. Mér þykir ósköp vænt um þetta og er mér mikið fagnaðarefni, en ég vona að þetta hafi ekki nein sérstök áhrif á minn gang í rit- störfum og að ég haldi geðró minni og því sem þarf að hafa til að koma saman skáldverkum.“ Voru þessi verðlaun eitt- hvað sem þú vissir að stœði til að þúfengir? „Ég hafði ekki hugmynd um þetta og því kom þetta alveg flatt upp á mig. Þetta var, eins og tal- að er um, himnasending... var það því sem næst og kom sér ákaflega vel. Mjög skemmtilegt og óvænt.“ Það vakti ekki síður athygli að sjá skáldið í heilsíðuauglýs- ingu nú á dögunum. Maður er hreint ekki vanur því. Hvað kemur til? „Þetta hentaði mér vel. Ég vissi af þessu tæki — lítið og lauflétt — sem er afskaplega hentugt fyrir menn sem eyða ævi sinni í það að reyna að koma saman bókmenntum. Ég átti ekki fyrir því og þama fóru sam- an hagsmunir. Ég vann þetta til að eignast þetta litla tæki en lét ekki hlut minn í neinu. Ég sagði nákvæmlega það sem mér sýndist, það sem mér fannst, eins og ég er vanur að gera og þeir slógu af verðinu. Ég sagði bara minn hug og sé bara ekkert athugavert við það. Ég samdi þetta sjálfur og skrifaði undir það en auk þess vom tekn- ar þessar fínu ljósmyndir. Þetta vom eintómir ljúflingar sem ég skipti við og þeir vildu bara fá mína meiningu og vom ekkert að reyna að hafa áhrif á mig og biðja mig að segja þetta eða hitt og það finnst mér það ákjósan- legasta. Það þarf enginn að óttast að ég sé kominn á framfæri hjá jreim og héðan af skrifi þeir — og ég undir. Nú hef ég öðlast hið allra besta og hlýðnasta vinnutæki sem hjálpar mér við vinnu mína og ég vona að það efli mig. Ég get farið víða og klifrað á fjöll og haft tækið með mér — þó ég segi nú ekki þverhníptan ham- ar.“ Eru engar siðferðislegar spurningar tengdar svona auglýsingum? „Það em siðferðislegar spum- ingar tengdar við hvert fótmál og ég held að ég sé búinn að segja nóg um þetta mál til að þú sjáir að ég er ekki búinn að selja sál mína. Hins vegar em siðferðis- legar spumingar við allar auglýs- ingar. Ég segi hug minn og fæ umb- un fyrir en hef nú miklu meira af hinu að segja, að segja hug minn og þurfa að borga fýrir það. Það hef ég nú gert á langri ævi og stundum talsvert og þurft að gjalda þess sem ég segi. Ég tek ekkert tillit til þess, fer mínu fram og segi það sem ég þarf að segja hver sem á hlut að máli og hvað sem það kostar. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af þessu, að ég skuli hafa hitt á ein- hveija menn sem þykir vænt um það sem ég sagði og að þeir vildu ganga úr leið sinni til jress. Við emm allir harla glaðir og góðir, eins og Kjarval sagði stundum." Hefurðu skapað nýja ímynd — heyrir sú af skáldinu með pennann sinn sögunni til? ,Ég er alltaf með penna á mér og frekar fleiri en einn. Ég gríp til þeirra því ég hef ekki þennan hraða til að þeysast á. Þótt ég hafi þessa fisléttu tölvu hef ég ekki tæknina og ekki fingrafim- ina. Þá nota ég pennann óspart.“ Það virðist fara vel uin þig þarna úti í náttúrunni. A mað- ur von á að mœta þér úti í guðsgrœnni í sunnudags- göngutúrnum? „Það er undir þér komið hvað þú ert dugleg að ganga, en það er ekkert ffekar á sunnudögum hjá mér... frekar en vinnan. Ég vinn alla daga og flækist víða. Það fer ekki eftir vikudögum og dag- setningum.“ Þú ert vœntanlega að skrifa eitthvað núna? „Ég er alltaf að skrifa. Það stendur til að bók komi út í haust.“ Má njósna um efni hennar? „Nei, maður verður að þegja yfir því þar til maður er búinn að koma fullnægjandi sniði á þetta. En svo er að koma út ensk þýð- ing á bók sem kom út íyrir jólin í fyrra á íslensku, og er um vin minn Svavar Guðnason." FLEIRIÆTTU AÐ FLAGGA „Skyldu hinar Norður- landaþjóðimar flagga á sín- um strœtisvögnum, þegar við eigum þjóðhátíðardag? Ég held ekki. Mérjinnst að Itinar Norðmjandaþjóðirnar eigi skilið að fá vitneskju um þenn- an ágœta sið okkar. Viss er ég um, að fengju þær hana, yrði strax tekinn upp okkar áigœti siður.“ Auðunn Bragi Sveinsson, lesenda- bréf (Mbl.“ SVR Sveinn Björnsson, for- stjóri SVR: „Hingað hafa komið ferðamenn að dásama þennan sið okkar og jafnvel óskað þess að við kæmum þessu á framfæri við nágrannaþjóðim- ar. En Finnar áttu þjóðhátíðar- dag um daginn og þá lentum við í því að þurfa að senda bfla á eft- ir vögnunum að hirða fánana RUDDASKAPUR „Það fer víst ekki framhjá neinum að á Bylgjunni þessa dagana eru þeir Jón Axel Ól- afsson og Gunnlaugur Helga- son með morgunþætti sem þeirnefna Tveirmeð öllu. Inni í orðinu „öllu“ er greinilega líka átt við rudda- eða dóna- skap.“ Óánægður faðir, lesendabréf í DV. Hallgrímur Thorsteins- son, dagskrárstjóri Bylgj- unnar: „Jón Axel og Gunn- sem fuku upp. Þetta var mjög kostnaðarsamt. Við höfum ver- ið að reyna að draga úr þessu og emm nú hættir að flagga á þjóð- hátíðardögum annarra þjóða.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.