Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25.JÚNÍ 1992
E R L E N T
„Þaðværlöld-
ungis fráleitt ef ég
fengi að skrifa."
Gíinther Schabowski, fyrrver-
andi ritstjóri Neue Deutschland
og áróðursmeistari austur-þýskra
stjómvalda, sem nú starfar sem
útlitsteiknari hjá auglýsingablaði
í Hessen, þegar hann var spurður
hvort rétt væri að honum væri
bannað að skrifa í það.
Verð'onum að
góðu
Danskur maður var handtek-
inn fýrir að hafa tekið 700 dansk-
ar krónur ófrjálsri hendi á grillbar
í Kaupmannahöfn. Við leit á
honum fundust 400 krónur í
buxnavasa hans, en af einhverj-
um ástæðum reyndi hann að fela
afganginn með því að stinga
seðlunum upp í sig. Það dugði
skammt, því hið sanna kom í ljós
um leið og lögreglan spurði hann
að nafni og maðurinn talaði af
sér.
Hvað hétsá gamli
aftur?
í sagnfræðiprófi í skóla nokkr-
um í Moskvu urðu þau mistök að
eitt verkefnið var svohljóðandi:
„Segið í stuttu máli frá stofnanda
Sovétríkjanna og framlagi hans
til sósíalismans.“ Sem kunnugt
er em nokkuð deildar meiningar
um hið síðari lið verkefnisins.
„Við gáfum fullt fyrir spuming-
una, svo framarlega sem nem-
endur skrifuðu nafnið rétt,“ sagði
Aleksíj Bakhtín skólastjóri og
bætti við að höfundi prófsins
hefði verið sagt upp störftim.
Waldheim lokstil
annarra landa
Undanfarin sex ár hefur Kurt
Waldheim, forseti Austurríkis,
verið nær gersamlega einangrað-
ur á alþjóðavettvangi vegna nas-
ískrar fortíðar sinnar. Nú em loks
horfur á að Waldheim komist til
annarra landa, því búið er að gefa
út frímerki af karlinum í tilefni
þess að hann lætur af völdum
hinn 8. júlí. Svo er bara spuming-
in hvort póstþjónustur annarra
ríkja taka frímerkið gott og gilt.
Versti banki í heimi
Sameinaði bankinn (Konsol-
idacni Banky) í Prag lætur lítið
yfir sér. Hann er rekinn í litlu
skrífstofuherbergi í fjármála-
ráðuneytinu og fátt innan dyra
bendir til þess að hann sé ein
helsta fjármálastofnun Tékkó-
slóvakíu með jafnvirði um 215
milljarða íslenskra króna á bak
við sig. Starfsmenn bankans em
tveir, bankastjórinn Milan Plasil
og ritari hans.
Haldi menn að Byggðastofn-
un á íslandi hafi verið í slæmum
málum ættu þeir að kynna sér
Sameinaða bankann, því hann
var beinlínis stofnaður til að hafa
einungis vonlausa viðskiptavini í
reikningi. Eina markmið bank-
ans er að sanka að sér skuldum
fyrirtækja, sem afar lítil von er til
þess að bjarga frá gjaldþroti.
Fljótt á litið mætti halda að
stofnendur bankans væru eitt-
hvað verri, en svo er ekki. Til-
gangurinn með ofangreindu er
Rokkað í Danaveldi
1 dag fer hver að verða síðast-
ur til þess að fara til Danmerkur
og njóta tveggja helstu tónlistar-
helga þar í landi. Hróarskelduhá-
tíðin hefst á morgun og um
næstu helgi verður önnur hátíð,
ekki smærri, haldin í Ringe á
Fjóni.
í Hróarskeldu er megináhersl-
an lögð á framsækna rokktónlist,
aðalnúmerin em Disneyland aft-
er Dark, Texas, Little Village,
Exu-eme, Pearl Jam og síðast en
ekki síst Nirvana, sem allt hefur
ætlað að æra hér að undanfömu.
í Ringe verður róið á hefð-
bundnari eða að minnsta kosti
rólegri mið, en helstu foringjam-
ir þar verða Joe Cocker, blúsar-
inn Buddy Guy, Glenn Frey úr
Eagles, Svíamir í Roxette, Curtis
Stigers og Simply Red.
Þess má geta að í Danmörku
hefur verið einmuna veðurblíða,
20 stiga hiti, heiðskírt eða létt-
skýjað.
nefnilega að taka við slæmum
lánum frá öðmm bönkum til að
létta á þeim og efla traust á þeim.
Eftir flauelsbyltinguna sátu flest-
ir tékkneskir bankar uppi með
vemlega slæma stöðu, því þeir
höfðu tilneyddir verið látnir
framfleyta hinum og þessum rík-
isfyrirtækjum með vaxtalausum
yfirdrætti og afborgunum eftir
hentugleikum. Talið er að allt að
40% útistandandi skulda tékk-
neskra banka muni aldrei skila
sér. En til þess að byggja upp
markaðshagkerfi þurfa bankar
landsins að standa traustum fót-
um.
Tékkneskir skattborgarar
munu fyrr eða síðar gjalda þessa,
en á meðan gefst öðmm bönkum
tækifæri til að byggja sig upp.
Aðalhættan felst í því að þeir
muni halda áfram að skófla
slæmum lánum til Sameinaða
bankans, en auk þess er óvissa
um framtíð bankans ef af slitum
tékkneska sambandsríkisins
verður. Enn um sinn mun hr.
Plasil samt sitja á skrifstofu sinni
og taka brosandi við hverju áfall-
inu á fætur öðm.
Verslað í Mekku
Tugþúsundir rétttrúaðra mús-
lima em þessa dagana á leið
heim úr pílagrímsferð til Mekku,
en allir múslimir em skyldugir til
að fara þangað að minnsta kosti
einu sinni á ævinni. Egypska
konan á myndinni hefur notað
tækifærið og gert pílagrímsför-
ina að verslunarferð í leiðinni, en
flestar vömr em mun ódýrari í
Sádí-Arabíu en öðmm arabaríkj-
um.
Batman slær í gegn
Kvikmyndin Batman snýr
aftur hefur farið ffam úr björt-
ustu vonum ffamleiðendanna,
því um síðustu helgi halaði hún
í Bandaríkjunum inn meiri tekj-
ur en nokkur mynd hefur gert
fyrr og síðar um eina
helgi. Hún sló út
bæði fyrri
Batman-
myndina
o g
Term-
s e m
voru
fyrri
met-
hafar.
Talið er
að sjö
milljónir
áhorfenda
staðið í röð til að
sjá myndina um helgina og
spáð er að fjöldinn verði litlu
minni um þessa helgi. Upphæð-
imar sem um er að tefla eru
svimandi, en um síðustu helgi
rakaði myndin inn jafhvirði ríf-
lega tveggja milljarða ís-
lenskra króna. Að-
alhlutverk í
myndinni
leika þau
Michael
Keaton,
Danny
deVito
Enn af Windsorkonunum kátu
Sara Ferguson, hertogynja af
Jórvík, sér til þess að áhugi
manna á bresku konungsfjöl-
skyldunni dvínar ekki þessa vik-
una. Hún brá sér nefnilega yfir
Ermarsund og eyddi nótt á Ritz í
París með tilheyrandi kampa-
vínsdrykkju og dansi. Förunaut-
ur hennar, dans- og drykkjufé-
lagi var Bandaríkjamaðurinn
John Bryan, sem sagður er „fjár-
málaráðgjafi" Fergie. Daginn
eftir bmgðu þau sér í EvróDisn-
ey-garðinn og kváðust skemmta
sér konunglega.
Breska blaðið Daily Mail
kveður það reyndar ekki úr lausu
lofti gripið að Bryan aðstoði
Söm við fjármálin og kveður
hann undirbúa 300 milljóna
króna kröfu hennar á Andrés
(bráðum fyrrverandi) eiginmann
sinn.
Af þeim Karli ríkisarfa og Dí-
önu konu hans er það að ffétta,
að Karl er sagður sannfærður um
að kona hans standi að baki bók
Andrews Morton, sem valdið
hefur uppnáminu undanfamar
vikur. The Sun hefúr eftir ónafn-
greindum vinum hans að hann
segist kannast við orðréttar lýs-
Einangrast Evrópa enn á ný?
EFTIR JEANE KIRKPATRICK
Getur verið að Frakkland sé
orðið höfuðóvinur Bandaríkj-
anna? Thierry de Montbrial,
sem er framkvæmdastjóri helstu
utanríkismálastofnunar Frakk-
lands, spurði þessarar spuming-
ar í Le Figaro í liðinni viku og
menn leita svarsins beggja
vegna Atlantsála. Miðað við
greinina hefði Montbrial
kannski fremur átt að snúa
spumingunni við og spyrja
hvort Bandaríkin væm orðin
höfuðóvinur Frakklands. Um
það snerist að minnsta kosti
spumingin, sem James Baker,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, spurði hinn franska koll-
ega sinn, Roland Dumas, á dög-
unum: ,,Er Frakkland fylgjandi
Bandaríkjunum eða á móti?“
Montbrial sagði spumingu
Bakers bamalega vegna þess að
utanríkisráðherrar segja yfirleitt
ekki svoleiðis hver við annan.
En í raun var hún — líkt og
grein Montbrials — tímabær
andmæli gegn viðtekinni and-
stöðu Frakka við þátttöku
Bandaríkjanna í evrópskum
vamarmálum og á evrópskum
markaði.
Frakkar eru ekki einungis
andsnúnir stefnu Bandaríkjanna
á þessum sviðum, heldur em
„Frakkar eru ekki einungis andsnúnir
stefnu Bandaríkjanna á [sviði versl-
unar og varnarmála], heldur eru þeir
beinlínis mótfallnir hverskonar af-
skiptum þeirra ogþað ínafni „evr-
ópskrarEvrópu“. “
þeir beinlínis mótfallnir hvers-
konar afskiptum þeirra og það í
nafni „evrópskrar Evrópu“.
I GATT-viðræðunum em
Frakkar helstu andmælendur
frjálsari viðskipta. Þeir hafa af
mikilli þrautseigju sett sig gegn
tillögum Ameríkuríkja og Breta
um afnám viðskiptamúra og
niðurgreiðslna, sérstaklega í
landbúnaði. Frakkar em bæði í
orði og á borði ákafir talsmenn
frjálsrar verslunar — en aðeins
innan Evrópubandalagsins.
Á öryggismálasviðinu hafa
Frakkar lagt mikla áherslu á
„Evrópuhersveitir11 sínar og
Þjóðverja, en þær hafa aðeins
lítilfjörleg tengsl við Atlants-
hafsbandalagið (NATO). Þegar
Frakkar drógu sig út úr sameig-
inlegu vamarkerfi NATO árið
1967 mótuðu þeir illa skil-
greinda stefnu í garð bandalags-
ins, sem felst fyrst og fremst í al-
mennu samráði.
Nú vilja Frakkar — þó svo
þeir segi það ekki berum orðum
— að önnur Evrópuríki feti í
fótspor þeirra. Þeir telja að
NATO og Bandaríkin gegni
engu sérstöku hlutverki í ffam-
tíðinni, nema Evrópa verði fyrir
stórfelldri og óvæntri árás.
Til að koma þessu í kríng
töfðu þeir sem þeir máttu sam-
þykkt NATO um friðargæslu
hersveita þess innan Evrópu ef
Sameinuðu þjóðimar (SÞ) eða
Ráðstefha um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (ROSE) æskja
þess, þrátt fyrir að nauðsyn frið-
argæsluliðs sé augljós í leifum
Júgóslavíu og víðar. Á sama
hátt reyndu þeir að koma í veg
fyrir stofnun Norður-Atlants-
hafssamvinnuráðsins (NACC),
sem er umræðuvettvangur
NATO-ríkjanna og fyrrverandi
aðildarríkja Varsjárbandalags-
ins, þrátt fýrir að hinar nýftjálsu
þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu
væru mjög áhugasamar um
stofnun NACC og öll tengsl við
NATO.
Frakkar — bæði sósíalistar
og stjómarandstaðan — kjósa
aðra þróun. Þeir vilja að banda-
rísku herliði verði fækkað
smám saman og að evrópskum
vamarbandalögum vaxi ásmeg-
in. Miðjumaðurinn Eduard
Balladur orðaði það svo í síðasta
tölublaði Paris Match: „Evr-
ópubúar — Frakkar þar á meðal
— hafa rétt á ráða ráðum sínum
og verja sig án þess að Banda-
ríkjamenn túlki það, sem fjand-
skap í sinn garð.“
Eiga Bandaríkin og Kanada
að taka það óstinnt upp þó að
fýrirætlanir Frakka geri ekki ráð
fýrir þeim?
Stefna Frakka er byggð á
fremur sérkennilegri hugmynd
þeirra um Evrópu. Sú hugmynd
útilokar frémur en innifelur, er
lokuð fremur en opin. Evrópa
Frakklands er ekki sama Evrópa
og Míkhaíl Gorbatsjov, Borís
Jeltsín, Margaret Thatcher eða
H e 1 m u t
Kohl sáu fýrir sér. Og hún bygg-
ist ekki á flokkadrætti í Fyrra
stríði, Seinna stríði eða Kalda
stríði.
Sú hugmynd Frakka að
Bandaríkjamenn og Kanada-
menn eigi nógu mikið sameig-
inlegt með lýðræðisríkjum Evr-
ópu til þess að úthella blóði fyrir
þau og vetja fjármunum sínum
þar, en ekki nógu mikið til þess
að vera beinir bandamenn —
hvort heldur er á markaðnum
eða í vamarmálum — er bæði
einkennileg og ósannfærandi.
Og hún er líka óvinsamleg.
Hvorki Bandaríkin né Kan-
ada eru í Evrópu. En Norður-
Ameríkuríkin tvö og Evrópa
deila sameiginlegri vestrænni
siðmenningu. Þátttaka Banda-
ríkjanna í heimsstyrjöldunum
tveimur og Kalda stríðinu, sem
á eftir sigldi, byggðist á þeirri
sannfæringu að siðmenningin
sameinaði það, sem landaskipan
aðskilur. Hún var byggð á þeirri
skoðun að lýðræðislegt stjómar-
far, réttindi einstaklingsins og
réttarríkið væm betri mæli-
kvarði á fjarlægðir en kflómetr-
ar og mílur.
Hötundur er tyrrum senðiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ.
ingar Díönu, sem hún hafi áður
sagt í sín eyru. The Daily Express
segir að fyrir dyrum hjá þeim
hjónakomum sé sigling um Mið-
jarðarhafið, sem farin verður
með það fyrir augum að koma
þeim úr brennipunkti fjölmiðla-
umræðu um skeið.
Enn eru
farartálm-
ar í Evrópu
Eitt helsta markmið Evrópu-
bandalagsins hefur verið að gera
samskipti á milli ríkjanna hömlu-
laus á sem flestum sviðum. Þetta
þykir almennt hafa gengið von-
um framar og á næsta ári mun
hið fjórþætta frelsi loks ná ffarn
að ftillu. Hins vegar hefúr fram-
kvæmdastjóm Evrópubanda-
lagsins rekið sig á ýmsar hindr-
anir.
Framkvæmdastjómin lét fýrir
nokkm smíða fyrir sig sérstakan
Evrópubíl. Það er 17 metra lang-
ur og 30 tonna þungur trukkur,
sem rúntað hefur um Evrópu að
undanfomu. Hann er þeirrar nátt-
úm að afitur í honum er saman-
brotin sýning, sem kynna á íbú-
um álfunnar í hveiju Evrópuhug-
sjónin eiginlega felist.
Fyrir réttri viku átti slík sýning
að hefjast á Trocadero-torgi í
París. En á leiðinni frá Rúðuborg
ákváðu borgaryfirvöld í París að
afturkalla leyfið fýrir sýningunni
án nokkurs rökstuðnings. Flokk-
ur Jacques Chirac, borgarstjóra
Parísar, er klofinn í afstöðu sinni
til Maastricht-samkomulagsins
og telja sumir að þar sé skýring-
arinnar að leita. Áður en yfir lauk
greip Franfois Mitterrand inn f
og eftirlét bílnum Concorde-
torg, sem er í lögsögu forseta-
embættisins.
Þetta er ekki í fýrsta sinn sem
Rémy Boivent, bílstjóri Evr-
ótrukksins, lendir í hrakningum.
Á Grikklandi handtóku tollveiðir
hann, þar sem ekki var rétt geng-
ið frá pappírum hans í Brussel,
og meira að segja franski tollur-
inn hleypti honum ekki í gegn
vandræðalaust. Boivent tekur
þessu þó með stökustu ró: „Þetta
skánar eftir árarnót."