Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25.JÚNÍ 1992 29 REYKJAVIK FYRR OG IMÚ REYKJA- VÍKURLÖG- REGLA FYR- IR HÁA OG LÁGA Skemmtanamynstur Reykvíkinga á vorum dögum er einfalt: Þeir eyða virk- um dögum í að bíða eftir helginni, sem kemur í hverri viku, og þá er farið á bar og dottið í það. Síðan á ball og dottið ennþá meira í það. Samkvæmt lögum og reglum er tappinn skrúfaður á kl. 3, og þá eru allar dyr opnaðar og lýðurinn streymir út á götumar. Þegar hér er komið sögu gera sumir síðustu atlögu að næturbráð, aðrir leita að heppilegum hausum til að dangla í. Til að hafa hem- il á þessum skríl, sem þó samanstendur af háum jafnt sem lágum, eru laganna verðir á hveiju homi. Þeir lúra í kring- um vitfirrtan lýðinn tilbúnir að skerast í leikinn þegar villidýrið í manninum fer að segja til sín. Lögreglan ber höfúðið hátt og sýnir engum virðingu, hvorki háum né lágum. En ef hendi er veifað upp í loftið og langatöng látin vísa mót sólu í hennar augsýn er íjandinn laus. Þá, eins og hendi sé veifað, stökkva lögregluþjónamir til, umkringja veifar- ann og rífa hann í sig, sama hvar í flokki viðkomandi er eða hversu vel hann er feðraður. Þannig er lögreglan í Reykjavfk. Ávallt til staðar, hvort heldur er í lúxus- hverfúm ríkisbubbanna í Vesturbænum eða fátækrahverfum öryrkjanna í Breiðholtinu. í þessu felst einmitt aðal lögreglunnar í Reykjavík; hún gerir ekki greinarmun á löggumannasonum og bakarasonum og hengir ekki smið fyrir bakara. Lögreglan í Rcykjavík er til taks fyrir þig og þína fjölskyldu, allt- af og alls staðar, og lætur engan í friði — hvorki háa né Iága. TJÖRIMIIM LIFIR EIMIM Þegar rætt er um stolt okkar Reyk- víkinga, Tjömina, nú á dögum vill um- ræðan gjaman tengjast peningum. Sér- staklega eftir að þeir tróðu nýverið steypukumbalda oní hana fullum af borgarfulltrúum og slfku liði. Það er engin nýlunda að peningar tengist tjöminni, en hitt er þó nýtt og öllu verra að hún fyllist af borgarfulltrúum. Ef marka má steinhöggvarann Liiders, sem settist hér að seint á síðustu öld, var Tjömin í apríl 1892 full af mold, rusli og sorpi, sem í hana var borið. Hann heldur áfram í bréfi sínu: „Vera kann að bærinn gæti fengið nokkurt fé fyrir Tjamarblettinn, ef hann væri orð- inn þurr og þar væri tún eða hús byggð (framsýni og frumleiki hér á ferð — innskot blaðamanns). En — það er fleira sem um þarf að hugsa en pening- ar þótt mikils virði séu. Væri Tjömin ekki eins vanrækt og hún er, þá væri hún bæjarprýði og eigi h'til." SKEMMT- AIMAHALD FYRIR HÁA í REYKJAVÍK FYRIR ALDA- MÓT í Reykjavík nútímans geta allir skemmt sér, sama hvar í stétt þeir eru. Velferðarsamfélag okkar sér til þess að allir, jafnt tukthúslimir sem tómthús- menn, hafa ráð á að næla sér í nægilega mörg tár til að skemmtun geti talist. Þannig gengu hlutimir ekki fyrir sig í gömlu Reykjavík. Þá skemmtu sér bara höfðingjar og millistéttar- og fyrirfólk. Líf þeirra og yndi var að fara í útreiðar- túra á sunnudögum að sumarlagi. Oft- ast var farið í stórum hópum mep vfn- föng um nágrenni Reykjavíkur. Áð var á einhveijum fallegum stað og stundum dansað, ef sléttir balar voru fyrir hendi og lögreglan í góðri fjarlægð. í þann tíð vom danshús fyrir almúgann með til- heyrandi hoppi og svitabaði óþekkt fyr- irbæri. Reykjavík var annar bær og um hann rann lækurinn, fagur og tær. Vin- sælustu dansstaðimir vom meðal ann- ars í Marardal undir Hengli og í Selja- dal í Mosfellssveit. Greiðasala var í Ar- bæ og Ártúni og sumarið 1901 vom seldar veitingar úr tjaldi við Rauðavatn. Þama var margur tappinn dreginn úr flösku. Núlifandi Reykvíkingar mættu margt af forfeðmm sínum læra. imamatseóil ,frá sunnudegi til fimmtudags á kvöldin í allt sumar. Glóðarsteikt grísafiðrildi Gljáö nautalund . Steikt önd með Dijon úi| engifer-rauðvínssósu 2.750 2.250 2.950 Einnig bjóðum við gestum að velja af himun frábæra sjávarrétta- og sérréttamatseðli. HN Hafðu það fyrsta flokks. —-C$J>— Það gerum við. WiííT !Hf CHATEAUX. Boroapantanir í síma 25700. GERIST ÁSKRIFENDUR 40 PRESSUNNI Áskriftarsíminn er 64-30-80 PRESSAN kemur út einu sinni í viku. í hverju blaði eru heil ósköp af efni; Fréttir, viðtöl og greinar um þjóðfélagið sem við lifum í og okkur sjálf. PRESSAN hefur markað sér nokkra sérstöðu meðal íslenskra fjölmiðla. PRESSAN hefur leitast við að bera fréttir úr öllum geirum mannlífsins, ekki bara af tilbúnum veru- leika sem snýst mest um loðnu, kvóta, vexti og álit talsmanna ýmissa hags- munahópa. Það er trú PRESSUNNAR að --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Undirritaöur óskar þess aö áskriftargjald PRESSUNNAR veröi framvegis skuldfært mánaöarlega á kortreikning minn: KORTNR. I I I I I L1J...I.J m T' I n~rn KENNITALA: I I I I II I I I I I I DAGS.: GILDIRTIL: nn ASKRIFANDI: SÍMI: HEIMILISFANG/POSTNR: Undirskrift □ 3E □ JE. F.h. PRESSUNNAR l------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 ekki eigi að sjóða veruleikann niður fyrir lesendur. Þeir eiga allan rétt á að heyra allar fréttir. En PRESSAN er meira en fréttir. í blaðinu birtast viðtöl og greinar um allt milli himins og jarðar. í PRESSUNA skrifar líka heill her gáfumanna og -kvenna um málefni dagsins og eilífðarinnar. Og í PRESSUNNI er fjöldi fastra liða sem eiga sér trygga áhangendur; Lítilræði Flosa, kynlífsumfjöllun Jónu Ingibjargar, sérkennilega sannar fréttir GULU PRES- SUNNAR, Nýjar fslenskar þjóðsögur, tví- farakeppnin, Hálfdán Uggi og svo framvegis. Eitt af einkennum PRESSUNNAR er að þar er fjallað um fólk. I hverju blaði eru 250 til 300 núlifandi fslendingar nefndir til sögunnar. PRESSAN er því blað um fólk og fyrir fólk. Og fyrir 750 krónur á mánuði er hægt að fá blaðið heim í hverri viku.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.