Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 23 Þ, að dugar ekki að stofha fyrirtæki með lokkandi nafrii og háleitum til- gangi ef undirstaðan er engin. Fyrir fá- einum ámm var stofnað hlutafélagið Hugvit og tilgangur þess skráður ráð- gjöf, hönnun og almenn verðmæta- sköpun, inn- og útflutningur, eignarað- ild og þátttaka í öðrum fyrirtækjum. rekstur^ fasteigna og almenn lánastarf- semi. Á bak við þessa háleitu upptaln- ingu var hins vegar aðeins 20 þúsund króna hlutafé og var félaginu nýverið vísað til fógeta til gjaldþrotaskipta... R Jjómsveitin Sálin hans Jóns míns sendi nýlega frá sér geisladiskinn Garg. Eitthvað virðist útgefandi Sálar- innar, Steinar hf., hafa misreiknað vin- sældir sveitarinnar því undanfama viku hefur diskurinn ekki verið fáanlegur. Fyrsta upplag er upp- selt og annað upplag hefur ekki enn náð í búðir og ekki væntanlegt fyrr en eftir helgi. Þetta þýðir væntanlega umtalsvert minni sölu en annars hefði orðið. Stefán Hilmars- son og félagar hans í Sálinni áttu meðal annars að árita diskinn í plötubúðum í bænum nú um helgina en af því getur ekki orðið þar sem enga diska er að hafa til að árita... K ristilega útvarpsstöðin Stjaman er með vinsældalista eins og flestar aðr- ar útvarpsstöðvar. Hlutur íslenskrar kristilegrar tónlistar er ekki stór á list- anum. Af 20 efstu lögunum er aðeins eitt íslenskt, en undanfamar vikur hefur ekkert íslenskt lag verið á listanum. Sá íslenski flytjandi sem síðast átti lag á listanum er Eiríkur Einarsson og nú þessa vikuna er hann aftur kominn á stjá; er í 11. sæti með lagið „Himinn kalkir". Eiríkur virðist því vera eini kristilegi tónlistarmaðurinn sem eitt- hvað kveður að... S i nýjasta hefti Mamlífs er viðtal við Aðalstein Árnason, sem hefur undan- fama mánuði unnið við þróunarhjálp í Namibíu. I viðtalinu segir hann frá því að í héraðinu Swakopmund séu ís- lenskar fjölskyldur við vinnu fýrir Haf- rannsóknastoftiun. Ein íslensk stúlka úr þessum hópi mun hafa tekið þátt í feg- urðarsamkeppni ásamt 80 öðmm stúlk- um sem allar vom svartar. Og að sjálf- sögðu vann hvíta íslenska stúlkan. Vil- hjálmur er ekki ánægður með að fs- lendingar sem vinna að þróunarhjálp skuli með þessum hætti stuðla að því að sýna svertingjum að þeir séu annars flokks. Hann segir dómarana væntan- lega alla hafa verið hvíta og því séu úr- slitin skiljanleg, ekki síst þegar haft er í huga að Swakopmund sé mesta rasista- bæli íNamibíu... v ▼ axtarræktar- og innheimtumað- urinn ívar Hauksson hefur opnað gistiheimili á Ránargötu lOa sem ber ^ ^ Gisiihúsið muni bregðast við, beri veitingastaður ívars Perlu-nafnið eins og gistihúsið... Þ ær raddir hafa heyrst undanfarið að hagnýt fjölmiðlun verði ekki kennd í Háskólanum næsta vetur sökum fjár- skorts. Doktor Sig- rún Stefánsdóttir, sem stýrir fjölmiðla- náminu, segir hins vegar að engin ákvörðun hafi verið tekin um að hætta kennslunni. Eins og staðan sé í dag verði hagnýt fjölmiðlun kennd. Þeir sem ætl- uðu sér að stunda fjölmiðlanám næsta vetur geta því andað léttar um sinn... Persónuafsláttur hækkar 1. júlí Mánaðarlogur porsónuafsláttur hækkar í24.013 kr. Sjómannaafsláttur 6 dag hækkar í 663 kr. Þann 1. júlí hækkar persónu- afsláttur og sjómannaafslátt- ur. Hækkunin nær ekki til launagreiðslna fyrir júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út. Vakin er athygli launagreið- enda á því að þeir eiga ekki að breyta fjárhæð persónuafslátt- ar þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1992. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuð- um persónuafslætti 1992. Ónýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1992 og verður millifærður síðar hækkar ekki. A sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um milli- færslu á ónýttum uppsöfnuð- um sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1992. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Þið þurfíð ekki lengur að fara til Ítalíu til að njóta góðs matar. Við erum komin til ykkar. ÍTALÍA LAUGAVEGI 11 SÍMI 24630

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.