Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 BhsuftiÁ GUNNARI Þá er Ólafur Garðar Ein- arsson menntamálaráðherra FEKK EKKI FALKAORÐ búinn að koma sér í deilu um ráðningu skólastjóra, nokkuð sem allir menntamálaráð- herrar virðast þurfa að upp- lifa að minnsta kosti einu sinni á ári, svona til að minna skólanefndir, foreldra og nemendur á að það er hann sem fer með völdin. Gárung- amir segja að Olafur sé hreint Og þá er búið að hengja glæ- nýjar fálkaorður á 16 íslendinga fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Við tókum eftir því að jöjóðar- sáttarmennimir Asmundur Stef- ánsson og Einar Oddur Krist- jánsson, stjómendur „aðila vinnumarkaðarins", fengu hvor sína fálkaorðuna og vel til fundið hjá forsetanum að mismuna þeim ekki. Hins vegar tókum við líka eft- ir að Ólafur Skúlason biskup fékk fálkaorðu en ekki helsti samkeppnisandstæðingur hans, Gunnar Þorsteinsson í Krossin- um. Gunnar hefur verið ötull við að gagnrýna Ólaf og aðra þjóð- kirkjumenn fyrir að vera ekki nógu nútímalegir í vinnubrögð- um og segir þá nánast hafa bmgðist í starfi; það sýni svo gott sem tómar kirkjur. Forsetinn og orðunefnd vom ósammála. Svo gott sem tómar kirkjur koma ekki í veg fyrir orðuveitingu til biskups fyrir störf að kirkjumál- um. En Gunnar fær ekki orðu þótt hans kirkja sé yfirfull af fólki sem hamast og orgar og æðir um tungumtalandi í heil- agsandavímu. Skilaboðin til Gunnars em skýr: Hættu þessum hamagangi, væni, og leyfðu fólkinu að vera heima hjá sér í friði. Herra Ólafur Skúlason biskup fékk fálka fyrir störf að kirkju- málum. Herra Gunnar Þorsteinsson fékk ekki fálka fyrir störf (hamagang) að kirkjumálum. ENGINN VILL KAUPA HLUTABRÉFAF BYGGÐASTOFNUN Hlutafjársjóður Byggðastofn- unar er sem kunnugt er einhver stærsti hlutabréfaeigandi lands- ins, hefur eignast mýmörg hluta- bréf í útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækjum og öðmm fyrirtækjum. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti Byggðastofnun með sérstakri auglýsingu að í samræmi við lög væm nú hlutabréf stofhunarinnar í ellefu fyrirtækjum til sölu. Þessi fyrirtæki em Hraðfrysti- hús Gmndarfjarðar, Oddi á Pat- reksfirði, Fiskvinnslan á Bíldu- dal, Útgerðarfélag Bílddælinga, Flraðfrystihús Þórshafnar, Tangi á Vopnafirði, Gunnarstindur og Búlandstindur á Stöðvarfirði, Ames á Stokkseyri/Þorlákshöfn, Meitillinn í Þorlákshöfn og Alp- an á Eyrarbakka. Skemmst er frá því að segja að lítill sem enginn áhugi er fyrir þessum hlutabréfum, nú eða þá engir peningar fyrir hendi. „Það er þröngt í búi. viðbrögðin hafa verið lítil," segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggða- stofnunar. „Það er þó smávegis um að það hafi verið hringt og spurt," bætti hann við. Væntanlega hafa fréttir af döpm ásigkomulagi þorsk- stofnsins ekki hjálpað til, en ein- hvem veginn héldum við nú samt að enn væm til ævintýra- menn sem vildu reyna fyrir sér í útgerðinni. Það er eitthvað bogið við ástandið þegar ekki einu sinni lífeyrissjóðimir, grái mark- aðurinn og Kolkrabbinn hf. stökkva á svona tækifæri. Ótrúlegt en satt þá viröist ekki nokkur hræða hafa áhuga á aö fjárfesta í útgeröar- og fiskvinnslufyrirtækjunum sem Byggöastofnun hefurá sölulista. Myndin er frá Stöövarfiröi, þar sem mönnum býöst aö kaupa hlutabréf Byggðastofnunar i bæöi Gunnarstindi og Búlandstindi. ekki búinn að jafna sig eftir að ungiingar löbbuðu sig nið- ur Laugaveginn og héldu fund á Lækjartorgi í febrúar. Hápunktur útifundarins var sem menn muna þegar óprúttin hrekkjusvín köstuðu eggjum í ráðherrann, þegar hann var einmitt að þakka fyrir prúðmannlega fram- komu. Síðar kom í ljós að tvö hinna óprúttnu ungmenna vom nemendur í Garðaskóla, í heimabæ ráðherrans. Skóla- stjórinn brást ekki ráðherra sínum og rak ungmenninn úr skólanum á stundinni. Þetta sýnir einmitt mikilvægi þess að réttir menn séu í stöðum skólastjóra þegar ráðherra þarf að bregðast við við- Guöbrandur biskup segir aö hinar mörgu vistarverur í húsi föður Krists séu stjörnurnar og ekkert annaö. þeim, er maðurinn þekkir, og má ljóst vera, að er óendanlegur heimur stjamanna og geimsins. Þetta, sem Kristur kallar hinar mörgu vistarverur í húsi föður síns, em stjömumar og ekkert annað. Jæja, hvað sem hver seg- ir, þá er þetta undirstöðusann- leikur. Þakka nú fyrir og verið sæl.“ 0 SEM TALAR Eitthvað vomm við um dag- inn að rifja upp einstrengingsleg viðhorf Guðbrands Þorláksson- ar biskups á Islandi, sem ríkti fyrir 400 árum. Guðbrandi var ákaflega í nöp við veraldlegan kveðskap og sagði veraldlega höfðingja vilja agaleysi, synd og skammir inn í landið, guði til styggðar, t.d. með því að sýna brotafólki linkind. En Guðbrandur var öllu hóg- værari þegar hann hafði sam- band við mannkynið 23. mars 1987 en þegar hann 400 árum áður lét konung afnema kirkju- grið sakamanna hér á landi. Árið 1987 talaði hann til landsmanna í gegnum Svein Haraldsson miðil og er boðskapurinn skráður í Lífsgeisla, tímarit um lífssam- bönd við aðrar stjömur. Guð- brandur segir: „Hér er ég. Sæl öll. Ó, já, ég vil segja fáein orð. Það er Guð- brandur biskup og íbúi annars hnattar er talar. Það er mikil ástæða til að brýna fyrir þjóðinni og kirkjunnar þjónum að beina hugsun til stjamanna, til framlið- inna vina og frænda, er þar lifa líkamlegu og jarðnesku lífi og halda þar áfram á þroskabraut og er mikil saga og merkileg af mörgum íslendingum kunnum og ekki kunnum í framlífi. Ef sögð væri saga þeirra og yrði kunn þjóðinni mætti það verða mörgum að gagni og ánægju og ekki er það í ósamræmi við Kristskenningu, að lífið haldi áfram á þroskabrautinni í heimi TVÍFARAKEPPNIPRESSUNNAR - 50. HLUTI Bæði eru þau langleit, með smá augu og loðin á neðan- verðu andlitinu. Hún er hins vegar hymd en hann kollóttur. Herdísarvíkur-Syrtla er sjálfsagt þekktasta kind aldarinnar. Þótt sótt væri að henni með byssum og hundum sumarið 1952 gekk hún mönnum ætíð úr greipum. Loks var sett fé til höfuðs henni og þar kom að hún féll fyrir byssumönnum. Þótt Steingrímur J. hafi æst menn upp á móti sér hefur ekki enn kornið til þess að fé hafi verið sett til höfuðs honum. Það er því ekkert vitað um hvort hann er jafnsleipur og Syrtla. ÓÐU SVlNFULLIRÍ nIstandi nepjunni kvæmum vandamálum. Það gefur augaleið að skólastjóri úr röðum allaballa hefði aldrei látið sér detta í hug að reka eggjakastarana úr skól- anum bara fyrir þá sök að velja sér menntamálaráð- herra sem skotmark. En Ólafur stendur semsé í stórræðum og er eins og kunnugt er blóðugur upp að öxlum við niðurskurð í skólamálum. Það var því skemmtileg lexía að lesa í Morgunblaðinu um síðustu helgi frétt undir fyrirsögninni „fslensk kona gaf skólaliús til fátækra í Kenýa“. Hún heitir Margrét Hjálmtýsdóttir. Ólafur og Margrét eru vissulega í ólíkum hlutverk- um. Eitt eiga þau þó sameig- inlegt. þau eru, rétt eins og brottreknu eggjakastaramir, íbúar Garðabæjar. Það fór allt prúðmannlega fram þjóðhátíðardaginn 17. júní og þótt rigning verði skráð í ann- ála var þetta þó hlý og lóðrétt rigning og sakaði engan. Það var aldeilis alit annað upp á teningn- um 17. júní 1972eðafyrirréttum tuttugu ámm. í Oldinni okkar er vitnað í Tímann í lýsingu á hinni „grát- legu forsmán": „Aldrei hefur sóðalegri samkoma, kennd við þjóðhátíð, verið haldin en sá þáttur há- tíðahaldanna 17. júní, er fram fór í miðborg Reykjavíkur að kvöldi þjóðhátíðardagsins. í nístandi nepjunni óðu svínfullir ungling- ar, ekki komnir af bamsaldri, fram og aftur, veifandi brenni- vínsflöskum af öllum gerðum, organdi og hvíandi, þuklandi og klípandi hitt kynið, og fleygjandi flöskum í allar áttir, jafnóðum og þær tæmdust. Sjá mátti ungar stúlkur berjast innbyrðis og lumbra á karlkyninu, og kom- ungir drengir veltust um í áflog- um eins og hundar í bendu, þó of máttvana til að geta látið að sér kveða... Þessi unglingalýður óð uppi með fádæma frekju og hrakti yfirleitt alla þá, sem vom með ráði og rænu, úr miðborg- inni. Margir unglingar vom al- gjörlega ósjálfbjarga, og reyndi lögreglan eftir megni að forða þeim burt.“ Flestir unglinganna vom þá á aldrinum 13 til 20 ára og því 33 til 40 ára núna og væntanlega orðnir ráðsettir bogarar, sem að þessu sinni hafa arkað edrú í göngunni með böm og bama- vagna meðferðis. Því má bæta við að þetta fræga þjóðhátíðar- fyllerí varð til þess að árið eftir var hátíðahöldunum dreift um allan bæ og skyldi sú ráðstöfun koma í veg fyrir slys. Það heppn- aðist að vísu, en leiðinlegri þjóð- hátíð höfðu menn aldrei upplif- að. Sæl oll, ÞETTA ER GUÐBRANDUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.