Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 áttunni. „Þegar rauðsokkahreyf- ingin fór af stað blasti fátt annað við konum en starf innan veggja heimilisins. Síðan hefur mikið unnist og bæði persónulegt og andlegt frelsi kvenna aukist.“ Kvennahreyfingin ekki í kreppu Þriðja tímabil kvennabarátt- unnar hófst með stofnun Kvennalistans 1982 og stendur enn. Konur höfðu hlotið rétt til launaðrar vinnu og með tilkomu formlegrar pólitískrar einingar færðist kvennabaráttan á íslandi inn á þing. Kvennalistinn þótti nauðsynlegur á sínum tíma og hlaut ríflegt fylgi en staða hans nú virðist breytt og rödd hans hefur lækkað. Guðrún Agnarsdóttir, fymim þingmaður Kvennalistans, er á öðru máli og telur þróun í kvennahreyfingunni jafnsjálf- sagða og þróun í þjóðfélaginu öllu. „Kvennahreyfmgin þróast að sjálfsögðu eins og þjóðfélag- ið sem hún er hluti af. Mikil bjartsýni ríkti á sjöunda og átt- unda áratugnum um að barátta kvenna mundi fljótlega skila auknum réttindum þeirra og bættu þjóðfélagi. Þó að margt hafi breyst til batnaðar er samt enn langt í land varðandi launa- jafnrétti og hægt gengur að auka hlut kvenna í stjómmálum og ákvarðanatöku um hag samfé- lagsins. Segja má að gæti nokk- urra vonbrigða og þreytu hjá mörgum konum gagnvart þeirri ótrúlega miklu fyrirstöðu sem á vegi þeirra verður til sjálfsagðra réttinda. Það fmnst mér eðlilegt, einkum þegar litið er til langs vinnutíma kvenna. Samt held ég að sjálfstraust kvenna og vitneskja þeirra um réttindi sín hafi almennt aukist. Ég tel kvennahreyfmguna ekki í kreppu þótt virkni hennar virðist almennt ntinni en áður. Þegar kvennahreyfingar virðast vera minna virkar sýna rannsóknir að konur beina kröftum sínu og skapandi staifi að ýmsum öðr- um, en tengdum málefnum, og vinna þannig að baráttumálum sínum á öðrum vettvangi. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér hvað fólk á við þegar það talar um kvennahreyfing- una. Eru það þær konur sem em sýnilegar á stjómmálavettvangi í nafni kvenna, eða konur í hin- um ýmsum félögum og hreyf- ingum sem vinna að málefnum kvenna, eða allar þær konur sem em ófélagsbundnar en berjast samt hver og ein á sinn hátt fyrir auknum réttindum á vinnustöð- um sínum og heimilum? Ég held að við séum allar í kvenna- hreyfmgunni, hver á sinn hátt á sínum forsendum." Helga átti stóran þátt í að móta hugmyndafræði Kvenna- listans og telur lægð vera í kvennabaráttunni. Jafnframt segir hún að lítið sé við því að Vantaði tengsl vi& eldri kynslóðir í byrjun tuttugustu aldarinnar fólst megininntak baráttunnar hérlendis í þeirri kröfu að réttur kvenna til máls væri virtur; rétt- ur til kosninga og möguleiki til náms. Fyrsta konan var kosin til þings árið 1922 en það mistókst að endurtaka leikinn 1926 og markar það ártal endalok fyrsta hluta kvennabaráttunnar. Það er ekki fyrr en um 1970 að konur láta al’tur í sér heyra en tímabilið þarna á milli einkennist af ákveðinni ládeyðu og starf kvenna fer hljótt. Þetta er hins vegar tími ferskra hugsana, að mati Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur lektors, og fæðir af sér öfluga hreyfingu á sjöunda og áttunda áratugnum. Hreyfing rauðsokka gagn- rýndi hefðbundnar hugmyndir kynsystra sinna og þær voru í ákafri andstöðu við þáverandi samfélagsskipan. Þær töldu völd karlmanna felast í réttind- um þeirra til launaðrar vinnu og lögðu því allt kapp á að skapa svipaðar aðstæður til handa konum. Hreyfingin kom ýmsu til leiðar en lagði upp laupana um 1976 þótt formlega hafi hún ekki andast fyrr en sex ámm síð- ar. „Ein helstu mistök sem rauð- sokkar gerðu voru þau að gleyma miðaldra og eldri kon- um. Við sjálfar misstum af mestu með því að hafa þessar konur ekki með og það vantaði tengslin við eldri kynslóðimar," segir Helga Sigurjónsdóttir kennari, sem hefur verið virk í kvennahreyfingunni í yfir tutt- ugu ár. Hennar skoðun er sú að mikið hafi miðað í kvennabar- áttunni en vonir og væntingar séu alltaf meiri en raunverulega má búast við og það sé ástæða þess að margir hafi misst áhug- ann og horfið frá þátttöku í bar- hafi skort fé til framkvæmda austantjalds. Þar sem við vorum að mestum hluta fjárhagslega sjálfstæðar réðum við líka mun meira hvaða stefnu líf okkar tæki. Konur fengu óhræddar skilnað og fóstureyðingalög miðuðu að okkar þörftim." Minnkandi óhrif Með falli kommúnismans og upphafi lýðræðisins austantjalds hefur ýmislegt breyst. Atvinnu- leysi hefur aukist, eins og reyndar víða á Vesturlöndum, og bitnað fyrst og fremst á kon- um. Útgjöld til félagsþjónustu hafa minnkað. „Það verður til þess að þær fara inn á heimilin aftur og nú er svo komið að kvennasamtök eru afar máttlaus og afar fáar konur eiga sæti á þingi. Bæði félagsleg og pólitísk áhrif hafa minnkað og konur reyna fyrst og fremst að bæta fé- lagslega stöðu sína.“ Við spum- ingunni um mikilvægi kvenna- hreyfinga segir Grúner: „Konur þurfa að setja málefni sín í brennidepil og beijast saman til að fá þeim ffamgengt. Kvenna- samtök eiga að hlú að málefn- um þeirra og verja hagsmuni svo lengi sem ekki er tryggt að þeim sé sinnt innan annarra pól- itískra eininga. Þær eiga að fá að ráða yfir sjálfum sér en til marks um kúvendingu í málefnum þeirra má benda á að nú er unn- ið markvisst að því að afnema fóstureyðingalög sem veita kon- um frelsi til að ákveða sjálfar hvað þær vilja gera. Nú fer Kristilegi demókrataflokkurinn fram á afnám þessara laga og umræðan fer aðallega lfam í röðum karla. Konur hafa ekkert fengið um málið að segja. Kvennahreyfingin getur einung- is verið til góðs og þeir sem hana gagnrýna hljóta að vera smeykir um stöðu sína.“ Súperkonan go&sögn Að mati Helgu Siguijónsdótt- ur er staða kvenna ákaflega brothætt en hún er jafnframt þeirrar skoðunar að ekki verði snúið við. ,Jafnvægið er ákaf- lega brothætt og þegar aðstæður í þjóðfélaginu breytast kemur þrýstingur á konur að snúa inn á heimilið." I síðustu viku var haft eftir Guðmundi Ólafssyni hagffæð- ingi í PRESSUNNI að, jafnrétt- Kvennabaráttan virðist hafa ratað inn i öngstræti. Karlmenn tala um kvennakjaftæði og taka lltið mark á konum i pólitík. Konur sem ennþá nenna að vera i kvennahreyfingum virðast hafa einangrast og jafnvel gallhörð baráttukona eins og Gloria Steinem er farin að efast. En þólt hreyfingin virðist vera i lægð er ekki þar með sagt að hún sé búin að vera. Spurningin er öllu heldur hvers vegna hún dalar einmitt núna. Hvað fór úrskeiðis og hvert stefnir? gera, hún vakni aftur upp þegar þörfin segi til sín. Hún telur þörfina ekki horfna en segir konur alltof þreyttar vegna þess hversu víða þær þurfi að standa sig. „Kvennalistinn útilokar þær konur sem vilja styðja aðra flokka. Þær vilja vera virkar en líður eins og munaðarleysingj- um. Frelsið sem konur öðluðust hefur ekki fært þeim eins rnikið og þær bjuggust við. Þær hafa tapað örygginu sem fylgir ólfelsinu og þurff að greiða fyrir frelsið með óheyrilega mikilli vinnu.“ Baróttan austantjalds Konur lýðræðisríkja hafa dáðst að sjálfstæði sínu en þær eru ekki einar um að hafa kvatt sér hljóðs á þessum vettvangi. Austantjalds fann kvennabarátt- an sér farveg í stéttabaráttunni en ein helsta fullyrðing sem liggur henni til grundvallar seg- ir: „Engin kvennabarátta án stéttabaráttu, engin stéttabarátta án kvennabaráttu." í austurhluta Þýskalands, nánar tiltekið í Leipzig, býr Al- isa Grúner en hún starfaði mikið með samtökum kvenna. „Eftir stríð voru konur öflugar í upp- byggingunni og sáu að til þess að öðlast áhrif var þörf fyrir samstarf þeirra í milli. Með því að standa saman urðu þær sterk- ari, margar konur voru á vinnu- markaði og þær fundu fyrir því að pólitískt mikilvægi þeirra jókst með aukinni þátttöku." Grúner segir hverfasamtök hafa verið stofnuð sem beittu sér fyrir almennu jafnrétti og pólitískum réttindum kvenna. A alþjóðavettvangi unnu þær að friðarmálum en heima fyrir unnu þær í því að bæta mögu- leika kvenna til að stunda vinnu og auka velferð. „Við höfðum ákveðinn kvóta inni á þingi þar sem málefni okkar komust að, réttindi okkar vom mikil og við höfðum góða möguleika til þátt- töku í atvinnulífinu. Konur á Vesturlöndum þurftu að beijast mun meira fyrir réttindum á borð við dagvist, þótt stundum ismálin hafa einangrast í ein- hveijum hópi sértniarkerlinga". Róttækar aðgerðir eins og að stofna sérstakan kvennabanka em klæðskerasniðnar til að styðja slíkar skoðanir, því jafn- vel þótt slíkur banki eigi fullan rétt á sér í löndum þriðja heims- ins þykir hugmyndin nokkuð sérstök í þjóðfélagi þar sem lánafyrirgreiðsla er óháð kynj- um. Af framansögðu að dæma hefur barátta kvenna tekið nokkmm breytingum og sjónar- mið em margvísleg. Flestir em sammjla um að ákveðin þreyta sé til staðar en óljóst hvort hún stafar af miklu vinnuálagi eða raunverulegum breytingum í hugmyndafræði kvenna. Launa- misrétti er landlægt, baráttumál framtíðarinnar, en súperkonan; hin menntaða, orkumikla, fal- lega, frábæra eiginkona og móðir er goðsögn sem erfitt er að elta ólar við. Telma L. Tómasson og Margrét Elísabet Ólafsdóttir Kvennahreyfingin hefur hlot- ið umtalsverða gagnrýni á síð- ustu ámm og mörgum virðist hún standa við fordyri tilvistar- kreppunnar. Aherslur kvenna í baráttunni um aukið jafnræði hafa tekið mið af þjóðfélags- ástandi hverju sinni og kvenrétt- indakonur ýmist hataðar eða dáðar -— þeim ýmist formælt eða þær hafnar upp. Þær hafa sýnt andspymu svo farið hefur um valdhafa íhaldsins. Að margra áliti er kvennabaráttan að sigla inn í lægð um þessar mundir en þeir hinir sömu hafa þó trú á að hún spretti upp aftur þegar hennar er þörf. Þeir al- hörðustu segja að hún megi sín einskis lengur og þjóni vart öðr- um tilgangi en að vera málefna- vettvangur fyrir sérlundaða ein- staklinga af „veikara" kyninu. Það em hins vegar ekki allir á sama máli og kvennahreyfingin er öilugri en svo að hún verði afgreidd í einni setningu og van- mat á framgangi hennar flokk- ast undir þröngsýni af grófustu gerð. En vissulega virðast flest vígi fallin þegar gallhörð hug- sjónamanneskja á borð við Gloriu Steinem skrifar heila bók sem segir að endurskoða þurfi lífið, endurskoða þurfi hug- myndafræðina, endurskoða þurfi kvennabaráttuna... hún sjálf þreytt — uppgefin.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.