Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 INSTRÚMENTAL NYROKK SOLEYJAR OC FÍFL- AR „Við sáum þetta nafn í ein- hverjum bæklingi og okkur fannst það hljóma vel, en ég veit ekkert hvað þetta er,“ segir Birk- ir Bjömsson, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Yukatan. Rann- sóknarblaðamennska PRESS- UNNAR á sér engin takmörk og því var snarlega flett upp í orða- bók og voilá; Yukatan er nafn á skaga í suðausturhluta Mexíkó. Þá vita Birkir og félagar hans, þeir Reynir Baldursson og Óli Bjöm, það — sem og alþjóð. Birkir segir erfitt að skilgreina tónlist sveitarinnar en segir hana „einhvers konar nýrokk". Loftárás á Seyðisljörð stendur fyrir rokktónleikum í Héðins- húsinu á laugardagskvöld og þar kemur Yukatan fram ásamt mörgum öðmm sveitum. Pulsan, Bíllinn, Jón þmma, Madjenik, Reptillicus, Rafmagn, Frum- skógargredda, Silfurtónar, Cam- al Cain, Kolrassa krókríðandi og Islenskir tónar verða þama. Og það verður líka gemingur. Margrét H. Gústavsdóttir og Katrín Ólafsdóttir ætla að fram- kvæma hann. Yukatan spilar instrúment- al tónlist þessa dagana. Ekki þó af því að þannig vilji þeir félagamir endilega hafa það, heldur em þeir söngvaralausir. Þeir sem telja sig hafa erindi ættu því að setja sig í samband við þá félagana. Yukatan var í hljóðveri nýverið og tók upp tvö lög sem verða jafn- vel á væntanlegri safnkass- ettu. Sveitin er búin að starfa í níu mánuði og Birkir segir þá ætla að vera dug- lega að spila á n æ s t - u n n i. Það er b a r a þetta með söngvarann sem er í vegin- um. Bonni Ijósmyndari, fullu nafni Björn Torfi Hauksson, opnar sýningu í Perlunni núna um helg- ina. Hann sýnir Ijósmyn- dir úrýmsum áttum og hafa nokkrar þeirra reyndar birst á siðu sjö hér í PRESSUNNI — og vakið mikla athygli er óhætt að segja. En svona til mótvægis sýnir með honum Björn Blöndal, alltöðruvisi myndir af alltöðruvísi mótívum en fallegu stúlkunum hans Bonna, nefnilega lands- lagi. „Við verðum þama sex ljóðskáld. Þótt aðeins eitt okkar hafi gefið út bók þá höfum við öll birt ljóð í blöð- um og tímaritum og niörg okkar áttu í ljóð í bókinni Þessi ást, þessi ást, sem kom út eftir ljóðakeppni í Háskól- anunt," segir ljóðskáldið Gerður Kristný. Þrátt fyrir ungan aldur — hún er 22 ára — hefur Gerður Kristný fengist við ljóðagerð í mörg Gerður Kristný yrkir bæði stuðlað og rímað og í frjálsu formi. ár og var einungis 16 ára er fyrstu ljóð hennar birtust. í vetur vann hún svo ljóða- keppni Litrófs í Sjónvarpinu. Arthúr Björgvin Bollason stóð þar fyrir leitinni að efni- legasta ungskáldinu, 500 ljóð bámst og Gerður Kristný bar sigur úr býtum. Á sunnudagskvöldið verða hún og Úlfhildur Dagsdóttir, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Jón Marínó, Guðmundur Brynjólfsson. Svanhildur Ei- ríksdóttir og Katrín Ólafs- dóttir í Héðinshúsinu með ljóðadanssýningu á vegum Sóleyja og fífla. Við flutning ljóðanna not- ast þau við brúður og dansara þannig að upplesturinn verð- ur annað og meira en bara venjulegur upplestur. „Okkur langaði til að sýna fram á að hægt væri að ílytja ljóð öðm- vísi en standandi í hvítri skyrtu bak við púlt.“ Félagarnir í Yukatan. Hvern langartil að syngja með þessum pilt- um? DJASS OC BLÚS Á ECILSSTÖÐUM „Þetta er mikill viðburður hér og er orðið fastur punktur í menningarlífinu og aðsóknin er alltaf að aukast," segir hinn landsþekkti djassgeggjari Árni Isleifs. Ámi hefúr nú um margra ára skeið búið á Egilsstöðum og undanfarin ár staðið að miklum djasshátíðum þar í bæ. Og í kvöld kvöld klukkan níu hefst fimmta hátíðin á Hótel Vala- skjálf. Á hátíðinni koma fram fleiri tugir landsþekktra tónlistar- manna. Þar á meðal má nefna El- len Kristjdnsdóttur, Oktavíu Stefdnsdóttur, Lindu Gisladótt- ur, Pétur Tyrfingsson, Guðmund Pétursson, Rúnar Georgsson, Þórð Högnason, Jón Pól Bjamason, Eyþór Gunnarsson, Viðar Alfreðsson, Áma Elvar, Guðmund Steingrímsson, Bjöm Thoroddsen, Þóri Baldursson, Amís- djasskórinn og marga fleiri. Heiðursgestur verður eng- inn annar en sjálfur djassgúrúinn Jón Múli Amason. í kvöld, á fyrsta kvöldi hátíð- arinnar, leikur Kvartett Sigurðar Flosasonar ásamt söngkonunni Andreu Gylfadóttur. Kvartettinn skipa, auk Sigurðar, Matthías Hemstock, Þórður Högnason og Kjartan Valdimarsson. En það verða ekki bara inn- lendir djassistar á hátíðinni því frá Danmörku kemur Con- Árni ísleifs fær til sín bestu djassleikara landsins og það verður iíka blúsað smávegis. Mynd: Stefán Karlsson. tempo-tríóið. Félagamir í þeirri sveit spila á trompet, flygelhom, píanó og bassa. Hér er því sann- kölluð stórveisla á ferð fyrir að- dáendur djassins og Ámi segir að þeim fari fjölgandi ár frá ári sem gagngert koma til Egils- staða til að njóta djassins. BIOIN STJÖRNUSTRÍÐ VI Star Trek VI HÁSKÓLABÍÓI Hið illa heimsveldi Klingonana er að liðast í sundur og á vettvang koma gamlir félagar, Kirk kapteinn og dr. Spock, orðn- ir hreint fjörgamiir. Fínt fyrir þá sem hafa séð hinar myndirnar fimm og helst sjónvarpsþættina líka (sem aldrei hafa ver- ið sýndir á íslandi), aðrir þurfa ekki að óttast að missa af neinu. ★ ★ TÖFRALÆKNIRINN The Medicine Man LAUGARÁSBÍÓI Ofboðslega fallegar myndir úr regnskógum í Mexíkó, Sean Connery hefur sjaldan verið stæðilegri. Hann er hins vegar að verða fullgamall til að leika elskhuga ungra kvenna og frekar er lítið varið í umhverfisvænan boðskap myndarinnar. ★ ★ ÓKEYPIS • Danmörk-Þýskaland. í Norræna húsinu ætla þeir að setja upp stóran skerm, þrír metrar sinnum fjórir metrar, á föstudaginn og bjóða fólki að koma að horfa á úrslitaleik Evrópumótsins í sameiningu; það komast reyndar ekki nema svona hundrað í salinn en líklegt að þeir séu allir á Tuborg- og spægi- pylsulínunni — þama hrópa vísast all- ir með Dönum. Nú eru semsagt góð ráð dýr fyrir Þjóðverja, líklega verða þeir að gera eitthvað svipað í Goethe- Institut ef þeir ætla að eiga séns. Nor- ræna húsið fös. kl. 18. SJÓNVARP • Díana prinsessa. Við erum búin að lesa og heyra allt sem slúðurpressan hefur að segja um hið ömurlega hjónaband Díönu Spencer með prins- inum þumbaralega, sem vill frekar vera með Ijótri, miðaldra og giftri konu en þessari dís. í þessari mynd fáum við aðra útgáfu af sögunni; hvað það er þrátt fyrir allt mikið ævintýri að eiga mann sem er prins, hvemig hún hefur öðlast virðingu og traust bresku þjóð- arinnar, en þó aðallega sauðsvarts al- múgans sem elskar hana alveg fer- lega mikið. SjónvarpicI ffm. kl. 20.35. • Úrslitaleikurinn. Verður Dönum loks refsað fyrir að hafa ekki samþykkt Maastricht-samninginn? Enr Þjóðverj- ar menn til þess? Eða snýst málið alls ekki um það, heldur eitthvað allt ann- að? Við getum til dæmis gert okkur í hugarlund að fótboltamenn séu alls ekki andsnúnir Maastricht. Þeir flakka jú á milli liða í mörgum löndum og hljóta að hafa hag af óheftu fjármagns- flæði, að því ógleymdu að með sam- komulaginu verða á bak og burt öll höft sem eru á fjölda erlendra leik- manna með hverju liði. Eða skiptir þetta máli? Nei — sennilega ekki. Sjónvarpið fös. kl. 18. • Taggart. Furðuleg sjónvarpshetja Taggart, það er ekkert smáræði hvað maðurinn getur verið fram úr hófi Ijótur, fýldur og andstyggilegur, sérstaklega þó við samstarfsmenn sína. En samt er eitthvað skemmtilegt, og jafnvel sjamierandi, við það hvað hann er óp- empíulegur og þá líka við það hvað þeir eru ópempiulegir þessir þættir sem gerast meðal skuggalýðs og spássíufólks í Glasgow. Það má líka stinga upp á góðu plotti fyrir svosem einn Taggart-þátt: fslendingur í versl- unarferð finnst myrtur í mátunarklefa í Mark's & Spencer í Glasgow. Ekkert VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Harley Davidson and the Marlboro Man 2 Switch 3 FX 2 4 Thelma and Louise 5 Fisher King 6 Not without my daughter 7 Ricochet 8 Dorít tell mom 9 Doc Hollywood 10 Wedlock er horfið nema vísakortið hans. Tagg- art kemur á staðinn, fitjar upp á trýnið, og segir nokkur vel valin orð um is- lendinga. Honum er treystandi til þess. Sjónvarpið lau. kl. 23. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN Á bláþræði** Grand Canyon** • BIÓHÖLLIN Stórrán f Beverty Hills* Ósýnilegi maðurinn** Njósnabrellur** Mambókóngamir* Leitin mikla** Hug- arbrellur* • HÁSKÓLABÍÓ Stjömustríð VI** Á sekúndubroti* Lukku-Láki** Kona slátrarans** Refskák** Steiktir grænir tómatar*** • LAUGARÁSBÍÓ Töfralæknirinn** Víghöfði**** Mitt eigið Idaho**** •REGNBOGINN Ógnareðli** Lost- æti**** Hr. og frú Bridge*** Freejack* Léttlynda Rósa*** Homo Faber**** • STJÖRNUBÍÓ Bugsy** Óður til BÓKIN ÚRVALí 50 ÁR Nú hefur Úrval komið út 150 ár og býður okk- ur nýjan ritstjóra og stærra hefti, þannig að með sanni má segja að Úrvalsé orðið að bók. En bókin hefursömu áhugamál og tímaritið, eins og greinartitlarnir sýna: „Hollustufæði hugans", „ Yngjandi ást- arlyf", „Kólumbus segir frá", „Frjáls til að nauðga á ný" og „Löng ferð heim". Allt heil- næmt fæði fyrir lestrar- hesta og þá er bara að bíða eftir næstu 50 ár- um. hafsins*** Krókur** Strákamir f hverf- inu** Böm náttúrunnar*** • SÖGUBÍÓ Höndin sem vöggunni ruggar**’ Allt látið flakka** AL ...fá aðstandendur óháðu listahátíðar- innar íReykjavík. Þótt nafnið á henni sé út í hött fá þau tíu fyrir viðleitni... VI55IR ÞU ... að 44 prósent banda- rískra kvenna telja að gera eigi baráttu gegn fátækt að for- gangsverkefni stjómvalda? 29 prósent karla eru sama sinnis. ... að 53 prósent yngri kvenna í Bandaríkjunum (18 til 45 ára) telja að leyfa eigi fóstureyðingu í öllum tilfell- um? 36 prósent eldri kvenna eru sömu skoðunar. ... að 70 prósent banda- rískra kvenna telja að herða eigi reglur um sölu skotvopna svo erfíðara sé að nálgast þau? 50 prósent karla eru sömu skoðunar. ... að 55 prósent banda- rískra kvenna telja að gera eigi baráttu gegn glæpum að for- gangsverkefni stjómvalda? 43 prósent karla eru sömu skoð- unar. 76 prósent kvennanna vildu taka harðar á drukknum ökumönnum en 58 prósent karlanna. ... að 60 prósent Banda- ríkjamanna telja að það mundi litlu breyta þótt kona yrði for- seti? Ekki var mikill munur á afstöðu kynjanna, utan hvað yngri konur töldu umfram aðra að kona sem forseti mundi hafa jákvæð áhrif. FRÍAR HBMSENDINGAR ALLAN SÓIARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensáivegi 10 - þjónar þér allan sólarhrlnginn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.