Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25.JÚNÍ 1992 15 A endanum grúfði ég and- litið í höndum mér og sagði \ „hættu þessu"." kenna sem aflaga fór. Það er erfitt að lýsa því, en hlutimir verða skrýtnir þegar maður upplifír sjálfan sig alltaf minni og minni, þegar búið er að brjóta mann niður. Hún gat líka verið svo yndisleg og ágæt að ég trúði að hún vildi að þetta gengi, hún sagði það. En þarna myndaðist ástand þar sem annar aðilinn náði algeru taki á hinum og gat leyft sér hvað sem var. Eg skil vel frásagnir kvenna sem hafa upplifað ofbeldi á heimilum. Þeim finnst allt vera þeim að kenna og finnst þær ekki geta farið.“ En þú sem karlmaður hefðir getað brugðist öðruvísi við? „Ég hef oft velt fyrir mér hvernig aðrir hefðu brugðist við. Þeir sem ekki hefðu farið hefðu hugsanlega beitt ofbeldi á móti — bara lamið hana. Ég var ákveðinn í að það ætlaði ég aldrei að gera. Éf hún hefði verið karlmaður hefði hún ör- ugglega drepið mig. Ef hún hefði getað það. Eitt sinn réðst hún á mig með kjafti og klóm. Hún hálf- reif af mér andlitið sem varð eitt blóðflag — ég er enn með örin í andlitinu. Ég bar hend- umar upp að andlitinu og sá að það var alblóðugt. Þá sló ég hana á móti. í annan tíma beitti hún fyrir sig húsmunum og heimilistækjum og með fylgdu fyrirlestramir um allt sem að mér var. Syndahalinn varð allt- af lengri og lengri þegar hún fékk köstin. Hún er enn rík í mér þessi hugsun, að ég sé bara helvítis aumingi. Karlmaðurinn á að lemja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Og ef það væri hægt að klippa söguna til, ef þetta væri eitthvert tiltekið at- riði, þá gæti það gengið og ég gerði það framan af. En þegar bamið fæddist fannst mér ekki vera hægt að bjóða því upp á að alast upp þar sem væm allt- af stöðug rifrildi. Það voru kannski mestu mistökin, að fara að gefa eftir, reyna að ná sáttum í stað þess að setja stál í stál. Eftir það var spilið búið.“ ÉG GAT EKKIHUGSAÐ RÖKRÉTT Þú gast líka farið. „Maður er ekkert akkúrat á fömm þegar maður er nýbúinn að taka á móti baminu sínu og nýbúinn að kaupa íbúð. Þá horíir maður fram á veginn. Það var auðvitað enginn gmndvöllur fyr- ir því að þetta gengi áfram, en frekar en að fara frá þessu heim- ili og ffá þessu bami, þá hefði ég sennilega látið drepa mig. Ég fór oftar en einu sinni, en vildi alltaf koma aftur. Ég elsk- aði barnið mitt og það var ýmis- legt sem ég var ánægður með og stoltur af, þrátt fyrir allt. Ég vildi reyna aftur, reyna að bæta mig. I dag er ég afskaplega feginn að þetta fór svona. En það var ekki fyrr en ég var kominn með reipið um hálsinn og sagðist ekki geta þetta lengur, ekki þola meira. Ég þoldi ekki þessi stöðugu brjál- æðisköst. Maður veit ekki hvort er verra, köstin eða biðin eftir þeim, vitneskjan um að þetta getur gerst hvenær sem er. Ég þakka fyrir að ég kálaði mér ekki — það var h'f og undur. Éftir að við skildum leitaði á mig spumingin: Af hveiju hafði ég sem karlmaður ekki stjóm á þessu, af hveiju gafst ég svona upp? Ég hef eiginlega ekki enn getað viðurkennt það fyrir sjálf- um mér, finnst að ég hefði átt að geta stjómað þessu. En ég vildi ekki skilja, ég vildi að við ynn- um okkur út úr þessu. Og ég var orðinn of mikil taugahrúga til að hugsa rökrétt. Umræðan um ofbeldi á heim- ilum hefur alltaf verið á þann veginn að það sé karlmönnum að kenna, einmitt vegna þess að all- ir líta svo á að karlmaðurinn eigi að geta haft stjóm á svona að- stæðum. Karlmaðurinn á ekki að hlusta á svona lagað, hann á að vera svo sterkur og sjálfstæður. Með þessu er ég ekki að gera lít- ið úr því sem konur hafa þurft að þola og beijast fyrir, heldur að benda á að umræðan er ekki ein- hlít. Ofbeldi er ekki kynbundið. Það stendur enginn karlmaður upp og talar um svona hluti. Um leið og viðurkennt er að eitthvað þessu lQct geti gerst eða hafi gerst er maður að viðurkenna eitthvað annað slæmt um sjálfan sig, að maður sé ekki alvömkarlmaður. Samt gmnar mig að það séu margir karlmenn í töluverðri kreppu. Ég hefði sannarlega þurft á karlaathvarfi að halda á sínum tíma, en hugmyndin um sérstakt athvarf fyrir karla virkar absúrd á ókunnuga, af því að við viljum halda í þessi karlmanna- gildi, að vera harðir og sjálfstæð- ir. Það em lrka viðbrögð flestra þegar þeir heyra frásögn á borð við þessa — að maðurinn sé aumingi, enginn karlmaður. Ég á heldur ekkert auðvelt með að segja þessa sögu. Ég vil ekki lifa lífinu sem aumingi í annarra augum. Ég þarf heldur enga samúð. Þetta er h'fsreynsla sem ég lenti í og ég er feginn að henni er lokið." ÞESSIÓGN ER FARIN Eftir nokkra baráttu við eigið stolt ákvað hann að leita sér að- stoðar hjá sálfræðingi. ,JÉg var alltaf að reyna að sanna mig í hennar augum og fór til sálffæð- ingsins með það fyrir augum að bæta mig. Fyrsta samtal mitt við hann var einræða mín um hvem- ig ég gæti breytt sjálfum mér, staðið mig betur og gert betur. Mér fannst ekkert jákvætt í fari mínu. Ég var manna ófh'ðastur, leiðinlegastur, latastur, ódugleg- astur — listinn var endalaus yfir það sem hún var búin að telja mér trú um. Ég varð alger aum- ingi. Það var ekki fyrr en eftir nokkra mánuði að ég fór að ná mér, fór að sjá að þetta gat ekki allt verið mér að kenna. Það var ekki fyrr en undir það síðasta að ég skildi hvað hún hafði gert mér. Ég náði samt aldrei að losna alveg við hræðsluna. Ég er hálf- hræddur við hana enn þann dag í dag. A endanum tókst mér þó að verða almennilega reiður. í dag er ég bara feginn að þetta er búið, að ég er laus. Ég er búinn að ganga frá þessu þannig að ég er laus við hana og það er fyrst núna að ég er farinn að geta haft virkilega gaman af lífinu. Þessi ógn er farin.“ Hann hefur ekki átt í ástar- sambandi síðan þau hjónin skildu. „Ég hef tvisvar reynt að sofa hjá, en ekki getað það. Það hefur aldrei gerst áður, var aldrei vandamál hjá mér áður fyrr. En kynferðisleg höfnun var eitt af því sem ég upplifði í þessu hjónabandi — hún hafði ekki áhuga, þótti ég eflaust ekki duga til þess frekar en annars. Ég er þó farinn að hafa gaman af því að daðra aftur, en ekki meira en það. Kannski verður langt þang- að til ég get treyst kvenfólki aft- ur.“ Karl I n. Birgisson „Ég þakka fyrir að ég kálaði mér ekki — það er líf og undur." „Ef hún hefði verið karl- maður hefði hún örugglega drepið mig." „Umræðan um ofbeldi á heimilum er ekki einhlít. Of- beldi er ekki kynbundið." STEFÁN Ingólfsson verkffæðingur er nú búinn að reikna út að við íslendingar séum engir affeksmenn í íþróttum — meira að segja Liechtenstein- búar séu okkur ffemri. Þetta eru auðvitað fáránlegar niðurstöður og hlýtur að vera kominn tími til aðeinhver taki reiknivélina af Stefáni áður en hann reiknar eitthvað meira frá okkur. Hann var tiltölulega skaðlaus á meðan hann hélt sig við húsin en þetta er komið út í öfgar. Hann tekur þó ekki af okkur að við eigum sterkustu menn heims — eða hvað? Nú er MAGNÚS Ver Magnússon búinn að hóta því að gerast Suður- Afríkumaður til að fá eitt- hvað almennilegt að borða. Magnús yrði þá fyrstur manna til að flýja hung- ursneyð á íslandi! En þetta er auðvitað herfilegt, að þurfa að missa Magnús, ofan á allt annað. Jón Páll er dottinn í sundur og Hjalti Úrsus dott- inn í lyfjaboxið. Hljóðlátustu stórtíðindi síðustu viku eru hins vegar komin ffá ÓLAFl Ólafssyni landlækni. Hann vill færa effirlaunaaldurinn upp (sjálfsagt svo hann geti verið lengur landlæknir). Ólafur er búinn að gefa út sérstaka bók um þetta áhugamál sitt og ætlar greini- lega að berjast. Hann bendir á að þessi fáránlega regla um 67 árin sé komin frá Bismarck, sem var kanslari Þýskalands á síðustu öld. Bismarck hefur löngum verið þakkað að hafa fundið upp almannatryggingakerfið en líklega hefur hann talið sig geta lofað eftirlaunum um 67 ára aldur því almennt urðu menn ekki svo gamlir þá. En urn titilinn „púki vikunnar" keppa tveir hæfir menn. Annars vegar Ámundi Ámundason umboðsmaður (Jóns Baldvins Hannibalssonar), sem sendi frá sér grein í „vinsemd og virðingu" til flokkssystkina sinna, og hins vegar HRAFN Gunnlaugsson kvik- myndasnillingur. Ekki nóg með að hann hafi höggvið í varpið í Gróttu og eyðilagt 20 ára tómstundaiðju Guðjóns Jónatanssonar, sem gerði sjálfan sig að eftirlitsmanni, heldur þrætir hann fyrir allt saman. Þar að auki hefur komið í ljós að hann ætlaði að láta Lindu Pétursdóttur striplast um í eyjunni, sem væntanlega hefði alveg eyðilagt varpið. Það má með sanni segja að ekki verði ládeyða á íslandi á meðan Hrafn er á meðal vor.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.