Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992
UNDIR ÖXINNI
Afgerandi
vald hjá EB
Alþýðubandalagið heldur miðstjórn-
arfund um helgina þar sem taka á af-
stöðu til EES-samningsins. Eða er
það ekki, Ólafur Ragnar?
,yTú, það er ætlunin að minnsta kosti.“
Attu ekki von á að það gerist?
„Ég vil almennt ekki tjá mig um slíka fundi fyrirfram."
Hvernig hefur umræðan í flokknum verið?
„Undanfamar sex til átta vikur höfum við unnið mikið í mál-
inu, haldið um sextán fundi í nærri öllum kjördæmum landsins
og farið rækilega yfir málið með flokksmönnum. Auk þess hafa
þingflokkur og framkvæmdastjóm farið yfir ýmsa þætti og nú er
verið að draga þá vinnu saman. A laugardag verður ráðstefna
um málið, opin öllum flokksmönnum, og í kjölfarið miðstjóm-
arfundur."
En hvernig er hljóðið í flokksmönnum yfirleitt?
„Það vil ég ekki meta fyrirfram. Ég mun hafa framsögu á
miðstjórnarfundinum og gera grein fyrir þeim hugmyndum og
áherslum sem við leggjum til.“
Þingmenn flokksins hafa verið að skrifa blaðagreinar sem
eru vægast sagt neikvæðar um samninginn.
„Þær hafa fyrst og fremst fjallað um stjórnarskrár- og stofn-
anaþáttinn og þá staðreynd, að Evrópubandalagið fer með afger-
andi vald innan evrópska efnahagssvæðisins eins og samningur-
inn liggur nú fyrir. Það er bara staðreynd, sem utanríkisráðherr-
ann hefur reyndar lítið talað um, en kemur æ betur í ljós eftir því
sem hann er betur skoðaður og Frank Andriessen hefur einnig
lýst í sjónvarpi. Evrópubandalagið fer með allt afgerandi mótun-
arvald á reglum innan EES. Þetta fínnurðu hvergi í kynningar-
bæklingi utanrikisráðuneytisins."
En er ekki allur andinn í flokknum andvígur þessu sam-
komulagi?
„Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Við erum þarna að benda
á staðreyndir sem ekki hefur verið bent á.“
Frekar þær neikvæðu en jákvæðu?
„Það er nú vegna þess að hallelúja-kórinn hefur alltaf bent á
hitt og það hefur legið fyrir lengi. Mér finnst alveg skýrt í þess-
um samningi að um verulegt valdaframsal er að ræða og mér
sýnist til dæmis öll afgerandi rök hníga til þess að það sé mikið
hættuspil að breyta ekki stjómarskránni."
Eru þetta hlutir sem þið vissuð ekki í síðustu ríkisstjórn
þegar þið voruð sjálfír með í að semja um EES?
„Já. Samningurinn um eftirlitsstofnunina og dómstólinn var
til dæmis ekki lagður fram fyrr en á síðasta degi þingsins í vor.
Það fyrsta sem ég sá til hans var í apríl og þá fékk utanríkis-
málanefnd hann á ensku. Það er merkilegt að hann var aldrei
lagður fram á þessu ferli, hvorki í síðustu ríkisstjóm eða í heilt
ár hjá þessari ríkisstjóm. A honum byggjast meðal annars meg-
inrökin í málflutningi Guðmundar Alfreðssonar.“
Er þá ekki að rætast það sem utanríkisráðherra sagði í
fyrra, að ekki væri hægt að semja um EES að óbreyttu ríkis-
stjórnarmunstri?
„Það er erfitt fyrir hann að hafa metið það þá, vegna þess að
stór hluti af þessum texta lá ekki fyrir. Þetta kemur hins vegar
nánar í Ijós á þessum tveimur fundum. Þingflokkurinn tekur svo
afstöðu í kjölfarið á því.“
*
Vladimir Verbenko hjá Islensk-rússnesku viðskiptaskrifstofunni
FÍKKIEYFI Tll AB
SELJA HSK 0B
JIMBIIK EAIER í
VOPfílABRASKI
í Armúla 1 í Reykjavík starf-
ar fyrirtækið Irba hf. (Icelandic
Russian Business Agency Inc.)
Þetta fyrirtæki hefur verið til
umfjöllunar í Morgunblaðinu að
undanfömu vegna fyrirspuma til
íyrirtækisins um vopnaviðskipti.
Hér er um að ræða nýstofnað
hlutafélag sem skráð var 1.
janúar og er Vladimir Verbenko
þar skráður stjómarformaður.
Með honum eru skráðir í stjóm
Sverrir Öm Sigurjónsson við-
skiptafræðingur og Friðrik Stef-
ánsson, fasteignasali í Þingholti.
Hlutafé er skráð 600.000 krón-
ur.
Hér er að mörgu leyti um
Sendiráðsbifreiðin, sem
staðið hefur fyrir utan skrif-
stofu Irba í Ármúla. Eftir
myndatökuna var bíllinn
sendur upp í Brimborg og er
kominn á söiu. Vladimir not-
aði bifreiðina á meðan hann
vann fyrir APN-fréttastofuna
en hún hefur staðið óhreyfð
um nokkurt skeið.
óvenjulegt fýrirtæki að ræða, en
því er ætlað að stunda umboðs-
og heildsöluviðskipti við Sovét-
ríkin fyrrverandi.
í þeim viðskiptum gegnir áð-
umefndur Vladimir lykilhlut-
verki. Hann var um langt skeið
starfsmaður APN-fféttastofúnn-
ar, sem var sovésk fréttastofa.
Þrátt fyrir að hún væri titluð
„óháð“ er ljóst að hann naut
margvíslegra diplómatískra rétt-
inda í því starfi og keyrði meðal
annars um á sendiráðsbifreið.
Undir það síðasta var APN
komin í Ármúla 1, þar sem Irba
hf. er nú til húsa.
Þar sem Vladimir hafði engu
formlegu hlutverki að gegna eft-
ir að fféttastofan var lögð niður
um síðustu áramót virðist hann
hafa reynt að hasla sér völl í
viðskiptum. Hann varð hins
vegar að fara úr landi vegna
þess að hann hafði ekki lengur
landvistarleyfi. Það fékk hann
þó aftur í febrúar.
Effir að dómsmálaráðuneytið
hafði veitt honum landvistar-
leyfi út árið og Verslunar-
mannafélag Reykjavíkur veitt
samþykki sitt fyrir starfi hans
sendi Sverrir inn atvinnuleyfis-
umsókn til félagsmálaráðuneyt-
isins fyrir Vladimir.
í umsókninni voru sérstak-
lega tilgreind þijú verkefni sem
biðu hans hjá fyrirtækinu. Það
var sala á 600.000 dósum af
þorsk- og ufsalifur fyrir Sölu-
samtök lagmetis, sala á ffystum
fiski fyrir Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og timburinn-
flutningur fyrir BYKO. Um-
sóknin var samþykkt 7. febrúar
og gildir í sex mánuði.
Svo bregður við að enginn
þessara aðila kannast við að
neitt sölustarf hafi farið fram í
tengslum við þessa skrifstofu.
Yfirmenn fyrirtækjanna kannast
hins vegar við að þangað hafi
borist fyrirspumir á sínum tíma
frá fyrirtækinu en ekkert fram-
hald orðið þar á.
Það kom fram í máli Sverris
að hann taldi að „fyrirspurnir
um varahluti í vopn“ gæfú ekki
rétta mynd af fyrirtækinu. Sagði
hann að þeir yrðu „seint ríkir á
því“. Hann benti á að fyrrum
Sovétríki væru óplægður akur
markaðslega og fyrirtækið hefði
mörg jám í eldinum. Þar gegndi
Vladimir mikilvægu hlutverki.
Hótel Leifur Eiríksson
Fleira starfsfólk gengur út
I síðustu viku gekk stór hluti
starfsfólks Hótels Leifs Eiríks-
sonar út í mótmælaskyni við að
hafa ekki fengið greidd laun.
Þetta er f annað sinn á fáeinum
mánuðum sem starfsfólk á hót-
elinu hættir störfúm vegna van-
goldinna launa, lífeyrissjóðs-
gjalda og tengdra greiðslna.
Hluti þeirra hefur kært hótelið
til Félags starfsfólks í veitinga-
húsum.
Launagreiðslurnar sem hér
um ræðir eiga rætur að rekja allt
til októbermánaðar á síðasta ári.
Alls em það um Ijögur hundmð
þúsund krónur að höfuðstóli í
vangoldnum greiðslum sem
kært hefur verið út af til stéttar-
félagsins og hafa þær kröfur
verið í árangurslausri innheimtu
í nokkra mánuði. Þeir sem
gengu út nú munu ekki enn hafa
kært til félagsins, en í því tilfelli
er einnig um að ræða launakröf-
ur upp á nokkur hundmð þús-
und.
PRESSAN skýrði frá rekstr-
arerfiðleikum hótelsins og
viðskiptaháttum eins aðstand-
enda þess, Sigurðar Eiríks-
sonar, í byrjun apríl. Þá var
þess vænst að með sumarver-
tíðinni mundi hagur fyrirtæk-
isins vænkast verulega og tak-
ast að greiða upp vangoldnar
skuldir við starfsfólk og þá
sem hafa selt hótelinu ýmsan
búnað og þjónustu. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins
er hótelið fullbókað um sum-
armánuðina, en þeir sem í vet-
ur settu kröfur í innheimtu sjá
enn ekki árangur af því.
/ vetur kœrði annar eigenda
hótelsins, Sigurður Óli Sig-
urðsson, hinn eigandann, Aí-
geir Asgeirsson, til Rannsókn-
arlögreglunnar vegna falsaðr-
ar undirskriftar á skuldabréf-
um. Sú kæra liggur svo til
óhreyfð hjá RLR.
Heimildir blaðsins herma
að aðstandendur hótelsins
hafi að undanförnu leitað eftir
auknufé ífyrirtœkið og meðal
þeirra sem rœtt hefur verið
um í því sambandi er Magnús
Garðarsson, en PRESSAN
skýrði fyrir skömmu frá við-
skiptum hans við utangarðs-
menn í Reykjavík.
Þess má geta að hlutafélag-
ið sem á hótelið heitir ekki
lengur Leifur Eiríksson hf. I
maí var nafni þess breytt og
heitir það nú Selavík hf. Eig-
endur eru þeir sömu og fyrr.