Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNI 1992
„Við höfum ekki verið að gera út á neina bjartsýni heldur þótt það mjög sjálfsagt að þetta myndi ganga,“
— Böðvar Bjarki Pétursson og Jón Trausti Bjarnason.
Bjartsýnis- og athafnamenn-
imir eru þeir Jón Trausti Bjama-
son og Böðvar Bjarki Pétursson.
Þeir Jón og Böðvar em í raun eins
og kvikmynd í svarthvítu, jafn-
ólíkir og svart og hvítt en saman
hafa þeir myndað heild sem
gengur upp, meltist vel og þeir
vona að seljist vel.
Hlutverkaskipan hefur verið
skýr ffá upphafi; Bjarki séð um
ritstjóm og efnisöflun og Jón
Trausti um útgáfustjóm og hönn-
un ásamt Davíð bróður sínum.
„Auðvitað hefur einn og einn
maður sagt að við séum ákaflega
bjartsýnir. En við höfum ekki
verið að gera út á neina bjartsýni
heldur þótt það mjög sjálfsagt að
þetta myndi ganga. Okkur þykir
það enn — að minnsta kosti
þangað til núna. Blaðið er þama
úti og við bíðum eftir að fólk
komi og kaupi.“
Það er Bjarki sem er fyrri til
svars eftir að hafa dubbað örh'tið
upp á vistarveruna, skrifstofu
blaðsins vuð Skúlagötu. „Blessuð
vertu, ekki búið að taka til lengi.“
Annars fer Bjarki ekki leynt með
að honum finnst óþægilegt að
sitja fyrir svömm, hafa hlutverka-
skipti. Svona em blaðamenn.
Jón situr við sfmann og tölvuna
góðu, sem hefúr verið almættið í
blaðaútgáfu jjeirra félaga. ,,Mað-
ur er svolítið stressaður,“ segir
hann, hallar sér aftur í gömlum
skrifstofustól og teiknar hringi á
blað. , Já, já. Já, já,“ bætir hann
við og ekki laust við að hann ró-
ist.
Utgáfa kvikmyndatímarita
hefur verið reynd áður, nokkr-
um sinnum, og fer misjöfnum
sögum af árangri þeirrar út-
gáfustarfsemi. Voru þeir ekkert
smeykir, með tilliti til fortíðar-
vanda kvikmyndablaðaútgáfu?
Bjarki: „Það er verið að tala
um að menn hafi reynt fyrir sér
með hin og þessi kvikmynda-
tímarit sem hafa hætt. Minnsta
kosti tvö þeirra gengu mjög vel.
Það er mikið mál að gefa út tíma-
rit og heljarinnar mál að halda út-
gáfunni áfram. Því var það ekki
endilega að tímaritin fengju ekki
nógu góðar viðtökur, heldur
snem forsvarsmenn þeirra sér
einfaldega að öðm.“
En hvenœrfœddist hugmynd-
in?
BB: ,J>að má segja að við höf-
um verið lauslega tengdir blaða-
útgáfit í nokkur ár við útgáfu sér-
rita. í framhaldi af því fómm við
að líta í kringum okkur á tímarita-
markaðnum. Síðan höfum við
báðir tengst kvikmyndum og
kvikmyndagerð, en hún hefur
verið aðaláhugamál mitt í árarað-
ir. Sú umræða hefur oft komið
upp meðal kvikmyndagerðar-
manna að svona blað eigi rétt á
sér og hljóú að geta lifað hér á ís-
landi. Við ákváðum síðan að
skella okkur út í þetta fyrir um
fjórum mánuðum.
Það má segja að við höfúm eitt
rúmum mánuði í rannsóknar-
starfsemi, sem er náttúrulega
enginn tími og gerist bara á Is-
landi. Við leituðum út á við,
ræddum við kvikmyndagerðar-
menn, við Félag íslenskra kvik-
myndagerðarmanna, Kvik-
myndasjóð, — fólk út um allan
bæ. Við byijuðum ekki að viða
að okkur efni fyrr en rétt í byijun
apríl og erum komnir með allt
efni um miðjan maí.
Þetta er tímarit sem þarf svolít-
ið langan tíma til að vinna sér
sess, hér er um mikið lesefni að
ræða í blaði sem er alls ekki
poppað. Útlitið fellur mjög vel að
efninu; það hefur rólyndisyfir-
bragð og tekur langan tíma að
lesa. Jafnvel þótt þú hafir ekki
áhuga nema á tveimur greinum í
blaðinu færðu heilmikið út úr því.
Menn verða að gera sér grein
fyrir að það er ekkert sambærilegt
tímarit á íslenska markaðnum.
Kvikmyndaiðnaðurinn hér er í
raun mjög stór og veltir milljón-
um. Þá er ég að tala um bíóhúsin,
sem éiji hluti af alþjóðlegum iðn-
aði, myndbandaleigumar, ég er
að tala um kvikmyndafyrirtækin,
um íslenska kvikmyndagerð og
sjónvarpsstöðvamar. Allir þessir
aðilar ættu að geta fylkt sér um
svona blað. Við sjáum að á ís-
landi em gefin út sérrit fyrir
miklu minni hópa. Kvikmynda-
iðnaðurinn hlýtur að kalla á
svona tímarit."
En er ekki hœpið að enda-
laust sé hœgt að skrifa um sömu
myndimar?
BB: ,JÉg, út af fyrir sig... ef ég
held áffam að svara stanslaust...“
JB: „Þú meinar: Ég út af fyrir
mig...“
Jón brosir góðlátlega og Bjarki
gýtur til hans augunum. Eld-
snöggt.
BB: „Það stendur þannig á
núna að þtjár íslenskar myndir
verða frumsýndar á næstu mán-
uðum og þess vegna fá þær mikla
umfjöllun. Aftur á móti er þetta
ekki nokkuð sem við ætlum að
binda okkur við í framtíðinni,
heldur er þetta eðlilegt, eins og
ástandið er í dag. I samanburði
við aðra umfjöllun þá teljum við
okkur vera á allt öðru plani, — ég
verð að segja það.
Eftir að kaupandinn er búinn
að lesa um myndimar í nýja blað-
inu er hann mjög vel upplýstur
um myndimar sjálfar, um þá sem
að þeim standa og þar fram eftir
götunum. Út af fyrir sig tel ég að
þessi umfjöllun úti í bæ og í blöð-
um sé góð og auglýsi okkur og
kalli á að fólk kynni sér þetta nán-
ar með því að kaupa blaðið."
JB: „I framhaldi af því má geta
þess að aðeins um helmingur af
efni blaðsins er íslenskur.“
Hafið þið hug á að hefja
samkeppni við erlendu kvik-
myndatímaritin sem við berjum
augum í rekkunum í Eymunds-
son ?
BB: ,Úg held við séum ekki að
fara í beina samkeppni við þau.
Ég trúi að íslendingar vilji alltaf
fyrst og fremst íslenska penna og
íslenskt sjónarhom. Það virkar
alltaf best Þess vegna held ég að
við séum að gera betur en var gert
á undan okkur. Hlutföllin í næstu
blöðum mótast að miklu leyti af
viðtökunum sem blaðið fær nú.“
Bjarki lítur á Jón, sem situr
andspænis honum og hlustar. Það
vottar fyrir góðlátlegu brosi þegar
hann heldur áfram:
„Ég veit ekki hvort Jón leyfir
mér að segja það, en því er ekkert
að leyna að ritstjóranum er mjög
annt um íslenska kvikmynda-
gerð. Jóni finnst að við eigum
ekki að leggja of mikla áherslu á
að við séum að skrifa um íslenskt
efni, því það er svo stór lesenda-
hópur sem hefur meiri áhuga á
öðru efni.“
JB: „Stór hópur íslenskra kvik-
myndaáhugamanna hefur ekki
rassgat áhuga á íslenskri kvik-
myndagerð og ef eitthvað er
finnst þeim hún hálfklén."
BB: „Svona, svona, Jón, vertu
nú rólegur."
Það er eitthvað föðurlegt við
þessa athugasemd.
Finnst ykkur þið hafa rennt
blint í sjóinn, svona eftir á að
hyggja?
JB: „Þetta er fyrst að koma
okkur á óvart núna. Eftirvinnslan
er erfið.“
BB: „Það er mikil nosturs-
vinna að dreifa þessu rétt. Þetta er
svona fyrsti erfiði hjallinn og
gríðarleg vinna framundan. Okk-
ur langar til að búa úl svolítið sér-
hæfðan söluvettvang...“
JB: „Aa... ég er ekki viss um
það. Þó svo að þetta sé sértímarit
um kvikmyndir þá er heilmikið í
því sem höfðar til breiðari hóps
fólks.“
BB: „Já, ég er kannski sam-
mála Jóni um þctta.“
En eruð þið þá komnir í œvi-
starf?
JB: „Mér finnst svolítið
spennandi að reyna að breyta
þessum tímaritamarkaði örlítið
og bjóða upp á lestrarblöð í stað
þessara myndablaða sem í boði
eru; blað sem endist og maður
er lengi að lesa. Það er lítið gert
úr almennum lesendum í tíma-
ritaflórunni. Hún er mjög ein-
hæf og á mörkunum að hún geri
þær kröfur til fólks að það sé
læst. Ég held því fram að blaðið
okkar sé ekki einhæft og gert er
ráð fyrir að fólk vilji lesa. Tími
úl kominn að bjóða upp á slíkt,
svo sannarlega. Það er helst í
þessum sértímaritum sem
finnst lesefni..."
BB: „Farðu nú bara alls ekki
að bera okkur saman við þau.
Hér verð ég að stoppa þig...“
Mikið eruð þið alltaf
skemmtilega ósammála. Eruð
þið alltaf svona?
BB: „Við erum út af fyrir sig
mjög ósammála og höfum ver-
ið það allan tímann. Við tókum
gjörólíka afstöðu til blaðsins.
Það má segja að ferlið hafi allt
gengið út á það að við vorum
að rífast. í alvöru talað.
Gott dæmi um það er forsíð-
an. Sko... nei, best að segja
ekki frá því. Að minnsta kosti
höfum við rifist mikið um þetta
blað. Það má segja að þyngdin
hafi komið frá mér, þar sem ég
gerði miklar kröfur um efnis-
miklar greinar, en Jón aftur
kallaði á léttleikann."
JB: „Blað án léttleika gengur
ekki, þung blöð virka ekki. Þau
eru jafnónýt og mjög létt blöð.“
Osamkomulagið hefur þá
verið blaðinu íhag?
BB: „Þetta hefur verið mjög
skapandi samstarf, því við höf-
um alltaf á endanum komist að
niðurstöðu. Svo má náttúrulega
ekki gleyma því að við höfum
haft aragrúa af fólki í kringum
okkur, stanslaust rennerí af fag-
fólki, blaðamönnum og um-
brotsmönnum í gegnum batter-
íið. Það fór ekkert endanlega
inn í blaðið fyrr en margir voru
búnir að skoða það.
Við erum sérlega ánægðir
með útkomuna og teljum að
það sé hagur mjög margra að
svona blað skuli vera úl.“
Nýtt tímarit um
Hvihmyndir er homið
Trehhans.
Forsvarsmenn
blaðsins vöhtu og
svófu við setningar-
tðlvuna sleitulaust
T sex vihur oq ftjlgja
nú blaðinu fyrstu
shrefininní
sfiluturnana.
Blaðið hallast
Hvihmijndir. einföld
nafngjfif. en fyrst
ogfremstíslensh.
Hér eru iiugmiinda-
smiðir blaðsins
íviðtali.
Anna H. Hamar
i