Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 13 Eigendur stærsta loðdýrabús landsins í mál við ríkið KREFJAST ÞESS H RKIB SHUIDI Steingrímur J. Sigfússon. Á síð- ustu dögum sínum sem landbún- aðarráðherra samþykkti hann að kaupa eignir Kirkjuferjumanna á 47 milljónir, án þess að hafa til þess lagaheimild. Alþýðubandalags- menn stöðvuðu afgreíðslu tiliögu um slíka heimild af ótta við að hún yrði felld. Rétt fyrir síðustu þingkosningar undirritaði Steingrímur J. Sigfússon samninga um kaup á níu loðdýrahúsum af Kirkjuferjubændum á 47 milljónir króna. Ríkislögmaður telur samningana brjóta í bága við lög og núverandi vald- hafar hafa fryst allar greiðslur. Loðdýrabændurnir hafa nú höfðað mál gegn ríkinu og vilja greiðslur, að öðrum kosti verði þeir að slátra hvolpum sínum með tilheyrandi 10 til 12 milljóna króna tjóni. Ábúendur ríkisjarðanna Kirkjufeiju og Kirkjufeijuhjá- leigu í Ölfushreppi, sem reka stærsta loðdýrabú landsins, hafa höfðað dómsmál gegn landbún- aðarráðherra og fjármálaráð- herra. Krefjast ábúendumir þess að ríkið standi við samninga um kaup á loðdýrahúsum og fleim, en samningana, sem eru upp á 47 milljónir króna, undirritaði Steingrímur J. Sigfusson sem landbúnaðarráðherra 20. mars 1991 eða skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar. Það gerði hann án þess að fýrir lægi heim- ild í fjárlögum eða öðrum lög- um. Eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum voru greiðslur vegna samninganna frystar og leitað álits ríkislög- manns um lögmæti þeirra og komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þeir stæðust ekki lög og brytu aukinheldur ákvæði stjórnarskrárinnar. Á sama tíma og ríkið frystir greiðslumar hrannast upp kröfur á hendur ábúendum jarðanna, sem að endingu gripu til máls- höfðunar í mars sl. 47 MILLJÓNA KAUP- SAMNINGUR SKÖMMU FYRIR ÞINGKOSNINGAR Forsaga málsins er sú að ábú- endur jarðanna, Guðmundur og Grétar Baldurssynir og Guðjón Sigurðsson, fólu Arna Vil- hjálmssyni lögfræðingi að fara fram á það við ríkið að það keypti fasteignir á jörðunum þar sem ljóst væri að skuldsetning þeirra væri of mikil til að stuðn- ingsaðgerðir við loðdýraræktina dygðu. Að öðrum kosti yrðu þeir að bregða búi og því væm kaupin á loðdýrahúsunum, níu talsins, auk búra og annarrar að- stöðu, nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi búsetu á jörðun- um og koma í veg fýrir frekari útgjöld ríkisins. Málið var nokkum tíma til skoðunar hjá Steingrími J. Sig- fussyni, en 20. mars 1991, þegar kosningarimman var að hefjast, undirritaði hann samninga við ábúenduma. Þeir kváðu á um kaup eigna af Kirkjufeiju upp á 36 milljónir, þar af skyldu 26 milljónir greiddar með yfirtöku skulda, og um kaup eigna af Kirkjufeijuhjáleigu upp á 11,5 milljónir, yfirteknar skuldir þar af 9 milljónir. Hinar yfirteknu skuldir var einkum að finna hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins (alls um 20 milljónir), Lands- banka íslands og Byggðastofn- un. Samtals gerir þetta rúmlega 47 núlljónir kióna. Ábúendurnir telja að ríkið hafi staðið við samning þennan að hluta. Ríkið greiddi 7 millj- ónir þegar og yfirtók í raun 20 milljóna króna skuld við Stofh- lánadeild landbúnaðarins. Á þetta síðameíhda hefur þó í raun ekki reynt, því fýrsti gjalddag- inn eftir samningana var 15. júm' síðastliðinn og hefur greiðsla ekki verið innt af hendi. NÝIR RÁÐHERRAR FENGU LÖGLEYSUVOTT- ORÐ FRÁ RÍKISLÖG- MANNI Þegar nýir valdhafar voru sestir í landbúnaðar- og fjár- málaráðuneyti kom hins vegar babb í bátinn. Friðrik Sophus- son og Halldór Blöndal frystu allar skuldbindingar og þar af leiðandi greiðslur vegna samn- ingsins og ákváðu að vísa hon- um til embættis ríkislögmanns. Vildu þeir annars vegar fá álit um lögmæti samningsins og hins vegar, en ekki síður, álit á réttarstöðu rfkisins og synjaði fjármálaráðherra beiðni um staðfestingu samningsins. Emb- ættið skilaði af sér áliti í formi minnisblaðs í lok nóvember sl. Ríkislögmaður komst að þeirri niðurstöðu að til samn- ingsins hefði verið stofnað án lagaheimilda og þeirra síðan ekki verið aflað — samningur- inn væri með öðrum orðum ólögmætur. Hann stæðist ekki ákvæði ábúðarlaga, þar sem þar væri getið um kaupskyldu ef ábúandi væri að fara af jörðinni, en í samningunum væri gert ráð fyrir áframhaldandi ábúð við- semjendanna á jörðunum. Lög þessi næðu að auki ekki til kaupskyldu á lausafjármunum, kaupverð eigna væri ekki byggt á mati úttektarmanna og enn- fremur væri um að ræða hús, sem ekki eru nauðsynleg til al- menns búrekstrar og ætti því að meta á lægra verði en nauðsyn- leg jarðahús. Þá væri ekkert að finna í ákvæðum jarðalaga um Jarðasjóð er heimilaði kaup sem þessi. Engin heimild hefði verið fengin í fjárlögum eða lánsfjár- lögum. Niðurstaðan hlyti að vera að samningurinn væri lög- laus og bryti í bága við 40. grein stjómarskrárinnar um að ekki mætti taka lán, er skuldbyndi ríkið, nema samkvæmt laga- heimild. ÓTTUÐUST AÐ HEIMILD- ARTILLAGAN YRÐI FELLD OG HÓTUÐU MÁL- ÞÓFI Varðandi réttarstöðu ríkisins komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að til að efna samn- inginn á löglegan hátt yrði að fá heimild Alþingis fyrir lántök- unni, sem yfirtaka skuldanna fæli í sér. Landbúnaðarráðu- neytið, eða ríkið, gæti ekki að mati embættisins bótalaust lýst sig óbundið af samningunum á þessu stigi. Það gæti fýrst komið til álita eftir að ráðuneytið hefði árangurslaust leitað lagaheim- ildar Alþingis. Þó væri óljóst hvað út úr hugsanlegu dóms- máli vegna fráfalls frá skuld- bindingum kæmi, því engum dómafordæmum væri til að dreifa. Með álit þetta í höndunum ritaði Halldór Blöndal fjárlaga- nefnd bréf í desember sl. og bað nefndina að koma inn í fjárlaga- firumvarp þessa árs nauðsynlegu heimildarákvæði með sérstakri breytingatillögu og var slík til- laga lögð fram af nefndinni. Á lokastigi afgreiðslu fjárlaga fýrir jólin átti tillagan að koma til at- kvæða, en samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR lagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra blátt bann við því að hún yrði afgreidd og hótaði að öllum þingstörfum yrði siglt í strand þennan síðasta þingdag fyrir jólaleyfi. Munu alþýðubanda- lagsmenn hafa talið fullvíst að ætlunin væri að fella tillöguna, einmitt til að styrkja réttarstöðu ríkisins. Tókst þetta herbragð, því tillagan var dregin til baka. Sem aftur þýðir að 47 milljóna króna samningar Steingríms J. Sigfússonar eru enn án stoðar í lögum. Þess skal sérstaklega getið að ábúendur Kirkjufeiju- jarðanna eru ekki taldir flokks- bræður Steingríms, þvert á móti sjálfstæðismenn ef eitthvað er. FÁ EKKILÁN OG GÆTU ÞURFT AÐ SLÁTRA 6 ÞÚS- UND HVOLPUM Um leið þýddi þetta aukna óvissu og erfiðleika í Kirkju- ferjubúinu og sáu eigendumir sig að lokum knúna til að höfða mál gegn ríkinu. Stefnt er út af efdrstöðvum samninganna, ann- ars vegar vegna 5 milljóna króna í peningum og hins vegar vegna ákvæða samningsins um yfirtöku á 14 milljóna króna skuldum í Landsbankanum, sem ríkið hefur ekki staðið við með útgáfu skuldabréfa þar um. Á meðan mál þessi eru óaf- greidd fá ábúendurnir ekki nauðsynlega fyrirgreiðslu í bankakerfinu og ef ekki rætist úr á næstunni verða þeir knúnir til að slátra sex þúsund hvolpum búsins. Hvolpamir verða ekki tilbúnir til „pelsunar“ fyrr en í nóvember og því fengist ekkert íýrir þá og væri það tjón upp á 10 til 12 milljónir króna. Það er því óneitanlega sér- kennileg staða sem blasir við í máli þessu. Fyrri landbúnaðar- ráðherra gerði ólögmæta samn- inga sem ekki hafa verið löggilt- ir, meðal annars vegna andstöðu núverandi valdhafa og álits rík- islögmanns. Nauðsynleg heim- ildartillaga var lögð íýrir þingið en dregin til baka að kröfu þeirra sem gerðu samninginn fyrir ríkið. Og seljendur eign- anna hafa farið í mál við ríkið til að knýja það til að standa við samninga, sem ríkislögmaður telur bijóta í bága við stjómar- skrána. Veijandi ríkisins í mál- inu er Jón Steinar Gunnlaugs- son og hans fyrstu viðbrögð vom að leggja fram ffávísunar- kröfu. Fríðrík Þór Guðmundsson Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Núverandi valdhafar hafa fryst greiðslur vegna samninga Steingríms og fengið þann úrskurð ríkislögmanns að Steingrímur hafi brotið lög.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.