Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 25.06.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNÍ 1992 Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80 Faxnúmer: 643089 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifmg 64 30 86 (60 10 54), tæknideild 64 30 87, slúðurlína 64 30 90. Askriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Krónísk vantrú á stjórnmála- mönnum í PRESSUNNI í dag eru birt svör þátttakenda í skoðana- könnun Skáís fyrir PRESSUNNA við spumingunni hvaða ný andlit þeir vildu sjá á Alþingi. I sjálfu sér vekja nöfnin sem þátttakendur nefna ekki athygli. Það em flest nöfh sem þekkt em úr þjóðmálaumræðunni. Hitt er dálítið athyglisvert að ein- ungis innan við fimmtungur þátttakenda treysti sér til að til- nefna fólk sem hann vildi sjá í þingsölum. í skoðanakönnun PRESSUNNAR hefur almenningur nokkmm sinnum verið inntur eftir skoðunum sínum á Alþingi og störfum þess. Þegar spurt var um afstöðu fólks til ýmissa starfsstétta fengu þingmenn lægstu einkunnina. Þegar spurt var um ffammistöðu ýmissa stofnana þjóðfélagsins fékk Al- þingi lægstu einkunnina. Hvort tveggja endurspeglar króníska vantrú almennings á Alþingi og alþingismönnum. Svipað má lesa úr könnunum sem snúa að ríkisstjómum. Undanfarinn áratug hafa allar ríkisstjómir notið fylgis minni- hluta þjóðarinnar ef undan em skildar kannanir sem gerðar em rétt eftir að stjómimar em myndaðar og í raun áður en þær taka til starfa. í ljósi þessa er athyglisvert hversu fáir þátttakendur í skoð- anakönnuninni nú geta nefnt fólk sem þeir vildu sjá í þingsöl- um. Til viðbótar við viðvarandi vantrú á störfum þingsins og lítið áiit á starfandi stjómmálamönnum virðist fólk ekki hafa mikla trú á að hægt sé að bæta ástandið með nýju fólki. Það vantreystir ekki aðeins núverandi þingmönnum heldur virðist hafa glatað tiltrú á stofnuninni sjálfri. Stjómmálamenn hafa aldrei tekið mark á vísbendingum sem þessum. Ef þeir em inntir álits á þeim skammast þeir iðu- lega út í fjölmiðla og segja þá draga upp neikvæða mynd af störfum sínum, eða þeir segja almenning ekki átta sig á öllum þeim merku málum sem fjallað er um á Alþingi. Það hvarflar hins vegar sjaldnast að þeim að Alþingi og ríkisstjómir geti haldið þannig á málum að tiltrú almennings tapist. I viðtölum við helstu forystumenn flokkaima má jafrível lesa um hrokafulla afstöðu þeirra til ahnennings. Þeir hamra á því að góð mál séu sjaldnast til vinsælda fallin. Með öðmm orðum; að ekkert mark sé takandi á afstöðu almennings. Ef litið er til árangurs stjómmálamanna á undanfömum ára- tugum hlýtur þó þeirri hugsun að skjóta upp að ef til vill sé það ekki almenningur sem er svona voðalega vitlaus. Það má jafrível halda því fram að hann hafi haft rétt fyrir sér allan tím- ann; að bæði Alþingi og ríkisstjómir hafi farið á rangar braut- ir. Að það séu stjómmálamennimir sem em þeir vitlausu. V I K A N KRATAR KARPA Jafnleiðinlegt og flokksþing krata var á dögunum ætlar að rætast ótrúlega úr eftirmálum þess. Hafin er snilldarleg ritdeila þeirra Olínu Þorvaiðardóttur og Amunda Amundasonar og von- ir standa til að Guðmundur Ámi blandi sér í slaginn áður en langt um líður. Deilan snýst um það að Ámundi telur þau Ólínu og Guðmund Áma vera tapsára trúða í fiölmiðlasirkus, en Ólína telur Ámunda bara vera trúð. BOMBUR í NÝSKÖPUN ATVINNULÍFS Þegar atvinnulífið er jafnaumt og raun ber vitni gleðjast menn y& hvers kyns fregnum af ný- sköpun í atvinnulífmu. í liðinni viku kom á daginn að Vladímfr Verbenko, fyrrverandi „ffétta- ritari hinnar algerlega óháðu fféttastofu APN“, eins og hann kynnti sig á blaðamannafundum hér á árum áður, hyggur á hvers kyns vörumiðlun hér á landi og býður allt frá kavíar til kjarnorkukafbáta ef semst um rétt verð. Reyndar fer enn sem komið er jafnlitlum sög- um af afrekum hans á viðskiptasviðinu og af- rekum hans í fjölmiðl- um, en hver veit nema ísland verði þungamiðj- an í næsta vígbúnaðar- kapphlaupi. , KORT í STRÆTÓ Strætisvagnar Reykjavíkur hyggjast með haustinu bjóða far- þegum sínum að kaupa mánaðarkort. en þau eru þeirr- ar náttúru að fara þarf 41 ferð á mánuði áður en maður byijar að græða. Staðgreiðslufargjald verður um leið hækkað í 100 krónur. Stjóm SVR lagði á það áherslu að hér væri í raun ekki um hækkun á verði að ræða og rökstuddi það með alls kyns út- reikningum um hvað farið kost- aði miðað við svo og svo margar ferðir. Fari maður til dæmis 96 ferðir á dag kostar hver ferð að- eins eina krónu. VETRI KONUNGI FAGNAÐ Menn vom ekki fyrr búnir að ná sér eftir 17. júní en jólin komu fyrir norðan. Þar snjóaði svo að vegagerðarmenn vom sendir til að ryðja fjallvegi og björgunarsveitir voru kvaddar út til að bjarga sauðfé. í Krossin- um töldu menn þetta enn eitt dæmið um reiði Guðs í garð guðlausra Islendinga, svo eng- um ætti að koma engisprettu- plága á óvart. HVERS VEGNA Þarf verðlag á íslandi að vera svona hátt? SÓLRÚN HALLDÓRSDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR SVARAR „Það verður að segjast að margt kemur til. f fyrsta lagi er augljóst að í svo fámennu sam- félagi er dýrara að reka alla versiun og þjónustu og sérstak- lega í ljósi þess að vömúrval er jafhfjölbreytt á fslandi og víðast hvar annars staðar. Þetta gerir að verkum að heildverslun er mjög óhagstæð sem aftur leiðir til þess að verðlag í smásölu er mjög hátt, en heildverslanir em óeðli- lega margar á íslandi og er þá sama hvað við miðum við, fólksfjölda eða önnur lönd. Það er mjög óhagkvæmur rekstur á heild- og smásöluverslunum, bæði em fjarlægðir miklar og svo em þær allt of litlar og allt of margar til að hægt sé að reka þetta á hagkvæman hátt. í öðm lagi má benda á fjar- lægðir milli landa og töluvert hár flumingskostnaður kemur af þeim sökum niður á verðlagi hjá okkur. í þriðja lagi höfum við hér eitt hæsta veið á landbúnað- arvörum í heiminum, sem veld- ur því að hér verður dýrt land að búa í. í fjórða lagi má benda á að mikið af því efríi sem við notum til byggingar húsnæðis og annaö því tengt er innflutt og dýrara að koma því hingað til lands en á marga staði aðra. Ég vil benda á að kostnaður við vinnuafl er ekki hærri hér en annars staðar gerist og ætti ekki að vera þáttur sem hækkar verð. Það skiptir hins vegar miklu máli hvað fjármagn kostar, því allt þetta byggist á því að maður geti fengið ódýrt fjármagn til að velta, hvort sem um er að ræða þjónustu, verslun eða annað. Það hefur fram að þessu verið mjög dýrt á íslandi en er vonandi að lagast Ég vil alls ekki taka vel- ferðaikerfið inn í þetta sem skýr- ingu. Það er alveg sama til hvaða þátta við horfum, við þurfum að velta öllu, verslun, velferðarkerfi og öðm. En vegna fámennis get- um við í raun ekki leyft okkur að hafa sama vömúrval eða vel- ferðarstig og lönd með meira fjölmenni geta leyft sér. Við verðum að minnsta kosti að vera viss um að þetta sé það sem við viljum og að við höfum efríi á því... en það höfum við ekki haft fram að þessu.“ JL* „Það er alveg sama til hvaða þátta við horf- um, við þurfum að velta öllu, verslun, velferð- arkerfi og öðru. En vegna fá- mennis getum við í raun ekki leyft okkur að hafa sama vöru- úrval eða vel- ferðarstig og lönd með meira fjölmenni geta leyft sér.“ NokkRu HVAR ERUM VÍP EéóifJLEöA ?\'\ vifi EftlM gzbmisga á£tx»H»Áspcggr\\í 'ALif) í HtTíÐNEf'ANiV é& HEýRi í /KkUR - ÉG- U4LA 'öEGNUM ÞfNNAN SMÁTALARA S'/o_>ÞfÐ Æ&isTEKri 'riXftwNiiw w, Eguf) 6REiwitfsA ay; denwr ttcmXfi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.