Pressan - 25.06.1992, Side 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992
SKOÐANAKÖNNUN SKAIS FYRIR PRESSUNA
EINAR ODDUR
KRISTJANSSON
Flestir vildu sja
bjargvættinn a
þingi
VAÐA
FOLKATTI
EKKl AUÐVELT
MEÐ AÐ
NEFNA l’Á
MENN EÐA
KONLJRSEM
LAES VlLDl S|A A
ALMNGI.
MINNA EN
FjÓRÐUNGI
ÞÁTTTAKENDA
KOMU
EINHVERIIR
/
1 HUG. /
FLESTIR NEENDl
BJARGVÆTTINN
FRA FLATEYRl,
BÆJARSTJORANN 1
HAFNARFlRÐI OG
DV-RITSTJORANN
ILL FOLK
IÁÁ
INGI?
Það athyglisverðasta við svör
þátttakenda í skoðanakönnun
Skáfs fyrir PRESSUNA er
hversu fáir þeirra vildu nefna
fólk sem þeir vildu sjá á Alþingi.
Aðeins 17 prósent treystu sér til
þess. Stundum er sagt að þjóðir
eignist þá stjómmálamenn sem
þær eiga skilið. Sjálfsagt á það
við um íslendinga. En þeir virð-
ast hafa eignast akkúrat þá
stjómmálamenn sem þeir vilja.
Að minnsta kosti detta þeim
engir betri kostir í hug.
Ef til vill er vafasamt fyrir þá
menn og konur sem fengu flestar
tilnefningar í könnuninni að líta
svo á að í því felist trygging íyrir
brautargengi í prófkjöri eða
kosningum. Sá sem fékk flestar
tilnefningamar var ekki nefndur
nema af 16 prósentum þeirra
sem á annað borð tilnefndu ein-
hvem. Og
hann
a r
ekki nefhd-
ur af nema 2,8 prósentum þeirra
sem vom spurðir.
MEST EFTIRSPURN
EFTIR EINARI ODDI
En hvað um það.
Sá sem fékk flestar tilnefning-
amar var Einar Oddur Kristjáns-
son, bjargvættur ffá Flateyri og
nýhættur formaður vinnuveit-
enda. Fimmtán þeirra sem
spurðir vom vildu sjá Einar Odd
á þingi.
Skammt á eftir Einari Oddi,
með tveimur atkvæðum minna,
kom Guðmundur Arni Stefáns-
son, bæjarstjóri í Hafnarfirði og
varaþingmaður krata á Reykja-
nesi.
Þar á eftir kom Ellert B.
Schram, ritstjóri DV og fyrrum
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Hann var álíka langt
frá Guðmundi Áma og Guð-
mundur var firá Einari Oddi, eða
tveimur atkvæðum.
GULL-, SILFUR- OG
BRONSDRENGIRNIR
Þetta vom gull-, silfur- og
bronsdrengimir í könnuninni og
þeir einu sem fengu fleiri en tíu
tilnefningar. Tveir sjálfstæðis-
menn og einn krati.
Guðmundur Ámi hefur ekki
farið dult með að hann ætli sér
inn á þing. Og hann ætlar sér
lengra því hann hefur verið að
undirbúa framboð sitt til for-
manns Alþýðuflokksins ein-
hvem tímann í framtíðinni.
Reyndar með misjöfnum
árangri. Og aukin vegsemd inn-
an flokksins eykur líkumar á
ráðherrasæti.
Einar Oddur Kristjánsson
hefur neitað því að hann ætli
sér á þing í öllum viðtölum
sem hann hefur veitt síðan
sumarið 1988 þegar Þor-
steinn Pálsson kallaði hann
’ suður til að stjóma forstjóra-
nefhdinni. Talið er að ef hon-
'um snerist hugur ætti hann
tryggt sæti á Vestfjörðum. Hann
ætlar sér hins vegar að stjóma
fyrirtæki sínu, Hjálmi, næstu ár-
in, sem mun vera meira en hálfs-
dagsstarf.
Þingmennskuferill Ellerts B.
Schram endaði skyndilega Jregar
hann stóð upp fyrir Pétri sjó-
manni Sigurðssyni fyrir kosn-
ingamar 1983 og lét honum eftir
sæti sitt á lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Þrátt fyrir drengilega
framkomu hafa sjálfstæðismenn
aldrei launað Ellerti greiðann. Af
leiðumm hans hefur hins vegar
mátt ráða að hann langi aftur í
pólitíkina. Og hann hefur verið
orðaður við mörg framboð síðan
1983. Einhver hefur meira að
segja spáð því að hann muni birt-
ast í prófkjöri sjálfstæðismanna
fyrir næstu borgarstjómarkosn-
ingar og ná efsta sætinu af Mark-
úsi Emi Antonssyni. Þá hefur
Ellert þráfaldlega verið nefhdur í
sambandi við borgaralegt fram-
boð óánægðra sjálfstæðismanna;
einskonar Framfaraflokks-fram-
boð að hætti Norðmanna og
Dana.
SÓLKÓNGURINN OG
ÁS- OG ÖGMUNDUR
Sá sem var næstur því að
komast á pall var Davíð Schev-
ing Thorsteinsson, forstjóri Sólar
og sá sem er kominn lengst í
vatnsútflutningi, nýjasta gullæð-
isdraumi Islendinga. Davíð fékk
níu tilnefningar. Hann er flokks-
bundinn sjálfstæðismaður en
hefur ekki verið í firamboði. Ef
draga ætti Davíð í einhvem af
fjölmörgum dilkum Sjálfstæðis-
flokksins mundi hann líklega
lenda í námunda við þá Einar
Odd og Ellert. Allt em þetta
„húmanískir" sjálfstæðismenn.
Mjúkir en ekki harðir. Kannski
frjálslyndir en alls ekki frjáls-
hyggnir. Fulltrúar þess mann-
lega, sem Albert Guðmundsson
komst eitt sinn að að væri horfið
úr flokknum.
Og þar sem minnst er á þann
pólitíska kraftaverkamann skal
það strax tekið fram að enginn
aðspurðra vildi sjá hann aftur á
þingi.
En á eftir Davíð Scheving
Thorsteinssyni komu þeir félag-
ar Ás- og Ögmundur. Þessir
æðstu forystumenn launþega-
hreyfingarinnar virðast óaðskilj-
anlegir í könnunum PRESS-
UNNAR. Fyrr í vetur fengu þeir
nákvæmlega sömu einkunn Jreg-
ar fólk var beðið að gefa for-
svarsmönnum launþega og at-
vinnurekenda einkunnir fyrir
árangur í starfi. Og nú fá þeir
jaíhmargar tilnefningar til þings;
átta hvor.
Hingað til hefur verið meira
framboð en eftirspum af Ás-
mundi Stefánssyni til þings.
Hann hefur nokkrum sinnum
reynt að koma sér í ömggt sæti á
lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík en ekki tekist. Reynd-
ar komst hann einu sinni svo hátt
á listann að næsta sæti á eftir
honum var skilgreint sem bar-
áttusæti. En Ásmundur komst
ekki á þing þrátt fyrir það.
Ögmundur Jónasson hefur
ekki verið í framboði. Hann
virðist eiga mesta pólitíska sam-
leið með Alþýðubandalaginu og
Kvennalistanum og er vegna
kynferðis síns líklegri til fram-
boðs fyrir Alþýðubandalagið.
FULLTRÚI FYLKING-
ARINNAROG HARÐ-
ASTA KJARNAAT-
VINNUREKENDA
Næstir á listanum koma menn
sem eiga sér ólíkan pólitískan
uppmna.
Páll Halldórsson, formaður
Bandalags háskólamanna hjá
ríkinu, er alinn upp í Fylking-
unni. Eins og aðrir fylkingar-
menn gekk hann í Alþýðu-
bandalagið og heldur þar uppi
skipulögðu andófi ásamt fé-
laga sínum úr Fylkingunni,
Birnu Þórðardóttur. Páll er
tvímælalaust róttækastur
þeirra sem náðu hæst á listan-
um. Undir forystu hans er
Bandalag háskólamanna hjá
ríkinu orðið róttækasta verka-
lýðsfélag landsins og hefur
staðið fyrir hörðustu aðgerð-
unum. Páll fékk sjö tilnefning-
ar.
Sá sem kom nœstur á eftir
Páli er úr allt öðrum geira.
Það er Magnús Gunnarsson,
nýkjörinn formaður vinnuveit-
enda og fyrmm forstjóri Sölu-
sambands íslenskra fiskfram-
leiðenda. Magnús er sjálfstæð-
ismaður og skipar þar sér í
flokk með harðasta kjama at-
vinnurekenda. Magnús varð
Þorsteinsmaður þegar upp úr
sauð milli þeirra Þorsteins
Pálssonar og Davíðs Oddsson-
ar. Og Magnús er ekki talinn
ólíklegur til forystu af þeim
Þorsteinsmönnum, sem eiga
erfitt með að sætta sig við
Davíð en gera sér jafnframt
ljóst að Þorsteinn er fullreynd-
ur sem formaður flokksins.
PRÓFESSORINN,
SJÓNVARPSSTJÓRINN
OG VINNUVEITENDA-
STJÓRNANDINN
Næstir og jafnir með fimm til-
nefningar hver koma þrír menn,
hver úr sinni áttinni.
Fyrstan skal nefna Bjarna
Guðnason, prófessor við Há-
skólann og þingmann Frjáls-
lyndra og vinstrimanna frá því
snemma á áttunda áratugnum.
Bjami er kunnastur í stjómmál-
um af því að hafa neitað að hysja
buxumar upp um fyrstu ríkis-
stjóm Ólafs Jóhannessonar í
frægri ræðu í þinginu 1974. Eins
og margir fijálslyndir og vinstri-
menn hefur Bjami leitað skjóls
innan Alþýðuflokksins. Þrátt
fyrir að hann hafi kynnt skoðanir
sínar reglulega með blaðaskrif-
um hefur hann ekki öðlast mik-
inn frama innan flokksins.
Næstur þremenninganna er
Jón Óttar Ragnarsson, næring-
arfræðingur og íyrrverandi sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2. Jón Óttar
skrifaði á ámm áður langa
greinaflokka um stjómmál og
skoðanir hans á Jseim fóm heldur
ekki framhjá áhorfendum Stöðv-
ar 2. Jón Öttar er krati og hefur
dálítið starfað innan Alþýðu-
flokksins þótt flokkurinn hafi
aldrei hampað honum mikið.
Sá þriðji af þeim sem fengu
fimm tilnefningar er Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins.
Þórarinn er sjálfstæðismaður og
skipar sér, starfs síns vegna, í
flokk með öðmm atvinnu-hags-
munagæslumönnum innan