Pressan - 15.10.1992, Side 4

Pressan - 15.10.1992, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 NÝR DÓMSTÓLL „Barnsránið sætir að sjálf- sögðu miklum tíðindum ogekki að undra þótt jjölmiðlar láti málið talsvert til sín taka. At- burður af þessu tagi vekur að sjálfsögðu upp heitar tilfmning- ar reiði og vandlœlingar, ekkert síður hjá fréttamönnum en öll- um almenningi. Hins vegar er það grundvallaratriði íslensks réttarfars að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð ogjjölmiðla- menn eiga ekki að láta heilaga reiði og vandlœtingu brengla mat við fréttavinnslu. Þegar önnur sjónvarpsstöðin sýnir í fréttatíma sínum myndirfrá því þar sem verið er að leiða barns- rœningjann úr kirkjugarðinum að lögreglubíl án þess að gera minnstu tilraun til að hylja andlit hans má spyrja hvort sjónvarpsstöðin sé þar að gerast dómstóll götunnar.“ Víkverji í Morgunblaðinu Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Stöðvar 2: „Ég fæ ekki betur séð en að Víkverji skjóti sig í báða fætur með skrif- um sínum. Hefði hann ætlað að vera samkvæmur sjálfur sér í gagnrýni sinni á umræddan fréttaflutning Stöðvar 2 hefði hann að sjálfsögðu átt að tala um „manninn sem grunaður er um að hafa ætlað að ræna barninu". f staðinn notar hann orðið „barnaræninginn" og er þar með sjálfur að staðfesta að mað- urinn sé sekur um barnsrán." FÁLKINNök SELDUR Xt- „Islendingar kunna nú orðið ýmislegt fyrir sér hvað varðar ræktun og kynbœtur á dýrum og hafa náð þokkalegum ár- angri á þvísviði. íþvísambandi mœtti benda á rœktun og kyn- bœtur á hrossum, hœnsfuglum, loðdýrum, laxi, já ogfé, hvort sem tnenn triia því eða ekki. Og hví ekki að bœta íslenska fálk- anum „í safnið“? Er hann eitt- hvað Iteilagara dýr en þær skepnur sem við notum tiú þeg- ar til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðfélagið? Og er það ekki bara sjálfsagður hlutur að nýta þennan stofn íþessu tilliti ef og þegar tekst að ná stofnstærð hans í nýtanlegt hotj?“ K.F. í lesendabréfi DV Ævar Petersen, forstöðu- maður Náttúrufræðistofhun- ar íslands: „Ég skil eiginlega ekki hvað maðurinn er að fara. Hver ætti að vera tilgangurinn með því að kynbæta fálka, ekki ætlum við að éta þá? önnur spurning felst hins vegar í því hvort við eigum að nýta fálka- stofninn, en því er ég alfarið á móti. Ef grænt ljós yrði gefið á útflutning myndu landeigendur vilja fá sinn skerf af kökunni, því þeir eiga allan nýtingarrétt, sem myndi þýða að um 200 bændur fengju reglulegar tekjur af söl- unni. Það myndi ríða stofninum að fullu. Þar fyrir utan væri ekki neinn markaður til staðar því fuglinn er meðal þeirra sem skora hvað hæst á lista yfir frið- lýsta fugla í heiminum, en 140 ríki hafa skrifað undir alþjóða- sáttmála sem nær til inn- og út- flutnings á dýrum og plöntum. íslendingar gætu ekki staðið að útflutningi í trássi við erlenda löggjöf nema til arabalandanna, sem ekki hafa undirritað þennan samning. Það kæmi illa við alla og við myndum lenda í öðru hvalamáli.“ Kartöflu- LÖGMÁLIÐ „Gæði kartajlna sem eru á markaði hér á höfuðborgar- svœðinu þessa haustdaga eru slík að ekki verður lengur orða bundist. Kartöjlurnar eru seld- ar í plastpokum, óflokkaðar, Oslcar Jónasson kvikmyndagerðarmaður B E S T Óskar er fyndinn og frumlegur og mjög skemmtilegur náungi. Hann er einnig einstak- lega Ijúfur og þægilegur í umgengni og samstarfi. Toppnáungi í alla staði. V E R S T Óskar er ekki alltaf nógu meðvitaður um verald- lega hluti, hann mætti taka þá alvarlegar en hann gerir. Þetta er hans eini galli og er kannski ekki endilega galli, það er eftil vill mjög gott að vera svona eins og Óskar. rakar ogstundum jafnvel súrar. Oft reynist stór hluti kartafln- anna vera smœlki. Sem sagt, ekkifyrsta jlokks vara. Jafnvel þó að neytendur kvarti árlega yfir litlutn gœðum kartaflna virðist það engin áhrif hafa og sagan endurtekur sig eins og utn óumbreytanlegt náttúrulögmál séaðræða." Margrét Þorvaldsdóttir í Morgunblað- inu Kolbeinn Ágústsson, sölu- stjóri Sölufélags garðyrkju- manna: „Ég get ekki verið ann- að en ósammála þessu, því á heildina litið eru íslenskar kart- öflur að minu mati mjög góðar, sérstaklega á haustin þegar þær eru nýjar. Reyndar er sá árstími alltaf krítískur vegna þess að þá eru menn að pakka kartöflum og selja glænýjar, og þær örfáu skemmdu kartöflur, sem alltaf geta leynst inn á milli, koma því ekki í ljós fyrr en effir að varan hefur verið seld í verslanir. Hreinsun og pökkun á íslensk- um kartöflum er að stærstum hluta til mikillar fýrirmyndar, en auðvitað eru alltaf einhverjir skussar sem standa sig ekki sem skyldi og geta skemmt fýrir hin- um.“ F Y R S T F R E M S T H A L L D Ó R blaðamaður og fyrr- um ritstjóri er um þessar mundir að leggja síðustu hönd á bók sína sem unnin er í anda blaðamennsku- sagnfræði og hefur hlotið vinnuheitið „Laxasúpan“. Pólítísk spilllng affyrstn gráðu Hvaða stórlaxa tekurðufyrir í þessari bók? „Bókin snýst um peningavöld og spillinguna sem þeim fýlgir. Útgangspunkturinn er fiskeldis- ævintýrið fræga og reyni ég að kafa til botns í því máli sem frétta- maður. í bókinni reyni ég að gera grein fýrir því hverjir beri ábyrgð á fiskeldisævintýrinu, en það tíðk- ast ekki hér á landi að stjórnmála- menn séu gerðir ábyrgir fyrir gerðum sínum. Ég skýri frá því hvernig stjórnmálamenn, þing- menn og ráðherrar notuðu opin- bera fjárfestingarsjóði eins og um væri að ræða einkareikninga þeirra sjálfra. Ásakanir um sjóða- sukk eru með öðrum orðum sannaðar. I bókinni eru dregin upp dæmi um bein afskipti ein- stakra ráðherra af tugmilljóna króna greiðslum, og rösklega það, úr fjárfestingarlánasjóði og þessi afskipti eru sönnuð. Jafnframt sýni ég fram á hvernig ráðherra fór á bak við ríkisstjórnina og blekkti með þeim hætti stjórn við- komandi sjóðs. Bókin segir frá þessu mikla peningasukki og svínaríi og því hvernig blekkingum var beitt í bak og fýrir til að auka fjárstreym- ið í fiskeldisævintýrinu. En aldrei áður í Islandssögunni hafa glatast jafnmiklir peningar á jafnskömm- um tíma í jafnmilda vitleysu. Setja átti á legg nýja atvinnugrein, en framkvæmdin bar vott um tak- markalausa bjartsýni þar sem far- ið var af stað án nokkurs undir- búnings. Nánast allir sem að æv- intýrinu stóðu; stjórnmálamenn, fulltrúar sjóðanna og aðilar innan fískeldisins, bjuggu hvergi nærri yfir nægilegri þekkingu til að tak- ast á við þetta stóra verkefni.“ Verður mörgutn löxum slátr- að? „Þetta er auðvitað annað og meira en saklaus opinber skýrsla. I bókinni sanna ég pólitíska spill- ingu af fýrstu gráðu og grefst fyrir um hvað varð til þess að 10 millj- arðar króna ruku út í veður og vind, en 90 prósent af þeim pen- ingum komu úr opinberum sjóð- um eða bönkum. Við úttekt sem þessa er óhjákvæmilegt annað en að ýmsir aðilar sem að málinu stóðu verði gagnrýndir og fái sumir mjög harða útreið. Bókin á eftir að koma illa við tvo fyrrver- andi ráðherra og marga, marga fleiri. Hins vegar er ég ekki í hlut- verki slátrarans.11 Kannski enginfurða að útgef- andintt skyldi vera tvístígandi og fá /ögffæðing til að lesa handritið yfir? „Það er alls ekki rétt sem kom fram í PRESSUNNI að það hafi verið gert að frumkvæði Fjölva. Ég hef það fyrir vinnureglu að fá ávallt lögffæðing til að lesa yfir all- an texta sem er beittur, og þannig var það bæði með Hafskipsmálið og þessa nýju bók.“ Þurfa fleiri að óttast að verða ajhjúpaðir í bókuttt þínutn í framtíðinni? „Síðustu árin hef ég fengist við margvísleg ritstörf og þýðingar og er með ýmislegt á prjónunum. Þótt allt sé óráðið með framtíðina finnst mér ekki ólíklegt að næsta stóra verkefnið sem ég ræðst í verði önnur bók í anda blaða- mennskusagnfræði. Það gæti að minnsta kosti orðið skemmtilegt.“ Á RÖNGUNNI Forsögulegur fljúgandi furðuhlutur TVÍFARAR Þaðgeta ekki allir státað afþví að vera lifandi eftirmyndir stórkostlegra kappa; manna sem skópu söguna eðafólks sem hefur breytt hugsunum okkar eða lífssýn. Þanniger Eiríkur Jónsson, spyrill á Stöð 2, í raun endurgerð hins austurríska Elvis; Heimo Röck. Heimo þessi erþrítugur trésmiður sem hefurþað að áhugamáli að herma eftir Elvis og stundum er honum jafnvel borgað fyrir að koma fram. Hans æðsti draumur er að vinna samkeppni Elvis-eftirherma semframfer á Bad Bob’s Vapor Supper Club íMemphis. Hvort sem Eiríkur áþað til að syngja Love Me Tender í baði eða ekki er hann ótrúlega líkur Heimo. Hvorugurþeirra minnir hins vegar sérstaklega á Elvis sjálfan.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.