Pressan


Pressan - 15.10.1992, Qupperneq 20

Pressan - 15.10.1992, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 E R L E N T n Chen Ný mynd frá 011- ver Stone Upptökur eru nú hafnar 1 Thai- landi á nýrri mynd leikstjórans Olivers Stone, „Himinn og jörð“, og fjallar hún um eftirlætið hans, Víetnam. Myndin, sem segir frá ótrúlegum hrakningum víet- namskrar konu í þrjátíu ár, er byggð á ævisögu Le Ly Hayslip. Myndin lýsir afdrifum konunnar í Víetnam, samskiptum hennar við Víetkong og misþyrmingum sem hún mátti þola. Hún flýr loks til Bandaríkjanna en mætir þar nýj- um vandamálum. Með aðalhlut- verkið í myndinni fer óþekkt 21 árs víetnömsk stúlka, Hiep Thi Le, sem yfirgaf Víetnam átta ára ásamt öðru bátafólki. Aðrir þekkt- ari sem leika í myndinni eru Tommy Lee Jones, Debbie Reyn- olds, Joan Chen og Haing S. Ngor, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni The Kil- lingFields. Fischer dýr Bandaríska tímaritið Enterta- inment hefur tekið saman hinn for- vitnilegasta ffóðleik um Bobby Fischer, sem nú situr kófsveittur við tafl- borðið ásamt félaga sínum Boris Spasskí. Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu að Fischer hafi þyngst um 20 kíló en Spasskí aðeins um 10, frá því að heimsmeistaraein- vígið í skák fór fram á íslandi árið 1972. Blaðið hefur meðal annars reiknað út að ef Fischer kemur til með að vinna einvígið muni hann þurfa að greiða 57 milljónir króna í skatta. Hann hafi hins vegar lýst því yfir að hann muni ekki borga grænan eyri, enda hafi hann að eigin sögn ekki borgað í skatt frá 1976. Þess er loks getið að skák- snillingurinn sérvitri hafi fimmtán lífverði á sínum snærum og fari fram á hvorki meira né minna en fimm og hálfan milljarð króna fyr- Glæpakvendi græðist fé Morðtilraun átján ára afbrýðisamrar hjákonu hefur valdið ótrúlegu fjölmiðlafári í Bandaríkj- unum og hafa útgáfufyrirtæki beinlínis rifist um söguna, sem koma mun út bæði á prenti og í kvikmynd Söguefnið þekkja margir úr bókum og bíómyndum: Eigin- maðurinn kynnist annarri konu og úr verður eldheitt ástarævintýri í leynum. Hjákonan vill eiga elsk- huga sinn ein og þegar afbrýði- semin út í eiginkonuna verður henni um megn grípur hún til þess ráðs að koma henni fyrir kattarnef. Sögur sem fjalla um ást- ir, kynlíf, afbrýðisemi og morð eiga ávallt miklum vinsældum að fagna. Því var ekki að sökum að spyrja þegar mönnum vestra gafst tækifæri til að fýlgjast með einni „ekta“ sögu, í hömlulausu fjöl- miðlafári, eins og það gerist verst í Bandaríkjunum. Mál málanna í Bandaríkjunum um þessar mundir snýst um gleði- konuna Amy Fisher, átján ára, sem skaut eiginkonu ástmanns síns í höfuðið og seldi svo sögu sína stóru bandarísku kvik- myndafyrirtæki. Fjölmiðlamenn ruku strax -upp til handa og fóta og hófu að fjalla um þetta mál, sem nú hefur verið forsíðuefni helstu tímarita í Bandaríkjunum og er stöðugt til umfjöllunar í sjónvarpi. Sífellt koma fram nýjar staðreyndir í málinu en forsagan erþessi. Amy Fisher, menntaskóla- stúlka frá Long Island, var sextán ára þegar hún kynntist bifvéla- virkjanum Joey Buttafuoco, 36 ára, fyrir um tveimur árum. Sam- kvæmt frásögn stúlkunnar upp- hófst þegar eldheitt ástarsamband sem stóð í eitt ár. Joey, sem á í vök að verjast, viðurkenndi í fýrstu að hafa lagst með stúlkunni en dró allt til baka síðar og þvertók fýrir að nokkuð hefði verið á milli þeirra annað en saklaus vinskap- ur. Eitthvað var stúlkunni að minnsta kosti í nöp við eiginkonu Joeys, Mary Jo, því hún tók sig til Brando hylmir yf- ir með dótturinni Leikarinn Marlon Brando hefur ekki átt sjö dagana sæla, enda ein aðalpersónan í átakan- legum fjölskylduharmleik sem kostað hefur hann mikil óþæg- indi og feiknin öll af fé. Snemma þessa árs var sonur hans Christi- an fundinn sekur um að hafa myrt unnusta hálfsystur sinnar, Cheyenne, og dæmdur í tíu ára fangelsi. Málið er allt hið dular- fýllsta og er ýmsum spurningum enn ósvarað, einkum vegna þess að Brando hefur séð til þess að ekki hefur verið unnt að yfir- heyra lykilvitnið í málinu, dóttur hans Cheyenne. Hefur stúlkan ávallt verið afsökuð með and- legri vanheilsu, sem margir halda nú ffarn að sé uppgerð, og hefur Brando auk þess beitt auð- valdi sínu til að hindra að hún verði látin bera vitni. Vill hann þar með koma í veg fyrir að dóttirin leysi frá skjóðunni og valdi fjölskyldunni meiri skaða en orðið er, en Cheyenne er talin sú eina sem veit hvað gerðist í raun og veru morðnóttina. Brando hafði dótturina fyrst í felum á Tahiti og hefúr nú keypt handa henni víggirta lúxusvillu á afskekktum stað í Los Angeles, og er talið ólíklegt að hún verði héðan af kölluð til Tahiti til að vitna í málinu. Auk álitshnekkis- ins hefur fjölskylduharmleikur- inn reynst Brando æði kostnað- arsamur, en hann hefur mátt greiða alla reikninga, sem eru orðnir býsna margir og svim- andi háir. Meðal þess er marg- vísleg lögfræðiaðstoð, greiðslur til lækna vegna meintrar geð- veilu dótturinnar, fjöldinn allur af flugmiðum og laun einka- spæjara og lífvarða. Fórnarlambið, Mary Jo But- tafuoco. einn daginn og skaut hana í höf- uðið fyrir utan heimili þeirra hjóna. Eiginkonan lifði morðtil- ræðið af, en beið afþví óbætanlegt líkamlegt tjón; lamaðist öðru megin í andlitinu og missti heyrn- ina á öðru eyra. TÓKEKKIEFTIRER SKOTIÐ REIÐ AF Mary Jo var ekki í vandæðum með að bera kennsl á tilræðiskonu sína, menntaskólastúlkuna Amy, sem kemur af góðu heimili og stundaði þó hórlifnað í frístund- um. Stúlkan viðurkenndi að hafa ráðist að konunni, hún hefði þó aðeins ætlað að berja hana í höf- uðið með byssunni en hlyti að hafa skotið hana óvart í höfuðið án þess að verða þess vör! Ekki þótti mönnum skýringin trúverð- ug og var stúlkunni þegar stungið inn. Ekki hafði fyrr verið skýrt frá morðtilræðinu opinberlega en fyrrum viðskiptavinur stúlkunn- ar, maður á þrítugsaldri, kom fram á sjónarsviðið með leynilega upptöku af ástaleikjum sínum og Amy á myndbandi. Þetta þótti að sjálfsögðu hið ágætasta fréttaefni og því var maðurinn ekki í vand- ræðum með að selja myndbandið einni sjónvarpsstöðinni. Myndin var þegar í stað sýnd í sjónvarpinu og í kjölfarið varð Amy „fræg“ — svo fræg að fjölmiðlar og kvik- myndaframleiðendur rífast nú um hana. Foreldrar Amy keyptu hana lausa gegn tryggingu upp á hvorki meira né minna en 110 milljónir króna. í fýrstu leit út fyrir að þeim hjónum mundi ekki takast að afla svo mikils fjár, en eftir að hafa selt bandarísku útgáfufyrirtæki út- gáfuréttinn á sögunni um Amy voru peningar ekkert vandamál. BAÐAR SIG í FRÆGÐINNI Amy virðist hæstánægð með þessa óvæntu athygli sem hún nýtur nú í heimalandi sínu og er málglöð þegar fréttamenn eru annars vegar. Ekki er hægt að segja að hún sé alltaf samkvæm sjálfri sér í ummælum og í raun fær sagan sífellt á sig nýjar mynd- ir. Það gerir hana auðvitað enn meira spennandi og veldur frétta- þyrstum almenningi ómældri ánægju. Nýjasta skýringin sem Mary hefúr gefið á árásinni á eig- inkonu ástmanns síns er sú að hún hafi verið misnotuð í æsku af föður sínum og sé ekki sjálfráð gerða sinna. Ekki eru allir trúaðir Eiginmaður fórnarlambsins, Jo- ey Buttafuoco. á þessa útgáfu stúlkunnar, en §öl- skylda hennar hefur ekki látið hafa neitt eftir sér um málið. Þá hefúr hún reynt að halda því fram að ástmaður hennar, Joey, hafi þvingað sig til að myrða eig- inkonu sína, en sú saga þykir ótrúleg. Hann vill ekki kannast við að hafa átt ástafundi með stúlk- unni og segist aðeins hafa verið góður vinur hennar. Lögreglan fann engu að síður nafn hans á Hjákonan afbrýðisama, Amy Fisher. lista yfir fastaviðskiptavini nokk- urra vinsælla gistihúsa og starfsfé- lagi hans á bifvélaverkstæðinu segir hann hafa gumað af því oftar en einu sinni að hafa veitt Amy fýrstu kynlífsreynslu sína. Hvað sem öðru líður eru fórn- arlambið, Mary Jo, og eiginmaður hennar ósátt við að stúlkan skuli frjáls ferða sinna og græði í þokkabót á tá og fingri vegna gjörða sinna, sem lagt hafi líf þeirra í rúst. Hún hafi beðið lík- amlegt tjón sem aldrei verði bætt, hann hafi þurft að hætta vinnu til að geta hugsað um hana og þau eigi nú í miklum fjárhagserfiðleik- um, ekki síst vegna himinhárra reikninga vegna læknisaðstoðar. SAGAN RÉTT AÐ BYRJA Víst er að ekki væsir um stúlk- una Mary og að hún hefur fullan hug á að græða eins og hún getur á morðtilræðinu. Mun hún hafa sagt við unnusta sinn, Paul Mak- ely, að sér fýndist öll þessi athygli spennandi og morðtilræðið því vel þess virði, enda ætti hún eftir að græða feiknin öll af fé á því. Réttarhöldin í máli Mary hefjast innan skamms og er allt óljóst um hver refsing stúlkunar verður. Víst er að hún er þó búin að gera sínar ráðstafanir svo henni leiðist ekki um of innan veggja fangelsis- ins. Mun hún hafa beðið unnusta sinn, Paul Makely, að giftast sér, svo hann geti hitt hana „einslega", eins og hjónum er leyft í mörgum bandarískum fangelsum. Sagan um unglingsstúlkuna og vændiskonuna Mary Fisher er orðin löng og flókin en er þó rétt að'byrja. Þess má vænta að um hana verði fjallað lengi enn, ekki aðeins í fréttum, heldur einnig í ótalmörgum sjónvarps- og kvik- myndum. KLM-útgáfufýrirtækið hefur sem fýrr segir keypt sögu stúlkunnar og TriStar-sjónvarps- stöðin keypt útgáfúréttinn á sögu fórnarlambanna, hjónanna Mary Jo og Joeys Buttafuoco, sem verð- ur væntanlega talsvert ólík þeirri fýrrnefndu. Auk þess vinna bókaútgáfufyr- irtæki nokkurt og minnst þrjár sjónvarpsstöðvar nú að því að semja sína eigin útgáfu af sögunni um stúlkuna Amy Fisher, sem sett hefur allt á annan endann í Bandaríkjunum. Vinum Clarence Thom- as fer fækkandi Nú er ár síðan lagaprófessorinn Anita Hill sakaði Clarence Thomas um grófa kynferðislega áreitni, en Thomas hafði þá verið útnefndur til hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Eftir langar vitnaleiðslur, sem áttu sér ekkert fordæmi hvað innihald og orð- bragð snerti, samþykkti öldunga- deild þingsins tilnefninguna og hafnaði í reynd ásökunum Hill sem órökstuddum. Á sínum tíma sýndu kannanir að almenningur virtist sammála þingmönnunum. I tímans rás er sú niðurstaða að breytast. Nú eru þeir jafnmargir, um fjörutíu pró- sent, sem trúa Hill og Thomas og helmingi fleiri konur trúa Hill nú en fyrir ári. Æ færri telja að öld- ungadeildin hefði átt að sam- þykkja tilnefninguna og að máls- meðferðin hafi verið sanngjörn í garð Hill. Málið hefur haft mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum. Einn öldungadeildarþingmaður, Alan Dixon frá Illinois, missti þingsæt- ið vegna stuðnings síns við Thom- as og Arlen Specter frá Pennsyl- vaníu berst fýrir pólitísku lífi sínu af sömu ástæðu. Fæstir hafa náð fýrri pólitískri stöðu, ýmist vegna stuðnings við Thomas eða ónógs stuðnings við Hill, og er formaður dómsmálanefndar þingsins, Jos- eph Biden, í síðari hópnum. Thomas hefur hins vegar ný- lokið fyrsta starfsári sínu sem hæstaréttardómari og situr vænt- anlega til æviloka. Hann er 44 ára. K.B. „Hver setti skapahár á kókdósina mína?" Þetta hafði Anita Hill eftir Clarence Thomas, en hinn annars virðulegi þingmaður og mormóni Orin Hatch las svipaða setningu upp úr The Exorcist og sagði áróð- ursmeistara demókrata hafa stolið setningunni þaðan.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.