Pressan


Pressan - 15.10.1992, Qupperneq 28

Pressan - 15.10.1992, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. OKTÓBER 1992 Þórunn Valdimarsdóttir Flótti er góður Ef hún litaði á sér hárið ljóst og setti varalitaðan stút á munninn liti hún út einsog Marilyn Monroe. Þær hafa sömu sorg og sælu í augunum. Hún er fræði- maður sem getur klifrað úr ffla- beinsturninum og sagt okkur sög- ur. Ný skáldsaga kemur út í haust, sagan um Júlíu. Framtíðarskáld- saga. Táknsaga um hippatímabil- ið. Hugmyndaflugið í sögunni geymir örugglega jafnmikla orku og Dettifoss. Þegar þú lest söguna leysist þessi orka úr læðingi og flýgur með þig í ferðalag. ÞRUMA SEM FYLGIR HUGMYNDINNI „Það var víma að skrifa þessa sögu. Tripp. Allt öðruvísi en að skrifa ffæðiverk. Fræðiverki fylgir meiri sársauki. Þetta var skemmtilegt. Algjör nautn. Ég var níu mánuði að skrifa söguna og gekk með barnið mitt á meðan. Hann heitir Valdimar." Hvemigvarð sagan til? Þegar ég var að skrifa um Snorra á Húsafelli fór skáldskapur að sækja á mig. Ég fæ þrumu efst í höfuðið. f hvirfflinn. Þessi þruma fylgir hugmyndinni. Ég skrifaði hjá mér og safnaði brotum og skyndilega vissi ég að ég varð að skrifa söguna. Hún varð öðruvísi en ég átti von á. Höfundar segja stundum að persónur og sögu- þráður taki af þeim völdin. Ég upplifði það. Furðulegt. Ég hef alla möguleika í heimi og þykist vera voða frjáls en sagan veit hvernig hún vill verða.“ Og þetta er vísindaskáldsaga? Framtíðarskáldsaga? „Ég vildi reyna þetta form. Samkvæmt skilgreiningu er vís- indaskáldsaga hluti af lágmenn- ingu. Mér finnst leiðinleg þessi skipting í hámenningu og lág- menningu." Svo þú œtlar nœst að skrifa teiknimyndasögur? „Mér fmnst gaman að gera það sem gerir kröfur til mín. Eg ákvað snemma að hafa þetta spennu- sögu. Ég er sagnffæðingur og hef dvalið mörg herrans ár í fortíðinni og segi í gríni og alvöru að ég verði að fara inní framtíðina tilað kom- ast í núið. Auðvitað er þetta allt- saman flótti frá raunveruleikan- um. Flótti er súpergóður. fslenskt þjóðfélag er svo leiðinlegt að nauðsynlegt er að flýja það. Mað- ur getur dáið úr ieiðindum einsog sorg og ást.“ Hvað er svona leiðinlegt við ís- lenskt þjóðfélag? „Guðmundur Andri reynir að skilgreina íslenska drauminn tilað sleppa undan farginu en mín leið er að skapa nýjan heim. Islenskur veruleiki er ólíkur útlendum. Mér finnst stundum að við lifum í spennunni þar á milli. Sagnfræð- ingar geta kannski lýst þessum ís- lenska veruleika. Það er fjölskrúð- ug hugmyndafræði í gangi. Frum- skógur hugmynda. Og fólk lifir hvað í sínum áratugnum. Mér finnst fín aðferð að búa til heim tflað koma því tfl skfla sem ég vil segja. Ég hef verið upptekin af því að lesa ævintýrabækur; Gúlíver og fúrðusögur Holbergs. Holberg fór ofaní jörðina tflað búa tfl heim. Ég nota framtíðina.“ BÖRNMEÐVÆNGI OGRÓFU „Ég las bækur um kvikmynda- handrit. Það spratt útfrá vinnu okkar Lárusar Ymis vegna hand- rits um Fjalla-Eyvind. Bíómyndir eru það dýrar að mikill agi er í handritagerð. Bandaríkjamenn hafa gert heila stúdíu og ég lærði heflmikið af því að kynna mér þau ffæði. Það er plott í sögunni. Þeir sem skrifa fínan litteratúr hugsa oft ekki nóg um formið. f hand- ritagerð gildir að þú verður að vita hvernig sagan endar áðuren þú byrjar. Svo ég hugsaði í heilan mánuð. Byggði söguna í hugan- um.“ Mér skilst Dostojevskí hafi lœrt aflestri reyfara? „Reyfarar eru fínir. Það er gott að blanda þessu saman ef maður getur platað þá sem lesa bara fínar bækur tilað lesa spennusögur og öfugt. Sagan mín er um ástir og örlög. Það er líka það sem öllu máli skiptir í lífinu þegar allt kem- ur til alls. Ástir og örlög. Þeir eru rífast um það í Tímariti MM hvort „sagan“ sé komin aftur og hvort módernisminn sé dauður. Það er ekki svo einfalt. Módernisminn hefur breytt sögunni. Það er skrítnast að ég hef alltaf verið að vinna verk þar sem ég hef orðið að styðjast við heimildir. f sögunni var allt mögulegt. Full- komið frelsi. Og ég reyni að nota skáldsöguna tilað sýna það sem kvikmyndir geta ekki sýnt.“ Að sýna það sem kvikmyndir geta ekki sýnt? „Einsog fólk sem getur flogið. Börn með vængi og rófu. Ég meina alvöru vængi og rófú. Húð- vængi.“ Vorurn við ekki með rófu og vængi ígamla daga? „Nei, bara rófu. Vísindamenn eru komnir það langt að þeir geta búið til kjúklinga með fjóra fætur. Ég sá það í sjónvarpinu. En það væri gott að hafa rófu tilað geta sýnt í hvernig skapi maður er.“ Veistu hvað það er sem gerist þegar saganfer að ráða? „Það er til uppspretta. Ef mað- ur sest niður og byrjar að skálda PRESSAH/JIM SMART „Þegar maður skrifar skáld- sögu á maður að láta allt eft- ir sér. Það get- ur kveikt í skáldsögunni. Að vera góður við sig. “ gusast út. En stjórn Launasjóðsins er með krana sem ræður því hveijir geta sest niður. Nei, ég skil ekki hvenær sagan fer að ráða ferðinni. Ég verð auðvitað að byggja beinagrind, strúktúr og aga.‘ Maður er svo latur. Maður verðúr að hafa svipu á sér og bæði kunna að slappa af og pína sig áfram. En ég nota allt aðra tækni í skáldsögu en fræðiriti. Þegar maður skrifar skáldsögu á maður að láta allf eftir sér. Það getur ver- ið einmitt það sem kveikir í skáld- sögunni. Þá 'fer hún sjálf af stað ef maður er góður við sig.“ EF MAÐUR MEIÐIR ANNAN KEMUR SÁR í MANN SJÁLFAN En afhverju viljum við heyra sögur? „Það er svo gott að horfa á sjónvarpið og fá allar þessar sög- ur. Svo mikil fylling. Mér finnst það mjög mikilvægt.“ Ég hélt þú vœrir búin að loka manninn þinn innísjónvarpsher- bergi svo þú gœtir svifrð um í draumaheiminum? „Já, það er gott að búa í rúm- góðri íbúð í hjónabandi. Ég hef verið svo lengi í sama hjónaband- inu að ég er búin að fara alla hringina. Þá næst jafnvægi. En ég vil ekki vera gáfuð í þessu viðtali. Afhveiju þarf ég að tala um bók- ina? Ég skil höfunda sem segjast ekki hafa neitt um verkið að segja og nú verði lesendur að taka við.“ Um hvað eigum við þá að tala? Ofskynjanir? Þú sagðir mér að fjarskynjun þtn vœri með slíkum hœtti þessa dagana að þú vissir löngu áður hvaðafólki þú mœttir á Laugaveginum? „Nei, við skulum ekki tala um það. En þegar fólk þykist vera að galdra finnur það á sér hvað á eftir að gerast. Þessi bók er um það. Um flækjur. Um þessa hryllflegu ábyrgð.“ Hvaða ábyrgð? „Ef maður meiðir annan þá kemur sár í mann sjálfan." Afhverju ertu að skrifa um það? „Æ, ég er svo vitlaus. Ég veit það ekki.“ En Júlía? Hverniger hún? „Júlía er aðalpersóna bókarinn- ar, hvít kona sem lætur breyta sér í svarta konu. Það er óíslenskt að skrifa svona en hér vantar heiiu bókmenntagreinarnar.“ ÉG ER MEÐ UNDARLEGA SAMSETTA VITUND Jóhamar skrifaði vísindaskáld- sögu. “Það er undantekning einsog í gömlum bókmenntum Norður- landa. Nikulás Klim eftir Holberg finnur allskonar lönd innaní jörð- inni, þar sem fólk er tré, fólk er hljóðfæri og spilar á sig. Hann er í raun að skrifa um samtímann. Mér fannst líka gaman að lesa þessa bók sem sagnfræðingur. Hún er heimild um hugsunarhátt. Ég óx úr grasi á hippatímanum og er orðin leið á því að heyra fólk lýsa honum einungis sem pólit- ísku afli. Leonard Cohen segir það eigi að breyta systeminu innanfrá. Hann meinti maður ætti að breyta skynjun sinni. Hvernig við hugs- um. Hugmyndafræðilega var maður á allt öðrum stað. Við vor- um ekki hér. Við vorum annar- staðar. Kannski vorum við í fram- tíðinni, ekki þeirri raunverulegu, heldur einsog í sögunni minni. Það sem mér liggur á að gera með sögunni er líkt og hjá Holberg að fólk í framtíðinni fái heimfld um hvernig ég hugsa og skynja. Ég er allt öðruvísi en aðrir. Það ættu sem flestir að skrifa sögu handa framtíðinni. En sagan um Júlíu er líka táknsaga um hippatímann. Og allar góðar framtíðarsögur krækja í samtímann og lýsa hon- um.“ Ert þú allt öðruvtsi en allir aðr- ir? „Ég er með skegg. Ég er kona með skegg. Það eru allir allt öðru- vísi en allir aðrir. Ég var svo lengi í fortíðinni, svo eitt ár í Suður-Am- eríku, að ég er með undarlega samsetta vitund. Mig langar að halda námskeið á elliheimili þar- sem gamalmennin segja sögu sína. Það er heill heimur í hverri einustu manneskju. Það er svo dásamlegt.“ HVÍT KONA LÆTUR BREYTA SÉR í SVARTA Ertu ekki til í að segja tnérfrá sögunni og svo getum við strikað það út úr viðtalinu? „Sagan byrjar á því að konan Ágústa, sem er í hendingarflugi, finnur lík. Það er þessi svarta kona, Júlía. Ágústa er forritari og býr til verk í myndum, skáldverk framtíðarinnar. Hún ákveður að rannsaka líf Júlíu og á í engum vandræðum með heimildir því á þessum tíma taka stjórnvöld allt upp í öryggisskyni.“ Er það ekki það setn við ótt- umst við fratntíðina? „Þetta er bara í öryggisskyni því enginn hefúr neitt að fela. Fólk er búið að draga frá öllum glugg- um.“ Erþá ttokkuð aðgerast? „Já, það er allt á fullu alstaðar. Ef stjórnin er góð er þetta í lagi. En fólkið í sögunni er jafn gallað, ves- ælt og yndislegt og í dag. Þess- vegna nota ég þetta form. Og ég er hvorki bundin af tíma né rúmi og losna við þennan ótta sem fylgir sagnfræðiverki; að gera villu. En suma gæti grunað að sumt gerðist á íslandi. En tæknin er komin svo langt að sé maður á ferðalagi í flauginni sinni er hægt að kveikja á skjá og fá yfirlit yfir allt sem hef- urgerstásvæðinu." Eru þetta hinir leyndu draum- ar sagnfrœðingsins? „Já, en hetjurnar mínar hafa áhuga á goðsögum og fortíð svo ég kem að öllu sem mér þykir skemmtilegt. Ég sá Michael Jack- son í sjónvarpinu berjast fyrir betri heimi. Sú þráhyggja úr Opín- " berunarbókinni að heimurinn sé að farast er að hverfa. Við höfum verið haldin miklum ótta við heimsendi. Þessi ótti gerir vart við sig undir hver aldamót. Menn voru svo hræddir fýrir árið 1000 að hér tóku allir kristni.“ Svo sagnfrœðingar geta losað okkur við heimsendahrœðslu? „Já, Ólafia B. Einarsdóttir skrif- aði um þetta. En nú er hver ein- asta kona heltekin samviskubiti yfir einnota bleyjum og þvottaefn- um. Mér finnst það eigi að rækta bleyjuskóga. En kannski er þetta bara íslensk bjartsýni að heimur- inn sé ekki að farast.“ Hvað ertu að gera þessa dag- ana? „Ég er búin að skila handritinu og loksins komin í fæðingarorlof með barn og stafla af góðum bók- um. Ég er að skilja smámsaman að ég er að þessu fyrir sjálfa mig, að skrifa. En innri og ytri heimur- inn rekast stundum á. Það má ekki vera of mikið stríð á milli þeirra. Maður er sjálfur allur heimurinn. Það er þessi gamla endurreisnarhugmynd.“ Eru tímar endurreisnar? „Það eru nýir endurreisnartím- Ellsabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.