Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 6
Morgunblaðið/Sverrir Gísli Tryggvason og Halldóra Friðjónsdóttir frá BHM (t.v.) andspænis Magnúsi Péturssyni, forstjóra LSH, og Guðríði Þorsteinsdóttur, lögfræðingi í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrir borðsendanum situr Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem tók við tillögum um sameiginleg áhersluatriði við rekstur LSH. 1. Verkefnafjármögnun í fjárlögum: Mjög mikilvægt er að tengja greiðslur til spítalans við unnin verk, þ.e. að hverfa frá kerfi fastra fjárlaga og taka upp blandaða fjármögnun sem byggist á al- þjóðlegum framleiðslumælingarkerfum sem verið er að innleiða á LSH, þ.e. DRG (Diagnosis Related Groups)-kerfið. 2. Hagstæðustu kostir í lyfjakaupum: Nauðsynlegt er að finna leiðir til þess að hægja á þeim útgjaldavexti sem hefur verið til margra ára á lyfjakostnaði. Málið snýr annars vegar að stjórnvöld- um og þeirri reglugerðarumgjörð sem snýr að innflutningi og skráningu lyfja á Íslandi og hins vegar að notkun lyfjanna á spít- alanum. 3. Mannúðleg og hagkvæm vistunarúrræði: Þá er hinn svo kall- aði útskriftarvandi sem þýðir að sjúklingar sem lokið hafa meðferð á spítalanum og bíða eftir meðferðarúrræðum annars staðar í heil- brigðiskerfinu, s.s. vist á hjúkrunarheimili, þurfa í flestum til- fellum að bíða mánuðum saman. 4. Fasteignir og umsýsla þeirra: Stjórnvöld komi til móts við LSH í hagkvæmri og gagnsærri lausn fasteignamála og að við ákvörðun um fjárveitingar verði tekið sýnilegt tillit til þess veru- lega kostnaðar sem er af fjárbindingu við stofnkostnað og útgjöld við viðhald, rekstur og umsýslu fasteigna LSH. Sameiginlegar tillögur BHM og LSH FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 FORSVARSMENN Bandalags há- skólamanna og Landspítala – há- skólasjúkrahúss gengu í gærmorg- un á fund Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra til að kynna fyrir honum sameiginleg áherslu- atriði BHM og LSH. Þar er bent á fjórar leiðir til betri árangurs við rekstur spítalans en með uppsögn- um starfsfólks, skv. upplýsingum BHM. KPMG-Ráðgjöf skilaði BHM fyrr á árinu matsgerð á hagræðing- araðgerðum LSH. BHM ákvað ný- lega að í stað þess að láta reyna á lögmæti hópuppsagnanna á LSH sem áttu sér stað í janúar, væri rétt að leita samstarfs við spítalann um leiðir til að forðast frekari að- gerðir á þessu svði. BHM og spít- alinn hafa nú komist að samkomu- lagi um fjögur meginatriði úr skýrslu KPMG Ráðgjafar, sem að mati þeirra gætu skilað meiri ár- angri. Voru ráðherra kynntar þess- ar áherslur á fundinum í gær. Ákváðum að ganga í lið með stjórnendum spítalans „Í staðinn fyrir að fara í mál ákváðum við að ganga í lið með stjórnendum spítalans í þeirri von að geta ýtt við stjórnmálamönn- um,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, en hún óttast að til frekari sparnaðarákvarðana komi við fjárlagagerðina næsta haust að óbreyttu. Að sögn hennar felst í samkomu- lagi BHM og LSH í fyrsta lagi að lögð er höfuðáhersla á að greiðslur til spítalans verði tengd við unnin verk. Bent er á að verkefnafjár- mögnun hafi gefist vel víða annars staðar í almannaþjónustu. Mæling- ar á hjúkrunarþyngd hafi t.a.m. verið grundvöllur greiðslna í vist- unarkerfi öldrunar- og hjúkrunar- mála um langt árabil og gefist vel. Hægja á útgjaldavexti vegna lyfja Í öðru lagi eru settar fram hug- myndir um leiðir til að hægja á út- gjaldavexti í lyfjamálum. Halldóra bendir m.a. á að sömu reglur gilda um lyfjainnkaup fyrir sjúkrahúsin og fyrir almenna notendur, sem þýðir m.a. að spítalinn má ekki kaupa inn lyf nema leiðbeiningar á fylgiseðli hvers lyfs séu þýddar á íslensku. Bent er á að stjórnvöld þurfi að beita sér fyrir endurskoðun á við- skiptaumhverfi lyfjamála á Íslandi sem hamli því að LSH geti notið bestu kjara við lyfjainnkaup, m.a. í samræmi við sjónarmið um sam- keppni og jafnræði á EES-svæðinu. Talið er að sameiginlegar hug- myndir sem lagðar eru fram í lyfja- málum gætu falið í sér sparnað upp á 4–500 milljónir kr. á ári. Í þriðja lagi er í þessum sameig- inlegu áhersluatriðum sett fram áskorun á stjórnvöld um að finna mannúðlegri og hagkvæmari vist- unarúrræði fyrir sjúklinga á spít- alanum, sem lokið hafa meðferð og bíða eftir meðferðarúrræðum ann- ars staðar, að sögn Halldóru. Bent er á að meira en 100 sjúk- lingar bíða nú eftir slíkri vist á deildum spítalans. Spítalinn getur því ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi, m.a. ekki kallað inn sjúk- linga af biðlistum í þau rúm sem teppt eru vegna útskiftarvandans. Sjúklingarnir sem bíða fá ekki þá þjónustu sem er markvissust fyrir þá á meðan þeir bíða, þ.e. þeir bíða í umhverfi hátæknisjúkrahússins en þurfa oft á tíðum á heimilislegu umhverfi hjúkrunarheimila að halda. Fasteignafélag sjái um eignir spítalans Þá er í fjórða lagi hvatt til þess að fundin verði hagkvæmari lausn í húsnæðismálum spítalans. „Það eru 14 milljarðar bókfærðir sem eign spítalans í ársskýrslu á hverju ári. Það fer líka mikill pen- ingur í viðhald og bendum við á að hægt væri að finna hagkvæmari mögulegar leiðir, með því að búa til einhvers konar fasteignafélag, sem sæi um reksturinn,“ segir Halldóra. Hún segir að af þessum fjórum atriðum sé megináherslan lögð á sameiginlegar hugmyndir BHM og LSH um verkefnafjármögnun og að heilbrigðisráðherra kynni þessa að- ferð fyrir ríkisstjórn og fjárlaga- nefnd. BHM og LSH leggja sameiginleg áhersluatriði fyrir ráðherra um lausnir á vanda sjúkrahússins Greiðslur til spítalans verði tengdar við unnin verk NOTENDUM mbl.is gefst nú kostur á að panta fríar smáaug- lýsingar sem birtast á smáauglýs- ingavef mbl.is. Hver auglýsing birtist í sjö daga en að þeim tíma loknum er auglýsandanum sendur tölvupóstur þar sem honum er boðið að framlengja birtingu um aðra sjö daga eða bóka nýja aug- lýsingu. Margir nýttu sér þennan mögu- leika og voru yfir 500 smáauglýs- ingar pantaðar í gær. Á vefnum má nú finna um 1.400 auglýsingar í 72 flokkum þar sem boðið er til kaups margt áhugaverðra hluta. Hægt er að leita eftir leitarorðum og/eða velja flokka til að finna það sem leitað er að. Hægt er að panta auglýsingu með því að smella á hnappa sem staðsettir eru efst í hægra horni á forsíðu mbl.is, á Viðskiptavef, Íþróttavef og vefnum Fólkið. Þá er hægt að tengjast smáauglýs- ingavefnum og smella á hnappinn Panta auglýsingu. Rúmlega 500 smáauglýsingar pantaðar á mbl.is í gær LÖGREGLAN á Blönduósi hefur upplýst fíkniefnamál og handtekið þrjá menn, sem viðurkennt hafa kannabisræktun og vörslu kanna- bisefna á sveitabæ í nágrenni Blönduóss. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins á miðvikudag vegna gruns um kannabisræktun. Í fyrri leitinni, sem gerð var í íbúðarhúsi í einum af þéttbýliskjörnum lög- gæslusvæðisins, var lagt hald á lít- ilræði af kannabis og áhöld til neyslu. Í seinni húsleitinni sem gerð var á sveitabænum, var lagt hald á um 50 kannabisplöntur á mismunandi ræktunarstigi auk kannabislaufa og -stöngla. Einnig var hald lagt á lampa til ræktunar plantnanna. Þá voru tekin á annað hundrað grömm af kannabisefnum. Þeir sem handteknir voru viðurkenndu aðild sína sem fyrr segir og eru þeir lausir úr haldi. Mál þeirra verður að lokinni rannsókn sent ákæruvaldinu til frekari meðferð- ar. Þrír teknir fyrir kanna- bisræktun í heimahúsi Lögreglan á Blönduósi Stjórnendur Norður- ljósa um væntanlega lagasetningu Telja sig skaðast um 2,5 til 3 milljarða FORSVARSMENN Norðurljósa telja að verði fjölmiðlafrumvarp rík- isstjórnarinnar að lögum muni fyrir- tækið verða fyrir skaða sem geti num- ið á bilinu 2,5 til 3 milljarða króna. „Þegar við fórum í þessa fjárfest- ingu var það gert á grundvelli ákveð- innar viðskiptaáætlunar,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, um endurfjármögnun Norðurljósa, sam- einingu Norðurljósa og Fréttar o.fl. aðgerðir sem ráðist var í. „Við sjáum fyrir okkur ákveðna framtíð í þessu, m.a. með skráningu á hlutabréfamarkað og við skuldsetjum þennan rekstur. Þessi viðskiptaáætl- un er lögð til grundvallar þegar bank- inn og hluthafarnir koma inn í þetta og menn hafa ákveðnar væntingar um framtíðina. Ef fótunum er hins vegar kippt undan þessu öllu með þeim hætti sem verið er að gera ef frumvarpið verður að lögum, þá telj- um við að munurinn á þeim verðmæt- um sem við erum með í höndunum og það sem við hefðum getað fengið fyrir þetta, sé á bilinu 2,5 til 3 milljarðar,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.