Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
laugardaginn 1. mai klukkan 12.00
á 1. hæð Háskólans í Reykjavík
Til umræðu er eignarhald á fjölmiðlum
Framsögumenn:
Fundarstjóri:
Lögrétta efnir til málÞings
Davíð þór Björgvinsson,
prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður fjölmiðlanefndar.
Styrmir Gunnarsson,
ritstjóri Morgunblaðsins.
þórlindur Kjartansson
blaðamaður hjá Fréttablaðinu og ritstjóri deiglan.com
Egill Helgason
Þá ætti nú Íslands-army að geta hlotið fullnaðarþjálfun á ástkæru fósturjörðinni áður en
lagt er í hann til að bjarga heiminum.
Tónleikar Vox Feminae á sunnudag
Boðskapur en
ekki bara bull
Kvennakórinn VoxFeminae heldurtónleika í Salnum í
Kópavogi sunnudaginn 2.
maí og hefjast þeir klukk-
an 15. Morgunblaðið sló á
þráðinn til Margrétar
Pálmadóttur, stofnanda og
stjórnanda kórsins, og
lagði fyrir hana nokkrar
spurningar um kórinn,
kvennakóra og tónleikana.
Margrét sagði, að á efn-
isskrá tónleikanna væru
kórar og aríur eftir heims-
þekkt óperuskáld svo sem
Mozart, Wagner, Tsjaj-
kovskí, Rossi, Verdi og
Puccini. Einsöngvari væri
Inga Backman og píanisti
Arnhildur Valgarðsdóttir.
– En hvað um kórinn
sjálfan?
„Vox Feminae var stofnaður
1993 og fagnaði því tíu ára afmæli
á síðasta ári. Markmið með stofn-
un kórsins á sínum tíma var að
syngja eldri tónlist, andlega og
veraldlega, en efnisskráin hefur
síðan þróast smátt og smátt yfir í
að ná yfir alla tónlist sem skrifuð
er og útsett fyrir kvennakóra.
Vox Feminae heldur sjálfstæða
tónleika einu sinni til sex sinnum
á ári og fer í tónleikaferðir bæði
innanlands og utan. Í kórnum eru
35 konur. Vox Feminae hefur víða
komið við, við höfum sungið með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Alba-hópnum og einnig tekið þátt
í Kristnitökuhátíðinni á Þingvöll-
um um árið og í nóvember 2000
vann kórinn til silfurverðlauna í
VIII. alþjóðlegu kórakeppninni í
flutningi trúarlegrar tónlistar,
keppni sem kennd er við tón-
skáldið Palestrina og er haldin í
Páfagarði í Róm. Kórinn hefur
gefið út tvo diska, Mamma geym-
ir gullin þín, árið 2000, sem inni-
heldur íslensk þjóðlög, og síðast-
liðið haust kom út diskurinn
Himnadrottning með trúarlegri
tónlist.“
– En hvað skilur Vox Feminae
frá öðrum kórum?
„Að mínu viti hefur Vox Fem-
inae þrenns konar yfirburði yfir
aðra kóra. Í fyrsta lagi vil ég
nefna hinn tæra flutning á ís-
lenskum þjóðlögum, sérstaklega
þegar viðfangsefnin eru vöggu-
ljóð. Þá breytast allir söngvararn-
ir í mjúkar mömmur og maður sér
næstum sjálfa Maríu mey birtast.
Í öðru lagi vil ég nefna sókn kórs-
ins í og afgreiðslu hans á erfiðum
og spennandi og umfram allt
krefjandi verkefnum. Loks vil ég
nefna flutning kórsins á trúar-
legri/kirkjulegri tónlist, gamalli
og nýrri. Geta Vox Feminae á því
sviði sannaðist áþreifanlega í
Páfagarði árið 2000, sem ég gat
um áðan.“
– Nú eru kvennakórar afar
áberandi á Íslandi, hver er þín
hugmyndafræði um þá?
„Hvað mig varðar, þegar mað-
ur hefur einu sinni heyrt sam-
hljóm radda í góðum kvennakór,
þá gleymir maður því aldrei. Svo
einfalt er það. Ég lít á
kvennakór sem eitt
hljóðfæri. Kvennakór-
ar eru ekki sauma-
klúbbar, heldur hópar
kvenna með sameigin-
legan faglegan metnað. Auðvitað
er félagsskapurinn frábær auka-
grein, en það er fyrst og fremst
verið að flytja einstaka og vand-
aða tónlist. Þú vilt ekki sjá hundr-
að konur bara standa og bulla,
heldur viltu sjá þær flytja þér
boðskap í gegnum túlkun sína. Og
annað, kvennakórar eru allt ann-
að tónteppi heldur en t.d. karla-
kórar, stúlkna- eða drengjakórar.
Konur eru rétt að byrja að láta á
sér kræla sem kórar og eiga eftir
að færast í aukana. Ég spáði
þessu alltaf og taktu eftir, spáin
er að rætast.“
– Deila aðrir þessari skoðun
með þér?
„Ja, að minnsta kosti færist það
mjög í vöxt að tónskáld og aðrir
listamenn beinlínis útsetji tónlist,
bæði nýja og gamla, fyrir kvenna-
kóra. Það segir nokkuð.“
– Er endalaust hægt að setja
saman kvennakóra á Íslandi?
„Ég hef starfað við kóra í þrett-
án ár og ég fann það strax þegar
ég var að byrja að kenna kórsöng
og stofna kóra, að áhuginn var gíf-
urlegur. Þetta byrjaði í 30 konum,
rauk svo á skömmum tíma í 120
og var svo óðar komið í 240. Þetta
var nánast eins og nifteinda-
sprengja. Síðan hefur hægst að-
eins á eins og búast mátti við, en
eigi að síður er geysilega mikill
áhugi viðvarandi hjá fjölda
kvenna. Mikill fjöldi stúlkna og
kvenna deilir þessum sameigin-
lega áhuga og einlæga metnaði og
fær nokkurs konar félagslega full-
nægju með í kaupbæti.“
– Hvernig er að reka kvenna-
kór á Íslandi?
„Já, það er gott að
þú spyrð að því.
Kvennakórar eru sko
ekkert grín. Það er af-
ar erfitt að reka
kvennakór og varla að
það sé pláss fyrir þá í Reykjavík.
Ég held að þeir sem huga að jafn-
réttismálum megi þakka fyrir að
við höfum ekki gert opinbera þá
mismunun sem felst í því hversu
margfalt betur er gert við karla-
kóra á svæðinu, bæði hvað varðar
aðstöðu, aðbúnað allan, styrki og
þess háttar. En ég er sama bar-
áttukonan og áður og er enn að
læra.“
Margrét Pálmadóttir
Margrét Pálmadóttir fæddist
á Húsavík 28. apríl 1956. Stúdent
frá Flensborg 1975 og nam kór-
söng og einsöng í Tónlistarhá-
skólanum í Vínarborg 1976–81
og ennfremur einsöng í Tónlist-
arskóla Kópavogs og í Söngskól-
anum í Reykjavík. Starfaði sem
raddþjálfari Pólýfónkórsins og
Söngsveitarinnar Fílharmoníu
auk ýmissa annarra kóra. Auk
Kvennakórs Reykjavíkur stofn-
aði hún og stjórnaði ýmsum kór-
um, en starfandi kórar í dag und-
ir stjórn Margrétar eru:
Gospelsystur, Vox feminae,
Stúlknakór Reykjavíkur og
Aurora. Margrét á fimm börn,
Maríus (30), Hjalta Þór (26), Sig-
ríði Soffíu (14), Matthildi (9) og
Kristján Helga (6), en maki henn-
ar er Hafliði Arngrímsson leik-
listarráðunautur.
Kvennakórar
eru sko
ekkert grín
FORSETI Suður-Afríku, Thabo
Mbeki, þakkaði íslenskum stjórn-
völdum fyrir þróunaraðstoð við
sunnanverða Afríku, sérstaklega
þegar kæmi að aðstoð vegna fisk-
veiða, þegar hann nýverið tók við
trúnaðarbréfi Benedikts Ásgeirs-
sonar, sendiherra Íslands í Suður-
Afríku.
Mbeki bauð Benedikt velkominn
til Suður-Afríku í Pretoríu, höfuð-
borg landsins, á þriðjudag í síðustu
viku. Hann sagði að lönd í syðri
hluta Afríku hefðu verulegt gagn af
aðstoð frá Íslandi, sér í lagi lönd eins
og Mósambík sem hefði mjög langa
strandlínu. Forsetinn sagði að Ís-
land væri að gera margt til að vinna
gegn ójafnvægi á svæðinu sem væri
mjög mikilvægt við framtíðarþróun
svæðisins.
Þakkaði Íslandi þróunaraðstoð