Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
BREYTT stjórnskipulag HB Granda
tekur gildi nú um mánaðamótin, en
samruni HB og Granda miðast við 1.
janúar 2004. Forstjóri HB Granda hf.
verður Sturlaugur Sturlaugsson og
aðstoðarforstjóri verður Kristján Þ.
Davíðsson.
Yfirmenn fjármála, útgerðar, land-
vinnslu og veiða og vinnslu uppsjáv-
arfisks verða sömu menn og áður
stýrðu þessum deildum hjá Granda
hf.; Jóhann Sigurjónsson fjármála-
stjóri, Rúnar Þór Stefánsson útgerð-
arstjóri, Svavar Svavarsson fram-
leiðslustjóri og Torfi Þ. Þorsteinsson
deildarstjóri uppsjávarfiskdeildar.
Haraldur Sturlaugsson verður yf-
irmaður starfsmanna- og umhverfis-
mála. Nýr fjárreiðustjóri er Bergþór
Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi
fjármálastjóra Haraldar Böðvarsson-
ar hf. mörg undanfarin ár.
Höfuðstöðvar og aðalskrifstofa
verða í Reykjavík og þar mun yfir-
stjórn fyrirtækisins hafa aðsetur.
Undanskildir eru þó yfirmenn upp-
sjávarfiskdeildar og starfsmanna- og
umhverfismála, auk fjárreiðustjóra,
en þeir munu hafa aðsetur á Akra-
nesi. Aukin áhersla verður lögð á
markaðsmál og hefur Eggert B. Guð-
mundsson verið ráðinn markaðsstjóri
til að efla þann þátt starfseminnar.
Einfalda og hagræða
Grandi hf. keypti 100% hlutafjár
Haraldar Böðvarssonar hf. fyrir 7.800
milljónir króna. Vegna kaupanna var
stofnað til skulda samtals að fjárhæð
um 3.000 milljónir króna, en 4.800
milljónir króna voru greiddar með
reiðufé Granda. Þar af fengust 985
milljónir króna við sölu á þeim tæp-
lega 10% af eigin hlutum félagsins,
sem heimamenn á Akranesi keyptu.
Annað reiðufé fékkst að mestu við
sölu á eignarhlutum Granda hf. í öðr-
um sjávarútvegsfyrirtækjum.
Þegar við kaup Granda hf. á Har-
aldi Böðvarssyni hf. hófst vinna við
samræmingu og hagræðingu í
rekstri, enda var strax gert ráð fyrir
samruna félaganna.
Heildarbotnfiskkvóti félagsins á
fiskveiðiárinu sem er að líða er tæp
56.000 tonn og áætlað að úthlutaður
kvóti af uppsjávartegundum verði
samtals um 177.000 tonn á árinu.
Rekstur skipa HB Granda hf., sem
eru samtals 12 talsins, 5 frystiskip, 4
ísfiskskip og 3 uppsjávarveiðiskip,
hefur þegar verið samræmdur.
Vinnsla fiskiðjuveranna í Reykja-
vík og á Akranesi verður sérhæfð á
þann hátt að í Reykjavík verður unn-
inn karfi og ufsi en á Akranesi þorsk-
ur og ýsa. Gert er ráð fyrir að í
Reykjavík verði árlega unnið úr um
20.000 tonnum af hráefni og á Akra-
nesi úr um 10.000 tonnum. Bæði fisk-
iðjuverin munu leggja aukna áherslu
á vinnslu ferskra afurða og keypt hef-
ur verið ný sérhæfð vinnslulína fyrir
ferskar afurðir sem sett verður upp á
Akranesi í maímánuði. Öll frysting
uppsjávarfisks og loðnuhrogna verð-
ur á Akranesi. Heildarfjöldi starfa
HB Granda hf. verður um 600.
Sturlaugur for-
stjóri HB Granda
Sturlaugur
Sturlaugsson
Kristján Þ.
Davíðsson
UNNIÐ er að því að kanna mögu-
leika íslenzkra sjávarútvegsfyrir-
tækja til útrásar í Rússlandi. Fjög-
urra ára gamall samningur Íslands og
Rússlands um að greiða fyrir sam-
starfi einkaaðila frá báðum ríkjum
varðandi veiðar, vinnslu og markaðs-
setningu sjávarafurða hefur ekki ýtt
sem skyldi undir viðskipti landanna á
sviði sjávarútvegs.
Þetta kom fram í ræðu Árna M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra á
fundi um tækifæri í sjávarútvegi, sem
haldinn var í gær. Þar sagði Árni svo:
„Það er hins vegar vilji sjávarútvegs-
ráðuneytis og utanríkisráðuneytis að
freista þess hvort ekki sé hægt að efla
þessi viðskiptatengsl. Því hafa ráðu-
neytin nú tekið höndum saman við
undirstofnun hjá Alþjóðabankanum,
IFC (The International Finance
Corporation) og ákveðið að skoða
með markvissum hætti tækifæri sjáv-
arútvegsins og tengdra greina í Rúss-
landi. Útflutningsráð mun jafnframt
koma að þessu verki auk nokkurra ís-
lenskra fyrirtækja sem þegar hafa
verið að horfa til viðskiptatækifæra
sem í landinu kunna að leynast.
Greina einstök
viðskiptatækifæri
Aðkoma IFC felst í því að leggja til
vinnuaðstöðu í Rússlandi ásamt sér-
fræðiþekkingu en okkar er að leggja
til starfsmann til verksins. Fyrsta
skrefið verður að vinna grunnskýrslu
þar sem farið verður yfir reglu- og
lagaramma sjávarútvegsins í Rúss-
landi sem tekið hefur miklum breyt-
ingum að undanförnu. Þá verða skil-
greindir þeir markaðir sem nýst geta
þeim aðilum sem þátt taka í verkefn-
inu og leitast við að greina einstök
viðskiptatækifæri fyrir þá aðila sem
að verkefninu koma.“
Morgunblaðið/Sverrir
Tækifæri Árni M. Mathiesen og Jón Scheving Thorsteinsson voru meðal
ræðumanna sem ræddu tækifæri sjávarútvegsins erlendis.
Kanna mögulega
útrás til Rússlands
ÞÓRSHAFNARHREPPUR og
Svalbarðshreppur hafa form-
lega óskað eftir viðræðum við
Samherja hf. um kaup á hlut
Samherja í Hraðfrystihúsi
Þórshafnar, HÞ.
Björn Ingimarsson, sveit-
arstjóri Þórshafnar, staðfesti
þetta við Morgunblaðið. Hann
sagði ástæðuna vera óánægju
heimamanna með áherslur
sem í rekstri HÞ en vildi ekki
tilgreina frekar að svo stöddu
í hverju hún felst. Hann segir
sveitarfélögin í stakk búin til
að leysa til sín hlut Samherja í
HÞ og þegar liggi fyrir fjár-
mögnun komi til þess. Björn á
ekki von á öðru en viðræður
geti hafist innan tíðar.
Samherji á tæplega 50%
hlut í HÞ, að nafnvirði um 243
milljónir króna.
Hópur hluthafa í HÞ, undir
forystu Rafns Jónssonar, út-
gerðarstjóra HÞ, og Hilmars
Þórs Hilmarssonar, fyrrver-
andi starfsmanns HÞ, gerði sl.
haust tilboð í allt hlutafé Sam-
herja í HÞ. Ástæða tilboðsins
var sú að hópurinn, sem á sam-
anlagt um 25% í félaginu, var
ekki sáttur við 1.360 milljóna
króna kaup félagsins á full-
vinnsluskipinu Þorsteini EA
ásamt aflaheimildum frá Sam-
herja. Bæði taldi hópurinn
verðið of hátt og kaupin of
mikla áhættu. Tilboðið rann út
án þess að því væri tekið. Í
kjölfarið höfðaði hópurinn mál
gegn HÞ og Samherja en enn
hefur ekki verið dæmt í því.
Vilja kaupa
hlut Sam-
herja í HÞ
ÚR VERINU
HAGNAÐUR Landsbankans á fyrsta
fjórðungi ársins nam 4.094 milljónum
króna og fimmfaldaðist milli ára. Hagn-
aður bankans hefur aldrei verið meiri,
jafnvel þótt borið sé saman við heilt ár en
ekki einn fjórðung. Arðsemi eigin fjár var
93% reiknað á ársgrundvelli, en arðsemi
alls ársins í fyrra var 18%.
Mesta breytingin milli ára liggur í aukn-
ingu gengishagnaðar úr 325 milljónum
króna í 4.221 milljón króna. Þetta er aukn-
ing um 3.896 milljónir króna, sem jafngild-
ir næstum allri aukningu hagnaðar fyrir
skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 5.053
milljónum króna og jókst um 4.132 millj-
ónir króna milli ára.
Vaxtamunur minnkar
Hreinar vaxtatekjur, vaxtatekjur að
frádregnum vaxtagjöldum, námu 2.915
milljónum króna og jukust um 40% milli
ára. Þrátt fyrir þessa aukningu minnkaði
vaxtamunur, sem er hlutfallið á milli
hreinna vaxtatekna og meðalstöðu heild-
arfjármagns, úr tæpum 3,0% á fyrsta
fjórðungi fyrra árs í 2,4% nú, en fyrir allt
árið í fyrra var vaxtamunur 2,6%.
Ástæða þess að vaxtamunur minnkaði
þrátt fyrir auknar hreinar vaxtatekjur er
að heildareignir bankans hafa aukist mik-
ið. Þær námu 511 milljörðum króna í lok
mars í ár, sem er 14% aukning frá áramót-
um og 84% aukning frá ársbyrjun 2003, en
þá voru heildareignir bankans 278 millj-
arðar króna.
Rekstrartekjur bankans ríflega þref-
ölduðust og námu 6.397 milljónum króna
og þar af nam gengishagnaður 4.221 millj-
ón eins og áður sagði, en af honum skilaði
hækkun hlutabréfa bankans 3.542 milljón-
um króna. Þóknunartekjur nær tvöfölduð-
ust og námu 2.406 milljónum króna.
Hreinar rekstrartekjur jukust um 130%
milli ára og námu 9.313 milljónum króna á
fysta fjórðungi þessa árs.
Framlag í afskriftareikning útlána jókst
um 26% og nam 991 milljón króna. Fram-
lagið er 1,05% af útlánum í lok mars og
hefur lækkað úr 1,47% frá því árið 2003.
Afskriftareikningur útlána var 2,0% af út-
lánum og veittum ábyrgðum en um ára-
mót var þetta hlutfall 3,3%.
Eins og áður sagði jukust heildareignir
Landsbankans um 14% á tímabilinu. Út-
lán jukust um 18% og námu 385 milljörð-
um króna og innlán jukust um 20% og
námu 182 milljörðum króna.
Eigið fé bankans nam 30 milljörðum
króna í lok mars og jókst um þriðjung frá
áramótum. Eiginfjárhlutfall samkvæmt
CAD-reglum var 11,0% í lok mars en 9,9%
um áramót. Eiginfjárhlutfallið hefur aldr-
ei verið hærra.
Í tilkynningu frá Landsbankanum segir
að markaðsaðstæður hafi haldist hagstæð-
ar á fyrsta fjórðungi ársins og að bankinn
hafi styrkt stöðu sína á innlendum og er-
lendum fjármálamörkuðum. Ef hluta-
bréfaverð haldist stöðugt út árið megi
reikna með að arðsemi bankans verði um-
talsvert betri en markmið hans segi til um,
en bankinn stefnir að því að arðsemi eigin
fjár eftir skatta sé á bilinu 15%–17%.
FINNBOGI Jónsson, formaður stjórnar Samherja, telur að
Kína sé engin raunveruleg ógn við Íslendinga hvað varðar
þróun fiskvinnslu, en umræður hafa verið töluverðar á liðnu
hausti um áhrif fiskvinnslu í Kína á sjávarútveg hér á landi.
Finnbogi sagði yfirburði Kínavinnslunnar vissulega mikla
hvað varðar nýtingu og vinnulaun. „Þessi vinnsla er hins veg-
ar algjörlega háð framboði
sem Kínverjar hafa ekki
stjórn á og auk þess má gera
ráð fyrir að vaxandi kröfur
um rekjanleika lokavörunn-
ar muni hamla þessum við-
skiptum. Afar erfitt er að
halda öllum gögnum til haga
þegar um svo flókið ferli er
að ræða,“ sagði Finnbogi.
Hann nefndi að talið væri að
lítill hagnaður væri af þess-
ari vinnslu fyrir Kínverja
sjálfa og almennt væri vitað að þeir stefndu í auknum mæli að
verksmiðjuvinnslu hjúpaðra afurða í samkeppni við verk-
smiðjur í Evrópu og Bandaríkjunum. Til lengri tíma mætti
því búast við að samkeppnin beindist gegn slíkum verk-
smiðjurekstri fremur en fiskvinnslu á Íslandi. „Það er því
ekki víst að okkur Íslendingum stafi ógn af Kína. Þvert á móti
getur Kína gefið okkur ákveðin tækifæri, svo sem að fullvinna
kolmunna,“ sagði Finnbogi. Kolmunni væri góður hvítfiskur
sem eflaust mætti nýta í meira mæli til að þjóna þeim hluta
markaðarins sem kysi ódýrari fiskafurðir.
Sölufyrirtæki á villigötum?
Hann sagði íslenska sjávarútveginn eiga að þjóna öðrum
hluta markaðarins en Kína gerði. „Ég velti því satt best að
segja stundum fyrir mér hvort hin svokölluðu stóru sölufyr-
irtæki okkar í sjávarútvegi hafi verið á villigötum varðandi
sölu á íslensku sjávarfangi. Sókn þeirra á erlendum mörk-
uðum hefur að stórum hluta falist í kaupum á erlendum verk-
smiðjurekstri. Ekki getur það verið rétta leiðin fyrir íslenskt
úrvalssjávarfang að mæta þeim örlögum að vera hjúpað inn í
eitthvert deig eða brauðgums sem tryggir að allur ferskleiki
og fegurð fari forgörðum,“ sagði Finnbogi. „Við eigum að
mæta vaxandi kröfum viðskiptavina um hollar og góðar mat-
vörur sem er fljótlegt að matreiða og eru fallegar á diski. Við
eigum ekki bara að selja fisk, heldur lausnir.“
Finnbogi Jónsson, stjórnarfor-
maður Samherja, á aðalfundi
Kína engin
raunveruleg ógn
Ekki hræddur við Kína Finn-
bogi Jónsson í ræðustóli.
AFKOMA Landsbankans var í samræmi
við spár greiningardeilda hinna bank-
anna tveggja, sem voru nokkuð samstiga
og spáðu honum að meðaltali tæplega 4,1
milljarðs króna hagnaði. Verð hlutabréf-
anna breyttist ekki í gær, en Úrvalsvísi-
talan lækkaði um tæp 0,9%.
Það sem vekur mesta athygli í uppgjör-
inu er gríðarlegur gengishagnaður, sem
skýrir nánast allan afkomubata bankans
milli ára. Þessi mikli gengishagnaður
veldur því að kostnaðarhlutfall bankans
lækkar mikið, eða úr 58% á fyrsta fjórð-
ungi í fyrra í 35% á fyrsta fjórðungi í ár.
Þetta er mun lægra hlutfall en menn eiga
að venjast í íslenskum bönkum og þótt
víðar væri leitað.
Burðarás vegur þungt
Ef gengishagnaðurinn er tekinn út,
auk þess að taka tillit til aukins vaxta-
kostnaðar vegna aukinnar hlutabréfa-
eignar og óreglulegra tekna vegna sölu á
VÍS í fyrra, blasir önnur mynd við. Hlut-
fallið hefur að vísu lækkað nokkuð þegar
leiðrétt er fyrir þessum þáttum, en minna
en ella og er um 60%.
Stærstur hluti gengishagnaðarins er
vegna hlutabréfa, um 3,5 milljarðar
króna, og stærstur hluti þess gengis-
hagnaðar, um 2,5 milljarðar króna, er
vegna eignar Landsbankans í Burðarási.
INNHERJI | Landsbanki Íslands hf.
Í samræmi við spár
Fimmfaldur hagnaður
hjá Landsbankanum
,
-
%
%
"
%%
.*
/
*
!
"# $%
&
"#
#
innherji@mbl.is