Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 22
SUÐURNES
22 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTTA ÁR
Á BESSASTÖÐUM
Umfjöllun um viðburðaríkan forsetaferil
Ólafs Ragnars Grímssonar, um helgina.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
L†
SI
NG
AS
TO
FA
N
HF
./S
IA
.IS
–
M
O
R
24
50
4
0
4/
20
04
Reykjanesbær | Tíundu bekkingar
í Njarðvíkurskóla stóðu fyrir mara-
þonlestri í skólanum um síðustu
helgi en átakið var liður í að safna
fyrir vorferð nemenda til Vest-
mannaeyja sem farin verður strax
að loknum samræmdum prófum í
maí. Notuðu nemendurnir tækifær-
ið og lásu undir prófin sem hefjast
með samræmdu prófi í íslensku 3.
maí nk.
Að sögn Sveins Enoks Jóhanns-
sonar, formanns nemendafélagsins,
lásu nemendur í skólabókunum
frá kl. 20 á föstudagskvöldi til kl. 8
á laugardagsmorgun, klukkutíma í
senn með klukkustundarhléi á milli.
Í leiðinni söfnuðu þau áheitum en
ekki lá endanlega fyrir hve miklu
tókst að safna þegar blaðamaður
Morgunblaðsins ræddi við Svein.
„Þetta var rosalega gaman og
ógleymanlegt,“ sagði hann um
uppátækið.
Nemendur pöntuðu sér kínamat
og pitsur sem þau gæddu sér á í
hléi, sumir horfðu á myndbönd og
nokkrir mættu með kassagítar.
Að sögn Sveins hefur vorferð
venjulega verið farin til Akureyrar
en ákveðið var að bregða út af van-
anum og í staðinn verður dvalið
þrjár nætur í Eyjum, farið í sigl-
ingu umhverfis eyjarnar og stærðar
tjaldi slegið upp í Herjólfsdal svo
eitthvað sé nefnt.
Nemendur í tíunda
bekk í Njarðvíkurskóla
Bókalest-
ursmara-
þon fyrir
vorferðKeflavíkurflugvöllur | „Það hefurverið mjög mikið
að gera hjá okkur og við vorum að bæta við hjá
okkur þrjátíu starfsmönnum tímabundið í við-
haldsvinnu,“ segir Valdimar Sæmundsson, fram-
kvæmdastjóri Tækniþjónustu Flugleiða, en fyr-
irtækið hefur haft gnótt verkefna undanfarið ár.
Nú starfa um 185 fastir starfsmenn hjá fyrirtæk-
inu, þar af eru um 120 flugvirkjar.
„Við erum búnir að gera nú í vetur fjórtán stór-
skoðanir á 757-vélum, sem er mun meira en verið
hefur,“ segir Valdimar. „Það athyglisverða er að
við höfum verið með tvær vélar í skoðun í einu,
sem er nýtt. Það má segja að við séum með tvær
framleiðslulínur, en þannig er ástandið búið að
vera í þrjá mánuði. Stórskoðanir eru mjög mis-
jafnar að umfangi og geta tekið allt frá fimm dög-
um upp í mánuð.“
Agað vinnuumhverfi
Viðhald á flugvélum fer fram eftir mjög öguðum
aðferðum. Hvert einasta verk sem snýr að skoðun
og viðhaldi flugvéla er skjalað í því skyni að koma í
veg fyrir skekkjur eða villur, enda er bæði gríð-
arlegt verðmæti og ekki síður hundruð mannslífa í
húfi. „Verðmæti eins hreyfils í 757-vél er um sjö
hundruð milljónir króna. Það að setja hreyfilinn á
verkstæði kostar um þrjú hundruð og fimmtíu
milljónir,“ segir Valdimar. „Því er gríðarleg papp-
írsvinna í kringum hverja skoðun. Ef eitthvað
finnst að þá er það skráð, auk verklýsingar á því
hvernig gert var við það og samkvæmt hvaða
heimild. Þetta er geysilega agað umhverfi og
stundum líkt við lyfjaframleiðslu, svo mikilvæg er
skjölunin.“
Höfuðáhersla er lögð á öryggi flugvéla og fyrir
hvert lykilkerfi eru a.m.k. tvö aukakerfi. „Það er til
dæmis þrefalt rafkerfi í vélunum og tvær til þrjár
talstöðvar. Þótt einhver hlutur bili á það ekki að
geta haft nein gríðarleg áhrif.“
Árið í fyrra var fyrsta starfsár Tækniþjónust-
unnar sem sérstakt fyrirtæki og sá reynslutími
hefur að sögn Valdimars gengið afar vel. Verk-
efnum hefur fjölgað til muna hjá Tækniþjónust-
unni og hefur hún tekið að sér fjölda verkefna utan
þjónustunnar við Flugleiðir. „Flugleiðasamstæðan
hefur verið að stækka og við önnumst núna viðhald
á fimmtán 757-vélum fyrir Flugleiðasamstæðuna
og tveimur 767. Við önnumst auk þess allt viðhald
fyrir Air Finland, en það er með þrjár 757,“ segir
Valdimar og telur upp fjölmörg önnur flugfélög
sem njóta þjónustu fyrirtækisins. „Það er skýr
stefna hjá okkur að við þjónum öllum sem hér
þurfa þjónustu. Þau viðbótarverkefni sem við höf-
um fengið í vetur hafa skaffað okkur að minnsta
kosti tvö hundruð milljónir fram yfir rekstr-
aráætlun, sem hljóðar í ár upp á 2,6 milljarða,
þetta er ágæt búbót.“
Traust verkefnastaða
Valdimar segir verkefnastöðuna næstu tvö árin
mjög trausta og gefa góðar horfur fyrir framtíðina.
Skýringuna á þessum vexti í verkefnum telur hann
meðal annars þá að flugvirkjar og verkfræðingar
Tækniþjónustunnar séu sérhæfðir í viðhaldi bæði
757- og 767-véla. Smærri flugfélög, sem ekki hafa
efni á eigin viðhaldsstöðvum, leiti að þriðja aðila til
viðhalds á vélum og Tækniþjónustan hafi t.d. haft
samband við finnska flugfélagið að fyrra bragði og
boðið þjónustu sína. „Við höfum mikla reynslu af
rekstri 757-flugvéla, eigum allt sem til þarf, vara-
hluti, þjálfað fólk og ekki síst þau kerfi sem þarf til
að halda utan um þetta,“ segir Valdimar og bætir
við að það séu ekki bara skoðanir sem Tækniþjón-
ustan selji, heldur einnig varahlutaþjónusta, eft-
irlit, skipulagning og verkfræðiþjónusta. „Auk
þess erum við með viðhaldsvakt sem er mönnuð
allan sólarhringinn og getur stjórnað viðhaldi flug-
véla um allan heim. Minni flugfélög kaupa mikið af
þessari þjónustu af öðrum og við teljum okkur
vera sterka á þessu sviði. Það er mjög mikil
reynsla saman komin hér,“ segir Valdimar og bæt-
ir því við að lokum að hann telji að aldrei hafi verið
framleidd flugvél og hreyflasamstæða sem er eins
áreiðanleg í rekstri og Boeing 757.
Tækniþjónusta Flugleiða á Keflavíkurflugvelli með góða verkefnastöðu
Fyrirtækið
býr yfir dýr-
mætri reynslu
Morgunblaðið/Eggert
Við skoðun vélanna er öll áhersla lögð á það að klára verkið á réttum tíma, þar sem tapaðir dagar eru
dýrir í flugi. Því er nauðsynlegt að allar ferðir séu liprar og snöggar. Fjárfesti Valdimar í forláta
sendilshjólum til afnota í húsið og hafa þau reynst gríðarlega vel í þessu rými.