Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 26

Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRLEGIR vortónleikar Graduale- kórs Langholtskirkju verða haldn- ir í dag. Á fyrri hluta tónleikanna verður flutt tónlist sem tengist vor- inu og sumarkomunni og mun Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja með kórnum. Á seinni hluta tónleikanna verður flutt tónverkið Von eftir danska tónskáldið John Høybye fyrir kór, einsöngvara, orgel, pí- anó, altsaxófón, bassa og slagverk, en verkið var einnig flutt á vortón- leikum kórsins í fyrra. Einsöngvari í Von er færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir og stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. „Aðalverkið á tónleikunum er auðvitað verk Johns Høybye. Við fluttum það í fyrra á norrænu tón- listarupppalendaþingi sem haldið var Digraneskirkju, en Høybye heiðursgestur og fyrirlesari þar, og á vortónleikum okkar. Það sem hefur bæst við verkið núna er kóreógrafía fyrir kórinn, sem var gerð af Aðalheiði Halldórsdóttur. Hún er við nám í þessum fræðum í Hollandi, en er stödd hér á landi í verknámi,“ segir Jón Stefánsson í samtali við Morgunblaðið. Auk verkins eftir Høybye segir Jón önn- ur verk á efnisskránni vera hefð- bundin vorverk. „Til dæmis flytjum við Strauss-vals sem heitir Vorljóð, Senn kemur vor og Úr útsæ rísa Ís- lands fjöll, sem er með ungmenna- félags-voranda í sér. Á efnis- skránni eru líka meðal annars tvær Ave Maríur, eftir Eyþór Stefánsson og Sigvalda Kaldalóns. Ólöf Kol- brún syngur einsöng í þeirri síðar- nefndu.“ Gradualekór Langholtskirkju er skipaður krökkum á aldrinum 12– 18 ára, sem hefur verið starfrækt- ur í 13 ár. Jón segir mikla eftir- væntingu ríkja fyrir tónleikana meðal kórfélaga. „Verkið hans Høybye er djasskennt, og það höfð- ar mjög til krakkanna,“ segir hann. Það er skammt milli stórra högga hjá Gradualekórskrökkum, því í febrúar flutti kórinn Gloriu eftir Vivaldi ásamt hljómsveit, og í byrjun júní er fyrirhuguð tónleika- ferð um Vestfirði sem slá mun botninn í þetta starfsár kórsins. Hljóðfæraleikarar á tónleik- unum er Sigurður Flosason, Kjart- an Valdemarsson, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson. KB banki er styrktaraðili tón- leikanna, sem hefjast í Langholts- kirkju í dag kl. 17. Morgunblaðið/Eggert Eivør Pálsdóttir syngur einsöng í verkinu Von eftir John Høybye á tónleikum Gradualekórs Langholtskirkju. Vorið boðið velkomið HARPA Björnsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls kl. 17 í dag, föstudag. Sýningin ber yfirskriftina „klifun – amorous / amorpous“. Að þessu sinni sýnir Harpa inn- setningu þar sem hún tekur goðsög- una um einhyrninginn og jómfrúna og mátar hana við okkar nútíma. Innsetningunni er ætlað að vekja andstæð og blendin hughrif; kveikja hugmyndir um fegurð, erótík, helgi- athafnir, klúrheit, kímni, missi, fórn, ást og eyðileggingu, en fyrst og fremst söknuð eftir goðsögum og ævintýrum. Harpa hefur starfað að myndlist frá árinu 1983, haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum af ýmsu tagi, bæði hér á landi og er- lendis. Komið víða við á ferlinum Í gegnum tíðina hefur hún í verk- um sínum notað þann efnivið sem hæfir viðfangsefninu hverju sinni, svo sem eins og málverk, grafík, skúlptúr, ljósmyndir, innsetningar og texta. Hún hefur hlotið starfslaun listamanna, auk annarra styrkja og viðurkenninga, verið virk í fé- lagsmálum listamanna og einnig tek- ið að sér ýmis störf í menningargeir- anum á liðnum árum. Sýningin stendur til 19. maí og er opin á verslunartíma. Verk eftir Hörpu Björnsdóttur á sýningunni í Galleríi Sævars Karls. Einhyrningurinn og jómfrúin HLYNUR Hallsson sýnir um þessar mundir í Gallery 02 á Akureyri og ber sýn- ingin yfirskriftina New Frontiers. Ný landamæri. Þar vísar listamaðurinn í John F. Kennedy, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, „en honum varð tíðrætt um hugtakið í kosningabarátt- unni 1960,“ sagði Hlynur í spjalli við Morgunblaðið. Á sýningunni bregður Hlynur upp „nýjum lönd- um“ á myndverkum. „Þetta eru ný lönd – ný landa- mæri. Í verki sem ég gerði fyrir nokkrum árum dró ég upp pólitísk landamæri, bara landamærin, og þar sem lönd lágu að sjó eða vötnum var bara eyða.“ Hann kveðst hafa velt því fyrir sér hvort þetta væru hin raunverulegu landa- mæri; „talað er um menningarlanda- mæri, tungumálalandamæri. Alls kyns landamæri eru til í hugum fólks. Á þessum tíma voru landa- mæri að brotna upp, færast til, ný að myndast og önnur að þurrkast út – Júgóslavíu var búið að skipta upp og Sovétríkjunum. Þýskaland var hins vegar að sameinast.“ Evrópa án landamæra? Svo bætir hann við: „Nú er mikið talað um að Evrópa sé að verða án landamæra. Þetta er flott slagorð, en spurningin er hvort ekki sé verið að byggja upp ytri landamæri og þau verði enn sterkari en þau gömlu!“ Hlynur leitaði fanga á Netinu og víðar í því skyni að finna margs kon- ar hópa sem berjast fyrir sjálfstæði ákveðinna svæða, hvar „ný lönd“ gætu myndast. „Hér í Quebec,“ seg- ir hann og bendir á kort af Kanada, „var kosið um það fyrir nokkrum ár- um hvort fylkið ætti að verða sjálf- stætt ríki og munurinn var lítill. Úr- slitin urðu 51% gegn 49%. Það var sem sagt ákveðið að Quebec yrði áfram hluti af Kanada. Síðan er ég þarna með Baskaland sem allir þekkja og yrði til með því að taka bæði hluta af Spáni og Frakklandi. Þarna er líka Katalónía sem er miklu minna í fréttum en Baskaland en þar er þó í raun og veru miklu meiri og kröftugri barátta fyrir sjálf- stæði, og Katalónar eru nú þegar með sjálfsstjórn og eigið þing. Það er kannski vegna baráttuaðferðar Baskanna sem þeir eru svona mikið í fréttum, vegna hryðjuverka. En Katalóníumenn eru ekki síður þjóð- ernissinnaðir.“ Sýning Hlyns í Texas í Bandaríkj- unum vakti mikla athygli fyrir nokkrum misserum. Hneykslaði marga. Þessi vekur ekki jafn sterk við- brögð, eða hvað? Hann svarar neitandi. „Og þó. Ég er ekki viss um að Tyrkir yrðu sérstaklega ánægðir ef þeir sæju hve stórt svæði ég tek af As- íuhluta Tyrklands fyrir Kúrdaland. Eða Norð- menn, vegna þess að ég tek nánast helming Noregs undir Samaland, sem nær svo yfir stóran hluta Sví- þjóðar, Finnlands og yfir allan Kólaskaga í Rúss- landi.“ Vestfirðir orðnir að „nýju landi“ Svo eru Vestfirðir orðnir að „nýju landi“ á sýningu Hlyns. „Mér þótti við hæfi að taka eitthvað íslenskt. Það var of einfalt að taka Vest- mannaeyjar, og oft hefur verið talað um, til dæmis í tengslum við kvóta- málin, að Vestfirðingar væru betur settir sjálfstæðir. Ég veit ekki betur en síðast í síðustu viku hafi bæjar- fulltrúi framsóknarmanna í Vestur- byggð sagt að ekkert væri gert fyrir Vestfirði. Allur fókus væri á Eyja- fjarðarsvæðið, þannig að þessi um- ræða kemur upp aftur og aftur.“ Hlynur tekur enga afstöðu með verkum sínum. Hvort eitthvert ákveðið landsvæði ætti að verða sjálfstætt eða annað. „Ég er bara að velta því fyrir sér hvar mörkin liggja og til hvers er verið að þessu. Kannski varpa verkin líka ljósi á ólíka heima og ólíkar baráttuaðferð- ir.“ Sýningu Hlyns Hallsonar í Gall- ery 02 á Akureyri lýkur á morgun, laugardag. Landamæri Hlyns Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlynur Hallsson: Ekki viss um að Tyrkir yrðu sér- staklega ánægðir ef þeir sæju hve stórt svæði ég tek af Asíuhluta Tyrklands fyrir Kúrdaland. BLÁSARAKVINTETTINN fyr- ir flautu, óbó, klarínett, horn og fagott kom undir sem tóngrein á síðustu áratugum 18. aldar, aðal- lega fyrir tilstilli þeirra félaga Ant- ons Reicha og Franz Danzi (1763- 1826) er sömdu ekki aðeins mikið af tónlist fyrir tréblásara almennt, heldur nutu líka virðingar stærri starfsbræðra eins og Webers og Schubert. Og þó að Danzi teljist varla meðal stærstu tónskálda tím- ans, samdi hann ávallt spilvæna tónlist og virtist aldrei hafa orðið uppiskroppa með skemmtilegar laglínur, þó að hann héldi sig innan vébanda vínarklassíkur til dauða- dags. Blásarahópar seinni tíma hafa jafnan kunnað að meta þetta ljúfa tónskáld, sem iðulega er komið fyrir í upphafi dagskrár, eins og gerðist í Ými á sunnudaginn var þegar Blásarakvintett Reykjavíkur hóf leik sinn með Kvintett Danzis í g-moll Op. 56. Eins og oft vill verða með upphitunarsstykki virt- ist ekki allt sitja jafn vel í samleik, enda hraðavalið að auki nokkuð í efra kanti, sérstaklega Menúettinn (III) og loka-Allegróið er geystist fram á fjörugu stakkatói. Píanósextett Ludwigs Thuille (1861-1907) var síðrómantískur fram í fingurgóma og minnti oft sláandi á þroskaárastíl Brahms. Fyrstu tveir þættir voru þétt skrif- aðir og fremur þungir, en létti markvert yfir í III. þætti (Gavotte quasi allegretto) með nærri prok- ofjevskum skrúðgöngublæ; ekki seinna vænna að manni fannst. Lokaþátturinn var hnausþykkur en líka á köflum ferskur og frum- legur. Þeir sexmenningar léku af mik- illi tilfinningu, en kannski oft ívið of sterkt, því að í þessu verki kom fram svo ekki varð um villzt, að áttstrendur salur Ýmis hentar mun betur fyrir kórsöng en kraftmikla kammertónlist. Glymjandin varð víða yfirgengileg og gilti það um öll hljóðfæri, þó að píanó og horn kæmu sennilega verst út. Komist slíkur samspilshópur ekki að í Salnum, gæti því reynzt illskást að setja mjúkar plötur aftan á gatas- kermana, og jafnvel klæða inn- veggi hússins stillanlegum teppum líkt og í Hásölum í Hafnarfirði. Aftur á móti gæti ómvistin trúlega hentað mjög vel fyrir strengja- kvartett. Nokkru minna bar á þessu í hinni meistaralegu þríþættu són- ötu Brahms í Es-dúr fyrir klarín- ett og píanó Op. 120 nr. 2, sem Vovka Ashkenazy og Einar Jó- hannesson léku bráðfallega með sveigjanlegri dýnamískri mótun, sérstaklega lokaþáttinn, svo varla varð betur gert. Loks var Píanó- sextett franska grallarans Jean Françaix frá 1947; þrjár stuttar en drepfyndnar smámyndir í tónum af góðglöðum stertimönnum, létt- klæddum drósum og „smeykum strákum“, er hópurinn lék með hæfilega útlifuðum tilþrifum og miklum húmor. Ríkarður Ö. Pálsson Hvellur tréblástur TÓNLIST Ýmir Verk eftir Danzi, Thuille, Brahms og Françaix. Blásarakvintett Reykjavíkur: Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kol- beinsson óbó, Einar Jóhannesson klarín- ett, Jósef Ognibene horn & Hafsteinn Guðmundsson fagott. Vovka Ashkenazy, píanó. Sunnudaginn 25. apríl kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR ÞAÐ er stór Chicago-helgi fram- undan í Borgarleikhúsinu en á laugardagskvöld er 40. sýning á söngleiknum, sem frumsýndur var 18. janúar síðastliðinn. Þá verða tvær sýningar á verkinu kl. 15 og kl. 20. Með aðalhlutverkin í Chicago fara Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Sveinn Geirsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Eggert Þorleifsson. Auk þeirra taka níu leikarar, níu dansarar Íslenska dansflokksins og sjö hljóðfæra- leikarar þátt í sýningunni. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Síðasta sýning á leikriti Tenn- essee Williams, Sporvagninn Girnd, verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins í kvöld. Leikritið var frumsýnt í desember. Með að- alhlutverkin fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Björn Ingi Hilmars- son og Harpa Arnardóttir. Leik- stjóri er Stefán Jónsson. 40. sýningin á Chicago

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.