Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 31 EF BANNA á fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu að eiga fjölmiðla er rétt eins hægt að banna hvaða hópi sem er, t.d. örv- hentum, að eiga fjölmiðla. Þetta sagði Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, á fundi Lögfræðingafélags Íslands. „Ég á ekki von á því að Davíð Þór [Björgvinsson] geti sannfært nokkurn mann hérna innan dyra um að það fari ekki í bága við mannréttindaákvæði stjórn- arskrárinnar að banna markaðs- ráðandi fyrirtækjum að eiga í ljósvakamiðlum. Við getum alveg eins sagt að lögmenn megi ekki eiga í ljósvakamiðli, ekki örvhent- ir menn. Það er enginn munur.“ Um lögin sem frumvarpið legg- ur til sagði Sigurður: „Þetta eru ekki nein almenn lög. Þetta eru lög sem eiga að brjóta þetta fyr- irtæki upp. Þetta eru lög sem beinast gegn einum aðila og það er almennt viðurkennt að slík lög sé ekki hægt að setja í rétt- arríki.“ Sigurður lýsti þeim vanda sem að félaginu steðjar verði fjöl- miðlafrumvarpið að lögum. Hann sagði skýrslu nefndar um eign- arhald á fjölmiðlum góða á marg- an hátt, hins vegar vantaði ákveðna hluta í hana. Fjölbreytni dagskrár gleymist í skýrslunni Hann gagnrýndi að það ekki skuli minnst á fjölbreytni í efnis- vali hinna frjálsu fjölmiðla. „Það er hvergi í skýrslunni stafkrókur um dagskrána, þ.e.a.s. hvort hún er fjölbreytt að efni til eða það hve miklu púðri, tíma eða pappír, þessir miðlar eyða í það að halda uppi þjóðfélagsumræðu. Ég held að við á Stöð 2 a.m.k. höldum uppi afskaplega mikilli þjóð- félagslegri umræðu í opinni dag- skrá hvern einasta dag,“ sagði Sigurður og minntist á umræðu- þættina Ísland í bítið og Ísland í dag sem sendir eru út í ólæstri dagskrá. „Það er ekkert fjallað um það hvort þetta takmarkaða eignarhald leiði til þess að dag- skráin sé einsleit og sé bara tóm- ur áróður.“ Sigurður benti á að Bylgjan missir útvarpsleyfi sitt eftir 6 mánuði, „nema það verði bruna- útsala á öðrum eignum Norður- ljósa“. Sigurður benti á að Norð- urljós eru í slæmri samningsstöðu og sagði verðgildi fyrirtækisins nú þegar hafa rýrnað. „Eftir 2 ár þá höfum við engin leyfi nema það sé búið að splitta þessu fyr- irtæki upp.“ Þetta telur Sigurður brjóta í bága við stjórnarskrána, nema hægt sé að sýna fram á að almannahagsmunir séu í húfi. „Ég er ekki í sjálfu sér á móti lögum um útvarp eða fjölmiðla,“ sagði Sigurður og benti á að nú- verandi löggjöf um fjölmiðla sé afskaplega frjálslynd. Hann kvaðst furða sig á því að ef með lögunum eigi að auka valdheim- ildir útvarpsréttarnefndar, ef hún eigi að meta hverjir megi eiga fjölmiðla, að ekki sé kveðið á um hæfi nefndarinnar. Eins hægt að banna örvhentum að eiga fjölmiðla FJÖLMIÐLAR eru mikilvæg for- senda þess að almenningur hafi tjáningarfrelsi. Fjölbreytni í eign- arhaldi og fjölbreytni í efnisvali fjölmiðla þarf að tryggja. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi sem Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum, á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær. Davíð Þór sagði að til að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum þyrfti að uppfylla tvær meginkröfur. Annars vegar væri krafan um fjölbreytt eignarhald og hins vegar krafan um fjölbreytni í efnisvali fjölmiðla. „Það er nauðsynlegt að uppfylla báðar kröfur,“ sagði Davíð Þór. Hann sagði síðari kröfuna fyrst og fremst eiga við um það sem tal- ist geti mikilvæg þjóðfélagsmál- efni. „Næsta skref er að skoða ís- lenskar aðstæður og spyrja hvort þessum kröfum sé fullnægt á Ís- landi.“ Óheppileg staða á fjölmiðlamarkaði „Mest sláandi fyrir þessa heild- armynd á Íslandi er staða Norður- ljósa,“ sagði Davíð Þór um íslensk- an fjölmiðlamarkað. Hann sagði sér þykja miður að þurfa að nafn- greina einstök fyrirtæki, en að hann teldi það umhugsunarefni í sjálfu sé að ekki væri hægt að „tala um íslenskan fjölmiðlamarkað að neinu viti án þess að minnast á Norðurljós“. Hin miklu umsvif Norðurljósasamsteypunnar veki upp spurningar um það hvort önn- ur krafan um fjölbreytni, sú um fjölbreytni í eignarhaldi, sé upp- fyllt. „Ef við beitum þessum mæli- kvarða þá er þessi staða óheppi- leg.“ Gunnar Jónsson lögmaður beindi þeirri spurningu til Davíðs Þórs hvort hann hefði ekki saknað þess að fá umræðu um skýrsluna áður en unnið var lagafrumvarp upp úr henni. Þá spurði hann hvort mark- miðið um fjölbreytni í eignarhaldi sem Davíð nefndi gæti ekki útilok- að að hægt væri að uppfylla það markmið að fjölmiðlar byðu upp á fjölbreytt efni. Ef fjölmiðlum fækkaði í kjölfar lagasetningar um eignarhald væri þá ekki fórnarkostnaðurinn orðinn of hár. Davíð Þór kvaðst ekki telja að önnur krafan útilokaði hina. „Fjöl- breytni í eignarhaldi er forsenda hinnar kröfunnar til lengri tíma,“ sagði Davíð Þór. Inntur eftir því af Stefáni Þórarinssyni, sem spurði úr sal, hvers vegna ekki hefði verið meiri umræða um EES-reglur um fjölmiðla í skýrslunni sagði Davíð Þór að það hefði krafist meiri vinnu af hálfu nefndarinnar. Henni hefði verið naumt skammtaður tími. „Í meginatriðum eiga þessar hugmyndir okkar sér samsvörum í þessum tilmælum Evrópusam- bandsins,“ sagði Davíð Þór í erindi sínu. Hann sagði að í skýrslunni væri notast við þar sem hann kallar „viðurkennda orðræðu“ og viðmið- anir séu meðal annars sóttar til annarra landa. „Við erum með stöðu sem í öðr- um löndum hefur verið talin kalla á sérstakar aðgerðir löggjafans.“ Davíð Þór kvaðst ekki ætla að taka afsöðu með eða gegn frum- varpinu sem ríkisstjórnin hafi lagt fram. Nefndin hafi einungis gert tillögur til úrbóta á þeirri „óheppi- legu stöðu“ sem hún telji vera á fjölmiðlamarkaði á Íslandi. Hann benti á að skýrsla nefndarinnar fæli ekki í sér endanlegan dóm, ein- ungis tilmæli. Hvort taka ætti á stöðunni væri pólitísk ákvörðun. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni var á umræðufundinum um skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum í Sunnusal Hótels Sögu. Davíð Þór Björgvinsson kynnti efni fjölmiðlaskýrslu á hádegisfundi Lögfræðingafélags Íslands í gær Fjölbreytni í eignar- haldi fjölmiðla for- senda tjáningarfrelsis Íslenskir bassar virðast henta vel fyrir ýmis Wagner-hlutverk Að sögn Selmu Guðmundsdóttur, for- manns Richard Wagner félagsins á Ís- landi, er Bjarni Thor líklega fyrstur Ís- lendinga til að syngja hlutverk Óðins. „Það er okkur mikil ánægja að vera búin að fá íslenskan Óðin,“ segir Selma og rifjar upp að þegar Niflungahringurinn var settur upp í styttri úgáfu á Listahátíð í Reykjavík árið 1994 hafi sérstök áhersla verið lögð á að reyna að manna öll sönghlutverkin ís- lenskum söngvurum. „Okkur tókst að fá Íslendinga í öll hlutverkin nema í hlutverk Óðins, Brynhildar og Sigurðar, enda ekki á færi allra að syngja þessi erfiðu hlutverk. Þetta er því mikill viðburður að fá loksins íslenskan Óðin, ekki síst í ljósi þess að Wagner sækir söguefni Niflungahringsins í íslenskar fornbókmenntir, einkum Edd- urnar.“ Aðspurð segir Selma hlutverk Óðins án nokkurs vafa vera stærsta hlutverkið í Rínargullinu þannig að það mæði mikið á viðkomandi söngvara. „Hlutverkið gerir mjög miklar kröfur raddlega séð, en það á reyndar við um öll þessi stóru Wagner- hlutverk. Oft skrifar Wagner hlutverkin þannig að þau krefjast alveg sérstakra radda, þar sem t.d. tónsviðið fer út fyrir þessi venjulegu mörk raddtegunda og tón- legan er oft erfið. Einnig þarf mikinn raddstyrk til að ná gegnum þykkan hljóm- sveitarvefinn. Þetta er náttúrlega líka heil- mikill texti sem þarf að koma til skila auk þess að söngvarar þurfa að gera hlutverk- unum góð leikræn skil. Þar sem óperur Wagners eru oft á tíðum mun lengri, jafn- vel helmingi lengri, en t.d. venjuleg Verdi- eða Pucciniópera krefjast Wagner- hlutverkin einnig mun meira úthalds.“ Að sögn Selmu fer árlega alltaf hópur félaga í Richard Wagner félaginu, sem í eru um tvö hundruð félagsmenn, til út- landa til að hlýða á flutning á óperum Wagners. „Stutt er síðan félagið okkar fór í hópferð til Parísar til að sjá og heyra Kristin Sigmundsson syngja hlutverk Gurnemanz Parsifal, en í þessari sömu sýningu söng Guðjón Óskarsson hlutverk Titurels. Á hverju ári fer síðan hópur Ís- lendinga á Wagnertónlistarhátíð sem hald- in er árlega í litilli borg sem nefnist Bay- reuth í Þýskalandi, en þar byggði Wagner sjálfur óperuhús.“ Aðspurð hvort Richard Wagner félagið muni efna til hópferðar til Karlsruhe til að sjá Bjarna Thor svarar Selma því játandi. „Ég er ekki í vafa um að við munum reyna að fara til Karlsruhe að sjá Bjarna Thor, enda er hann afburða söngvari, og mér finnst það virkilega þess virði til að sjá ís- lenskan Óðin.“ Selma segir íslenska söngvara almennt syngja mikinn Wagner. „Það eru þá ekki síst þessar dökku raddir. Það virðist nokk- uð áberandi hvað við eigum mikið af bassa- röddum sem henta vel fyrir ýmis Wagner- hlutverk. Þá nefni ég söngvara á borð við Kristin Sigmundsson, Bjarna Thor Krist- insson, Viðar Gunnarsson, Guðjón Ósk- arsson og Magnús Baldvinsson. Allir þess- ir söngvarar hafa sungið mörg mismunandi hlutverk í Wagneróperum víða um heim. Raunar eigum við líka mjög góða tenórsöngvara sem syngja Wagner og má þar m.a. nefna Kolbein Ketilsson sem er að fara að takast á við hlutverk Tristans í óperunni um Tristan og Ísold í París á næsta ári, en það er eitt af stærri tenórhlutverkum Wagners. Þar mun hann syngja á móti stórstjörnunni Waltraud Meier. Ekki má svo gleyma íslensku söng- konunum, s.s. Magneu Tómasdóttur, sem sungið hefur Sentu í Hollendingnum fljúg- andi hér heima og erlendis, og Helgu Rós Indriðadóttur, sem söng nýverið í Nifl- ungahringnum í Stuttgart,“ segir Selma Guðmundsdóttir að lokum. ður að fá skan Óðin d Wagner dsorkonunum kátu. Á næstu leiktíð mun rgullinu eftir Wagner. k Óðins í Rínargullinu eftir Wagner í Þýskalandi í að syngja þetta krefjandi hlutverk. Silja Björk tur, formann Richard Wagner félagsins á Íslandi. silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.