Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 35 ✝ Lilja Bernód-usdóttir, Neðsta- leiti 7 í Reykjavík, fæddist í Bolungar- vík 11. júní 1941. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi aðfara- nótt 24. apríl síðast- liðins. Foreldrar hennar eru Bernódus Halldórsson frá Bol- ungarvík, f. 26. júlí 1910, og Dómhildur Klemensdóttir frá Hvassafelli í Borgar- firði, f. 4. desember 1912, d. 5. feb. 1994. Systkini Lilju eru: Kristín Erla, f. 5. okt. 1933, Halldór, f. 28. sept. 1939, Sigurður Viggó, f. 17. sept. 1944, d. 20. sept. 1993, Guðmund- ur Kristinn, f. 9. júlí 1948, og Svanur, f. 4. mars 1952, d. 17. jan. 1956. Sonur Lilju er Svanur Wilcox, f. 12. nóv. 1969. Sambýliskona hans er Katrín Anna Eyvindardóttir, f. 4. maí 1972. Þeirra börn eru Daní- el Þór, f. 16. sept. 1997, og Þórdís Lilja, f. 11. júlí 2001. Barnsfaðir Lilju er Þór Wilcox. Lilja ólst upp í Bolungarvík og bjó þar til ársins 1960. Veturinn 1960–1961 dvaldi hún í Dan- mörku og Noregi. Árið 1962 hóf hún störf hjá Landssím- anum þar sem hún starfaði til ársins 1974 er hún tók við stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma á Suð- ureyri við Súganda- fjörð. Þeirri stöðu gegndi hún þar til hún fluttist aftur til Reykjavík- ur árið 1985 og tók við útibús- stjórastöðu Pósts og síma í Lóu- hólum. Árið 1999 flytur Lilja sig um set og tekur við stöðu útibús- stjóra Íslandspósts á Hofsvalla- götu þar sem hún starfaði þar til útibúinu var lokað sumarið 2002. Útför Lilju verður gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lífshlaupi Lilju, yndislegrar konu, er lokið. Betri tengdamóður og ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég minnist þeirra stunda er ég hitti Lilju fyrst fyrir tæpum 11 árum, hlýtt viðmót, fallegt bros og með sinni einstöku hjartagæsku bauð hún mig velkomna inn í fjölskylduna strax frá fyrstu stundu. Hún hafði í 24 ár tileinkað líf sitt einkasyninum og höfðu þau tvö búið saman, fyrstu árin í Reykjavík. Fyrir einstæða móður var lífið eflaust ekki auðvelt, eldsnemma á morgnana fór hún með strákinn sinn í strætó á leikskóla niðri í bæ og seint á daginn fóru þreytt mæðgin aftur heim með strætisvagninum. Í hennar huga var þetta þó ekki erfitt, svona var bara lífið og það hvarflaði aldrei að henni að barma sér, hvorki yfir þessu né neinum öðrum erfiðleikum er mættu henni í lífinu. Þegar nálgast fór skólaaldur Svans fór hún að huga að framtíð drengsins og sá fyrir sér lít- ið lyklabarn alast upp í Breiðholtinu. Það var nokkuð sem Lilja gat alls ekki hugsað sér að sonur hennar þyrfti að verða og sótti hún því um starf stöðvarstjóra Pósts og síma á Suðureyri við Súgandafjörð. Starfið fékk hún og af dugnaði og eljusemi reif hún sig upp og flutti með einka- soninn vestur á firði um miðjan vet- ur 1974. Þar bjuggu þau á efri hæð pósthússins með tilheyrandi frelsi fyrir litla stráka til ýmissa athafna en mamma þó alltaf nærri. Það skipti heldur ekki svo litlu máli að Haddi, bróðir Lilju, bjó á þessum tíma með fjölskyldu sína á Suður- eyri og var nálægðin við fjölskyld- una þeim mæðginum ómetanleg. Árið 1985 flytja þau Lilja og Svan- ur aftur til Reykjavíkur og nú tók Lilja við starfi útibússtjóra Pósts og síma í Lóuhólum. Þar kunni hún sannarlega vel við sig og eignaðist fjölda kunningja og vina í gegnum starfið og má þar nefna „perluvinkon- urnar“ sem hittust reglulega og föndruðu saman. Haustið 1993 kem ég inn í líf litlu fjölskyldunnar, og fékk svo sannarlega minn stað í stóra hjartanu hennar Lilju. Umhyggja og velferð annarra voru sem rauður þráður í gegnum líf hennar eins og sjá mátti hvarvetna. Árið 1997 kom svo að því að frumburður okkar Svans, Daníel Þór, fæddist. Ástin og um- hyggjan sem þessi litli drengur fékk frá ömmu sinni var óendanleg, hún var vakin og sofin yfir velferð hans og stoltið leyndi sér ekki. „Vinurinn minn“ kallaði hún Daníel sinn ávallt og áttu þau ófáar stundirnar saman, tvö að bralla eitthvað sem mamma og pabbi þurftu ekkert að vita um. Ekki varð gleðin svo minni þegar Þórdís Lilja fæddist sumarið 2001, mánuði eftir að Lilja hélt upp á sextugsaf- mælið sitt. Litla ömmudúllan fékk sko sinn skerf af stóra faðminum hennar ömmu Lilju og var snúist í kringum litlu dömuna eins og prinsessum sæmir. Saman áttu þau þrjú; amma Lilja, Daníel Þór og Þórdís Lilja ómetanlegar stundir í leikhús- og bíó- ferðum, Kringlunni, heimsóknum til vinkvenna Lilju og ekki hvað síst í garðinum við Neðstaleitið. Engin orð fá lýst því sem Lilja hefur verið mér og börnunum mínum. Það eru sann- arlega forréttindi að hafa fengið að kynnast þessari ljúfu, blíðu og hjarta- stóru konu. Almáttugur Guð varðveiti þig, mín ástkæra Lilja. Hafðu þökk fyrir allt. Þín elskandi tengdadóttir, Katrín Anna Eyvindardóttir. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eir.) Kveðja. Ömmubörnin Daníel Þór og Þórdís Lilja. Kæra frænka, það er erfitt að sætta sig við að þurfa að kveðja þig aðeins 62ja ára að aldri. Þú hefur ver- ið okkur stoð og stytta í gegnum tíð- ina og eins hefðir þú viljað vera leng- ur til staðar fyrir Svan, Katrínu og barnabörnin. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og því miður fór það svo að Lilja missti heilsuna fyrir nokkrum árum vegna nýrnabilunar og eitt rak annað í heilsuleysi hennar, svo fór fyrir tveimur vikum að hún fékk heilablóð- fall og ekki varð aftur snúið. Það var snemma árs 1974 sem Lilja og Svanur fluttu vestur í Súganda- fjörð, þar sem við fjölskyldan bjugg- um og Lilja tók við starfi stöðvar- stjóra Pósts og síma. Alla tíð síðan hefur samgangurinn verið mikill bæði meðan þau bjuggu fyrir vestan og líka eftir að við fórum að búa á höfuðborg- arsvæðinu og stofnuðum okkar fjöl- skyldur. Það var alltaf gott að koma til hennar í heimsókn bæði í Krumma- hólum og Neðstaleitið. Við héldum mörg jólin saman bæði hér í Reykja- vík og fyrir vestan og í gegnum tíðina hefur Lilja verið ómissandi í fjöl- skylduboðum. Lilju var mjög félagslynd og sér- staklega lagið að umgangast fólk, hvort sem var í kirkjukórnum á Suð- ureyri, samstarfsfólk, vinir eða fjöl- skylda. Hvar sem hún kom var hún vel liðin og börnin okkar höfðu ein- stakt dálæti á henni og nutu athygli hennar. Við systkinin kveðjum Lilju föður- systur okkar með söknuði og þökkum umhyggju og ástríki hennar við okkur alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Hafdís, Svanhildur, Gissur Óli og Elín Kristrún. Að leiðarlokum langar okkur til að kveðja Lilju og þakka henni fyrir að vera svo lánsöm að hafa átt hana að vini Við Lilja vorum búnar að vera vin- konur í næstum sex áratugi og marg- ar minningar koma upp í hugann. Minningar úr Bolungarvíkinni okkar koma fyrst upp í hugann þar sem við ólumst upp saman. Boltaleikir á sand- inum með jafnöldrum okkar, enda- lausar sendiferðir fyrir foreldra okk- ar og barnapössun. Seinna voru það skátarnir og ferðalög og fjallgöngur, upp á flest fjöllin umhverfis víkina. Lilja var mjög skemmtileg, hlátur- mild og hress og einstaklega góður og traustur vinur. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Þegar ég átti við veikindi að stríða var það Lilja sem flutti inn á heimilið og hjálpaði mér. Lilja eignaðist einn dreng, Svan, einstaklega góðan og yndislegan dreng sem var augasteinn móður sinnar. Svanur stofnaði heimili með unnustu sinni Katrínu og eiga þau tvö börn saman, Daníel Þór, og Þórdísi Lilju, sem voru ömmu sinni allt. Lilja veiktist fyrir rúmlega þremur árum af erfiðum sjúkdómi og tók hún því af æðruleysi sem einkenndi hennar per- sónuleika. Að leiðarlokum þökkum við Steini tryggð Lilju og vináttu. Börnin okkar þakka henni líka fyrir allar samveru- stundirnar, og og elskulegheitin sem hún sýndi þeim fyrr og síðar. Svan, Katrínu, Daníel Þór, Þór- dísi Lilju, Bernódusi föður hennar systkinum hennar og öðrum að- standendum vottum við okkar dýpstu samúð. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng , að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og Svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Hjartans þakkir fyrir allt. Halldóra og Þorsteinn. Í dag kveðjum við kæra vinkonu og samstarfsmann. Við störfuðum með henni í Lóuhólunum og þar var oft glatt á hjalla enda var Lilja glaðsinna og hafði gaman af að hlæja. Margt var brallað og stofnuð- um við okkar skemmtilega perlu- klúbb. Þar voru mörg meistarastykk- in unnin. Í kaffi og matartímum var tíminn nýttur vel og uppskriftir voru ræddar fram og aftur. Þessar sam- verustundir gáfu okkur mikið. Lilja tók þátt í gleði okkar og sorg- um og var gott að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. Hún var góður yfirmaður. Hið létta fótatak henn- ar hljómaði um pósthúsið í annríki dagsins. Það var hlaupið upp og niður stigann og brostum við oft þegar hún kom hlaupandi til okkar. Í jólaösinni sinnti hún öllum störf- um eins og alltaf, leysti af í matar- og kaffitímum, og var að sjálfsögðu síðust út að kveldi dags. Lilja var búin að vera lasin undanfarin ár en tók því með æðruleysi eins og henni einni var lagið. Við sjáum hana í anda sitja á rósrauða skýinu sínu, kannske að perla, hver veit, þar sem hún fylgist með öllu sínu fólki. Fjölskyldunni allri vottum við okk- ar innilegustu samúð. Þrúður, Steinunn, Þóra og Hrönn. Okkur bræðurna langar með örfá- um orðum að minnast Lilju frænku sem í okkar huga skipar sérstakan sess. Alltaf var jafngaman að hitta og spjalla við Lilju og hjá henni var jafn- an stutt í brosið og smitandi hlátri hennar var einstaklega auðvelt að hrí- fast með. Hún hefur verið fastur hluti í tilveru okkar allt frá því við munum fyrst eftir okkur á bernskuárunum í Bolungarvík og allar götur síðan og það er erfitt að hugsa sér að nú sé hún ekki lengur á meðal okkar. Við viljum þakka Lilju fyrir allar góðu minning- arnar. Kæri Svanur, þér og fjölskyldu þinni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð um að veita ykkur styrk og stuðning. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hannibal Halldór og Elvar. Heita eining huga og máls, hjarta gulls og vilji stáls, ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú, sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslenzk kona. (Einar Ben.) Með þessum ljóðlínum kveð ég þig, kæra æskuvinkona, og þakka fyrir allar okkar góðu stundir saman. Þær eru margar minningarnar sem upp í hugann koma við fráfall þitt og allar eru þær góðar þótt ekki verði tíund- aðar hér. Veikindum þínum tókstu með æðruleysi og sýndir fádæma styrk þótt yrðir að játa þig sigraða að lokum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Svani, Katrínu og börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og öðrum ástvinum. Guðs blessun fylgi þér. Ásgerður Þórðardóttir. LILJA BERNÓDUSDÓTTIR Nú þegar amma mín er farin eftir erfið veikindi, fer ég að rifja upp allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Það má segja að Hjalli hafi verið mitt annað heimili því á mínum yngri árum var ég alltaf hjá afa og ömmu á sumrin. Ég fór snemma á vorin í sveitina til ömmu og afa til að hjálpa til við búskapinn. Á Hjalla var stórbúskapur og nóg að gera, og þegar komið var inn í mat eða kaffi var amma tilbúin með veislu handa okkur enda afbragðs kokkur. Hennar helsta áhugamál var garðurinn og þegar tími og veð- ur gafst til var amma alltaf að vinna í garðinum enda var hann bæði stór og flottur. Það var alltaf gott að vera hjá henni og tala við hana. Ég gat talað við hana um hvað sem var, hvort sem um var að ræða íþróttir, bíla eða þjóðmálin. Hún hafði alltaf ÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þrúður Guð-mundsdóttir (Dúa) fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 27. apríl. skoðanir á hlutunum og lá aldrei á þeim. Kvöldin voru hennar bestu stundir. Þá sat hún í róglegheitunum í stólnum sínum í stof- unni, prjónaði og hlustaði á útvarpið. Að lokum vil ég þakka fyrir allt sem hún hefur kennt mér og þær góðu minning- ar sem ég á um hana. Guð geymi hana. Finnbogi Þorsteinsson. Elsku amma mín, nú ertu farin yfir á annað tilverustig, laus úr viðj- um hræðilegs sjúkdóms sem engu eirir. Mig langar að senda þér lítið ljóð: Stjarna skín á himni hátt er lýsa fær minn innri mátt. Sú stjarna skín er myrkva fer, stjarna er skín í hjarta mér. Þú veist að þessi stjarna ert þú úr lífi mínu hverfur nú. Sú stjarna um himin háan fer þó er hún ávallt hér hjá mér Hvað segja skal um stjörnu þá er orðin eintóm segja fá? Sú stjarna úr lífi þessu dó nú hvíla fær í friði og ró. Amma nú til himna fer þó mun hún ávallt fylgja mér. (H. D. H.) Takk fyrir að vera amma mín. Takk fyrir að hlusta á mig og tala alltaf við mig eins og ég væri full- orðin. Takk fyrir að hughreysta, fræða, styrkja og styðja. Takk. Takk. Takk. Elsku afi, þinn er missirinn mest- ur, ég bið almættið að styðja við bakið á þér um ókomin ár. Hulda Þorsteinsdóttir. Árið 1924 fæddust þeim hjónum Sesselju Friðriksdóttur og Guð- mundi Runólfssyni tvær dætur. Gleðin var tregablandin. Önnur sýndi eðlileg viðbrögð ungbarns. Hin virtist andvana fædd. Ömmu- systir mín, Guðrún Friðriksdóttir, vildi ekki gefa upp vonina. Hún reyndi að koma lífi í lítinn líkama. Það tókst. Treginn vék fyrir óskiptri ánægju. Fæddar myndar- legar tvíburasystur sem voru glæsi- leg viðbót við fjölskylduna. Ömmu- bróðir minn, séra Friðrik A. Friðriksson, stakk upp á nöfnunum Auður og Þrúður sem ekki voru al- geng á þeim tíma. Það varð nið- urstaðan. Augnablik skildi á milli lífs og dauða. Stundum er sagt að fall sé fararheill. Það hefur sannast í þessu tilviki. Með því er ekki sagt að lífið hafi verið fyrir Þrúði Guð- mundsdóttur einhver dans á rósum. Ósérhlífni og farsæld hafa markað brautina. Ég á mínar fyrstu minningar um Þrúði og Finnboga frá árinu 1955, þá barnungur að árum. Rigningin þetta sumar er greypt í huga minn. Þetta var kallað rigningasumarið 1955. Mitt í fólksflóttanum á mölina tóku ung hjón sig upp með tvö börn og fóru á móti straumnum. Fluttust frá Kópavogi að hinu sögufræga stórbýli Hjalla í Ölfusi. Það hefur alltaf þurft bæði kjark og áræði til að fara á móti straumnum. Þetta gilti ekki síst á þessum tíma, mitt í kreppu og atvinnuleysi. Þau hafa haft yfirdrifið af hvoru tveggja hjónin Þrúður og Finnbogi. Ætíð ný verkefni á hverju ári. Gömlu fjár- húsin hurfu og ný risu. Fjósið og hlaðan viku fyrir nýjum, stærri. Börnunum fjölgaði úr tveimur í fimm. Gamli Hjalli stækkaður um helming. Ráðist í nýjar búgreinar. Alltaf sami myndarbragurinn á öll- um verkum. Hjónin samtaka og samrýnd og höfðingjar heim að sækja. Alúð, rausnarskapur, hrein- skiptni og hjartahlýja. Þær eru orðnar margar helgarnar sem leiðin hefur legið að Hjalla til Þrúðar og Finnboga. Móttökurnar undantekn- ingarlaust frábærar og lifa áfram í minningunni þótt Þrúðar njóti ekki lengur við. Það er stórt tómarúmið þegar kær móðursystir fellur frá. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Finnboga, barna og barnabarna. Gylfi Kristinsson og Jónína Vala Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.