Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 39 ✝ Ingibjörg Krist-jánsdóttir fædd- ist á Víðivöllum í S- Þingeyjarsýslu 13. nóvember 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- ríður Sigtryggsdótt- ir, f. 9. janúar 1894, d. 28. febrúar 1985, og Kristján Rafns- son, f. 6. júní 1882, d. 19. maí 1938. Systk- ini Ingbjargar eru: Sigurður, f. 2.5. 1918, d. 22.1. 2000, Jóhanna Kristín, f. 3.11. 1921, d. 12.10. 1996, Rafn, f. 19.5. 1924, d. 4.12. 1972, Guðrún Sigurbjörg, f. 27.10. 1928, María, f. 25.10. 1931, og Elísabet, f. 20.11. 1934. Ingibjörg ólst upp í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda. Þegar hún var 19 ára missti hún föður sinn. Hann drukknaði og varð það fjöl- skyldunni mikið áfall. Ingibjörg vann ýmis störf, m.a. hús- störf á Húsavík, að- hlyningarstörf á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum og fisk- vinnslustörf. Ingibjörg giftist 24. desember 1952 Sveinbirni Guð- mundssyni, f. 29. júní 1921, d. 5. júlí 1998, frá Öxl í Húna- þingi. Þau ættleiddu Guðmund Svein- björnsson, f. 21. des- ember 1953, d. 26. júlí 1991. Ingi- björg og Sveinbjörn áttu heimili lengst af í Vestmannaeyjum þar sem Sveinbjörn var vélstjóri og útgerðarmaður. Eftir gos í Heimaey 1973 settist fjölskyldan að í Kópavogi. Útför Ingibjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur langar með nokkrum orðum að minnast Ingibjargar frænku okkar eða Ingu frænku eins og hún var köll- uð. Hún var alltaf að hugsa um fólkið sitt og kunni skemmtilegar sögur af ættingjum sínum. Inga var skilnings- rík, minning hennar er bundin við kærleika og þakklæti. Inga var ein- stök og hæfileikarík kona. Hún var hrókur alls fagnaðar og fannst gaman í góðra vina hópi. Sem börn vorum við oft hjá Ingu og Bjössa. Hún passaði okkur oft í veikindum mömmu, hrós- aði okkur eða skammaði eftir því sem við átti. Þegar við vorum komin með okkar eigin fjölskyldur kom hún oft í heimsókn og hafði gaman af að ræða við börnin okkar enda mikil barna- kerling. Þú hafðir gaman að ferðast um landið og margar voru ferðinar sem þið systurnar fóruð saman. Ynd- islegar minningar eigum við um þessa tignarlegu konu sem vildi allt fyrir sína stórfjölskyldu gera. Í heimsókn- um okkar til hennar var alltaf spurt hvort ekki mætti bjóða okkur kaffi og meðlæti, þá bar hún fram dýrindis veislukost enda húsmóðir góð. Meira segja undir það síðasta þegar maður heimsótti hana á Hrafnistu og hún orðin helsjúk þá gaukaði hún samt að manni konfektmola eða brjóstsykri. Kæra Inga frænka, við erum stolt af að hafa þekkt þig og það verður tómlegt án þín. Nú hefur þú fengið friðinn og vonum að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Við munum aldrei gleyma þér svo lengi sem við lifum. Guð blessi minningu þína. Kristján, Guðleif og Sigríður. INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR Elsku amma mín. Þú varst alltaf hress og kát. Einnig varstu góð við alla og með mikinn lífskraft. Vildir alltaf hjálpa til og vildir alltaf hafa nóg að gera. Ég minnist enn ferðarinnar okkar saman til Englands, þegar við fórum að heimsækja Erlu frænku og mömmu. Þú vildir allt fyrir mig gera, alltaf. Það var alltaf gaman að fara með þér upp í búðina ykkar afa, Mús- ík og Sport, þegar þú varst að fara að vinna. Þú leyfðir mér alltaf að prófa ný föt, láta tónlist á og alltaf söngstu með af mikilli innlifun og kátínu. Þú varst alltaf syngjandi og söngur þinn var alltaf jafn fallegur. Alltaf fylgdist ég með þegar þú lagðir kapal og kenndir þú mér nokkra, þú hafðir mjög gaman af öllu og þú varst alltaf brosandi. Ég mun ávallt minnast þín sem lífsglaðrar og elskulegrar ömmu. Og þú munt ávallt lifa og vera elskuð, eins og þú hefur alltaf verið, í hjarta mínu. Með þökk fyrir að hafa haft þig í lífi mínu. Þín dótturdóttir Kristjana (Jana). Einn morguninn vakna ég við hljómfagra rödd óma í fjarska. Ég stíg þreytulega á fætur og lít fram í stofu þar sem glæsileg kona syngur af mestu innlifun. Hún sveiflar líkama sínum sterklega og hressilega í allar áttir og er með danstaktana á hreinu. HULDA JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hulda JúlíanaSigurðardóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1929. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánu- daginn 19. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 23. apríl. Þetta er hún amma mín, Hulda Júlíana Sigurð- ardóttir. Hún tekur í höndina á mér og við stígum léttan dans. Það er ekki oft sem maður vaknar við svona hress- leika. Á þessum tíma var alzheimer-sjúkdóm- urinn farinn að hrjá þig. En þú stóðst sterk eins og klettur í brimmiklu hafi – varst og hefur alltaf verið full af orku og aldrei unað þér vel nema að hafa eitthvað fyrir stafni. Þótt minnið væri farið að gefa sig síðari árin skein gleði og hressleiki í kringum þig sem lýsir því hversu sterkan persónuleika þú hafðir. Margs er að minnast eins og hvað þér fannst gott að láta mig nudda fæt- urna á þér þann tíma sem ég var mik- ið hjá þér og afa vegna veikinda móð- ur minnar. Þið hugsuðuð svo vel um mig þá, þú hjálpaðir mér mikið með lærdóminn og þið frædduð mig um heima og geima. Þú sýndir ávallt mik- ið umburðarlyndi og umhyggju í garð barnabarnanna og varst stolt af okk- ur. Þið hjónin voruð svo ástfangin hvort af öðru sem skapaði mikla hlýju á heimili ykkar á Klettahrauninu. Það var alltaf mjög gott að koma þangað. Ekki gleymi ég heldur hvað það var gaman að koma í búðina ykkar, Mús- ik og sport, enda var hún aðalíþrótta- búðin í bænum. En síðan þurftir þú að hætta að vinna vegna veikinda. Þú áttir erfitt með að sætta þig við það sem var engin furða; þú hafðir alltaf lagt mikinn metnað í að afgreiða við- skiptavinina og var það stór hluti af þínu lífi. Elsku amma, ég á ótal margar góð- ar minningar um þig sem ég mun varðveita á góðum stað í hjarta mínu. Þú munt lifa í huga mínum áfram. Huldar Freyr. Hún Guðrún er dáin. Gunna á Stekkum, litla stúlkan sem trúði því statt og stöðugt á tíma- bili í lífinu að Frans- menn tækju rauðhærða og freknótta krakka og notuðu í beitu ef þeir gengju á land í Patreksfirði. En Fransmennirnir komu ekki og litla stúlkan varð öruggari með sig. Guðrún ólst upp í faðmi foreldra og systkina þar sem samkenndin var mikil, ekki aðeins gagnvart fjöl- skyldunni heldur líka umhverfinu og nágrönnunum. Það var fylgst með því hvort farið væri að rjúka á litlu bæjunum að morgni. Hvort ekki þyrfti að moka einhverja út þegar snjónum kyngdi niður dögum saman. Sjórinn var oft úfinn og bátarnir ekki eins góðir og nú á tímum. Guðrún vissi vel að hann tók stundum meira en hann mátti. Það komu ekki allir bátarnir að landi sem út fóru. Þá hjálpuðust allir að í litla þorpinu fyr- ir vestan. Börnin lærðu strax að vinna störf- in sem pabbi og mamma unnu. Guð- rúnu langaði að vita meira og kynn- ast nýju. Hún dreif sig því í húsmæðraskólann að Staðarfelli. Það kostaði peninga svo að farið var í kaupavinnu í Skagafjörð. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur. Hún gifti sig og tóku þau hjón dreng í fóstur sem ekki átti þess kost að alast upp hjá foreldrum. Síðar fæddist dóttirin, dugnaðarkona frá fyrstu tíð. En þá skildi leiðir þeirra hjóna og nú tók á ungu konuna með börnin tvö. En hún GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Patreksfirði 16. mars 1931. Hún lést 11. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grensás- kirkju 21. apríl. sló ekki af hún Guðrún, bætti við sig meiri vinnu, þó alltaf með vel- ferð barnanna í huga. Landspítalinn var sá vinnustaður sem naut krafta hennar lengst, skurðstofan í hartnær fjóra áratugi. Þar hitt- umst við fyrst fyrir tuttugu árum. Hún tók á móti mér brosandi, glöð og hress með hlýjuna í augnakrókun- um, í bláa sloppnum sem þá var við lýði, með rauða liðaða hárið og eitthvað var enn eftir af freknunum á nefinu. Ennþá vissi hún að betra var að gefa en að þiggja. Þó efnin væru ekki alltaf mikil átti hún stórt faðm- lag sem margir nutu ef eitthvað gerðist gleðilegt eða sorglegt. Fór unga fólkið sem var að læra ekki var- hluta af umhyggju hennar ef ekki var nóg af einkennisbúningum eða lítið kom af sokkum úr þvottahúsinu. Guðrún var alltaf með allt á hreinu. Í sumarfríunum var þó alltaf best að fara á Patró, sækja vini og ættingja heim. Margar skemmtilegar sögur sagði hún okkur frá uppvexti sínum. Með árunum komu barnabörnin, hún var yndisleg amma og langamma og bar takmarkalausa umhyggju fyrir öllu sínu fólki sem hjálpaðist að við að taka á öllu sem að höndum bar með bros á vör og blik í auga. Fljótlega eftir að hún lét af störf- um veiktist hún og þurfti á mikilli meðferð að halda. Dagarnir voru ekki alltaf góðir en þó bjart á milli, þeirra stunda naut hún og á skírdag var hún við fermingu sonardóttur- innar og nöfnu. Síðar á páskum var lífið búið hér á jörð. Hægt og hljótt gerðist það. Ingibjörgu, Páli og fjölskyldum þeirra bið ég guðs blessunar. Hafi Guðrún þökk fyrir allt og allt. Hún var hetja sem vert var að taka til fyr- irmyndar. Halldóra Hilmarsdóttir. Guðrún, eða Gunna eins og hún var ávallt nefnd, var vinkona mín frá barnæsku. Í huga mínum er það táknrænt fyrir hana að kveðja okkur á páskum, á hátíð gleði og friðar með fyrirheit um upprisu, fyrirgefningu syndanna og eilíft líf. Gunna var staðföst í trú sinni og vissu. Hún hafði oft orð á því hvað bænir móður sinnar hefðu hjálpað sér í gegnum lífið og með sama hætti bað hún fyrir þeim, sem mótlæti eða raunir mættu. Líf Gunnu var ekki frekar en ann- arra dans á rósum alla tíð. Hún fékk sinn skerf af erfiðleikum, sem hún mætti jafnan með einstöku æðru- leysi og auðmýkt. Hún var í rauninni stór sál, perla sem geislaði frá sér hlýju og fórnfýsi til annarra. Gunna fæddist á Patreksfirði og ólst upp í faðmi ástríkra foreldra og systkina. Hún gerði oft hina kær- leiksríku barnæsku að umtalsefni á sínum fullorðinsárum. Ung fór Gunna að heiman og allan sinn starfsaldur vann hún á Landspítal- anum, með smá hléum þó. Hún var einstæð móðir sem ól upp fósturson og eignaðist síðar dóttur. Börnin voru henni til mikillar gleði. Þau reyndust henni líka góð, alltaf tiltæk ef á þurfti að halda, ekki síst eftir að hún veiktist af krabbameini. Læknismeðferðin gekk vel og hún var bjartsýn á framhaldið. Lokakafl- ann bar þó brátt að og ekkert var að gert. Í síðasta samtali okkar kom fram hversu þakklát hún var fyrir allt það góða sem lífið og tilveran hefur að geyma, sem hún leit á sem gjöf. Gunna var mér gjöf sem ég nú þakka fyrir að leiðarlokum. Ég votta börn- um, barnabörnum og öðrum ástvin- um samúð mína. Hvíl þú í friði, í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni, af öllu mínu hjarta. (N. N.) Elsa H. Þórarinsdóttir. Að kveðja ungan dreng í blóma lífsins og ef til vill á hæsta tindi hamingjunnar er ólýs- anlega sorglegt. Mummi var góður drengur sem var auðvelt að láta sér þykja vænt um. Ég þekkti Mumma sem fyndinn og skemmtilegan strák, sem var með munninn fyrir neðan nefið. Þegar ég hugsa um þær stundir sem ég átti með Mumma, get ég lítið annað en brosað í gegnum tárin. Hjá okkur var alltaf glens og gaman og mikið hlegið. Ég man þegar ég flutti til Reykjavíkur og þekkti ég fáa aðra en Mumma. Mæja og Gvendur tóku mig í sínar hendur, og var ég fljótlega orðinn fastagestur hjá þeim hjónum og þá aðallega á matartímum. Mummi tók sig til og sýndi 16 ára sveitastelpunni, eins og hann kallaði mig, höfuðborgina eins og hún lagði sig. Það var rúntað um á Rafinum á nóttu sem degi. Stundum stóð mér nú ekki á sama, hann átti það nefninlega til ad stíga ansi harkalega á bensín- gjöfina, já eða svína fyrir nokkra bíla sem óvart voru á ferðinni. Ég reyndi nú að láta lítið fara fyrir bílhræðsl- unni, því það æsti hann bara upp. Mummi var fljótlega fastagestur hjá mér á Langholtsveginum og þá var oft brallað ýmisslegt. Haldin voru nokkur video- og spilakvöld og nokk- ur partí í góðra vina hópi. Þad var allt- af svo mikið fjör, og mikið fíflast og GUÐMUNDUR JÓN MAGNÚSSON ✝ Guðmundur JónMagnússon fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1980. Hann lést af slysför- um föstudaginn 5. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkurkirkju 13. mars. hlegið þar sem Mummi kom. Ein af mörgum ferð- um okkar í Reiðhöllina í Ölfusi er mér ofarlega í huga. Þangað var farið helgi eftir helgi, og veðrið á heiðinni var nú ekkert alltaf upp á marga fiska, en við lét- um það ekki stoppa okkur, sérstaklega ekki ef Sóldögg var að spila. Á einu ballinu fannst okkur rosalega sniðugt að taka vatnsslöngu af veggnum og sprauta yf- ir mannskapinn, það kom síðar í ljós að ekki voru allir ballgestir með húm- or fyrir þessu, en við skemmtum okk- ur konunglega. Já, Mummi átti sér engan líkan, það sem honum datt í hug að segja eða gera var oft ótrúlega skondið. Honum fannst til dæmis mjög sniðugt að hringja í mig á hár- greiðslustofuna sem ég var að vinna á og spyrja eftir mér, og þá kynnti hann sig ýmist sem, lögregluna, Bergsvein Arelíusson, lækni frá húð og kyn, Lindu Pé eða eitthvað i svipuðum dúr. Eftir að ég flutti til Danmerkur höfðum við því miður ekki mikið sam- band. En alltaf þegar ég kom heim í frí og hitti hann, þá var eins og við hefðum talað saman í gær. Ég man þegar ég hitti hann eftir að þau Agnes voru nýbyrjuð saman, hann sagði mér að ég yrði að hitta hana því hún væri alveg mögnuð. Hann talaði líka mikið um Auðun Inga, hvað hann saknaði hans mikið og hvað fjarlægðin væri nú oft erfið. Ég hitti hann og Agnesi með Mikael nýfæddan, síðasta sumar á Dalvík. Mummi var svo ánægður með litlu strákana sína. Það gladdi mig mikið að sjá hvað hann var ást- fanginn og hamingjusamur. Hann leit svo vel út og var svo stoltur af litlu fljölskyldunni sinni. Það eru án efa erfiðir tímar hjá fjölskyldu og vinum hans Mumma. Komið er stórt skarð sem aldrei verður almenninlega fyllt upp í. Mummi var einstakur á allan hátt. Elsku Agnes, Mikael, Auðunn, Mæja, Gvendur, Maggi, Lára, Birkir, Reynir og aðrir sem eiga um sárt ad binda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og er hugur minn hjá ykkur. Ég bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem brýst um í ykkar hjörtum, og megi minningin um Mumma lifa sem ljós í okkar lífi, um ókomna tíð. Kveðja. Andrea Ragúels Víðisdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.