Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 41
Kaffihúsamessur í Kjalarnes- prófastsdæmi, Keflavík og Bessastaðahreppi! SÖNGHÓPUR frá Vestmannaeyjum, ásamt prestum, stendur fyrir kaffihúsamessum í Kjalarnesprófasts- dæmi. Föstudagskvöldið 30. apríl kl. 22.30 verður haldin kaffihúsamessa í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi. Húsið verður opnað kl. 22. Stjórnandi sönghópsins er Ósvaldur Freyr Guðjónsson. Sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir prestur í Keflavík og sr. Þorvaldur Víðisson prestur úr Eyjum leiða stund- ina. Laugardagskvöldið 1. maí kl. 20.30 verður haldin kaffihúsamessa í Samkomusal Bessastaðahrepps, annarri hæð. Húsið opnað kl. 20. Stjórnandi söng- hópsins er Ósvaldur Freyr Guðjónsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sr. Friðrik Hjartar og sr. Þor- valdur Víðisson leiða stundina. Mikil lofgjörð, frábært tónlistarfólk, guðsorð boð- að á sérstakan máta í góðu samfélagi. Aðgangur ókeypis, kaffi á könnunni. Fjölmennum á einstaka viðburði í Kjalarnesprófastdæmi. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kaffisala Kristni- boðsfélags kvenna HIN árlega kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verð- ur í Kristniboðssalnum að Háaleitisbraut 58 laug- ardaginn 1. maí kl. 14–18. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólum sem gott er að renna niður með kaffisopanum. Allir eru hjartanlega velkomnir og mun ágóðinn renna til kristniboðsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu og fagnar hundrað ára afmæli sínu í haust. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 41 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja. Eldriborgarastarf. Brids- aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deildarstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á Sléttunni, Uppsölum 3. Krakk- ar á aldrinum 8–12 ára velkomnir. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kaffi- húsamessa verður í Kirkjulundi, safn- aðarheimili Keflavíkurkirkju, kl. 22.30. Kaffihúsamessuhópur Landakirkju undir stjórn Ósvalds Freys Guðjónssonar sér um alla tónlist. Prestar sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir og sr. Þorvaldur Víð- isson. Kaffihúsamessa laugardag í Sam- komusal Bessastaðahrepps í Garða- prestakalli. Prestar sr. Hans Markús Hafsteinsson, sr. Friðrik Hjartar og sr. Þorvaldur Víðisson. Keflavíkurkirkja. Kaffihúsamessa í Kirkjulundi kl. 22.30. Heimsókn frá kaffihúsahópi Landakirkju í Vestmanna- eyjum. Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar í dag, laugardag, kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson, organisti, leikur verk eftir Bach, Mend- elssohn og Bond. Aðgangur ókeypis. Tónleikar kl. 21. Kristján Kristjánsson (KK). Aðgangur ókeypis. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 10–18 okkar vinsæli flóamarkaður opinn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir velkomnir. Fríkirkjan Kefas. 13–16 ára starf kl. 19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–16 ára velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is. Kirkja sjöunda dags aðventista: Föstudagur: Fyrirlestur kl. 18.30 í Að- ventkirkjunni, Ingólfsstræti 19. Laugardagur: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guð- þjónusta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guð- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Sigríður Kristjánsdóttir og Amicos-hópurinn. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan í Reykjavík: Echos-sam- koma. Tónlistar- og lofgjörðarsamkoma kl. 17. Mánudagur: Biblíufræðsla í Loftsalnum, Hólshrauni 3, kl. 19. Safnaðarstarf It’s how you live Til sölu rúmgóð 2ja herbergja kjallaraíbúð á Snorrabraut 36 - snýr einnig að bakgarði við Laugaveg. Algjörlega gegnumtekin af fagmönnum, s.s. nýjar lagnir fyrir skolp, heitt og kalt vatn, nýir ofnar, ný gólfefni, ný eldhúsinnrétting, nýjar hurðir, nýtt á baði, rafmagn, ný málað o.fl. o.fl. Verð 9,9 millj. Veðbandalaus. Möguleiki á að taka bíl á uppítökuverði sem innborgun og góð lán. Jón Egilsson hdl., sími 568 3737 og 896 3677 101 Reykjavík Sýndir verða m.a. 4 öxla aldrifsbíll með palli og 3 öxla aldrifsdráttarbíll með loftfjöðrum ásamt fleiri vörubílum. Vagnhöfða 1-3, 110 Reykjavík, sími 567 7100 Man vörubílasýning á Vagnhöfða 1 laugardaginn 1. maí frá kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.