Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Riseðlugrín
© DARGAUD
JÁ!!
BÍDDU NÚ VIÐ
... HVERNIG NÆR
MAÐUR ...
ELSKAN!
GERÐU SVO VEL
ÉG GAT EKKI OPNAÐ SKELJARNAR EN ÉG
LOFA ÞÉR ÞVÍ AÐ ÞAÐ ERU PERLUR Í ÖLLUM
SKELJUNUM
EN ...
EN ...
Svínið mitt
© DARGAUD
HLUSTIÐ Á ÞETTA!
HEIMSMEISTARAKEPPNI
Í SNIGLASKRIÐI
VERÐUR HALDIN Í
VATNASKÓGI
SNIGLAR ERU EKKI
VERRI EN FORMÚLA 1
OG ER ÞVÍ BÚIST VIÐ
METAÐSÓKN Í ÁR, EN
KEPPNIN ER HALDIN
NÚ Í 15. SKIPTI
HEIMSMETIÐ ER 51cm Á
2 MÍNÚTUM OG MUNU
EFLAUST MARGIR
KEPPENDUR REYNA AÐ SLÁ
ÞAÐ MET Í ÁR
MAGNAÐ!
GÆTUM VIÐ
HALDIÐ SVONA
KEPPNI?
VIÐ EIGUM
ENGA
SNIGLA
VIÐ GETUM
NOTAÐ SVÍN Í
STAÐINN! GROIN!
FRÁBÆR
HUGMYND!
BYRJUM
STRAX!
HEY! VIÐ ERUM ASNAR! VIÐ
HUGSUÐUM EKKI ÚT Í ÞAÐ AÐ VIÐ ERUM
BARA MEÐ EITT SVÍN
NEI! ÉG ER
BÚIN AÐ LESA
ALLT...
SEGJA ÞEIR EKKI
HVAR ÞEIR FINNA
KEPPENDUR?
STÓR SVÍNAKEPPNI
...OG ÞEIR SEGJA AÐ Í
LOK KEPPNINAR ER
HALDIN KEPPNI ÞAR SEM
ALLIR BORÐA SNIGLA
GROIN?
MÉR SÝNIST FYRSTA KEPPNIN
STRAX BÚIN ÞAR SEM EINI
KEPPNADINN OKKAR HEFUR
ÁKVEÐIÐ AÐ HÆTTA KEPPNI GROIN!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í MORGUNBLAÐINU er kveðið
fast að orði í leiðaraskrifum dagana
3. og 22. apríl.
„Áfengi hefur
verið þjóðarböl á
Íslandi og er það
enn“. Morgun-
blaðið hvetur Al-
þingi í þessum
orðum að hvika
hvergi frá mark-
miðum sem sett
voru fyrir þremur
árum „enda eru
þau heilbrigð og eðlileg“. Varað er
við því að aðgengi að áfengi í versl-
unum verði gert auðveldara og lýst
yfir áhyggjum yfir tveimur frum-
vörpum sem liggja fyrir Alþingi og
virðast ganga þvert á þau markmið
sem þingið sjálft setti.
Leiðaraskrif Morgunblaðsins,
laugardaginn 3. apríl, fjallaði um
glórulausa afgreiðslu Borgarráðs og
Hverfisráðs í Grafarvogi um að
mæla með vínveitingaleyfi til veit-
ingastaðar sem staðsettur er á milli
anddyris og leikvangs, inni í hinu
glæsilega íþróttamannvirki Egils-
höll. Börn og unglingar sækja að
meirihluta þessa glæsilegu íþrótta-
höll enda mannvirkið byggt til að
skapa unga fólkinu okkar fullkomnar
aðstæður til íþróttaæfinga. „Áfengi
og íþróttir eiga enga samleið“ segir í
leiðara Morgunblaðsins. Það er hálf-
niðurlægjandi að ritstjórar Morgun-
blaðsins þurfi að áminna þá sem
ábyrgðina hafa, þ.e. borgarfulltrúa,
þegar starf og stefna íþróttahreyf-
ingarinnar, foreldrasamtaka og
skólamanna kveður á um hið gagn-
stæða.
Það er dapurlegt að fylgjast með
félögum mínum, nýkjörnum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins á Al-
þingi, berjast fyrir frumvörpum um
lækkun aldurs til áfengiskaupa og að
leyft verði að selja áfengi í matvöru-
verslunum hér á landi. Hefur áfeng-
isbölið gersamlega farið framhjá
þessum „hugsjónamönnum“ eða átta
þeir sig ekki á því að „frelsi getur
snúizt upp í andhverfu sína“ eins og
Morgunblaðið minnir alþingismenn
á í leiðaraskrifum?
Ég vona að eldri og reyndari þing-
menn og leiðtogar þjóðarinnar sjái
til þess að glapræði áðurnefndra
frumvarpa nái ekki fram að ganga.
Sem foreldri og skólamaður vil ég
þakka ritstjórum Morgunblaðsins
fyrir þeirra árvekni í leiðaraskrifum
á sama tíma og hætta virðist á að
nokkrir af kjörnum alþingismönnum
og borgarfulltrúum „fljóti sofandi að
feigðarósi“.
HELGI ÁRNASON,
skólastjóri Rimaskóla.
Athyglisverð
leiðaraskrif
Frá Helga Árnasyni:
STORMUR í vatnsglasi, það vildi ég
segja. Þetta frumvarp á fullan rétt á
sér og er ekki stefnt gegn einum eða
neinum sérstökum. Þetta er bara
kall tímans á skipulögð vinnubrögð,
svo einfalt er það.
Í nútímaþjóðfélagi, með allan
þennan möguleika á blokkamyndun
og einokun, er það sjálfsagt að setja
leikreglur svo hinn saklausi borgari
geti verið öruggur um sig í síflókn-
ari heimi. Heimi þar sem auglýs-
ingar og fjölmiðlar ráða skynsemi
einstaklinga og fá þá oft á tíðum til
að gera það sem ráðandi afl vil að
það geri. Einstaklingarnir eru ber-
skjaldaðir fyrir áreiti af hvaða toga
sem er.
Því vil ég segja það að þetta frum-
varp er kall tímans á kringumstæð-
ur sem verður að koma böndum á.
Því fyrr því betra. Þó að það sé orðið
aðkallandi nú má segja að þeir mega
ekki láta undan þessum stormi, sem
er í vatnsglasinu.
BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON,
Hraunbæ 182, 110 Reykjavík.
Nokkur orð vegna
fjölmiðlafrumvarps
Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:
JÓN Baldvin Hannibalsson sendir
vini sínum Ólafi afmæliskveðju í
Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Þó
sendiherrann telji sig vera salt jarð-
ar þá er hann ekki Eystrasalt eins og
hann heldur sig vera. Helsinki, höf-
uðborg Finnlands og aðsetur Jóns
Baldvins, er við Finnskaflóann, sem
tengist Eystrasalti við straumhvörf
en ber annað heiti. Þetta þarf sendi-
herrann að vita. Hann þarf einnig að
festa sér í minni að til er annað og
miklu fegurra orð um sáttmála eða
samkomulag sem tveir menn binda
fastmælum heldur en það sem hann
hefir notað. Hann þýðir enskt mál-
tæki sem haft er um slíkan sáttmála
og kallar „heiðursmannasamkomu-
lag“ „gentlemans agreement“. Ís-
lendingar höfðu annað orð. Þeir
ræddu um drengskaparheit. Íslend-
ingar ætlast til þess af fulltrúum sín-
um að þeir kunni að koma fyrir sig
orði á sinni eigin þjóðtungu.
Að lokum: Hvenær ætlar Jón
Baldvin að sýna þann drengskap að
rétta hlut Jóns Blöndal og fornvinar
Hannibals og Finnboga Rúts? Því
fyrr því betra.
Kveðja til Bryndísar.
PÉTUR PÉTURSSON þulur.
Fyrirspurn til Jóns
Baldvins Hannibalssonar
Frá Pétri Péturssyni þul: