Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 48
ÍÞRÓTTIR
48 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KAREN Burke, enska
landsliðskonan í knatt-
spyrnu, er komin til liðs
við kvennalið ÍBV á ný
og leikur með því í sum-
ar. Karen er 33 ára og
var valin í lið ársins í úr-
valsdeildinni í fyrra en
hún lék þá 11 leiki og
skoraði 5 mörk fyrir
Eyjaliðið. Í vetur hefur
hún spilað með Fulham í
ensku úrvalsdeildinni, og
þá lék hún að nýju með enska lands-
liðinu eftir nokkurt hlé en með því
á hún um 70 landsleiki að baki.
Þrír erlendir leikmenn með ÍBV
Þar með er ljóst að þrír af fjórum
erlendum leikmönnum sem spiluðu
með ÍBV í fyrra, þegar
liðið varð í öðru sæti í
deild og bikar, verða
áfram með í ár. Skosku
landsliðskonurnar Mich-
elle Barr og Mhairi
Gilmour leika áfram með
liðinu en enski landsliðs-
markvörðurinn Rachel
Brown er úr leik vegna
meiðsla. Í hennar stað er
komin Claire Johnstone
frá Hibernian, varamark-
vörður skoska landsliðsins. Þá hef-
ur ÍBV fengið tvo öfluga íslenska
leikmenn í sínar raðir. Bryndís Jó-
hannesdóttir er komin aftur til Eyja
frá ÍR og Elín Anna Steinarsdóttir
er komin til liðs við ÍBV frá Breiða-
bliki.
Karen Burke komin aftur
til knattspyrnuliðs ÍBV
Karen
Burke
ÍSLENSK knattspyrnufélög geta
ekki fengið til sín ótakmarkaðan
fjölda leikmanna frá ríkjunum sem
fá inngöngu í Evrópska efnahags-
svæðið hinn 1. maí. Íslensk stjórn-
völd hafa ákveðið að ákvæði um
frjálsa för launafólks frá þessum
ríkjum taki ekki gildi hér á landi að
sinni, nema í tilfelli Kýpur og
Möltu.
Hin ríkin eru Eistland, Lettland,
Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóven-
ía, Tékkland og Ungverjaland.
KSÍ tilkynnti í vikunni að vegna
þessa myndu leikmenn frá þessum
átta ríkjum áfram falla undir tak-
mörkun á hlutgengi erlendra leik-
manna hér á landi, en samkvæmt
því má mest nota þrjá leikmenn frá
ríkjum utan EES.
Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið
að með þessari tilkynningu væri
ekki verið að bregðast við tilraun-
um íslenskra félaga til að fá til sín
fleiri erlenda leikmenn en mögu-
legt væri.
Vildum koma í veg fyrir
misskilning hjá félagsliðum
„Nei, við höfum ekki orðið varir
við að slíkt væri í gangi. Það hefur
reyndar ein fyrirspurn um þetta
mál borist okkur en ég veit annars
ekki til þess að lið hér á landi hafi
verið í þeim hugleiðingum. Við vild-
um hins vegar kynna þetta fyrir fé-
lögunum svo ekki væri neinn mis-
skilningur í gangi um þessi mál,“
sagði Geir.
Áfram takmarkað
hlutgengi leikmanna
ODDALEIKIR Vals og ÍR ann-
ars vegar og Hauka og KA
hins vegar verða báðir á
sunnudag samkvæmt dagskrá
Handknattleikssambandsins.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, sagði í gær
að það þyrfti mikið að gerast
til þess að annar oddaleik-
urinn yrði færður til og leik-
inn á laugardag í beinni sjón-
varpsútsendingu.
„Okkur er illa við að færa til
leiki á þessu stigi keppninnar.
Það getur hins vegar farið svo
að tímasetningar á leikjunum
á sunnudag myndu breytast,
en það yrði þá gert í samráði
við þá aðila sem sýna beint frá
þessum leikjum,“ sagði Einar.
Oddaleik-
irnir verða á
sunnudag
Vörnin var ágæt hjá okkur á köfl-um og mér fannst við vera með
ágæt tök á þeim þegar við náðum að
stilla upp vörninni,
fyrir utan að Diddi
[Ingimundur Ingi-
mundarson] var sjóð-
andi heitur. Svo þeg-
ar við fórum í aðgerðir til að stöðva
hann þá kom Bjarni Fritzsson sterk-
ur inn. ÍR er með mjög gott lið þann-
ig að það eru alltaf menn til að taka af
skarið þegar á þarf að halda. Þetta
var gríðarlega erfiður leikur, rétt
eins og fyrri leikurinn á þriðjudag-
inn. Því miður tókst okkur ekki að
sigra og komast í úrslitaleikinn. Ég
er stoltur fyrir hönd ÍR-inga að ná að
koma til baka, en það verður skamm-
góður vermir fyrir þá,“ sagði Óskar
Bjarni.
Þegar honum var bent á að liðið
væri komið lengra en í fyrra, en þá
tapaði það 2:0 í einvíginu við ÍR,
sagði hann: „Já, kannski, en ef við
förum að hugsa svoleiðis þá höldum
við að við séum orðnir saddir, og við
erum það ekki. Við ætlum að vinna á
sunnudaginn og komast í úrslitin.
Það verður frábær leikur enda hafa
þessir strákar spilað hver á móti öðr-
um frá því þeir voru tólf ára og þekkj-
ast mjög vel. Þeir höfðu betur í dag.
Mér finnst við eiga helling inni
ennþá miðað við þennan leik. Við
bjuggumst við flatri vörn ÍR enda er-
um við dálítið skyttulausir eftir að
Markús Máni meiddist. En við eigum
inni í nokkrum leikmönnum, Heimi
Erni, Hjalta Pálma og Atla Rúnari
Steinþórssyni og fleirum.“
Hann var langt frá því að vera sátt-
ur við dómarana. „Við töpuðum ekki
vegna dómgæslunnar, en mér fannst
við fá ansi lítið frá þeim í 45 mínútur.
Svo fóru þeir að rétta við stöðuna
undir lokin, svona til að bjarga andlit-
inu.“
Brottvísun kærkomin hvíld!
Júlíus Jónasson, varnarjaxl og
þjálfari ÍR, var ángæður með leik
sinna manna og sagði að vörnin hefði
verið sterk. Júlíus stóð vaktina þar af
stakri prýði eins og svo oft áður og að
þessu sinni var hann aldrei rekinn út-
af. „Ég er svo prúður leikmaður og
það hefur komið fyrir í vetur að ég
hef sloppið við að vera rekinn útaf,“
sagði Júlíus grafalvarlegur. Hann
glotti síðan og bætti við: „Þegar
menn eru komnir á þennan aldur þá
er það kærkomin hvíld að vera rekinn
útaf í tvær mínútur!“
Á síðustu leiktíð var ekki um nein-ar hömlur að ræða á þessu
sviði, en liðin áttu þess í stað að
vinna með 500.000 kr. launaþak og
semja við leikmenn sína með þeim
hætti að heildarlaunagreiðslur hvers
mánaðar færu ekki yfir hálfa milljón.
Að auki er lagt til að liðum verði
ekki heimilt að bæta við erlendum
leikmönnum eftir 5. janúar ár hvert.
Félögum verður þó heimilt að skipta
um erlenda leikmenn hvenær sem er
á tímabilinu.
Í tillögu stjórnnar KKÍ er lagt til
að launaþakið sem sett var á síðast-
liðið sumar verði útfært með öðrum
hætti en áður. Liðum verður gert að
starfa undir 300.000 kr. launaþaki á
mánuði og er þá miðað við laun og
hlunnindi samningsbundinna leik-
manna. Miðað er við 10 mánaða
tímabil ár hvert, frá júli og fram til
loka apríl, ekki er heimilt að færa
greiðslur á milli mánaða.
Mörg lið voru með allt að þrjá
bandaríska leikmenn í sínum röðum
á síðustu leiktíð og er markmiðið
með tillögu KKÍ að auka vægi ís-
lenskra leikmanna á ný án þess að
skerða möguleika liða til þess að
sækja liðsstyrk frá Evrópu, Banda-
ríkjunum eða öðrum löndum.
UMSK leggur til að aðeins einum
erlendum leikmanni verði leyft að
leika með liðum í úrvalsdeild og að
bannað verði að hafa erlenda leik-
menn í röðum liða sem leika í 1.
deild.
ÍBR leggur til að reglugerð um
þátttöku í úrvalsdeild verði felld
úr gildi.
Stjórn KKÍ leggur einnig til
breytingar á venslasamningum á
milli liða. Lið A getur þar með lán-
að tvo leikmenn til liðs B, og eru
þeir leikmenn gjaldgengir með
báðum liðum á viðkomandi leiktíð.
Breytingin er sú að skila þarf inn
öllum samningum fyrir 5. janúar
ár hvert og geta lið því ekki fengið
„liðsstyrk“ frá öðrum liðum rétt
fyrir úrslitakeppni eða lokabarátt-
una í viðkomandi deild.
Lagt er til af ÍBR að lið í efstu
deild karla og kvenna ásamt liðum
í 1. deild karla sé skylt að senda
inn tölfræðiupplýsingar til KKÍ
eigi síðar en 3 klst. eftir að leik
lýkur. Það sama á að gilda um bik-
arkeppni KKÍ og fyrirtækjabikar
KKÍ.
Tvær breytingatillögur eru lagðar
fyrir þingið um keppnisfyrir-
komulag 1. deildar karla. ÍBR
leggur til að efsta liðið að lokinni
deildarkeppni öðlist sjálfkrafa
rétt til þess að leika í úrvalsdeild
en að liðin sem verða í 2.–5. sæti
leiki til úrslita um eitt laust sæti til
viðbótar. Lagt er til að sæmdar-
heitið Íslandsmeistari í 1. deild
karla verði lagt af enda getur að-
eins eitt lið orðið Íslandsmeistari
ár hvert.
ÍBR leggur til að tekið verði upp
fastanúmerakerfi á búningum
leikmanna í efstu deild . Leikmenn
velja sér númer frá 0–99 og þarf
að skila leikmannalista inn til KKÍ
fyrir 1. október ár hvert.
Að auki leggur ÍBR til að sekt-
argreiðslur verði hækkaðar vegna
liða sem ekki ná að uppfylla dóm-
arakvóta sína ár hvert.
Stjórn KKÍ leggur til að reglugerð um
úrvalsdeild karla verði breytt á ný
Hömlur sett-
ar á erlenda
leikmenn?
ÁRSÞING Körfuknattleikssambands Íslands fer fram á Selfossi um
næstu helgi og á þinginu verða bornar upp fjölmargar tillögur um
breytingar á ýmsum reglugerðum KKÍ. Hæst ber tillögu frá stjórn
KKÍ um breytingar á reglugerð um þátttöku í úrvalsdeild karla. Þar
er lagt til að liðum í úrvalsdeild geti aðeins teflt fram tveimur leik-
mönnum hverju sinni sem eru með ríkisborgararétt utan Evrópu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Bandaríkjamennirnir Nick
Bradford úr Íslands- og bik-
armeistaraliði Keflavíkur og
Darrell Lewis úr Grindavík
létu mikið að sér kveða með
liðum sínum í vetur.
Eigum ennþá
mikið inni
„MÉR fannst vanta of mikið hjá okkur í þessum leik. Sóknin var
fremur stirð hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleiknum og við eigum
mjög mikið inni ennþá og það er ekki spurning að við ætlum okkur
áfram í úrslit og vinnum heima á sunnudaginn,“ sagði Óskar Bjarni
Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir að ÍR-ingar höfðu jafnað metin
í einvígi félaganna í undanúrslitum í handknattleik karla.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
LETTAR eru mjög áhyggjufullir
vegna meiðsla sóknarmannins Mar-
ians Pahars og telja óvíst að hann
verði klár í slaginn með Lettum í úr-
slitakeppni Evrópumótsins sem
fram fer í Portúgal í júní. Pahars,
sem leikur með Southampton, kom
inná sem varamaður í leik Letta og
Íslendinga í fyrrakvöld en þurfti að
fara af velli nokkrum mínútum síðar
vegna meiðsla.
PAHARS, sem nýkominn var aftur
á ferðina og skoraði eina mark
Southampton í 2:1 ósigri gegn Bolt-
on um síðustu helgi, meiddist á nára
og óttast Aleksandrs Starkovs,
þjálfari Letta, að Pahars kunni jafn-
vel að missa af EM sem yrði gríð-
arlegt áfall fyrir lið Letta.
SUNDKAPPINN Mark Spitz, sem
vann til sjö gullverðlauna á Ólympíu-
leikunum 1972, sagði í samtali við út-
varp BBC í gær að svo gæti farið að
Bandaríkin hættu við að senda
keppendur á Ólympíuleikana í
Aþenu í sumar, vegna ótta við
hryðjuverk. Spitz sagði að stjórn
Bush Bandaríkjaforseta myndi
sennilega ekki vilja hætta lífi banda-
rískra íþróttamanna enda væru for-
setakosningar í nóvember.
BIRMINGHAM vill fá Alan Smith,
framherja Leeds United, í sínar rað-
ir fyrir næstu leiktíð en Smith hefur
gefið það út að hann telji afar ólík-
legt að hann verði áfram í herbúðum
Leeds. Forráðamenn Birmingham
eru sagðir reiðubúnir að punga út 7
milljónum punda fyrir Smith en full-
víst má telja að fleiri félög eigi eftir
að falast eftir Smith, sem er 23 ára.
MARION Jones og Tim Montgom-
ery verða ekki meðal keppenda á
Grand Prix-frjálsíþróttamótinu sem
fram fer í Japan um aðra helgi. Turt-
ildúfurnar ætla hins vegar að keppa
á móti á Jamaíku daginn áður. Í síð-
ustu viku var sagt frá meintu sam-
bandi þeirra við Victor Conte, sem
framleiðir lyf sem auka á getu
íþróttamanna og hermdu fréttir að
Conte hefði sagt að hann hefði gefið
þeim slík lyf. Íþróttamennirnir og
Conte neita því alfarið.
KOBE Bryant fór fyrir LA Lakers
í sigri liðsins á Houston, 97:78, í úr-
slitakeppni NBA-deildarinnar í
körfuknattleik í fyrrinótt. Með sigr-
inum tryggði Lakers sér sæti í und-
anúrslitum vesturdeildarinnar og
andstæðingar liðsins þar verða
meistarar San Antonio Spurs sem
slógu Lakers út á síðustu leiktíð og
bundu þar með enda á þriggja ára
sigurgöngu Lakers í NBA-deildinni.
BRYANT skoraði 31 stig og tók 10
fráköst og áttu liðsmenn Houston
engin svör við stórleik hans. Karl
Malone átti einnig mjög góðan leik,
skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 5
stoðsendingar. Shaquille O’Neal
skoraði 12 stig og tók 9 fráköst.
FÓLK