Morgunblaðið - 02.05.2004, Qupperneq 1
sitt á þessa leið:
„Ja, hérna. Hvað
gerum við núna?“
þegar ljóst var í
hvað stefndi.
Haustið 1995
höfðu ýmsir
helstu banda-
menn Ólafs farið
að ræða pólitíska
framtíð hans eftir
að hann léti af for-
mennsku í Alþýðubandalaginu.
Grundvöllur nýrrar innkomu
Heimildir meðal samverkamanna
útiloka ekki að sjálfur hafi hann orðið
fyrstur til að viðra þá hugmynd að
bjóða sig fram til forseta. Hugmyndin
kom til umræðu m.a. í hópi í kringum
Einar Karl Haraldsson, Svan Krist-
jánsson og Mörð Árnason. Þeir sáu í
framboði til forseta „grundvöll undir
nýja innkomu í stjórnmálin“, eins og
Einar Karl, sem nú er varaþingmaður
Samfylkingarinnar, orðar það, jafnvel
þótt það fengi aðeins 20–30% fylgi;
slíkt hafi nægt t.d. Albert Guðmunds-
syni til að endurnýja pólitíska stöðu
sína.
HUGMYNDIN að framboði Ólafs
Ragnars Grímssonar til embættis
forseta Íslands virðist hafa verið póli-
tísk tilraun, sem leiddi til annarrar
niðurstöðu en til var stofnað. Þegar
hann tilkynnti framboð sitt formlega
28. mars 1996 reiknuðu hvorki hörð-
ustu stuðningsmenn hans né and-
stæðingar með að hann fengi nægi-
legt fylgi til að eiga möguleika á að
hljóta kosningu. Framboðið var hugs-
að sem pólitískt baráttutæki fyrir
hans hönd, sameiningarmálstaðar
vinstri manna og áframhaldandi þátt-
töku hans í landsmálapólitíkinni. Það
hafi átt að verða eins konar varða á
sameiningarleið sem stuðningsmenn
hans, og væntanlega einnig hann
sjálfur, sáu framundan, ferli sem síð-
ar lauk með stofnun Samfylkingar-
innar.
Þetta kemur m.a. fram í fyrri hluta
umfjöllunar Árna Þórarinssonar í
Tímariti Morgunblaðsins í dag um að-
draganda forsetaframboðs Ólafs og
átta ára embættisferil. Í könnunum
hélst fylgi Ólafs nokkuð stöðugt frá
því um miðjan maí, eða kringum 40%.
Fylgið kom Ólafi í opna skjöldu og
mun hann hafa sagt við samstarfsfólk
Einar Karl segir að þeir félagar
hafi litið svo á að framboð Ólafs til for-
seta hafi einnig verið „góð leið til að
halda saman því fólki sem hafði áhuga
á að sameina vinstrimenn. Við litum
svo á að Ólafur Ragnar hlyti að verða
einn af burðarásunum í þeirri fram-
tíðarsýn. Og sjálfur leit hann á það
sem sitt hlutverk.“ Ekki hafi þurft að
beita hann fortölum til að gefa kost á
sér í forsetaembættið þótt það þætti,
samkvæmt hefð, ekki sérlega at-
kvæðamikið. „Þar sem hann var á
hverjum tíma var merkilegasti vett-
vangurinn, fannst honum,“ segir Ein-
ar Karl og bætir við síðar: „… væri
Ólafur Ragnar kjörinn forseti Íslands
yrði það embætti í hans huga aðal-
embættið í landinu. Stjórnmálamenn
eru yfirleitt þess eðlis að þeir sækjast
eftir ýtrustu völdum; annars væru
þeir á niðurleið. Ef hann næði kjöri
leit hann á forsetaembættið sem leið
til að halda áfram í pólitík, enda er
það auðvitað pólitískt embætti.“
Svo fór að tæplega 70 þúsund ís-
lenskir kjósendur kusu Ólaf Ragnar
Grímsson. Og nú hefur hann boðið sig
fram til forseta þriðja kjörtímabilið í
röð.
Mikið fylgi í aðdraganda forsetakosninganna sumarið
1996 kom Ólafi Ragnari Grímssyni í opna skjöldu
Framboðið var hugsað
sem pólitískt baráttutæki
Ólafur Ragnar
Grímsson
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Tíu mínútna hamingja daglega Dagur í lífi popp-
stjörnu Nautnin í fyrirrúmi Atvinna | Lognmolla í umræðum
um atvinnumál Hvað gerir flugvirki?
STOFNAÐ 1913 119. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ráma röddin
hljómar
Kris Kristofferson ræðir um
sönginn og kvikmyndirnar | 10
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
BRESKA varnarmálaráðuneytið
hefur hafið rannsókn á ásökunum
um að breskir hermenn hafi pyntað
íraskan fanga sem handtekinn var
fyrir þjófnað nálægt borginni Basra í
Suður-Írak.
Breska dagblaðið Daily Mirror
birti myndir þar sem hermenn sáust
berja fangann til óbóta og niður-
lægja hann, meðal annars með því að
kasta af sér vatni á hann. Breskir
hermenn afhentu blaðinu myndirnar
og sögðu að þeim hefði ofboðið með-
ferðin á fanganum sem hefði verið
kvalinn í átta klukkustundir. Her-
mennirnir hefðu hótað honum lífláti,
kjálka- og tannbrotið hann. Að lok-
um köstuðu þeir honum út úr bíl á
ferð og athuguðu ekki hvort hann
hefði dáið.
Hermennirnir sögðust hafa afhent
myndirnar til að sýna hvers vegna
hernámsliðið í Írak mætti svo harðri
andstöðu í landinu. Slíkt athæfi
græfi undan tilraunum hernámsliðs-
ins til að vinna hugi og hjörtu Íraka.
„Ekki hæfir til að klæðast
herbúningnum“
Breska varnarmálaráðuneytið og
sir Mike Jackson, yfirmaður breska
heraflans, fordæmdu framferði her-
mannanna. „Verði þetta sannað er
þetta hræðilega athæfi ekki aðeins
lögbrot heldur brýtur það einnig
gegn ströngum hegðunarreglum
hersins. Rannsókn hefur þegar verið
hafin á þessum ásökunum. Illvirkj-
arnir eru ekki hæfir til að klæðast
breska herbúningnum.“
Jackson bætti þó við að ekki ætti
að dæma allt hernámsliðið í Írak af
framferði fárra hermanna.
Áður höfðu myndir af föngum,
sem bandarískir herlögreglumenn
pyntuðu og auðmýktu, vakið hörð
viðbrögð víða um heim.
Bretar hefja rann-
sókn á pyntingum
AP
Forsíða Daily Mirror í gær með
mynd af fanga sem breskir her-
menn eru sagðir hafa pyntað.
London. AFP.
ÞESSIR kiðlingar, sem Laufey Karítas og Arnar Elí klappa svo blíð-
lega, komu í heiminn í Húsdýragarðinum í síðasta mánuði. Þau heita
Pjakkur og Perla og virðast kunna athyglinni vel. Alls eru þrír kið-
lingar í garðinum, Píla, sem er elst kiðlinganna, fæddist með hjarta-
galla en hefur nú bæst í hópinn þar sem hjartað hefur þroskast betur.
Sauðburður hófst fyrir viku, þá komu hrútur og gimbur, sem ekki
hefur verið gefið nafn enn þá. Sæunn Jóhannesdóttir fræðslufulltrúi
segir að von sé á fleiri lömbum og þau muni líklega vera ansi skraut-
leg þar sem um blöndu af forystukyni sé að ræða.
Kiðlingarnir og lömbin veki mikla kátínu hjá börnum og eins virðist
dýrin vera ánægð með lífið og tilveruna. Þau hoppi og skoppi af gleði
og séu alltaf til í smáklapp og knús frá börnunum.
Morgunblaðið/Golli
Fjölgun í Húsdýragarðinum
AÐ MINNSTA kosti sex Vesturlandabúar,
þeirra á meðal Bandaríkjamenn, biðu bana í
árás í bænum Yanbu í Sádi-Arabíu í gær, að
sögn vestrænna stjórnarerindreka. Sádi-arab-
ískir fjölmiðlar sögðu að þrír árásarmenn hefðu
verið skotnir til bana þegar lögreglumenn
veittu þeim eftirför.
Fyrstu fregnir hermdu að árásarmennirnir
hefðu ráðist inn á skrifstofu þar sem Vest-
urlandabúar starfa og hafið þar skothríð. Þeir
hefðu síðan flúið inn í íbúðahverfi og skotið á
vestrænar verslanir og veitingahús, meðal ann-
ars McDonalds. Árásin var gerð í bænum
Yanbu á vesturströnd Sádi-Arabíu, við Rauða-
haf.
Þrír árásarmenn féllu
Sádi-arabíska ríkissjónvarpið hafði eftir emb-
ættismanni í innanríkisráðuneytinu í Riyadh að
fjórir tilræðismenn hefðu flúið á stolnum bíl.
Lögreglumenn hefðu veitt honum eftirför, skot-
ið þrjá mannanna til bana og handtekið þann
fjórða.
„Bandaríkjamenn eru á meðal fórnarlamb-
anna,“ sagði talsmaður bandaríska sendiráðsins
í Riyadh. Sádi-arabíska lögreglan vildi ekki
veita upplýsingar um málið.
Sjónarvottar sögðu að lögreglan hefði sett
upp vegatálma víða í borginni til að stöðva bíla
og leita í þeim.
Haft var eftir sjónarvottum að einn tilræð-
ismannanna hefði sprengt sig í loft upp í árás-
inni en það var ekki staðfest.
Árás á Vest-
urlandabúa í
Sádi-Arabíu
Riyadh. AFP, AP.