Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 5

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 5
M B -0 2- 05 -2 00 4- 1- 1- B A K SV -1 -g rg - C M Y K FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Klukkan er ellefu á föstudagsmorgni. Óþreyjufullur maðurrýnir inn um gluggann á Kaffi Austurstræti. Hann bíðurþess það opni. Og fleiri bíða með honum. Bíða þess það opni.Bíða ... bíða ... Klukkan er tólf á föstudegi. Ýmist kaffibolli eða bjór á borðum. Undir mynd með áletruninni: „Drottinn blessi heimilið“. Fyrir mörgum er Kaffi Austurstræti einmitt það, – heimili. Hingað leita þeir á milli þess sem sofið er í gistiskýlum úti í bæ og/eða snætt hjá hjálparstofnunum. Klukkan er eitt á föstudegi. „Halló, halló, staldraðu við,“ glymur í Agli Ólafssyni. Ungur maður trommar með fingrunum á barborðið. Allt gengur sinn vanagang. Lögreglubifreið rennir framhjá og hægir ferð- ina við Kaffi Austurstræti. Fastagestirnir tínast smám saman inn á staðinn. Hrókslegur maður hallar sér yfir barborðið og kallar: – Hann var að bjóða mér í skák. Ég ætla að máta hann í fyrsta leik. Hvernig á ég að stilla upp þannig að ég máti hann? – Þið eruð ekki börn; það þarf ekki að stilla upp fyrir ykkur, svarar barstúlkan höstum rómi. Hún er varla mikið eldri en tvítug. Skömmu síðar heyrist þegar taflmennirnir dreifast um allt gólf. Þannig er mönnum á stundum raðað upp á Kaffi Austur- stræti. Klukkan er tvö á föstudegi. Barstúlkan tekur fjórðu mentólspritt- flöskuna af þeim sem sitja við taflborðið. Einn þeirra gengur að barn- um. Barstúlkan byrstir sig og segir: – Renndu nú upp buxnaklaufinni og gakktu í nærbuxum! – Hann er að bíða eftir rétta tækifærinu, er kastað fram í glettni. Stemningin er svolítið eins og í Staupasteini. Menn hafa yndi af því að kasta hnútum á milli sín, – þó í mesta sakleysi. Starfsfólkið öllu vant og tekur þátt í ýfingunum. – Það er bannað að reykja í vinnunni, segir maðurinn áminnandi og er búinn að renna upp buxnaklaufinni. – Þú ert ekki pabbi minn, svarar barstúlkan. – Nei, en ég er mamma þín, segir ljóshærð kona á besta aldri. Í þessu samfélagi gerir fólk mikið af því að kalla sig pabba þessa og mömmu hins, án þess mikil alvara búi að baki. Bara væntumþykja. Konan hvísl- ar því að blaðamanni að hún komi aðeins einu sinni í mánuði á Kaffi Austurstræti. Á barnum er mynd af fastagestum. Og hún þar á meðal. Klukkan er þrjú á föstudegi. Blaðamaður er sestur að tafli. Hann hef- ur tekið að sér að hefna taps Fúsa, sem kann honum svo miklar þakkir fyrir að hann kyssir hann á kinnina. Hann kallar blaðamann Skarphéðin Njálsson og ræðir um fátt annað en Njálu upp frá því. Klukkan er fjögur á föstudegi. „Við stöndum þétt saman; við snúum bökum saman,“ syngur Egill Ólafsson. Tveir lögregluþjónar eru inni á staðnum, annar stendur við barinn og er í kumpánlegum samræðum við bargestina. Lögreglan lítur víst við að minnsta kosti einu sinni á dag. Nýr gestur birtist í dyrunum og hrópar í hrifningu sinni: – Er lögreglan á fylliríi hérna!? Blaðamaður er í þungum þönkum yfir taflborðinu. Hann er að tapa fyrir manni, sem segist vera búinn að drekka sleitulaust í tvo mánuði. – Ég get vottað það að hann hefur varla sofið í þrjár vikur, segir Fúsi. Í kringum taflborðið hafa safnast fleiri og hefur hver sína skoðun á stöðunni. Yfir daginn hefur raunar hver á fætur öðrum sest gegnt blaðamanni við taflborðið og sýnt tilþrif sem eru aðeins á færi þaul- vanra skákmanna. Einn tapaði þó tveim skákum, en sagði síðan ísmeygilega: – Það gæti verið að ég tefldi betur ef við legðum 500 krónur undir? Klukkan er fimm á föstudegi. Einn gesturinn sefur fram á barborðið. Farsíminn hringir látlaust, en hann rumskar ekki. Hann er í félagsskap þekktra flakkara, sem prýða veggina, s.s. Jóns söðuls, Sæfinns með 16 skó, Jóns sinneps og Dabba í Nesi. Síðan kemur innrömmuð mynd af forsetahjónunum. Skyndilega byrjar maðurinn sem sefur á barstólnum að hallast aftur og blaðamaður rétt nær að grípa hann áður en hann dettur á gólfið. – Hann er að detta, segir blaðamaður. – Hann er vanur, segir barþjónninn. Og það má sjá að maðurinn hefur dottið áður í lífinu. Það var fyrir nokkrum árum að Kaffi Austurstræti varð aðsetur heimilislausra, en um það leyti varKeisaranum lokað. Lífssaga fólksins sem sækir staðinn er misjöfn og hefur það fengið sinn slurk af gæfu og ógæfu. Fyrir þá sem reka staðinn er það meira en venjuleg vinna, því tengslin verða óhjákvæmilega nánari heldur gengur og gerist á öld- urhúsum. Maðurinn á barstólnum er vaknaður og segir ábúðarfullur við blaðamann: – Jesús breytti vatni í vín. Síðan hafa þau breytt vatni í vín. – Ef maður lærir eina lexíu, segir eigandinn, þá er það fyrirgefningin. Því maður gæti ekki umgengist þetta fólk án þess að vera stöðugt að fyrirgefa því. Klukkan er sex á föstudegi. Fyrir utan Kaffi Austurstræti er verið að dimmittera. Þar ganga nemendur á leið út í lífið íklæddir bjórdósum. Og fylla innyflin af bjór. Morgunblaðið/Kristinn Teflt á hvítum og svörtum reitum SKISSA Pétur Blöndal varði föstu- degi á Kaffi Austurstræti SÓLHEIMAR efna í samstarfi við félagsmálaráðuneytið til fræðslu- fundar um atvinnumál og starfsþjálf- un fatlaðra í Sesseljuhúsi að Sól- heimum nk. þriðjudag. Á fundinum flytja erindi Hans Clauss, forstöðumaður frá Marli í Þýskalandi, sem fjallar um skipulag atvinnumála og starfsþjálfun fatl- aðra í Þýskalandi, og Arne Hansen, tæknifræðingur og fyrrverandi for- stöðumaður hæfingarstöðvar fatl- aðra í Svendborg í Danmörku, sem fjallar um sama málaflokk þar í landi. Fulltrúi ráðuneytisins á fundinum verður Þór Þórarinsson, skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá Sólheimum segir að Hans og Arne hafi báðir áratuga reynslu af starfsþjálfun og atvinnu- málum fatlaðra. Fundurinn hefst kl. 13.30. Þátt- taka er ókeypis og öllum heimil en tilkynna ber um þátttöku í s. 480 4400 eða með tölvupósti: jo- hanna@solheimar.is. Atvinnumál fatlaðra rædd á Sólheimum SAMANLÖGÐ hrein eign Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) nam skv. ársreikningum sjóð- anna 159,2 milljörðum króna í árslok 2003, þar af námu eignir LSR 146,3 milljörðum króna og eignir LH 12,9 milljörðum. Eignir sjóðanna í árslok 2002 námu 126,6 milljörðum og hækkuðu því um 32,6 milljarða á árinu 2003 eða um 25,7%. Mikla aukningu eigna milli ára má m.a. rekja til góðrar ávöxtunar, segir í frétt frá félögunum. Af eignum LSR í árslok 2003 námu eignir B-deildar 108,2 milljörðum króna eða 74% af eignum LSR, eignir A-deildar námu 35,4 milljörðum í árslok. Eignir LSR jukust um 30,1 milljarð á árinu 2003, þar af jukust eignir B-deildar um 18,1 milljarð og eignir A-deildar um 11,1 milljarð. Eignir Séreignar LSR voru 2.326 millj. kr. í árslok 2003 og jukust þær hlutfallslega mest milli ára eða um 59%. Undanfarin 10 ár, eða frá árslok- um 1994 til loka árs 2003, hafa eignir LSR og LH aukist úr 23,9 milljörð- um króna í 159,2 milljarða. Aukning eigna hefur verið sérstaklega mikil undanfarin fimm ár. Stafar það m.a. af innborgunum ríkissjóðs inn á skuldbindingar sínar við B-deild LSR og LH, tilkomu A-deildar LSR þar sem iðgjaldaprósentan er hærri og iðgjald greitt af öllum launum og uppgjörum launagreiðenda á skuld- bindingum sínum við B-deild LSR. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga skiluðu mjög góðri afkomu í fyrra Samanlagðar eignir hafa aukist um 25,7% SJÖ þúsund króna hámarksverðlaun verða greidd fyr- ir hvern unninn ref árið 2004 samkvæmt auglýsingu umhverfisráðuneytisins sem birt er í Lögbirtingablaði 28. apríl. Fyrir yrðlinga eru greiddar 1.600 krónur á dýr. Þá eru greiddar 3 þúsund krónur fyrir hvern unninn mink. Tímakaup ráðinna veiðimanna eru 650 krónur á tímann og fyrir akstur eru greiddar 50 krónur á km. Um er að ræða sömu taxta og í fyrra samkvæmt upplýsingum umhverfisráðuneytisins. Endurgreiðsla ríkisins til sveitarfélaga vegna refa- veiða miðast að hámarki við 50% af ofangreindum verðlaunum eða af lægri upphæð sem sveitarfélög kunna að ákveða sem hæfileg verðlaun fyrir unna refi í sveitarfélaginu eftir því sem fjárveitingar á fjár- lögum leyfa. Endurgreiðsla vegna minkaveiða miðast að hámarki við 50% af kostnaði við veiðarnar skv. ofangreindum viðmiðunartaxta eftir því sem fjárveitingar á fjár- lögum leyfa. Eru sveitarfélög minnt á að senda Um- hverfisstofnun umsókn um endurgreiðslur fyrir 15. október. Minkur á leið úr lífgildru út í frelsið eftir að hafa verið þátttakandi í rannsókn Náttúrustofu Vesturlands. Refaverðlaun 7 þúsund krónur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.