Morgunblaðið - 02.05.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.05.2004, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ B andaríski sveitasöngvarinn og leikarinn Kris Kristofferson er væntanlegur hingað til lands um miðjan júní og leik- ur á tónleikum í Laugardals- höll 14. júní næstkomandi. Þetta verður í annað sinn sem Kristofferson kemur hingað til lands, en hann hélt tvenna tónleika á Hótel Íslandi í nóvember 1992. Kris Kristofferson er einn af helstu tónlist- armönnum sveitatónlistarinnar, einn af þeim sem mótuðu tónlistina og kipptu henni inn í nýjan tíma á áttunda áratugnum, en hann er líka vinsæll leikari sem leikið hefur í á sjö- unda tug kvikmynda. Samherjar hans í tón- listinni hafa margir fallið frá á undanförnum árum en hann er enn í fullu fjöri, hefur aldrei haft meira að gera sem leikari að því hann segir sjálfur og segja má að hann hafi end- urvakið tónlistarferil sinn með framúrskar- andi plötum á síðustu árum Námsmaður í Oxford Kris Kristofferson fæddist 22. júní 1936. Sterk hefð var fyrir hermennsku í fjöl- skyldu Kristoffersons, faðir hans var herfor- ingi í flughernum og báðir afar hans voru hátt settir í hernum, enda segist hann hafa alist upp við það að trúa á skyldu, heiður og föð- urland, eins og hann orðar það. Sumir hafa gagnrýnt hann fyrir að mæla mót hernaðar- aðgerðum Bandaríkjanna víða um heim, en hann segir að það sé hægt að styðja her- manninn en vera á móti stríðinu. „Sumir gamlir hermenn hafa gagnrýnt mig og mér er til að mynda minnisstætt að á tónleikum eftir að ég söng á tíu ára afmælishátíð Sandinista í Nicaragua var algengt að fólk mætti með mótmælaspjöld. Ég hef þó aldrei beint gagn- rýni minni að hermönnunum sjálfum, ég veit að þeir eru bara að gera það sem þeim er sagt að gera og gera það eins vel og þeim er unnt. Mér finnst aftur á móti slæmt að þeir menn sem eru að senda þá út í stríð gerðu sjálfir allt hvað þeir gátu til að komast undan hermennsku á sínum tíma. Mér finnst það ekki nema sanngjörn krafa að þeir sem senda vilja menn í hernað hafi sjálfir nasasjón af slíku.“ Ekki var bara hefð fyrir hermennsku í fjöl- skyldunni heldur einnig fyrir íþróttaiðkun og Kristofferson keppti í hnefaleikum samhliða því sem hann lagði stund á nám í ritlist í Pon- oma-miðskólanum í Kaliforníu. Hann útskrif- aðist þaðan með láði og fékk styrk til að stunda nám í Oxford. Þar nam hann bók- menntir og enska tungu og segir það hafa verið góðan tíma, enda hafi hann lesið gríð- arlega mikið. „Einna mest áhrif á mig höfðu Shakespeare og Willam Blake, sérstaklega sá síðarnefndi, enda hafði ég aldrei lesið annað eins, hann var mikill hugsjónamaður og mikið skáld, merkilegur listamaður sem stóð fast á sínu – er nema von að fólk hafi talið hann geðveikan,“ segir Kristofferson og hlær við. Meðfram áhuga á bókmenntum hafði Krist- offerson mikinn áhuga á tónlist, eiginlega meiri en á bókmenntunum. „Mér datt þó aldr- ei í hug að ég gæti lifað af tónlistinni, fannst að fulltíða menn ættu að fást við veigameiri hluti eins og bókmenntir,“ segir hann og hlær við. Kris Carson Á meðan á náminu í Oxford stóð reyndi Kristofferson aðeins fyrir sér í tónlistinni, samdi við Paul Lincoln, ástralskan glímu- kappa og umboðsmann tónlistarmanna sem rak klúbb í Soho í Lundúnum, en hann var kallaður Doctor Death. „Hann var þá meðal annars með Tommy Steele á sínum snærum og auglýsti í blöðunum eftir listamönnum. Ég átti mikið af lögum og fór og hitti hann í von um að koma þeim á framfæri. Honum leist vel á mig, eða sagði svo í það minnsta en ég held að hann hafi verið spenntastur fyrir því að ég var Kani að læra í Oxford, það væri ágætt að auglýsa mig þannig. Ég fór svo í hljóðver með Tony Hatch [upptökustjóri og lagasmiður sem vann með Searchers, Petula Clark og David Bowie meðal annarra] og við tókum upp plötu sem átti að gefa út undir nafninu Kris Carson. Þetta var í fyrsta sinn sem ég kom í hljóðver og hann líka þó hann ætti eftir að verða frægur lagasmiður og upptökustjóri, og sem betur fer kom þessi plata aldrei út,“ segir Kristofferson og bætir svo við eftir smá þögn: „Ég ætla rétt að vona að þessar upp- tökur séu endanlega týndar.“ Kristofferson lauk mastersprófi í enskum bókmenntum frá Oxford 1960 og hugðist halda náminu áfram þar í landi. Í jólafríinu það ár brá hann sér heim til Kaliforníu og endurnýjaði kynni við gamla kærustu sem varð til þess að þau ákvaðu að stofna heimili saman, hann hætti í náminu og gekk í herinn, en hann var þá búinn að fá kvaðningu nokkru áður en fékk frest á meðan hann var í námi. Gafst upp á tónlistinni Næstu árin var Kristofferson í hernum, þyrluflugmaður og náði kapteinstign. Hann segist þá hafa verið búinn að gefa upp alla von um að hann gæti samið tónlist af viti. Eft- ir þjálfun var hann sendur til Þýskalands og þar stofnaði hann hljómsveit sem lék aðallega gamansamar útgáfur af sveitasöngvum með textum sem fjölluðu um lífið í hernum. Eins og Kristofferson rekur söguna var hann sáttur við að vera í hernum, kominn með konu og dóttur, og var búinn að ráða sig í kennslu við West Point herskólann heima í Bandaríkjunum. Smám saman kviknaði þó löngunin til að gera meira en spila lög eftir aðra, löngun til að skapa eitthvað sjálfur. „Ég áttaði mig smám saman á því að eina leiðin til að gera eitthvað skapandi væri að semja lög,“ segir hann og hljómsveitin tók að spila stöku lög eftir hann á böllum. Einn félaga hans taldi hann á að senda nokkur lög til manns sem hann þekkti í Nashville, lagasmiðsins Mari- john Wilkin, og sá hvatti Kristofferson til að halda áfram að semja. Til Nashville 1965 var komið að því að Kristofferson héldi til West Point í kennsluna en áður en að því kom fékk hann tveggja vikna leyfi. Fríinu eyddi hann með Wilkin í Nashville og fékk þá bakteríuna fyrir alvöru, sagði sig úr hernum og settist að í Nashville með fjölskylduna. Kristofferson samdi við Wilkin, sem þá var búinn að stofna útgáfufyrirtæki, og var ráðinn sem fastur lagasmiður með lítilræði í laun á mánuði. Kristofferson þurfti að vinna með lagasmíðunum til að framfleyta fjölskyldunni, starfaði sem þyrluflugmaður, barþjónn, hús- vörður, skúringamaður og svo má telja. Meðal annars var hann við hreingerningar í hljóð- verum í Nashville og kynntist þá mörgum af þeim mönnum sem áttu eftir að reynast hon- um vel, helstum Johnny Cash og Willie Nel- son. „Þetta var ekki erfiður tími fyrir mig, en aftur á móti erfiður tími fyrir fjölskylduna, ekki síst það að flytja úr örygginu í hernum í óvissuna í Nahville, fjárskort og hark. Ég skemmti mér konunglega, fannst frábært að vera að semja lög og reyna að koma þeim áleiðis og að kynnast tónlistarmönnum sem ég hafði hlustað á árum saman. Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um dagana og allir í kringum mig héldu að ég væri genginn af göflunum. Það tók mig líka fjögur ár áður en ég fór að ná nokkrum árangri og ég hefði ekki haldið það út ef ekki hefði verið fyrir velvilja Johnny Cash og Will- ie Nelson sem hvöttu mig áfram og gáfu mér sjálfstraustið sem þurfti. Ráðsettir lagasmiðir í Nashville tóku mér líka vel, kenndu mér margt og gáfu mér góð ráð þó segja megi að ég hafi verið að reyna að velta þeim úr sessi,“ segir Kristofferson og hlær við. Baslið reyndi svo um munaði á sambandið milli hjónanna og svo fór að Kristofferson skildi við konu sína. Hann giftist síðan söng- konunni Ritu Coolidge 1973, en þau slitu sam- vistum 1979. Núverandi konu sinni, lögfræð- ingnum Lisa Meyers, giftist Kristofferson 1983. Þau eiga fimm börn, en hann átti þrjú fyrir. Söngvarinn Kris Kristofferson Smám saman vann Kristofferson sér orð sem lagasmiður. Fyrstu árin voru erfið eins og getið er, og 1969, eftir fjögurra ára streð, hafði Kristofferson aðeins komið þremur lög- um inn á sveitasöngvalistann. Þá um haustið fóru hlutirnir aftur á móti að ganga betur, sveitasöngvastjarnan Roger Miller tók upp lag eftir Kristofferson, Me and Bobby McGee, sem komst hátt á sveitasöngvalistanum og einnig á popplistum. Miller tók það lag því með á næstu breiðskífu sinni og tvö lög til. Um líkt leyti gerði Kristofferson annan út- gáfusamning og nú sem söngvari. Kristofferson er nokkuð sérstakur söngv- ari, svo ekki sé meira sagt, með brotna og ráma rödd. Hann segist ekki hafa gert sér neinar grillur um að hann gæti sungið og meira að segja hafi menn ekki viljað að hann syngi lögin sín inn á kynningarband sjálfur, heldur var ráðinn til þess maður. „Eitt sinn er ekki voru til peningar til að ráða söngvara tók ég það að mér og í framhaldi af því fór ég að syngja meira opinberlega.“ Fyrsta sólóskífan hét einfaldlega Kristoff- erson og kom út 1970. Næstu ár voru Krist- offerson góð að því hann segir sjálfur, sífellt fleiri tóku upp lög hans og hann naut sívax- andi hylli sem söngvari sem gerði meðal ann- ars að verkum að hann gat helgað sig tónlist- inni. Á þessum tíma átti sér stað endurnýjun í sveitatónlistinni vestanhafs, nýjar stjörnur voru að leysa þær gömlu af hólmi og þær komu inn með nýjar áherslur. Kristofferson var einn „útlaganna“, sveitasöngvara sem voru gefnir fyrir beinskeytta og jafnvel póli- tíska texta, lögin voru hrárri og harkalegri og þeir féllu ekki vel að Nashville-ímyndinni. Áhrifin komu vitanlega helst úr sveitatónlist- inni, en líka úr rokkinu og þjóðlagatónlist. Út- lagarnir hrintu af stað ákveðinni naflaskoðun, voru umdeildir og jafnvel útilokaðir frá sum- um tónleikastöðum og útvarpsrásum í Nash- ville, en þeir áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun sveitatónlistarinnar og sú endurnýjun sem fylgdi í kjölfar þeirra skilaði sér meðal annars í því að sveitatónlist hélt velli sem vin- sælasta tónlistarform Bandaríkjanna. Helstu útlagarnir voru þeir Waylon Jenn- ings, Willie Nelson, Billy Joe Shaver, Hank Williams Jr., Mickey Newbury og Kris Krist- offerson. Kristofferson vill þó ekki gera of mikið úr þætti sínum í innrás útlaganna, segir að menn séu að þakka honum ýmislegt sem aðrir eigi frekar. „Bob Dylan hafði mikil áhrif á mig og þegar ég samdi til dæmis Help Me Make it Through the Night, sem hneykslaði marga í Nashville, var ég ekki svo ýkja langt frá I’ll Be Your Baby Tonight eftir Dylan. Ekki má svo gleyma mönnum eins og Roger Miller og Johnny Cash, þeir voru hetjurnar, ekki ég.“ Kvikmyndirnar kalla Um líkt leyti og Kristofferson var búinn að hasla sér völl sem söngvari bauðst honum smáhlutverk í kvikmyndinni The Last Movie sem Dennis Hopper leikstýrði, en í myndinni syngur hann eitt laga sinna. Myndin var frumsýnd 1971 og þó hún hafi fengið frekar slæma dóma þótti hann standa sig prýðilega og fékk veigameira hlutverk í annarri mynd, Cisco Pike, sem frumsýnd var 1972 og næstu árin fóru meira og minna í kvikmyndaleik þó Kristofferson hafi sent frá sér plötur nánast á hverju ári. Myndirnar sem hann lék í fengu misjafna dóma, en það segir sitt um það hvaða álit menn höfðu á honum sem leikara að hann starfaði með mörgum af merkustu leikstjórum þeirra tíma. Ekki hefur Kristofferson vantað verkefni á kvikmyndasviðinu, hefur leikið í á sjöunda tug mynda, þar af þrettán sjónvarpsmyndum. Undanfarið segist hann hafa haft í nógu að snúast, sé að leika í einum fimm eða sex myndum, en þó finnist sér sem menn séu hættir að senda honum nógu bitastæð hlut- verk. „Ég er kannski að verða of gamall fyrir þetta,“ segir hann og hlær. Meðfram kvikmyndaleiknum hélt hann áfram að semja tónlist og taka upp, þó heldur hafi dregið úr plötuútgáfunni frá miðjum ní- unda áratugnum fram á þann tíunda. Hann segist gjarnan hafa viljað gefa út fleiri plötur, átti til nóg af lögum, „en ég var óheppinn með að fyrirtækið sem ég var hjá fór á hausinn og svo vissu menn ekki hvernig ætti að kynna plöturnar mínar, hvort ætti að selja þær sem sveitasöngva, mótmælasöngva eða bara þjóð- lagatónlist. Lögin mín hættu líka að heyrast í Útlaginn með rá Sveitasöngvarinn og leikarinn Kris Kristofferson, sem er einn af helstu tónlistarmönnum sveitatónlistarinnar, heldur tónleika hér á landi í næsta mánuði. Árni Matthíasson ræddi við Kristofferson sem oft er pólitískur í textasmíðum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.