Morgunblaðið - 02.05.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 11
útvarpinu og það var óneitanlega orðið ansi
erfitt að finna útgefanda og mér leið nánast
eins og ég hefði ekkert að segja sem menn
vildu heyra.“
Æ pólitískari
Eitt af því sem skildi útlagana frá hefð-
bundnum sveitasöngvurum var að þeir beindu
sjónum útávið í textum sínum; í stað þess að
syngja um ást og brostnar vonir sungu þeir
um þjáningu og böl, glímuna við efann, fólk
sem orðið hafði útundan í lífinu og beindu
sjónum sínum gjarnan að því sem þeim þótti
fara miður í þjóðfélaginu. Í gömlum textum
Kristoffersons má einmitt oft greina sjón-
armið sem kölluð voru vinstrimennska vest-
anhafs og það ágerðist á níunda áratugum. Á
plötunni Repossessed, sem kom út 1986 og
var fyrsta sólóskífa hans í sex ár, söng hann
þannig um íhlutun bandarískra stjórnvalda í
mál í Suður- og Mið-Ameríku og um Gandhi,
Krist og Martin Luther King.
Næsta plata á eftir, Third World Warrior,
var enn pólitískari, en á henni syngur hann
um Nelson Mandela og baráttu vinstri manna
í Mið-Ameríku, lýsir meðal annars yfir stuðn-
ingi við Sandinista í Nicaragua. Það hafði sitt
að segja með það að stöðugt erfiðara var fyrir
Kristofferson að komast að í útvarpi og þá um
leið erfiðara fyrir hann að kynna plötur sínar.
Það hallaði líka stöðugt undan fæti í plötusöl-
unni hjá honum á tíunda áratugnum, en þar
skipti eflaust líka máli að hann var mjög upp-
tekinn við kvikmyndaleik, sérstaklega eftir að
hann lék í Lone Star, en frammistaða hans
þar varð til þess að tilboðum rigndi yfir hann.
Ameríska martröðin
Á síðasta ári kom út platan Broken Free-
dom Song sem er með hans bestu verkum,
mjög pólitísk og skemmtileg. Gott dæmi um
textana á plötunni er lagið The Circle sem
segir frá því er Bandaríkjamenn skutu eld-
flaugum á Bagdad til að hefna fyrir meint
banatilræði við George Bush, fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna, og ein flauganna lenti á
húsi íraskrar listakonu, Layla al-Attar, eins
helsta listamanns þjóðarinnar, drap hana og
eiginmann hennar og særði börn þeirra. Sam-
an við þá frásögn fléttar hann svo svipmynd-
um af fólki í Argentínu sem er að leita ætt-
ingja sinna sem herforingjastjórnin, sem naut
velvildar stjórnvalda í Bandaríkjunum, hafði
rænt og myrt. „Öll þekkjum við ameríska
drauminn, en fæstir átta sig á að hann er að
nokkru leyti martröð þar sem peningar skipta
meira máli en mannslíf,“ segir Kristofferson
og er nú þyngra í honum. „Mér rennur blóðið
til skyldunnar að tala um það sem stjórnvöld
okkar eru að aðhafast og syngja um það þó
það hafi kannski ekki gert ferlinum gott,
sumar útvarpstöðvar neita nú að spila lögin
mín og það gerist iðulega að fólk mótmælir
fyrir utan tónleikastaði.“
Kristofferson segist ætla að spila ný lög á
tónleikunum í Höllinni í bland við perlur frá
ferlinum en einnig eldri lög sem menn þekkja
kannski ekki svo vel. Hann á góðar minningar
frá því er hann lék á Hótel Íslandi fyrir ára-
tug og segist hlakka mikið til að koma hingað
aftur.
Börnin það eina sem einhvers er virði
Í á annan áratug hefur Kristofferson búið í
smábæ á Hawaii, segist hafa flutt þangað til
að leyfa börnum sínum að alast upp í nátt-
úrulegu umhverfi en ekki í geggjun stórborg-
arinnar. „Þegar þau voru yngri fóru þau ber-
fætt í skólann og hér er skammt í náttúruna,
skóg og strönd,“ segir hann og bætir við að
hugsanlega hefði hann kunnað því illa að búa í
svo rólegu umhverfi er hann var yngri, þá
vildi hann hafa fjörið sem mest. „Það er ekki
svo margt sem maður saknar í dag, ég kann
því mjög vel að stíga út úr argaþrasinu og
halda heim og eyða tíma með börnum mínum
og barnabörnum.“
Þó Kristofferson hafi gengið býsna vel sem
tónlistarmaður þá hefur honum gengið enn
betur sem lagasmiður því varla verður tölu
komið á þá listamenn sem sungið hafa lög eft-
ir hann inn á vinsældalista. Sem dæmi má
nefna John Denver, Bob Dylan, Everly
Brothers, Bryan Ferry, The Grateful Dead,
Al Green, Isaac Hayes, Janis Joplin, Jerry
Lee Lewis, Roger McGuinn, Roy Orbison,
Elvis Presley, Carly Simon, Tina Turner,
Dean Martin, Frank Sinatra, Arthur Lyman,
Ronnie Hawkins, Irma Thomas, Merle Hagg-
ard, Acker Bilk, Brenda Lee, Sammy Davis
Jr., Glen Campbell, Johnny Cash, Waylon
Jennings, Chris Hillman, Loretta Lynn, Rog-
er Miller, Willie Nelson, Ray Price, Kenny
Rogers, Ray Stevens, Jerry Jeff Walker,
Hank Williams Jr., Joan Baez, Leo Kottke,
Chet Atkins, John Holt, Shawn Mullins, Al
Green, Tom Jones og svo má lengi telja enda
skipta upptökur af lögum hans hundruðum.
Hvað lögin sjálf varðar má nefna helst Me
and Bobby McGee, sem fjölmargir hafa komið
inn á ólíka vinsældalista, Sunday Mornin’
Comin’ Down, Help Me Make It Through the
Night, Loving Her Was Easier (Than Any-
thing I’ll Ever Do Again), Josie og Why Me.
Ekki vill Kristofferson þó gera of mikið úr
velgengni og vinsældum. „Ég er kannski
þekktur sem söngvari og jafnvel enn þekktari
sem leikari en það eina sem eftir mig liggur
og einhvers er virði er börnin mín.“
mu röddina
arnim@mbl.is
’Það er ekkert sem þarf að komamönnum á óvart; stjórnvöld í landinu
töldu að samþjöppun á fjölmiðlamarkaði
væri ekki æskileg.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra um frumvarp rík-
isstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum.
’Það er verið að tala um frjálsa fjöl-miðlun og ef þetta gengur út á það þá er
eins og menn séu í einhverju búri og
skynji ekki umhverfi sitt.‘Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, stærsta
einstaka hluthafans í Norðurljósum, um fjölmiðla-
frumvarpið.
’Ég er ánægður með að hafa gertþetta. Ég er ánægður með að hafa varið
tíma til þess … ég hafði gaman af því.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti á f immtudag,
eftir að hann og varaforsetinn Dick Cheney komu
fyrir nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem rann-
sakar t i ldrög og viðbrögð við hryðjuverkaárásunum
11. september 2001. Bush hafði lengi þráast við að
koma fyrir nefndina og vitnisburður þeirra Cheneys
verður ekki gerður opinber, ól íkt öðrum vitnum.
’Landlæg og útbreidd fátækt af-skræmir enn ásjónu lands vors. Við get-
um ekki kvaðst hafa endurheimt reisn
þjóðarinnar á meðan þetta ástand var-
ir.‘Thabo Mbeki , forseti Suður-Afríku, í ávarpi er hann
sór embættiseið fyrir annað kjörtímabil s itt á
þriðjudag, en þá voru t íu ár l iðin frá því að lýðræði
allra kynþátta komst á í landinu.
’Ég vil lýsa því yfir að Líbýa er ákveð-in í því og skuldbundin til að leika lyk-
ilhlutverk í því að koma á friði í heim-
inum.‘Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi , eft ir fund með
forystumönnum Evrópusambandsins í Brussel á
þriðjudag. Sagði hann að land sitt hefði haft meiri
ávinning af því að fordæma gereyðingarvopn en það
gæti haft af því að komast yfir þau.
’Einkunnir eru mælikvarði á greind íkvenleikaorðræðunni, en mælikvarðinn
í karlmennskuorðræðunni er mikil al-
menn þekking, virkni í að koma henni á
framfæri og góður árangur með lítilli
samviskusemi.‘Berglind Rós Magnúsdóttir rannsakaði leiðtoga-
hæfni meðal unglinga í bekkjardeild í grunnskóla og
komst að því að hugmyndir um sterka stöðu stúlkna
væru ef t i l vi l l ekki á rökum reistar.
’Við undirrituð ... sem sum höfumlanga reynslu af málefnum Mið-
Austurlanda ... höfum vaxandi áhyggjur
af þeirri stefnu sem þú hefur fylgt varð-
andi Írak og gagnvart deilum Ísraela og
Araba, í nánu samstarfi við Bandarík-
in.‘Úr bréfi 52 fyrrverandi sendiherra og sendimanna
Breta á erlendri grundu, þar á meðal í Tel Aviv og
Bagdad, t i l Tony Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands, sem birt var á mánudag.
’Einstakt og sögulegt tækifæri til aðleysa Kýpur-deiluna hefur farið for-
görðum.‘Kofi Annan , framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, eft ir að Kýpur-Grikkir höfnuðu sameiningu
eyjarhlutanna tveggja í þjóðaratkvæðagreiðslu um
síðustu helgi . Kýpur-Tyrkir samþykktu hins vegar
ti l lögu SÞ þar að lútandi.
’Hún er ekki gerð fyrir gagnrýnendurheldur er aðalmálið að fólk komi og sjái
hana. En góð gagnrýni mýkir allavega
fallið ef hitt bregst.‘Börkur Gunnarsson í t i lefni af lofsamlegum um-
mælum gagnrýnenda um mynd hans, Sterkt kaff i ,
sem frumsýnd var í Tékklandi á f immtudag.
Ummæli vikunnar
AP
Inngöngu fagnað
Ungir Tékkar veifa fánum Evrópusambands-
ins og Tékklands á tónleikum í tilefni af inn-
göngu landsins í ESB seint á föstudagskvöld.