Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 22

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 22
22 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-herra frestaði í síðustu vikugildistöku reglugerðar ogverðskrár lyfja sem taka skyldi gildi 1. maí. Frestun gildistök- unnar í þrjá mánuði kom í kjölfar þess að samkomulag náðist milli lyfjaverðsnefndar, Pharmaco og Samtaka verslunar og þjónustu um lækkun ýmissa samheitalyfja. Jón sagði í viðtali við Morgunblað- ið að undanfarna mánuði hafi verið unnið mikið starf að lyfjamálum í heilbrigðisráðuneytinu í því skyni að lækka lyfjakostnað ríkisins. „Það er alveg ljóst að mikill verð- munur er á lyfjum hér og í nágranna- löndunum. Sjálfvirkur vöxtur í lyfja- útgjöldum er einnig mikill, meðal annars vegna nýjunga í lyfjum. Það er gerð sú krafa til okkar í fjárlög- unum fyrir þetta ár að spara 450 milljónir á lyfjareikningi Trygginga- stofnunar ríkisins (TR).“ Leitað leiða til lækkunar Gripið hefur verið til ýmissa að- gerða til að ná markmiðum fjárlaga varðandi lyfjakostnað, bæði fyrir TR og heilbrigðisstofnanir. „Við kynntum í vetur tillögur sem sneru að okkar heilbrigðisstofnun- um. Meginþátturinn í þeim var að koma betri skikk á lyfjalista og lyfja- nefndir,“ segir Jón. Lyfjalisti er skrá yfir þau lyf sem lyfjanefnd á tiltek- inni stofnun hefur valið til notkunar. Jón segir að vilji starfsfólk stofnun- arinnar nota dýrari lyf en skráð eru á listann verði að rökstyðja það sér- staklega. En eru það ævinlega ódýr- ustu lyfin sem rata á lyfjalistana? „Nei, sú er ekki reglan,“ segir Jón. „Menn velja góð lyf sem talin eru hafa eðlilega verkun. Hins vegar er þetta svo tæknilegt og flókið mál að það geta alltaf komið upp frávik. Ein- hver sjúklingur gæti fengið auka- verkanir af lyfi á listanum og þurft þess vegna dýrara lyf, þá er ekki hægt að neita um það. Í lögum um réttindi sjúklinga stendur að það eigi að veita sjúklingum bestu mögulega lækningu. Því getum við ekki horft framhjá.“ Jón segir aðgerðir á heilbrigðis- stofnunum sambærilegar við þær sem gripið var til varðandi greiðslu- þátttöku TR í lyfjakostnaði. Svokall- aða „analog“ viðmiðun. Þá miðast endurgreiðsla lyfjakostnaðar við ódýrasta lyf í hverjum flokki. Telji læknir að sjúklingur þurfi að nota dýrara lyf, vegna aukaverkana eða þess sjúkdóms sem hrjáir sjúkling- inn, getur hann sótt um greiðsluþátt- töku í því lyfi til TR. „Þetta er afar umdeilt mál og flók- ið, eins og komið hefur fram,“ segir Jón. „En við teljum eigi að síður að þetta geti virkað. Eins að markmið- inu um eitt kerfi fyrir alla sé ekki stefnt í voða. Þetta leggur mikla ábyrgð á herðar lækna.“ Lækkun um 800 milljónir Jón telur að besta leiðin til að mæta kröfu fjárlaga um sparnað í lyfjakaupum sé að lækka verð lyfjanna. „Það reyndist svo vera að lyfjaiðnaðurinn – lyfjaframleiðendur, heildsalar og smásalar – er til við- ræðu. Ég hef átt fundi með þeim um hvort við getum náð því takmarki að lækka lyfjaverðið í heild. Að mínu mati lítur miklu betur út með það núna heldur en það gerði til dæmis á svipuðum tíma fyrir ári. Það er allt annað andrúmsloft í þeim viðræðum. Ég taldi skylt að láta á það reyna hvort við næðum ekki þessum ár- angri með því að stefna að almennum verðlækkunum. Við erum með á borðinu núna heildarlækkanir á lyfj- um upp á 800 milljónir króna á árs- grundvelli.“ – Um 63% af þeirri lækkun sem þegar er sátt um lenda hjá Trygging- arstofnun. En er þá ekki búið að mæta markmiði fjárlaga um sparnað í lyfjakaupum? „Nei, því er ekki náð vegna þess að liðnir eru fjórir mánuðir af árinu. Við þurfum að ná meiru. Ég vil taka upp viðræður og samráð um hvort ekki er hægt að ná enn betri árangri á þessu sviði. Ég hef ekki fellt reglugerðina [og verðskrá lyfja með sambærileg áhrif] úr gildi, en frestað gildistöku hennar um þrjá mánuði. Þá sjáum við betur árangurinn af þeim aðgerðum sem nú eru að komast til fram- kvæmda.“ Læknarnir eru lykilmenn – Getur þú séð hvað mun sparast í heildina, bæði innan heilbrigðisstofn- ana ríkisins og gagnvart TR? „Ég hef ekki tölur nú á reiðum höndum um það sem snýr að stofn- ununum. Sparnaðurinn upp á 800 milljónir nær yfir lyfjaverð til al- mennings. Stofnanirnar eru þar fyrir utan.“ Jón segist telja það vera al- gjört neyðarúrræði að auka greiðslu- þátttöku sjúklinga til að draga úr lyfjakostnaði Tryggingastofnunar. Greiðsluþátttakan sé nú þegar veru- leg og segist Jón ekki vilja ganga lengra í því. – Í umræðunni um ráðstafanir stjórnvalda í lyfjamálum hefur meðal annars verið gagnrýnt að reynsla sjúklinga af lyfjanotkun hafi ekki verið tekin til greina né haft samráð við lyfjafræðinga. Hefur komið til greina að ráðfæra sig við þessa hópa? „Ég hef viljað kappkosta gott sam- ráð,“ segir Jón. „Á næstu dögum mun ég skipa vinnuhópa með inn- flytjendum lyfja og smásölum. Ég tel einboðið að menn kalli eftir áliti sem víðast. Okkur gefst svigrúm til þess á þessum tíma.“ Jón segir að læknar hafi átt aðild að lyfjahópi heilbrigðisstofnana rík- isins. „Læknar eru náttúrulega al- gjörir lykilmenn í þessu. Það verður aldrei náð árangri í þessari „analog“ viðmiðun nema þeir séu með okkur í því. Læknarnir standa í eldlínunni með sjúklinginn fyrir framan sig og þurfa að svara því hvaða lyf eigi að gefa. Það er á þeim sem eldurinn brennur. Hins vegar er samráð við innflutnings- og smásölufyrirtækin fólgið í því að greina markaðinn. Lyfjamarkaðurinn lýtur nokkuð öðr- um lögmálum heldur en viðskipti al- mennt. Hann er mjög miðstýrður, víðast hvar. Við viljum greina sem best möguleikana á því að ná sem bestu lyfjaverði frá framleiðendum.“ Erfiður samanburður – Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað, sem birt var í byrj- un apríl, er Ísland borið saman við Norðurlönd. Þar er bent á mikinn mun á lyfjakostnaði hér og hins vegar t.d. í Danmörku og Noregi. En er ekki ljóst að einhver verðmunur hlýt- ur að verða á lyfjum hér og í þessum löndum í ljósi þess að skráningar- og viðhaldskostnaður lyfja er sagður svipaður í hverju þessara landa, en markaðurinn hér miklu minni? „Skráningar og árgjöld lyfja eru reyndar mun lægri hér á landi en ég held auk þess að það sé ekki beint sanngirni í því að jafna þessu alveg saman. Auðvitað er markaðurinn hér á Íslandi lítill. Þó verður að geta þess að þetta er markaður upp á 14 millj- arða króna. Miðað við aðra vöru- flokka þá er það hreint ekki svo lítið. Ég hef orðið rækilega var við það í þeim slag, sem staðið hefur undan- farið, að erlendum lyfsölufyrirtækj- um hefur ekki staðið á sama um þennan markað. Þau fylgjast grannt með þróuninni í gegnum sína um- boðsmenn. Það er alveg ljóst að þau líta svo á að þessi markaður skipti einhverju máli. Fjórtán milljarðar eru býsna miklir peningar. Við höfum stefnt að því að minnka þennan mun milli landanna. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar er munurinn á lyfjaverði hér og í Noregi 46%. Það gerir um fjóra milljarða króna. Ég er ekki að segja að við náum því. Hins vegar finnst mér einboðið að það sé svigrúm til að minnka þennan mun.“ Ráð Ríkisendurskoðunar – Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á ýmsar leiðir til að draga úr lyfjakostnaði ríkisins. Hefur ráðu- neytið tekið þau ráð til greina að ein- hverju leyti? „Já, við höfum verið að koma sumu af því í framkvæmd. Við ætlum okkur að fara í heildarendurskoðun á lyfja- lögum. Ég hef þegar mælt fyrir frumvarpi til lyfjalaga og það er til meðferðar í þinginu. Grundvallarat- riði í því er að sameina greiðsluþátt- tökunefnd og lyfjaverðsnefnd í lyfja- greiðslunefnd. Það er í samræmi til dæmis við það sem segir í skýrslunni um að endurmeta þurfi hlutverk Best að lækka lyfjaverð Lyfjareikningur lands- manna hefur hækkað ört á undanförnum árum. Guðni Einarsson ræddi við Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra um aðgerðir til lækkunar á lyfjakostnaði. Morgunblaðið/RAX LYFJAREIKNINGUR lands- manna nam í fyrra tæpum 14 millj- örðum króna og var hlutur rík- isins 9,4 milljarðar. Samkvæmt fjárlögum ársins er gert ráð fyrir 450 milljóna króna sparnaði í lyfja- málum. Í byrjun apríl voru kynntar ráð- stafanir sem heilbrigðisráðu- neytið, ásamt Tryggingastofnun ríkisins (TR) og lyfjaverðsnefnd, gerðu til að ná fyrirhuguðum sparnaði í lyfjakostnaði. Ráðstaf- anirnar fólust í því að taka upp viðmiðunarverð lyfja með sam- bærileg áhrif í þremur kostn- aðarsömustu lyfjaflokkunum. Það eru sýrubindandi og blóðfitulækk- andi lyf og þunglyndislyf. Kostn- aðarhlutdeild TR skyldi hér eftir miðast við ódýrasta lyf í hverjum flokki. Eins mundi TR hætta greiðsluþátttöku vegna svo- nefndra Coxib bólgueyðandi lyfja og örvandi lyfja á borð við rítalín, nema að gefnum ákveðnum for- sendum. Ríkisendurskoðun birti skýrslu um lyfjakostnað 2. apríl síðastlið- inn. Þar kemur fram að frá 1990 til 2003 hafi lyfjakostnaðurinn hækkað að meðaltali um 9,2% á ári, en lyfjanotkunin ekki aukist nema um 3,9% á ári. Í skýrslunni kom einnig fram að lyfjakostnaður á hvern Íslending er 46% hærri en að meðaltali fyrir hvern íbúa í Danmörku og Noregi. Á árinu 2003 greiddi hver Íslendingur að meðaltali 48.115 krónur fyrir lyf, en hver Norðmaður 34.237 krónur og hver Dani 31.612 krónur. Helsta skýringin á þessum mikla mun var talin mun minni notkun svonefndra samheitalyfja hér á landi. Einnig væri dreifingar- og sölukostnaður lyfja hærri hér á landi en í hinum löndunum vegna smæðar markaðarins. Ríkisend- urskoðun segir í skýrslu sinni að ef lyfjakostnaður hvers Íslendings hefði verið sambærilegur við það sem gerist í Danmörku og Noregi árið 2003, hefði lyfjakostnaður landsmanna verið 4,4 milljörðum lægri. Í skýrslunni segir að 51% af þessum mun stafi af hærri álagn- ingu í smásölu og heildsölu lyfja hér á landi en í hinum löndunum. Hærra innkaupsverð lyfja sem flutt eru til landsins eða keypt hér á landi skýri 49% munarins. Sett var reglugerð og verðskrá lyfja sem taka skyldi gildi 1. maí. Gildistöku hennar var frestað um þrjá mánuði í kjölfar þess að sam- komulag náðist um lækkun verðs á ýmsum samheitalyfjum. Mikil hækkun á lyfjakostnaði …með allt fyrir sumarið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.