Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar nýr þjóðleikhússtjóri tekur við leikhúsinu 1. janúar 2005 verða lið- in tæp 55 ár frá opnun leikhússins. Á þeim tíma hafa fjórir menn (karlmenn) gegnt starfi þjóðleik- hússtjóra: Guðlaugur Rósinkranz 1949–1972 (d. 1977), Sveinn Einarsson 1972–1983, Gísli Alfreðsson 1983–1991 og Stefán Baldursson frá 1991–2004. Mismunurinn á starfstíma þeirra stafar af því að ráðningarkjörin hafa ekki verið hin sömu, lögum um Þjóðleikhús hefur verið breytt tvívegis frá því þau voru upphaflega sett af Alþingi árið 1947. Guðlaugur Rósinkranz var æviráðinn og gegndi starfinu þar til hann lét af því fyrir ald- urs sakir. Sveinn Einarsson var ráðinn upp á sömu kjör en í leikhússtjóratíð hans var lögum um Þjóðleikhúsið breytt (1978) og þar á meðal ráðningartíma leikhússtjórans. Í stað ævi- ráðningar skyldi hann ráðinn til fjögurra ára í senn og mætti aðeins endurnýja einu sinni. Með þessu var tryggt að sami einstaklingur gæti ekki gegnt starfinu lengur en 8 ár hið mesta. Sveinn Einarsson tók mið af þessu og hætti þegar 4 ár voru liðin frá gildistöku lag- anna, þó hann hefði verið í fullum rétti að fara fram á endurráðningu og sitja önnur 4 ár til viðbótar. Gísli Alfreðsson var ráðinn sam- kvæmt lögunum frá 1978 og gegndi starfinu í nákvæmlega 8 ár. Stefán Baldursson var einn- ig ráðinn samkvæmt sömu lögum og hefði að þeim óbreyttum látið af störfum árið 1999. En ári áður en að því kom samþykkti Alþingi ný lög um Þjóðleikhús og m.a. var skilmálum um ráðningu þjóðleikhússtjóra breytt þannig að ráðningartíminn var lengdur úr 4 í 5 ár og enn- fremur var fellt niður ákvæðið um að sama ein- stakling mætti aldrei endurráða nema einu sinni. Stefán sótti um þegar starfið var auglýst 1999 og var þá endurráðinn til 5 ára. Hann hef- ur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurráðningu og því eru allar líkur á því að annar einstaklingur verði ráðinn í hans stað. Hversu lengi nýr þjóðleikhússtjóri mun gegna starfinu er engin leið að spá um, en það geta orðið 5, 10, 15 eða jafnvel 20 ár, að ekki sé sagt enn lengur, þar sem ekkert kemur í veg fyrir endurráðningu þjóðleikhússtjórans aftur og aftur nema vilji hans sjálfs og sitjandi ráð- herra. Guðlaugur Rósinkranz 1949—1972 Ráðning Guðlaugs Rósinkranz þótti með nokkrum eindæmum og kom flestum í opna skjöldu. Ýmsir höfðu verið nefndir til sögunn- ar og orðaðir við embættið en fáum, ef nokkr- um, datt í hug að fyrsti þjóðleikhússtjórinn yrði sóttur að Samvinnuskólanum í Bifröst, þar sem Guðlaugur hafi um skeið gegnt skóla- stjórastöðu eftir farsælan feril innan sam- vinnuhreyfingarinnar í skjóli Framsóknar- flokksins. Guðlaugur hafði setið í bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins og þáverandi menntamálaráðherra, Eysteinn Jónsson, snið- gekk með öllu það leikhúsfólk sem hvað ötulast hafði unnið Þjóðleikhúsinu brautargengi um árabil. Brá ráðning Guðlaugs nokkrum skugga yfir aðdragandann að opnun Þjóðleikhússins þar sem fáir höfðu trú á því að hann risi undir þessu verkefni. Þorsteinn Ö. Stephensen var af mörgum talinn eiga mest erindi í embættið og var hann meðal umsækjenda. Eftir að Guð- laugur var ráðinn afþakkaði Þorsteinn fast- ráðningu við Þjóðleikhúsið sem leikari og sneri sér þess í stað tvíefldur að því verkefni að reisa Leikfélag Reykjavíkur á fætur eftir þá blóð- töku sem opnun Þjóðleihússins hafði í för með sér fyrir félagið en margir af bestu kröftum þess úr hópi leikara og leikstjóra réðust til Þjóðleikhússins. Annar umsækjandi um þjóð- leikhússtjórastöðuna, Lárus H. Sigurbjörns- son, var ráðinn sem bókmenntaráðunautur leikhússins en hvarf úr þeirri stöðu eftir til- tölulega stuttan tíma vegna ósættis við Guð- laug Rósinkranz um ýmsa hluti. Guðlaugur reyndist í mörgum skilningi bet- ur sem þjóðleikhússtjóri en margur hafði gert ráð fyrir. Hann vildi leikhúsinu vel og bar hag þess fyrir brjósti og var farsæll embættismað- ur. Hann fór hefðbundnar leiðir í verkefnavali og tók mið af leikhúsum í nágrannalöndunum og fylgdist náið með verkefnaskrá þeirra. Hermistefnu mætti kalla þetta þar sem honum var greinilega í mun að gera Þjóðleikhúsið sem líkast Konunglegu leikhúsunum í höfuðborg- um Norðurlandanna og sjálfstæð listræn stefnumörkun var óljós. Stefna hans og við- horf lagði grunninn að hátíðleikanum og á stundum þeim smáborgaralega blæ sem leik- húsið hefur haft yfir sér allar götur síðan, þó vissulega hafi eftirmenn Guðlaugs sett mark sitt á listrænt yfirbragð leikhússins í starfstíð sinni. Helsti veikleiki Guðlaugs sem þjóðleikhús- stjóra var að hann var ekki leikhúsmaður. Hann virðist hafa haft mjög almennar og hefð- bundnar hugmyndir um leikhús og ekki borið þá hugsjón í brjósti að mikilvægasta skylda hins nýja Þjóðleikhúss Íslendinga væri að hafa forystu um mótun íslenskrar leiklistar. Hafi hann alið með sér slíka hugsjón skorti hann þekkingu á listgreininni til að fylgja henni eftir. Skipan hans í leikhússtjórastarfið var í rauninni líkust því að valinn væri prúður einstaklingur úr hópi áhorfenda sem hefði í farteskinu almenna reynslu af mannahaldi og umsýslu auk yfirlýsts áhuga á leiklist. Helsta vörn Guðlaugs – og reyndar á stund- um eftirmanna hans líka – fyrir stefnuleysi í listrænni stjórnun leikhússins var að vísa til Þjóðleikhúslaganna sem kváðu á um að þar skyldi sýna sem fjölbreyttasta leiklist, inn- lenda sem erlenda, sígild verk og samtíma- verk, óperur, söngleiki og dansverk. Þessu var fylgt eftir undir merkjum „fjölbreytni“ sem þó fólst eingöngu í verkefnavali en einsleitni í úr- vinnslu og framsetningu einkenndi allar sýn- ingar. Yfirbragð hins nýja leikhúss varð strax hefðbundið, að ekki sé sagt gamaldags, og Þjóðleikhúsið reyndist ekki sú uppspretta ný- sköpunar í íslenskri leiklist sem binda hefði mátt vonir við. Þar mótaðist hvorki íslenskur stíll né listrænt svipmót sem nýta mátti sem hugmyndagrunn að íslenskri atvinnuleiklist. Þarna mótaðist öllu heldur á fyrstu tveimur áratugum leikhússins hefðbundið leikhús betri borgara þar sem tungumálið var helsta tilkall leikhússins til einhvers konar sérstöðu. „Must- eri íslenskrar tungu“ hefur það heitið í hátíð- arræðum og er gott svo langt sem það nær en ætti að ná lengra og rista mun dýpra. Sveinn Einarsson 1972—1983 Sveinn Einarsson tók við Þjóðleikhúsinu síðsumars 1972. Hann var þá 37 ára gamall og hafði verið leikhússtjóri Leikfélags Reykja- víkur í Iðnó næstu 9 árin þar á undan. Sveinn var menntaður leikhúsfræðingur og hafði á árunum hjá LR öðlast dýrmæta og marg- Óskabarn síns tíma Umræða um væntanleg þjóðleik- hússtjóraskipti er farin að heyrast manna á meðal og ýmsir verið nefndir til sögunnar. Aðeins fjórir menn hafa gegnt stöðunni til þessa þó ríflega hálf öld sé liðin frá opnun hússins. Hávar Sigurjónsson rennir hér augum yfir söguna og skoðar hvernig í pottinn var búið í upphafi. Morgunblaðið/Jim Smart Þjóðleikhússtjórarnir Gísli Alfreðsson, Stefán Baldursson og Sveinn Einarsson við brjóstmynd af fyrirrennara sínum, Guðlaugi Rósinkranz. Íslenskur veruleiki Í haust verður ráðinn nýr þjóðleikhússtjóri í stað Stefáns Baldurssonar sem gegnt hefur starfinu frá ársbyrjun 1991. Inga María Leifsdóttir og Silja Björk Huldudóttir leituðu álits nokkurra einstaklinga úr ýmsum greinum hins íslenska leikhúsheims á því hvað þeir vildu sjá ger- ast í tíð næsta þjóðleikhússtjóra og hvað sá sem tæki við þyrfti að hafa til brunns að bera. Grunnstefið í sýn fólks- ins á framtíð leikhússins var mikilvægi sterkra tengsla þess við samfélagið og að íslenskum leikverkum væri gert hærra undir höfði. Auk þess voru margir viðmæl- endanna sammála um að viðkomandi einstaklingur yrði að hafa listrænan umfram markaðslegan metnað. „ÉG SÉ fyrir mér að Þjóðleikhúsið verði iðandi samkomustaður í hjarta höfuðborgarinnar,“ segir Hafliði Arngrímsson leik- húsfræðingur. „Starfsemin víkki og leikhúsið tengist samfélag- inu betur þar sem ekki aðeins verði í boði leiksýningar, sem ávallt verður samt kjarni starf- seminnar, heldur haldi leikhúsið á lofti gagnlegri og vitsmunalegri um- ræðu, varpi nýrri sýn á samfélagið og hvetji til breytinga í átt til betra lífs með fjölbreyttum atburðum af ýmsu tagi og þróist þannig með sí- breytilegu umhverfi. Öllum verði ljós stefnumið þess og menningarleg markmið, sem birtist ljóslifandi í verkefnum og framsetningu þeirra, um leið og það verði mátulega sveigj- anlegt, létt og leikandi og stefni að þátttöku í lífinu af snerpu og skýrri hugsun. Verði bæði heitt og kalt en ekki svæfandi í hálfvolgri framsetn- ingu, verði fjörugt í listrænni sam- keppni jafnt sem samvinnu. Leik- húsið stuðli með afgerandi hætti að frjórri leikritun og standi raunveru- lega fremst í flokki í frumsköpun með stóreflingu leikritunar, ekki síst með því að virkja dýrmæta tjáningarþörf ungs hugsjónafólks og endurlífgi þannig innlenda leikritun. Leik- hússtjóri er listrænn stjórnandi og því er nauðsynlegt skilyrði að sá sem gegnir stöðu þjóðleikhússtjóra hafi víðtæka leiklistarlega menntun og reynslu, þekki leikritun heimsins og leiklistarlegar kenningar út í ystu æsar og hafi yfirgripsmikla þekkingu á stefnum og straumum í innlendri sem erlendri leiklist. Sé heilsteyptur, ábyrgur, hugsandi maður, víðsýnn og opinn sem forðast margtuggnar klisj- ur og ofnotaðar nýjungar – húmanisti fram í fingurgóma enda verkefnið að stýra einu mikilvægasta menningar- fyrirtæki þjóðarinnar, – musteri mannúðar og mannskilnings. Hafi kjark, þor og gjafmildi til að fá til starfa einnig ungt vel menntað leik- húsfólk til listrænnar stjórnunar og skáldskapar, styðji það, hvetji og verndi af þolinmæði og jákvæðri þrjósku alla leið. Hafi dómgreind til að greina áreynslulaust á milli fúsks og fagmennsku, sé skipulagður gagn- rýnandi sem kann að virða og meta rétt sköpunarmátt leikara, leikstjóra og leikskálda, og kunna að leiða þetta fólk saman. Líti ekki á sig sem emb- ættislegan yfirmann heldur sam- starfsmann allra þeirra er starfa að leiklist innan Þjóðleikhússins sem ut- an. Líti heldur ekki á sig sem hjartað í leikhúsinu heldur geymi leikhúsið lifandi í hjarta sér og gleymi því aldr- ei og viðhaldi því linnulaust að leik- hús er skemmtilegasta og um leið ein virðulegasta, kröfuharðasta og eftir- sóknarverðasta menningarstofnun jarðkringlunnar.“ Hafliði Arngrímsson Húmanisti fram í fingurgóma „ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á að vera suðu- pottur hugmynda, sköpunar og gleði sem virkjar hæfileikafólk til dáða í þágu samfélags- ins,“ segir María Reyndal leikstjóri. „Þjóðleikhússtjóri þarf að hafa hug- rekki og auðmýkt til að breyta og bæta og gagnrýna leikhúsið og sam- félagið.“  María Reyndal Hugrekki og auðmýkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.