Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 31 Í LJÓSMYNDUNUM sem David Williams hefur opnað sýningu á í Gallerí Gangi, á Rekagranda 8, sést fólk á strönd; hafið er ein ólga, fólkið er hreyft og það er þokuloft. „Ég var í fimm ár að vinna þessa myndröð, en myndirnar eru allar teknar á ströndinni við Portobello, skammt frá Edinborg,“ segir David. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður sem myndast, kalt loft sem flæðir inn yfir hafið, kallað „haare“. Ég reyndi að finna út hvenær von var á því, hringdi í veðurstofuna og strandgæsl- una, og brunaði af stað með mynda- vélina í von um að hitta á réttu að- stæðurnar. Loks endaði ég á að flytja nær ströndinni, en þá var ég búinn að ljúka seríunni – ég hef ekki tekið eina strandmynd síðan,“ segir hann og hlær. David Williams leiðir ljósmynda- deild listaskólans Edinburgh College of Art. Hann er menntaður tónlist- armaður og lék í ýmsum hljómsveit- um, auk þess sem hann samdi lög fyr- ir flytjendur á borð við Ringo Starr og Tinu Turner. Williams segir að eft- ir að hafa kynnst ljósmyndun fyrir hreina tilviljun, hafi hann hallað sér æ meira að henni, og njóti þess ekki síð- ur að ná til fólks með myndum en með tónlistinni. „Það er gaman þegar ljós- myndirnar ná að hreyfa við fólki, það er eins og að semja popplag sem virk- ar,“ segir hann. Skoskt þokuloft Morgunblaðið/Einar Falur „Það er gaman þegar ljósmynd- irnar ná að hreyfa við fólki, það er eins og að semja popplag sem virk- ar,“ segir David Williams, sem sýn- ir í Galleríi Gangi. LÝSIR opnar sýningu á myndlist úr fornum íslenskum handritum í Skaftfelli menningarmiðstöð á Seyðisfirði kl. 17 í dag, laugardag. Lýsir er heiti á verkefni sem sett var á stofn með það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlist í íslenskum handritum. Að verkefn- inu stendur áhugafólk um þessi málefni sem fyrir tilstuðlan Menn- ingarborgarsjóðs, Listasafns Reykjavíkur og Landsbókasafns Ís- lands var gert kleift að setja upp sýningu á völdum myndum í Skaft- felli. Myndirnar á sýningunni má finna í handritum allt frá siðaskipt- um og fram á miðja 19. öld en sá tími er gjarnan kenndur við nátt- úruhamfarir, fátækt og almenna vesöld í íslenskri sagnfræði. Sýn- ingin var fyrst sett upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í febrúar 2003. Sýningin stendur í Skaftfelli til 11. júní. Lýsir í Skaftfelli ÁTTUNDA listahátíð Seltjarnar- neskirkju hefst á morgun kl. 14 og stendur til sunnudagsins 16. maí. Yfirskrift hátíðarinnar er „Jobs- bók og þjáningin“. Myndlistarmað- ur hátíðarinnar að þessu sinni er Einar Hákonarsonar en hann hef- ur um áratugaskeið fengist við stef þjáningarinnar í myndlist sinni. Pétur Pétursson flytur erindi um myndlist Einars Hákonarsonar. Guðrún Helga Stefánsdóttir flytur Aríu úr Messíasi eftir Händel og Halldór Víkingssonar flytur Són- ötu nr. 23 í f-moll, op. 57, Appass- ionata. Tónlist verður að venju ríkulega uppistaða hátíðarinnar og verður á lokadegi hennar flutt 9. sinfónía tékkneska tónskáldsins Antonin Dvorak, undir stjórn Pavel Manas- ek. Leiklist kemur og við sögu er Arnar Jónsson leikari leikles valda kafla úr Jobsbók. Nýmæli á hátíð- inni er dagskrá rannsóknarhópsins Deus ex cinema um áhrif og túlk- un Jobsbókar í kvikmyndum. Morgunblaðið/Ásdís Einar Hákonarson er myndlist- armaður listahátíðar Seltjarnar- neskirkju. Listahátíð í Seltjarnar- neskirkju ♦♦♦ Sími 533-1100 Netfang: broadway@broadway.is Veffang: broadway.is Robert Wells Magnaðir tónleikar Heimsfrægur píanisti, skemmtikraftur, söngvari og lagahöfundur Laugardaginn 8. maí Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19:00Tónleikar hefjast kl. 22:00 Aðeins þessir einu tónleikar St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n Hættumat fyrir Ólafsvík Hættumatsnefnd Snæfellsbæjar Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Ólafsvík. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni í Snæfellsbæ. Athugasemdum skal skilað til bæjarskrifstofunnar fyrir föstudaginn 4. júní 2004 næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.