Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 32
32 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
3. maí 1994: „Hvergi í heim-
inum hefur verið meiri efna-
hagsuppsveifla en í Suð-
austur-Asíu. Japanska
efnahags-, viðskipta- og
tækniundrið er Vesturlanda-
þjóðum gamalkunnugt. Hitt
hefur komið meira á óvart að
hagvöxtur hefur um tveggja
ára skeið mælst um 13% á
mesta uppgangssvæði Kína,
sem er umtalsvert meira en
annars staðar í veröldinni.
Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta
lagi breytt stefna kínverskra
stjórnvalda, „opnun Kína“,
sem kennd er við Deng Xiao
Ping. Í annan stað ut-
anaðkomandi fjármagn,
tækni- og viðskiptaþekking,
einkum frá Taiwan, Hong
Kong, Singapore, Japan, Suð-
ur-Kóreu og Bandaríkjunum.
„Opnun Kína“ hefur „leyst úr
læðingi þvílíka krafta að það
er nánast einsdæmi,“ segir
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra í viðtali við
Morgunblaðið síðastliðinn
sunnudag.
. . . . . . . . . .
3. maí 1984: „Að kvöldi 1. maí
sl. fór fram umræða í sjón-
varpi um lífskjör á Íslandi,
m.a. í samanburði við ríkustu
þjóðir heims. Leitast var við
að svara þeirri spurningu,
hversvegna lífskjör hér á
landi væru lakari en þar sem
auðlegð er mest í heiminum.
Meginskýringar vóru þrjár
taldar:
Þjóðartekjur Íslendinga
eru verulega lægri en ná-
grannaþjóða. Hafa auk þess
lækkað um 12% á þremur ár-
um.
Íslendingar eru mun leng-
ur að vinna fyrir þjóð-
artekjum sínum en sam-
anburðarþjóðir, sem gerir
þennan mun enn skarpari,
lífskjaralega.
Greiðslubyrði erlendra
skulda, sem hafa hlaðizt upp
á fáum árum, tekur til sín ná-
lægt fjórðung útflutnings-
tekna þjóðarinnar, og rýrir
þjóðartekjur og lífskjör að
sama skapi.
Hverjar eru orsakir þess að
þjóðartekjur, sem til skipta
koma í þjóðarbúskapnum,
eru svo lágar sem raun ber
vitni – og hafa lækkað en ekki
vaxið í höndum okkar næst-
liðin ár? Nauðsynlegt er að
gera sér glögga grein fyrir
þessu.
Fyrst verður fyrir sam-
dráttur í sjávarafla, samhliða
lækkandi söluverði sumra
sjávarafurða, sem eiga í
harðnandi sölusamkeppni á
erlendum markaði. Verðmæti
útfluttra þorskafurða verða
vart helmingur þess 1984 sem
þau vóru 1981.
Röng fjárfesting veldur því
að kostnaður, sem kemur til
frádráttar frá skiptatekjum
þjóðarinnar, er mun meiri en
verða þyrfti. Röng fjárfest-
ing, sem ekki styðst við arð-
semissjónarmið, rýrir lífs-
kjör, bæði í bráð og lengd.
Vanhugsuð afskipti rík-
isvaldsins eru máske veiga-
mesta orsök rangþróunar á
þessu sviði.
Stjórnvöld liðinna ára hafa
svikizt um það mikilvæga
kjaraatriði, að setja nýjar
stoðir undir atvinnuöryggi og
afkomu þjóðarinnar, t.d. á því
sviði að breyta orku fallvatna
í störf og útflutnings-
verðmæti. Gullin tækifæri á
sviði lífefnaiðnaðar hafa held-
ur ekki verið rækt sem
skyldi. Þrátt fyrir það að
löngu var sýnt, hvert horfði
um veiðimörk fiskistofna og
sölumörk búvöru, var þess í
engu gætt, að þjóðin næði
viðbótarvopnum í lífsbaráttu
sinni. Þess í stað var eyðsla
hennar, umfram tekjur, sett á
„krítarkort“ viðskiptahalla og
erlendra skulda.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
U
mræðurnar um skýrslu
nefndar menntamálaráð-
herra um eignarhald á fjöl-
miðlum og fjölmiðlafrum-
varp forsætisráðherra,
sem fram hafa farið í vik-
unni, hafa því miður snúizt
alltof mikið um einstak-
linga og einstök fyrirtæki, en síður um aðalatriði
málsins, grundvallarrökin fyrir því að setja lög um
eignarhald á fjölmiðlum. Sömuleiðis hefur í þess-
um umræðum oftlega verið gefið í skyn að mála-
tilbúnaðurinn sé með einhverjum hætti sérstakur
og einstakur og að baki honum liggi annarleg sjón-
armið. Annað virðist þó liggja í augum uppi þegar
litið er til löggjafar um eignarhald á fjölmiðlum í
nágrannalöndunum, sem Íslendingar bera sig
jafnan saman við, og umræður um samþjöppun
eignarhalds á fjölmiðlamarkaðnum í þessum lönd-
um.
Tilmæli Evr-
ópuráðsins
Nefnd menntamála-
ráðherra færði rök fyr-
ir því í skýrslu sinni,
sem varð opinber um
síðustu helgi, að það væri í raun þjóðréttarleg
skylda Íslands að leita leiða til að tryggja fjöl-
breytni í fjölmiðlun. Nefndin vísar til tilmæla Evr-
ópuráðsins frá 1999, þar sem meðal annars er
fjallað um reglur um eignarhald á fjölmiðlum. Í
skýrslu nefndarinnar er þeim hluta tilmælanna
lýst þannig: „Lagt er fyrir aðildarríkin að huga að
því að setja í lög reglur til að hamla gegn sam-
þjöppun sem gæti stefnt markmiðinu um fjöl-
breytni í fjölmiðlun í hættu, hvort heldur á lands-
vísu eða svæðisbundið. Mælt er með því að ríki
skoði möguleika á því að afmarkaðir verði í lögum,
við úthlutun leyfa eða aðra lagaframkvæmd,
þröskuldar til að takmarka áhrif sem eitt fyrirtæki
eða fyrirtækjasamsteypa getur haft í einni eða
fleiri greinum fjölmiðlunar. Í dæmaskyni er nefnd
hámarks leyfileg markaðshlutdeild, þar sem mæli-
kvarði á markaðshlutdeild er annaðhvort fjár-
hagsleg velta eða útbreiðsla (lestur/áhorf/
hlustun). Einnig megi huga að því að setja tak-
mörk á hlutafjáreign einstakra aðila í
fjölmiðlafyrirtækjum á frjálsum markaði. Séu
slíkar takmarkanir settar skuli hafa í huga stærð
fjölmiðlamarkaðarins í viðkomandi landi og fjár-
hagslegt bolmagn hans. Fyrirtækjum sem náð
hafa leyfilegri hámarksstærð á tilteknum markaði
verði ekki úthlutað frekari leyfum til að senda út á
þeim markaði.
Bent er á að auki, að við leyfisveitingar til einka-
aðila geti yfirvöld haft sérstaklega í huga að auka
fjölbreytni í fjölmiðlun.“
Af umfjöllun í skýrslunni og öðrum upplýsing-
um, sem fram hafa komið, t.d. grein Páls Þórhalls-
sonar, lögfræðings hjá Evrópuráðinu, hér í
blaðinu 1. febrúar síðastliðinn, er alveg ljóst að í
langflestum löndum Vestur-Evrópu, svo og í
Bandaríkjunum, eru lög eða reglur af einhverjum
toga um eignarhald á fjölmiðlum, til þess fallnar að
tryggja fjölbreytileika á fjölmiðlamarkaðnum.
Skýrsla Evrópu-
þingsins
Í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag var sagt
frá skýrslu, sem Evr-
ópuþingið í Brussel
samþykkti í síðustu viku og fjallar um þá hættu
sem tjáningarfrelsi og rétti almennings til upplýs-
inga stafar af þróuninni á fjölmiðlamarkaði í Evr-
ópu, ekki sízt af samþjöppun eignarhalds. Við lest-
ur þeirrar skýrslu verður nokkuð augljóst að hún
er ekki samin í neinu tómarúmi, heldur er þar vís-
að til fjölda annarra skýrslna, úttekta og sam-
þykkta um sama efni. Þar á meðal eru áðurgreind
tilmæli Evrópuráðsins, fyrri ályktanir Evrópu-
þingsins um samþjöppun í fjölmiðlum, skýrslur
Evrópusamtaka blaðamanna um eignarhald á fjöl-
miðlum í Evrópu og um hagsmunaárekstra vegna
eignarhalds á fjölmiðlum á Ítalíu, ársskýrsla sam-
takanna Blaðamenn án landamæra og þannig
mætti áfram telja. Skýrslan fjallar að verulegum
hluta um ástandið á Ítalíu, þar sem Mediaset-sam-
steypa Silvios Berlusconi forsætisráðherra hefur
yfirburðastöðu, sem hefur verið mikið gagnrýnd.
Berlusconi hefur ekki losað sig út úr fyrirtækjum
sínum, heldur á hann áfram mikilla viðskiptahags-
muna að gæta, auk þess að stýra stærsta fjölmiðla-
veldi landsins. Mediaset á þannig hefðbundnar
sjónvarpsstöðvar, kapalsjónvarpsstöð, gervi-
hnattasjónvarp, auglýsingafyrirtæki, fyrirtæki
sem framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, síma-
fyrirtæki, netþjónustufyrirtæki, fjárfestinga- og
fjármálafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, bygginga-
fyrirtæki, fótboltalið, dagblöð og stærstu bókaút-
gáfu á Ítalíu.
Evrópuþingið byggir skýrslu sína að hluta á
áfangaskýrslu Fjölmiðlastofnunar Evrópu, en
stofnunin vinnur nú að úttekt á umhverfi fjölmiðla
í öllum ESB-ríkjunum 25. Í áfangaskýrslunni er
fjallað um fjölmiðlaumhverfið í átta þeirra og
kemst þingið að þeirri niðurstöðu að alls staðar sé
pottur brotinn í einhverjum efnum, einkum varð-
andi fjölbreytni í fjölmiðlum annars vegar og tök
stjórnmálamanna á ríkisfjölmiðlum hins vegar.
M.a. gagnrýnir Evrópuþingið samþjöppun á sjón-
varpsmarkaði á Ítalíu, að í pólskum lögum séu
engin ákvæði sem hamli gegn samþjöppun á fjöl-
miðlamarkaði og engin áform um slíka lagasetn-
ingu, að í Svíþjóð sé eignarhald samofið og ljós-
vaka- og prentmiðlum stjórnað af sama hópi og að
í Hollandi séu þrjú fyrirtæki með 85% markaðs-
hlutdeild bæði í sjónvarpi og prentmiðlum.
Evrópuþingið telur ástæðu til að aðildarríki
Evrópusambandsins herði á löggjöf til að varð-
veita fjölbreytni í fjölmiðlum, en þar sem það
bregðist vegna getu- eða viljaleysis aðildarríkj-
anna, beri ESB pólitísk, siðferðileg og lagaleg
skylda til að tryggja rétt ESB-borgara til frjálsra
og fjölbreyttra fjölmiðla. Þingið telur nauðsynlegt
að fylgjast með áhrifum samruna fjölmiðlafyrir-
tækja á fjölbreytni í fjölmiðlum. Það hvetur enn-
fremur til þess að framkvæmdastjórn ESB leggi
fram tillögu að tilskipun til að tryggja fjölbreytni í
fjölmiðlum í Evrópu og vísar þar til fyrri ályktunar
þingsins frá 20. nóvember 2002. Þingið „telur að
varðveizla fjölbreytni í fjölmiðlum ætti að fá for-
gang í samkeppnislöggjöf Evrópu, og að litið verði
á ráðandi stöðu fjölmiðlafyrirtækis á markaði í að-
ildarríki sem hindrun í vegi fjölbreytni fjölmiðla í
Evrópusambandinu“.
Nú er allsendis óvíst að þessi ályktun Evrópu-
þingsins leiði til slíkra breytinga á löggjöf ESB.
Fari svo, getur það hins vegar leitt til þess að Ís-
lendingum verði ekki stætt á öðru en að hafa lög-
gjöf sem tryggi sömu markmið, enda gildir sam-
keppnislöggjöf ESB að stærstum hluta hér á landi
eins og sést t.d. af því að nýlegur úrskurður fram-
kvæmdastjórnar ESB í máli Microsoft gildir á öllu
Evrópska efnahagssvæðinu.
Fyrst og fremst sýnir þessi skýrsla Evrópu-
þingsins að jafnvel í ríkjum, þar sem þegar eru
fyrir hendi lög og reglur um eignarhald á fjöl-
miðlum, hafa menn áhyggjur af áframhaldandi
samþjöppun eignarhalds og telja ástæðu til að
bregðast við.
Umræður í
Bandaríkjunum
Miklar umræður hafa
jafnframt farið fram í
Bandaríkjunum um
þarlenda löggjöf um
sama efni. Í byrjun júní í fyrra samþykkti banda-
ríska útvarpsréttarnefndin, FCC, með atkvæðum
meirihluta repúblikana að aflétta banni við því að
fjölmiðlasamsteypur eigi dagblað og sjónvarps-
stöð á sama markaðssvæði. Einnig var þakið, sem
var á hámarkshlutdeild sjónvarpsstöðvar af mark-
aðnum í Bandaríkjunum öllum, hækkað úr 35% í
45%. Um þetta sagði í frétt Morgunblaðsins 3. júní
í fyrra: „Fylgjendur breytinganna segja að gömlu
reglurnar hafi verið orðnar úreltar og ekki hafi
verið hægt að framfylgja þeim við núverandi að-
stæður á fjölmiðlamarkaði, þar sem miklar tækni-
framfarir hafa orðið, m.a. með tilkomu Netsins og
gervihnattaútsendinga. Andstæðingar breyting-
anna telja hins vegar að þær stuðli að enn frekari
hringamyndun, styrki í sessi nokkrar risavaxnar
fjölmiðlasamsteypur á kostnað óháðra og minni
aðila. Þær verði því til þess að færri raddir komist
að í þjóðmálaumræðunni, sem aftur þýði að draga
muni úr fjölbreytileika og samkeppni á fjölmiðla-
markaði.“
FCC bárust bréf og undirskriftalistar frá um
tveimur milljónum Bandaríkjamanna þar sem
þessum breytingum var andmælt. Bæði öldunga-
og fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðust gegn
breytingunni en vegna hótana Bush forseta um að
beita neitunarvaldi hefur ákvörðuninni ekki verið
snúið við nema að litlu leyti.
Trent Lott, öldungadeildarþingmaður repúblik-
ana frá Mississippi, sem hafði upphaflega stutt
skipan Michaels Powell (sonar Colins Powell utan-
ríkisráðherra) í embætti formanns FCC, lýsti því
yfir að ákvörðunin væri mistök. „Ef samþjöppunin
verður of mikil þurfa fyrirtækin ekki lengur að
vera samkeppnisfær í verði eða gæðum. Það verð-
ur minni hvati til að búa til ferskt efni, öðruvísi
efni, eitthvað sem er á sanngjörnu verði eða sem
tekur upp öðruvísi sjónarmið. Nú þegar eiga aug-
lýsendur og viðskiptavinir á sumum svæðum eng-
an kost nema eitt fjölmiðlafyrirtæki [...] Valið er
nú þegar takmarkað eða ekkert og nýjar reglur
FCC gera illt verra.“
Takmörkun
valds
Þessi dæmi af þróun
mála bæði austan og
vestan hafs sýna að
þar fara fram miklar
umræður um þá hættu, sem stafar af samþjöppun
eignarhalds í fjölmiðlum. Stundum snúast þessar
ÓSK SAMFYLKINGAR
Framkvæmdastjórn Samfylking-arinnar hefur samþykkt að óskaeftir viðræðum við stjórnir
þeirra stjórnmálaflokka, sem eiga full-
trúa á Alþingi, um tillögur, sem leggja
mætti til grundvallar við setningu laga
um fjárreiður stjórnmálaflokka. Mark-
miðið sé að tryggja gagnsæi í fjáröflun
flokkanna. Vonandi verður af þessum
viðræðum. Það er tímabært.
Allt þjóðfélagsumhverfi hér er gjör-
breytt. Stjórnmálaflokkarnir hafa látið
frá sér mikið af þeim völdum, sem þeir
áður höfðu. Jafnframt hafa áhrif við-
skiptalífsins aukizt og nú um skeið hafa
staðið yfir miklar umræður um stöðu
nokkurra stórra viðskiptasamsteypa,
sem hafa orðið til á undanförnum árum.
Þær hafa margvíslegra hagsmuna að
gæta, m.a. í samskiptum við stjórnvöld
og stjórnmálamenn.
Þessar aðstæður eru orðnar áþekkar
því, sem þekkist í öðrum löndum. Þar
hafa verið settar ákveðnar reglur um
fjáröflun bæði flokka og einstakra
frambjóðenda. Þetta á ekki sízt við um
Bandaríkin. Að vísu hafa frambjóðend-
ur og fyrirtæki reynt að fara í kringum
þessar reglur eins og dæmin sanna en
þá er hart tekið á því ef upp kemst.
Í Bandaríkjunum hafa verið þróaðar
fjáröflunaraðferðir, sem stundaðar eru
fyrir opnum tjöldum. Í forkosningum
demókrata nú fyrir nokkrum mánuðum
vakti það sérstaka athygli hvað einn
frambjóðendanna, Howard Dean, hafði
náð miklum árangri í að safna miklum
fjárhæðum með litlum framlögum frá
einstaklingum, hverjum og einum, með
milligöngu Netsins. Í Bandaríkjunum
tíðkast það líka, að frambjóðendur fá í
einhverjum tilvikum framlag úr opin-
berum sjóðum á móti þeim fjármunum,
sem þeir safna meðal einstaklinga og
fyrirtækja.
Það er tímabært að taka þessi mál-
efni til umræðu hér. Safna saman upp-
lýsingum um hvernig fjáröflun flokka á
Norðurlöndum, í Evrópu og í Banda-
ríkjunum er háttað og kanna hvað
hentar okkar aðstæðum.
Hagsmunagæzlan í okkar samfélagi
hefur tekið nýja stefnu. Nú ráða fyr-
irtæki til sín sérfræðinga á sviði al-
mannatengsla til þess að leggja á ráðin
um, hvernig þau geti bezt náð þeim
markmiðum, sem þau stefna að, ekki
bara í beinum viðskiptum heldur til
þess að tryggja margvíslega viðskipta-
hagsmuni. Nú beita fyrirtæki og fé-
lagasamtök mætti auglýsinga til að ná
slíkum markmiðum. Það er stutt í að
fyrirtæki og samsteypur komi sér upp
sérstökum starfsmönnum, sem hafa
það meginverkefni að vinna að hags-
munagæzlu fyrir þeirra hönd gagnvart
Alþingi, sveitarstjórnum og stjórn-
völdum almennt. Það er mikilvægt að
fram komi að fjárframlög til stjórn-
málaflokka eða einstakra frambjóð-
enda í prófkjörum séu ekki hluti af
þessari hagsmunagæzlu.
Í þessu sambandi er líka umhugsun-
arefni, hvað kostnaður frambjóðenda í
prófkjöri er orðinn mikill. Það skiptir
máli fyrir lýðræðið í landinu, að þeir
sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til
starfa á opinberum vettvangi, hvort
sem er til sveitarstjórna eða Alþingis,
hafi jafna aðstöðu til þess og að það sé
ekki einungis á færi þeirra sem efna-
meiri eru, sem því miður er raunin í
Bandaríkjunum.
Það er ástæða til að íhuga og taka til
umræðu, hvort auka eigi framlög úr
opinberum sjóðum til stjórnmálastarf-
semi í landinu, sem er veigamikill þátt-
ur í lýðræðislegu þjóðfélagi eins og
okkar.
Vígstaða stjórnmálaflokka og fram-
bjóðenda í kosningum á ekki að byggj-
ast á fjármunum. Samkeppni þeirra í
milli á að byggjast á hugmyndum og
málefnum.