Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI fer hjá því á langri ævi
að einhvers konar kaflaskil séu
tengd lífsgöngu okkar, sem geta
verið misvitur og haft ólíkar,
margflóknar afleiðingar í för með
sér hvort heldur þær eru jálægar
eða neilægar. Ég held að það sé
nokkuð ljóst að ef okkur um tíma
hefur skrikað fótur og við höfum
af ýmsum ástæðum vikið af þröng-
um vegi dyggðarinnar
inná breiðan veg
hvers kyns bölvunar
og vesens, þá er það
örugglega ekki lyfti-
stöng sem við kjósum
að flagga né sýna öðr-
um seinna meir þegar
okkur tekst að komast
aftur á beinu braut-
ina.
Við nefnilega kær-
um okkur ekki um að
undirstrika hvert við
annað eða hina, að við
kunnum að hafa villst
af leið um tíma. Séð frá mér, er
ekkert sérstaklega annarlegt við
það þó að við þurfum, til að öðlast
persónulegan andlegan þroska, að
taka af og til einhvers konar
drullupolladýfur á vegi vandræða
ekkert síður heldur en að fljóta
fallega með straumnum á björtum
vegi dyggðarinnar.
Það er algjör grundvallar-
misskilningur að gera lítið úr
þeirri reynslu sem virðist veikja
möguleika okkar til vegs og virð-
ingar í samfélagi manna, sér í lagi
ef reynslan er lituð einhvers konar
myrkri að mati sérfróðra. Ástæð-
an er sú, að slík reynsla getur í
raun verið mjög heppilegt viðmið
þakklætis og löngunar í geislum
velgengni, sem áminning um það
að það skiptir máli að við náum að
fóta okkur inní birtunni. En það
vill oft gleymast þegar við erum
komin þangað að kannski eigum
við betra með að halda okkur á
þeim stígum einmitt af því að við
þekkjum hvað það er mikil þraut
og pína, ekki bara fyrir okkur
sjálf heldur alla sem elska okkur,
að vera á þeim vegi sem leiðir
mögulega til hvers kyns glötunar.
Það sama á við afvegaleiðingu
myrkurs og þegar við náum okkur
upp úr hvers kyns veikindum eða
slysum, að þegar okkur farnast
vel og allt virðist okkur í haginn,
þá kærum við okkur ekkert sér-
staklega um að við séum minnt á
það að við fengum 0,7 á síðasta
prófi eða gátum ekki gengið vegna
opins fótasárs. Það er nefnilega
sammerkt með okkur
öllum að þegar að vel
gengur og allt opnast
okkur varðandi já-
kæra framvindu og
gleði, þá óskum við
ekki eftir að muna að
einu sinni var önnur
tíð og miklu verri.
Mér hefur þótt af-
ar sárt að fylgjast
með því á stundum
hvernig fólki sem
hefur sigrað veikleika
sína og persónuleg
vandræði, hefur nán-
ast verið gert ókleift af sam-
ferðamönnum sínum að fá notið
sín, miðað við innri gerð reynslu-
þekkingar og getu vegna þess að
viðkomandi á fortíð sem að til-
teknum aðilum nútíðar þykir þess
eðlis að hún blindar þá á sjón sem
er dýrmæt og mikils virði og ligg-
ur í því að það er mjög sérstakt
að sigra sjálfan sig. Það er alrangt
að hanga í fortíðarsýn skakkafalla
og misbresta varðandi viðreista, ef
þeim auðnast að halda sig á beinu
brautinni og gerast sigurvegarar
yfir sjálfs sín veikleikum.
Ef við skoðum það hvað það er
að vera sigurvegari þá getur eng-
inn orðið slíkur nema sá einn sem
nennir að leggja á sig ómælt erfiði
og vinnu og hefur eitthvað í innri
gerð sinni sem er sérlega eft-
irtektarvert og liggur frekar í
kostum heldur en göllum. Þetta
gleymist stundum. Við nefnilega
náum ekki tökum á lífi okkar
nema að hafa eitthvað til að bera
sem manneskjur. Það þýðir ekki
að hafa einungis kosti heldur líka
galla vegna þess að það er lítið
varið í, ef við berum okkur saman
við náttúruna, að upplifa frá
vöggu til grafar, tengsl við nátt-
úru sem er ein samfella rósa. Við
viljum sjá í árstíðum og veðurfari,
hvers kyns tilbreytingu sem gleð-
ur okkur, hryggir, örvar okkur og
dregur úr okkur. Einmitt slíkar
viðlíka umpólanir og sviptivindar
hið innra gera okkur margflókin
og fjölbreytt sem í raun þýðir að
við eigum auðveldara með að
skilja hvert annað, takast á við at-
vik og aðstæður, skapa og gefa,
þiggja og njóta, auk alls annars
sem gerist í innra lífi okkar ef við
miðum við að það stjórnist af til-
breytingarríku hreyfiafli eins og
allt annað í heiminum og okkur
þykir sjálfsagt þótt við gleðjumst
stundum og hryggjumst líka og
allt þar á milli.
Ef við íhugum þann viðreista
sem hefur náð að yfirstíga veik-
leika sína, þá eigum við ekki að
gera þá kröfur til viðkomandi með
endalausum áminningum um það
sem áður var, að sá hinn sami sé
eins og eitt allsherjarsólskin stöð-
ugt. Ef að það dregur fyrir sólu,
þá er ekki gott að viðkomandi sé
stöðugt minntur á það að það hafi
ekki verið nein gæfa því samfara
að vera í skugganum. Þetta getur
gerst á sama tíma og við sem ekki
höfum afvegaleiðst erum að
hlaupa upp og niður, út og suður, í
alls kyns hreyfihvörfum sviptinga
hið innra, sem kalla auðvitað á
ýmiss konar hvörf skemmtilegra
og miður skemmtilegra þátta sem
auðvitað búa inn í okkur öllum.
En í okkar huga þá á hinn við-
reisti að vera stöðugt eins og
geislandi sól og ef dregur fyrir
hana innra með viðkomandi þá er-
um við fljót að lýsa frati á þá per-
sónu.
Höldum vörð
um viðreista
Eftir Jónu Rúnu
Kvaran ’Gerum ekki viðreistaað flóttamönnum sem
velja að fela sig fyrir
umheiminum …‘
Jóna Rúna Kvaran
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
…með allt fyrir tískuna
OPIÐ HÚS Í GRAFARVOGI
Hlaðhamrar 12 - raðhús
Mjög fallegt 135,5 fm raðhús m/risi ásamt
25,9 fm bílskúr á mjög skemmtilegum
stað í Grafarvogi. Á aðalhæð eru 2 stór
svefnherbergi, baðherbergi m/sturtu og
kari, þvottahús, eldhús m/borðkrók, stór
stofa og sólstofa. Í risi er sjónvarpsstofa,
svefn-/vinnuherbergi og lítið salerni. Lítill
suðurgarður og aðkoma að húsi er til fyr-
irmyndar.
Einar Páll, lögg. fs., sýnir íbúðina í dag á milli kl. 13.00-14.00.
Upplýsingar í síma 899 5159. Verð kr. 23,9 millj.
Frostafold 67 - 3ja herb.
Rúmgóð 96 fm 3ja herbergja íbúð á efstu
hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Sérinngang-
ur er af opnum svalagangi. Íbúðin skiptist
í hol, stóra stofu, setustofu, eldhús með
borðkrók, baðherbergi m/kari, gott hjóna-
herbergi og barnaherbergi. Eikarparket á
stofu, flísar á setustofu en linoleumdúkur
öðrum gólfum. Þetta er falleg og björt
íbúð á góðum stað í Grafarvogi.
Eiríkur og Vildís taka á móti gestum í dag á milli kl. 14.00-15.00.
Upplýsingar í síma 586 1523 eða hjá Einari Páli, lögg. fasteignasali,
í síma 899 5159. Verð kr. 12,9 millj.
WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali
SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998
FÉLAG FASTEIGNASALA
Sumarhús í Skorradal
Vorum að fá í sölu virkilega vand-
að 70 fm sumarhús sem er tilbúið
að utan en einangrað og plast-
klætt að innan, án milliveggja.
Grindin í húsinu er 200 mm þykk
úr kjörvið, samtals 300 mm vegg-
þykkt. Allt gler er þrefalt k-gler.
Steyptur sökkull undir húsi. Vatn
er tengt og rotþró frágengin, raf-
magn komið á húsvegg. Húsið er staðsett í landi Dagverðarness,
lóðnr. 72c, Skorradal, sem er 1 klst. akstur frá Reykjavík. Lóðin er
ca 4966 fm, leigulóð til 25 ára. Áhv. 5,0 m. Verð 10,5 m.
Nánari uppl. gefur Jón í síma 892-0999 og 566-8862
einnig á skrifstofu Eignavals.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13.00-16.00
SJÁVARGRUND 9B - GARÐABÆ
Aðalheiður og Einar sýna mjög
góða samtals 191,4 fm íbúð í
þessu frábæra húsi. Fjögur
svefnherb. Góð bílageymsla.
Frábærlega hannað hús.
Framtíðarstaðsetning, en mikil
uppbygging á sér stað í
nágreninu, svo sem nýr skóli
og fleira.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Borgartún - Tækifæri
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
5.210,9 fm heil húseign í eigu Fasteigna ríkissjóðs. Eignin er vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Húsið skiptist í
kjallara, þrjár góðar hæðir og ris. Húsnæðið er í dag sérinnréttað fyrir lyfjaframleiðslu, í kjallara og á 1. og 2.
hæð. Á 3. hæð og í risi eru veislu- og samkomusalir. Eignin getur hentað til margskonar framtíðarnota. 3. hæð
og ris er til afhendingar nú þegar en kjallari 1. og 2. hæð um n.k. áramót. V. 340 millj. 4761