Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 41
UMRÆÐAN | FJÖLMIÐLAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 41
Í KASTLJÓSI í sjónvarpinu 25.
apríl sl. var rætt um lög ríkisstjórn-
arinnar um eignarhald á fjölmiðlum.
Mörður Árnason, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði í þættinum að
forsætisráðherra væri í
nöp við Bónusfeðga og
þess vegna vildi hann
lög um eignarhald á
fjölmiðlum sem í raun
væri stefnt gegn Norð-
urljósum einum. Mörð-
ur sagði að Davíð
Oddsson væri að gera
Ísland að „banana-
lýðveldi“. Fréttamaður
sjónvarpsins hrökk við
þegar Mörður talaði
um Ísland sem banana-
lýðveldi.
Hvað veldur því að
alþingismaður tekur svo sterkt til
orða um forsætisráðherra landsins?
Ástæðan er sú að þingmaðurinn tel-
ur að forsætisráðherra láti afstöðu
sína til einstaks fyrirtækis ráða
gerðum sínum varðandi lagasetn-
ingu um eignarhald á fjölmiðlum.
Eða með öðrum orðum: Þingmað-
urinn telur að geðþóttaákvörðun
ráði afstöðu forsætisráðherra. Það
er alvarleg ásökun.
En jafnvel þó að ásökun þing-
mannsins væri rétt ættu samráð-
herrar að geta tekið í taumana svo
og þingmenn stjórnarflokkanna. En
gera þeir það? Svo virðist ekki vera.
Í fyrstu virtist vera ágreiningur milli
formanna stjórnarflokkanna um
frumvarp forsætisráðherra um eign-
arhald á fjölmiðlum. En svo var ekki
lengi. Glíma forsætisráðherra við ut-
anríkisráðherra stóð stutt. For-
sætisráðherra hafði betur í þeirri
glímu eins og ávallt áður. Utanrík-
isráðherra og formaður Framsókn-
arflokksins átti um tvennt að velja:
Að samþykkja frumvarp forsætis-
ráðherra og fá stól oddvita rík-
isstjórnarinnar 15. september nk.
eða að standa á eigin sannfæringu
varðandi fjölmiðlana og missa af stól
forsætisráðherra í haust. Hann valdi
fyrri kostinn. Var einhver hissa?
Eftir að formenn stjórnarflokk-
anna náðu saman virtist enginn í
stjórnarliðinu hafa sjálfstæða skoð-
un á máli þessu nema Kristinn
Gunnarsson, þingmaður Fram-
sóknar. Það er þess vegna sem Jón
Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali
við DV 26. apríl sl. að svo virðist sem
hér á landi sé dulbúið einræði. Einn
maður taki ákvörðun fyrir alla hina í
stjórnarliðinu. Jón Ásgeir segir að
lögin um fjölmiðlana feli í sér eigna-
upptöku og ofbeldi gegn Norður-
ljósum. Málið verði lagt fyrir dóm-
stólana strax daginn eftir
lögfestingu þess. Fullyrðing Jóns
Ásgeirs felur í sér alvarlega ásökun
á hendur forsætisráðherra.
Hvers vegna lagði Sjálfstæð-
isflokkurinn svona mikla áherslu á
það að setja skyndilega nú í vor lög
um eignarhald á fjölmiðlum? Hvað
hefur breyst í fjölmiðlaheiminum
sem gerði slíkt nauðsynlegt? Í raun-
inni hefur sáralítið breyst. Sjálf-
stæðismenn áttu áður tvö útbreidd-
ustu dagblöðin, þ.e. Morgunblaðið
og DV. Eftir að flokksblöðin, Al-
þýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn
gáfu upp öndina voru sjálfstæð-
ismenn einráðir á blaðamarkaðnum.
Enginn hafði áhyggjur af því. Ekki
var talað um nauðsyn þess að setja
lög um eignarhald þessara fjölmiðla
til þess að koma í veg fyrir að þeir
væru misnotaðir. Síðan kom Frétta-
blaðið til sögunnar. Svo virðist sem
einhver skjálfti hafi byrjað í Sjálf-
stæðisfokknum eftir að Baugur eða
Jón Ásgeir Jóhannesson eignaðist
Fréttablaðið. Ekkert liggur þó fyrir
um pólitískar skoðanir eigenda
Fréttablaðsins. Talað hefur verið um
að sennilega væri Jón Ásgeir sjálf-
stæðismaður! En það virðist ekki
duga Sjálfstæðisflokknum. Jón Ás-
geir verður að hlýða flokksforustu
Sjálfstæðisflokksins og það gerir
hann ekki. Reiðarslagið fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn kom þegar Baugur
eða Jón Ásgeir keypti ráðandi hlut í
DV. Ef Mbl. hefði eignast DV hefði
Sjálfstæðisflokkurinn ekkert minnst
á nauðsyn þess að takmarka eign-
arhald á fjölmiðlum!
Nú munaði það litlu
að bæði Fréttablaðið
og DV hættu að koma
út. Bæði þessu blöð
urðu gjaldþrota og það
var ekki sjálfgefið að
nýir aðilar kæmu til
skjalanna til þess að
halda rekstri þeirra
áfram. Ef Baugur hefði
ekki keypt Fréttablað-
ið hefði það líklega
hætt að koma út. Ef
Baugur hefði ekki
keypt DV hefði Mbl.
keypt það eða blaðið
hætt útkomu. Svo virðist því sem
Baugur hafi tryggt fjölbreytni á
blaðamarkaðnum með því að kaupa
bæði DV og Fréttablaðið.
Menn virðast einkum hafa áhyggj-
ur af fréttaflutningi og skrifum dag-
blaðanna. Nú veldur það Sjálfstæð-
isflokknum t.d. miklum áhyggjum að
DV er mjög hvasst í allri gagnrýni
og ræðst hart að öllum, einnig vald-
höfum. Hins vegar hafa menn minni
áhyggjur af Stöð 2 og Norðurljósum.
Baugur hefur eignast stóran hlut í
Norðurljósum. Og það hentar Sjálf-
stæðisflokkum í áróðrinum að draga
það fram að Baugur eigi nú orðið
ráðandi hlut í tveimur dagblöðum og
sjónvarpsstöð. Að mínu mati skiptir
eignarhaldið ekki höfuðmáli. Það
sem skiptir hins vegar mestu máli í
þessu sambandi er hvernig eigendur
þessara fjölmiðla fara með þá. Eig-
endur Mbl. hafa undanfarin ár farið
vel með blaðið. Það er opið fyrir mis-
munandi sjónarmiðum og þess verð-
ur ekki vart að það sé misnotað í
þágu eigenda eða Sjálfstæðisflokks-
ins. Hið sama er að segja um Stöð 2.
Hún er ekki misnotuð í þágu eigenda
eða í þágu ákveðins stjórn-
málaflokks. Á meðan þessir fjöl-
miðlar eru ekki misnotaðir þarf eng-
in sérstök lög um þá. Samkeppnislög
duga.
Hvers vegna lög um
eignarhald á fjölmiðlum?
Björgvin Guðmundsson skrifar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Menn virðast einkumhafa áhyggjur af frétta-
flutningi og skrifum
dagblaðanna.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Heimili fyrir þig - þinn hagur er okkar metnaður
sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
FRAMNESVEGUR 44 - Opið hús í dag
Nýjar og glæsilegar 2ja herb. íbúðir
Vorum að fá í sölu tvær sérlega glæsileg-
ar „nýjar“ 2ja herbergja íbúðir. Íbúðirnar
eru 74 fm og 61 fm að stærð. Allt er nýtt
í íbúðunum, t.d. vandað parket og inn-
réttingar. Glæsilegt flísalagt baðherbergi
o.fl. Íbúðirnar geta verið til afhendingar
strax.
Opið hús í dag frá kl. 16 - 18
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
Opið í dag frá kl. 12.00-14.00
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Erlendur Davíðsson,
lögg. fasteignasali
Hákon R. Jónsson,
sölumaður
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri,
2JA HERB.
GRENIMELUR Vorum að fá í einka-
sölu glæsilega íbúð á jarðhæð m/sérinng.
og sérverönd. Fallegar innréttingar og
glæsilegt baðherbergi. Gullfalleg eign á
frábærum stað. Verð 13,9 millj.
3JA HERB.
ÁLFTAMÝRI - M/BÍLSKÚR. Rúmgóð mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð um
87,0 fm á 4. hæð. Glæsilegt útsýni. Suðursvalir. Nýl. bílskúr 21 fm. Örstutt í skóla og fl.
þjónustu. Verð 13,5 millj. Nr. 3407
GRETTISGATA Góð og líflega innréttuð íbúð í góðu húsi. Stutt í miðbæinn. Gott
skipulag í íbúðinni. Rúmgóð herbergi. Svalir. Frábær staðsetning. Stærð 88,2 fm. Verð
14,0 millj.
4RA HERB
ÁLFATÚN - BÍLSKÚR Vorum að fá þessa íbúð í sölu í fjögurra íbúða húsi. Góð
íbúð á jarðhæð með bílskúr. Stór geymsla fylgir. Flísalagt baðherbergi. Glæsilegt útsýni.
Verð 19,7 millj.
SUMARBÚSTAÐIR
RUNNABYGGÐ - Hvítársíða Vorum að fá í einkasölu 60 fm sumarhús á
þessum vinsæla stað. Bústaðurinn er fokheldur að innan en tilbúinn að utan. Afhending
strax. Uppl. veitir Ólafur.
Ármúla 21 • Reykjavík
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Opið hús - Opið hús
Frakkastígur 12 - Laus
Gullfalleg 3ja herb. íbúð
á 1. hæð í þessu glæsi-
lega húsi. Hús og íbúð
mikið endurnýjuð þar
sem sjarmi liðinna ára
hefur haldið sér.
Bjarni sýnir í dag milli
kl. 14.00 og 16.00.
Sími 894 1870.
BORGARTÚN 28
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði
og byggingarréttur
Vorum að fá til sölu gott verslunar- og skrifstofuhúsnæði í fram-
húsi við Borgartún 28 samtals að gólffleti um 600 fm. Á baklóð
er í dag um 1.200 fm geymsluhúsnæði, en skv. deiliskipulagi er
heimilt að reisa 2.300 fm skrifstofu- og þjónustubyggingu þar
auk bílastæðahúss.
Traustur langtímaleigusamningur er fyrir hendi um framhúsið og
um geymsluhúsnæðið á baklóðinni þar til byggingarfram-
kvæmdir hefjast við nýbyggingu.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu
af Jóni Guðmundssyni.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Vorum að fá í sölu glæsilegt 242 fm
einbýlishús með tvöföldum innbyggðum
bílskúr. Húsið, sem er teiknað af Vífli
Magnússyni, skiptist m.a. í stofu, borð-
stofu, stóra sólstofu/gróðurhús, tvö bað-
herbergi, snyrtingu, þrjú herbergi og
fleira. Mikil lofthæð er í húsinu. Arinn í
stofu. Sérstaklega falleg gróin lóð með
verönd. Mjög góð staðsetning en húsið
stendur í litlum botnlanga. Verð 33 millj.
SKRIÐUSEL - EINBÝLI
ARKITEKT VÍFILL MAGNÚSSON