Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 42
HUGVEKJA
42 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Samræmdu prófin hefjast á morgun. Um4.500 ungmenni í 10. bekk grunnskólalandsins munu þar glíma við íslensku (3.maí), ensku (4. maí), samfélagsgreinar (6.maí), dönsku (7. maí), náttúrufræði (10.
maí) og stærðfræði (11. maí). Framundan er þeim
erfiður tími, eitthvað sem þau hafa litið til og stefnt
að í mörg ár, sum með gleði í huga, önnur með ótta-
sting og kvíða í hjarta.
Árið 2001 máttu 10. bekkingar í fyrsta sinn velja
um hvort þeir tækju samræmdu prófin eða ekki;
92,7 til 96,3% kusu að gera það. Þessi próf eru ung-
mennunum greinilega afar mikilvæg, enda nokkurs
konar manndómsvígsla; hér er verið að meta af-
rakstur liðinna ára, jafnframt því sem horft er fram
á veginn, út í óvissuna.
Vegna þessa get ég ekki annað en fyllst gremju út
í þá aðila sem annast hafa samningu, framkvæmd og
úrvinnslu umræddra prófa undanfarin ár og gera
það enn; hér á ég við Námsmatsstofnun, sem fram
til 14. desember 2000 hét Rannsóknastofnun uppeld-
is- og menntamála. Í gegnum tíðina hefur loðað við
þetta batterí, hið gamla sem nýja, óvandvirkni í
vinnubrögðum. Og það læra börnin sem fyrir þeim
er haft.
Í fyrra var ég trúnaðarmaður samræmdra prófa í
heimabæ mínum, og þurfti að byrja hvern einasta
prófdag á að koma á framfæri leiðréttingu á ein-
hverri misfellu. Þetta gekk nokkurn veginn svona
fyrir sig:
Íslenska: „Góðan dag, krakkar mínir. Áður en þið byrjið langar
mig að biðja ykkur um að leiðrétta villu sem er í prófinu. En
eins og þið vitið á að skrifa „Vestfirðingur“ með stóru „V“, ekki
litlu …“
Náttúrufræði: „Góðan dag, krakkar. Áður en þið byrjið verð ég
því miður að tilkynna ykkur, að þið getið ekki fært inn á svar-
blaðið fyrr en einhvern tíma á eftir; það komu nefnilega sam-
félagsfræðisvarblöð með náttúrufræðiprófinu …“
Enska: „Góðan dag, krakkar. Áður en þið byrjið verð ég að biðja
ykkur um að leiðrétta tvær villur sem eru í prófinu. „Roger“ á
ekki að vera þarna, enda fjallar sagan ekki um hann, heldur „Ro-
bert“. Og „lillies“ á að skrifa „lilies“ … “ Og hjá þeim sem voru
með frávik, og þar af leiðandi í annarri stofu: „Góðan dag, krakk-
ar. Það var leiðinlegt að heyra, að 5 af 6 geisladiskum, sem ykk-
ur var boðið að nota til aðstoðar, hafi verið ónýtir …“
Samfélagsfræði: „Góðan dag, krakkar. Áður en þið byrjið þarf
ég að biðja ykkur um að leiðrétta villu sem er í prófinu …“
Danska: „Góðan dag, krakkar. Áður en þið byrjið verð ég að
biðja ykkur um að leiðrétta tvær villur sem eru í prófinu …“
Stærðfræði: „Góðan dag, krakkar. Áður en þið byrjið ætla ég að
biðja ykkur um að leiðrétta tvær villur sem eru í prófinu … En
þið vitið auðvitað að maður segir ekki „dýrara verðið“ heldur
„hærra verðið“ …“
Ekki þarf neinn vitring til að sjá að allt þetta
hefði auðveldlega verið hægt að leiðrétta eða koma í
veg fyrir ef almennilega hefði verið að málum staðið.
Hvaða skilaboðum er verið að koma til þessa ald-
urshóps, sem þarna er á tímamótum í lífi sínu, er að
kveðja grunnskólann eftir áratugar vist þar og
leggja af stað á annað námsstig, í annan heim, og í
raun og veru út í alvöru lífsins í fyrsta sinn? Að það
sé allt í lagi að vanda sig ekki? Annað var þeim
kennt áður og allt fram til þessa. Og hitt er ekkert
annað en óvirðing í þeirra garð.
Nú er ég ekki að segja að mistök séu bönnuð, að
prentvillur og annað þvíumlíkt geti ekki slæðst inn í
texta. Langt því frá. Öll lendum við fyrr eða síðar í
að misstíga okkur, bæði þannig og á annan hátt, og
komum yfirleitt sterkari til leiks eftir en áður, með
reynsluna í farteskinu. En mér finnst einfaldlega
annað vera á borðinu hérna og núna, að það sé verið
að kasta höndum til verka. Eða er einhver önnur
skýring á hinu að því er virðist árlega klúðri? Náms-
matsstofnun hlýtur að geta ráðið til sín prófarkales-
ara í tonnavís, og annað aðstoðarfólk, ef því er að
skipta, til að fyrirbyggja svona lagað. Hvers vegna
er það ekki gert?
Og annað. Það er ekki sama hver er. Í þessu til-
viki, þar sem Námsmatsstofnun á í hlut, ætti allt að
sjálfsögðu að vera óaðfinnanlegt, enda gefur hún sig
út fyrir að vera merkilegt tæki, „vísindaleg stofnun
á sviði uppeldis- og menntamála…“ með „sérþekk-
ingu og sérhæfingu á sviði próffræði og námsmats,
samanburðarannsóknum á menntakerfum og æsku-
lýðsrannsóknum“, eins og segir á www.namsmat.is.
Í einhverju prófa sem ég þreytti í guðfræðideild
Háskóla Íslands á árum áður byrjaði eitt verkefnið á
þessa leið: „Skúrið eftirfarandi…“ Ég bað um vatn
og sápu, og annað tilheyrandi, kvaðst ekki geta leyst
úr þessu að öðrum kosti. Kennara mínum var ekki
skemmt. Ekki mér heldur; ég var sár og reiður, því
slíkt gerðist oft hjá umræddum læriföður. Þarna átti
að vera „Skýrið eftirfarandi…“
Þetta litla dæmi sýnir að óvandvirkni er víða að
finna, jafnvel á háskólastigi. Því miður. Ein leið til
að binda enda á slíkt er að kenna börnum okkar að
leggja rækt við góða og vandaða hætti, gera þau
sjálf dómbær á hvað er boðlegt og hvað ekki, búa
þau undir að geta sjálf tekið á málum ef svo ber
undir. Hvað ungur nemur, gamall temur.
Vonandi heyrir fúskið sögunni til, er horfið að ei-
lífu, og nýr og bjartari tími framundan. Ef ekki,
verður það eflaust í fréttum næstu daga. Það væri
sannarlega dapurlegt eftir allt sem á undan er geng-
ið.
„Skúrið eftirfarandi“
Börnin eru það dýrmætasta sem við eig-
um og koma til með að erfa landið ein-
hvern daginn í náinni framtíð. Sigurður
Ægisson veltir fyrir sér hvar þau eigi að
læra góða siði, virðingu og trúmennsku,
ef ekki hjá sér eldra fólki og reyndara.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
ATVINNA mbl.is
…með allt á einum stað
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13-15
Skólavörðustígur 6b2. hæð - laus strax
Sérlega falleg og mikið endurnýjuð, 3ja herb., tæplega, 80 fm íbúð á 2.
hæð í húsi byggðu 1986. Íbúðin er björt og afar vel skipulögð. Íbúðinni
fylgja stórar svalir í suður og vestur ca. 30-35 fm. Parket og flísar á gólfi.
Falleg innrétting í eldhúsi. Flísalagt baðherbergi og tengi fyrir þvottavél.
Staðsetningin er sérlega góð m.t.t. verslunar og þjónustu. Íbúðinni fylgir
sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara. Verð 16,9 millj.
Verið velkomin í dag á milli kl. 13-15
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16 - 19
Skúlagata 10 - 1. hæð - Íbúðin er laus strax
Glæsileg 4ra-5 herbergja 140 fm
íbúð á fyrstu hæð í lyftuhúsnæði
ásamt stæði í bílskýli. Húsið er
byggt árið 1992. Innan íbúðar eru
þrjú svefnherbergi og stórar rúm-
góðar stofur. Útg. á suðurverönd úr
stofu. Rúmgott flísalagt baðher-
bergi. Gólfefni er parket á öllum
gólfum nema flísar á baðherbergi.
Sérlega rúmgóð og björt íbúð í hjarta Reykjavíkur. Húsvörður sér um allt
almennt viðhald. Verð 24,8 millj.
Auður tekur á móti ykkur í dag á milli kl. 16 og 19
Opið hús
Skjólsalir 14, Kópavogi
Raðhús með innb. bílskúr
Til sýnis og sölu glæsilegt, bjart og vandað 152,9
fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 29,7 fm innbyggðum
bílskúr. Heildarstærð hússins er samtals 182,6 fm. Leik-
skóli, skóli, búð (Nettó) og apótek eru í göngufæri - engin
gata til að fara yfir í skólann. Gott útsýni til suðurs.
Ákveðin sala. Verð 28,7 millj. Áhv. 8,9 millj.
Vilborg og Eyþór taka vel á móti þér og þínum í dag,
sunnudag, milli kl. 14.00-17.00.
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555.
OPIÐ HÚS - Háalind 10, Kóp.
Teitur Lárusson sölufulltrúi Sími 520 9559
Gsm 894 8090 teitur@remax.is RE/MAX
Glæsilegt 6 herbergja parhús á tveimur hæð-
um m. innbyggðum bílskúr sem er samtals
207,2 fm. Um er að ræða vel skipulagt hús
sem skiptist í forstofu, forstofuherbergi, gang,
gestasalerni, eldhús og 2 stofur á efri hæð og
á neðri hæð er sjónvarpshol, 3 svefnherbergi,
baðherbergi m. sturtuklefa og hornbaðkari,
þvottahúsi, geymslu og ónýttu rými. Gólfefni
vantar á stóran hluta hússins, einnig allar
gluggaáfellur en allar hurðir og innréttingar
fyrsta flokks. Sjón er sögu ríkari.
Verð kr. 30.000.000.-
Teitur sýnir eignina í dag sunnudag
milli kl. 14:00 - 16:00
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Sími
588 4477
ESKIHLÍÐ 8 - 6 HERB.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14-17
Til sýnis og sölu í dag gullfalleg
125 fm 6 herb. íbúð á frábærum
stað. Íbúðin er örlítið niðurgrafin
og mikið endurnýjuð að innan,
m.a. eldhús, baðherbergi, gólf-
efni o.fl. Frábær nýting. Fjögur
svefnherb. Tvær stofur, rúmgott
eldhús og bað. Verð 15,8 millj.
ALLIR VELKOMNIR
Björn og Edda taka á móti áhugasömum milli kl. 14:00 og 17:00