Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert stórhuga og býrð yfir fyrirhyggju og útsjón- arsemi. Þú lendir oft í leið- togahlutverki. Það verður mikið að gerast í félagslífinu hjá þér á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að vera ekki of einstrengingsleg/ur í sam- ræðum þínum við aðra í dag. Það er hætt við að þú gangir of langt í tilraunum þínum til að telja aðra á þitt band. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í innkaupum í dag. Það er hætt við að þú kaupir eintóma vitleysu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þörf þín fyrir að telja aðra á þitt band mun hugsanlega leiða þig út í ógöngur í dag. Það er hætt við að tilfinning- arnar þínar verði skynsem- inni yfirsterkari. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta heilsu þína í dag. Drífðu endilega í því en reyndu þó að varast all- ar öfgar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í að stofna til nýs ástarsambands í dag. það er hætt við að hrifning þín komi í veg fyrir að þú sjáir viðkomandi í réttu ljósi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt líklega þurfa að gera upp á milli vinnunnar og heimilisins í dag. Reyndu að sýna fjölskyldunni þolinmæði á sama tíma og þú gerir þitt besta í vinnunni. Þetta er mik- ilvægt tímabil fyrir þig í vinnunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að forðast deilur um heimspeki og trúmál í dag. Það er eins og þú hafir ákveð- ið sjónarmið á heilanum og sjáir ekki út fyrir það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er ekki hentugur dagur til að ganga frá skiptingu eigna eða ábyrgðar. Fólk stendur fast á sínu og er ekki tilbúið til að gefa neitt eftir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Venus er beint á móti Plútó og því er einhver spenna í öll- um samböndum í dag. Reyndu að taka hlutunum með ró og forðast yfirgang. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir fengið góðar hug- myndir að breytingum í vinnunni. En jafnvel þótt hug- myndirnar séu góðar máttu ekki þröngva þeim upp á aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Margir vatnsberar verða ást- fangnir í dag. Það er eins og þeir verði hreinlega dáleiddir. Reyndu að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir lent í erfiðum deilum við einhvern í fjölskyldunni í dag. Reyndu að forðast það jafnvel þótt það kosti það að þú verðir að fresta mik- ilvægum umræðum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VORVÍSUR Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT LÁTUM sagnir liggja á milli hluta, en niðurstaðan þarf engum að koma á óvart – þrjú grönd í suður: Norður ♠ÁD76 ♥D10862 ♦ÁD94 ♣– Vestur Austur ♠K983 ♠G104 ♥K954 ♥G7 ♦K7 ♦G1062 ♣963 ♣K842 Suður ♠52 ♥Á3 ♦853 ♣ÁDG1075 Útspil: spaðaþristur. Þetta er virkilega neyðar- legt, lífliturinn vængstífður vegna innkomuleysis og til- tölulega lítið að hafa í hinum litunum. En það gerast oft skrítnir hlutir í þremur gröndum. Sjáum til. Sagnhafi svínar spaðadrottningu, spilar svo hjartaás að hjarta að blind- um. Vestur dúkkar, en sagn- hafi finnur fyrir fálmi og stingur upp drottningu. Gosinn fellur snöggt úr austrinu og virðist því heið- arlegt spil, svo sagnhafi ákveður að bíða með hjartað og spilar spaðaás og spaða. Vestur tekur tvo slagi á litinn og finnur svo ekki betra úrræði en að spila hjartakóng og meira hjarta. Þá er staðan þessi: Norður ♠– ♥8 ♦ÁD94 ♣– Vestur Austur ♠– ♠– ♥– ♥– ♦K7 ♦G1062 ♣963 ♣K Suður ♠– ♥– ♦853 ♣ÁD Vörnin hefur fengið þrjá slagi. Sagnhafi spilar nú tíg- ulás og vestur staldrar við. Hann sér hvað liggur í loft- inu og ákveður að lokum að henda kóngnum undir. Og þar með er tígulátta suðurs orðin að stórveldi. Sagnhafi hendir laufdrottningu í síð- asta hjartað og spilar loks litlum tígli að áttunni. Vest- ur drepur og þarf að gefa blindum tvo síðustu slagina. Vissulega gat vörnin gert betur, en hitt er athyglis- vert að sagnhafi fékk engan slag á „líflitinn“ – ÁDG10xx í laufi! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. O-O-O Rc6 10. f4 Dc7 11. g4 Rxd4 12. Dxd4 b5 13. g5 Rd7 14. f5 He8 15. fxe6 fxe6 Staðan kom upp í rússnesku deilda- keppninni sem lauk fyrir skömmu. Alex- ander Galkin (2602) hafði hvítt gegn Vladimir Belov (2543). 16. Rd5! exd5 svarta staðan hefði einnig verið töpuð eftir 16...Dd8 17. Rxe7 Dxe7 18. Dxd6. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 17. Dxd5+ Kh8 18. Dxa8 Bxg5 19. Bxg5 Rb6 20. Bxb5! Rxa8 21. Bxe8 Da5 22. Be7! De5 23. Bxd6 Dxe4 ekki hefði 23... Dxe8 gengið upp fyrir svartan vegna 24. Hhf1. 24. Hhe1 Dc4 25. b3 og svartur gafst upp. ÁRATUGUR er liðinn og rúmlega það, síðan ofan- greint no. var til umræðu í þessum pistli. Enda þótt orðinu væru þá gerð að ég ætla sæmileg skil og bent á, að það væri í flestum til- vikum þarflaust í tali manna, virðist sem svo, að því hafi fremur aukizt ás- megin en hitt. Á það var bent, að no. magn væri vissulega gamalt í máli okkar, en þá í öðru sam- bandi en menn nota það nú á dögum. Jafnframt var bent á það, að fremur and- kannalegt væri að heyra menn tala um bygginga- magn á einhverju svæði, þar sem tala mætti um byggingafjölda á svæðinu. Þetta orð hafði þá á stund- um hljómað í eyrum hlust- enda í útvarpi og eins sézt á prenti. Jafnvel kennarar höfðu brugðið fyrir sig no. kennslumagn (og gera jafnvel enn), þar sem að mínum dómi fer miklu bet- ur að tala um fjölda kennslugreina. Eins tók ég þá fram í fyrri pistli, að ég hefði heyrt í veðurfregnum talað um úrkomumagn í stað þess að tala um mikla úrkomu. Nú vil ég hins vegar taka fram, að úr- komumagn virðist ekki hafa komið fyrir á þeim bæ lengi. Og það er vel. En til- efni þessa pistils um magn- ið eru ummæli, sem ég rakst á ekki alls fyrir löngu. Þau eru í tímariti, sem ég sá af tilviljun. Þar stóð þessi setning, sem ég hlaut að stanza við. Verið var að segja frá því, hversu hollt það væri börnum að alast upp með húsdýrum. Og orðrétt var það rök- stutt með þessum orðum: „og ekki sízt þar sem börn- in geta leikið lausum hala innan um ótakmarkað magn af dýrum“. Já, ótak- markað magn af dýrum stóð þar. Hér hefði vita- skuld farið betur að tala um að leika sér innan um fjölda dýra. Ég held les- endur hljóti að finna nokk- urn mun á þessu orðalagi. En svo langt hefur no. magn smeygt sér inn í mál okkar, að ég hefði ekki trú- að því nema af því, að ég sá það þarna svart á hvítu, eins og stundum er sagt. – Sími 557 4977 og tölvufang jaj@simnet.is – J.A.J. ORÐABÓKIN Magn Sportfatnaðurinn frá Trofe kominn Pantanir óskast sóttar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. LOKSINS LOKSINS Meyjarnar Soffía Marín Magnúsdóttir Við bjóðum þig velkomna til starfa. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir. Hárgreiðslustofan Mín, Skipholti 70, sími 581 2581 MEÐ MORGUNKAFFINU Amma, amma, taktu út úr þér fölsku tennurnar, þú ert far- in að skera hrúta! Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.