Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 35 ✝ Lilja SvavaHrafnkelsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1953. Hún lést í Kaupmanna- höfn 2. júní síðastlið- inn. Lilja Svava var einkadóttir hjónanna Ólafar Önnu Ander- sen, f. 6.12. 1935 og Hrafnkels Guðgeirs- sonar rakara, f. 20. júní 1928, d. 19. júní 1977. Þau skildu. Hálfsystkini Lilju Svövu eru; Helena Kristbjörg, f. 21. október 1963, Jóhanna, f. 5. febr- úar 1966, og Svava, f. 10. febrúar 1972, Hrafnkelsdætur og Björn Nygaard, f. 21. maí 1964, sam- mæðra. Lilja átti sjö systkina- börn, börn Helenu eru: Hrafnkell Diego, f. 1997 og Agnes Sigrún Diego, f. 2001, börn Jóhönnu: Daníel 1990, Hrafnhildur, f. 1995 og Anton Vilhelm, f. 1999, Guðbjartsbörn og börn Björns eru Lasse Jagd-Ny- gaard, f. 2001 og Liv Jagd-Nygaard, f. 2002. Fyrstu ár ævi sinnar bjó Lilja Svava á Íslandi ásamt foreldrum sínum en við 5 ára aldur fluttust hún og móðir hennar til Kaup- mannahafnar þar sem hún bjó til æviloka. Jarðarför Lilju Svövu fer fram í Kaupmannahöfn í dag. Það var í Helsinki 1997 sem leitin að Lilju Svövu hófst. Ekki það að hún hefði verið eitthvað sérstaklega týnd en ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að svipta hulunni af þessari dularfullu nöfnu minni og koma henni aftur inn á Íslandskortið. Það er eins og málshátturinn segir, „öll vötn renna til sjávar“; eftir talsverða leit og margar misheppnaðar tilraunir á Netinu var hálfsystir mín svo loks fundin. Lilja Svava eða Lilla, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist á Íslandi 1953. Hún var eins og öll ungbörn, engilfríð og einstök á allan hátt. Pabbi okkar, Hrafnkell, vann þá sem rakari á „vellinum“ á meðan Anna sinnti barni og heimili þeirra í Vesturbænum í Reykjavík. Þegar Lilla varð eldri kom það betur og betur í ljós að hún hafði fengið annað og flóknara hlutskipti í lífinu en flestir. Hún var mjög hreyfi- hömluð og var fötlun hennar bæði mik- il og kröfuhörð. Mamma hennar tók þá ákvörðun þegar Lilla var 4 ára að leita nýrra tækifæra í Kaupmannahöfn. Í gegnum íslenskan barnalækni hafði hún fengið viðtal við danskan prófess- or sem sérhæfði sig í spastískri lömun barna. Hann taldi að Lilla gæti fengið betri meðferð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn en hér heima á Ís- landi. Danmörk opnaði margar dyr fyrir þeim mæðgum og Lilla fékk oftast góða aðhlynningu; hún gekkst undir aðgerðir sem ekki voru eingöngu nauðsynlegar heldu líka gerðar með það að markmiði að auka lífsgæði hennar. Hún var mikil baráttukona líkt og móðir hennar og „uppgjöf“ virt- ist ekki vera til í orðaforða þeirra. Stundum, þegar fólk velti vöngum yfir því hvernig Lilla væri fötluð og hvað hún skildi, sagði Anna oft söguna af því þegar þær voru ný-fluttar til Kaup- mannahafnar og sagan var sú að á fimmta aldursári lærði Lilla að skilja dönsku fullkomlega á hálfu ári þó svo að hún gæti ekki sagt mörg orð. Stundum er ekki allt sem það sýnist vera. Lilla var þeim kostum gædd að hún bar með sér mikla gleði og húmor, hún kunni að gleðja aðra innilega þó að sjálf hefði hún það ekki alltaf svo gott. Að heyja stór stríð við líf og lukku hafði svo sannarlega dregið fram það besta í henni og Önnu mömmu hennar. Hún elskaði að koma heim til mömmu um helgar þar sem hún átti sitt eigið herbergi. Í herberginu var saumavél sem þær saumuðu saman á. Anna sat þá við vélina og stýrði og Lilla sá um að setja straum á vélina með því að kreista þar til gerðan bolta. Það var ekkert venjulegt hvað það var haft mikið fyrir því að tolla í tískunni og þær hömuðust við það að sauma skó og pils og stytta ermar, allt skyldi það vera í stíl. Svo var farið í bæinn til að sýna sig og sjá aðra, skoða það nýjasta hjá Royal Köbenhavn og skella sér svo á kaffihús. Lilla vildi hafa líf og fjör í kringum sig og fannst gaman að bjóða til veislu, hún vildi njóta þess sem henni fannst gott eins og að borða góð- an mat og drekka vín og snafs. Það var eitt sem bar af í huga Lillu og það var að fara til Mallorca. Hún fór þangað 7 sinnum um ævina og henni fannst ekkert jafn æðisgengið og að liggja í sólbaði, horfa á pálmatrén blakta í svölum vindinum og fara svo niður á ströndina og baða sig í sjónum. Á veturna, þegar hún sá eitthvað túrk- is-blátt sem minnti á hafið eða sá aug- lýsingu með pálmatrjám og hvítri strönd, þá varð hún svo glöð og kát að það fór ekki á milli mála að Mallorca var toppurinn á tilverunni þó að Dan- mörk væri svo sem ágæt líka. Í apríl í fyrravetur varð Lilla 50 ára og ég og systur mínar Helena og Jó- hanna fórum saman til Kaupmanna- hafnar til að halda upp á afmælið með henni. Það voru haldnar tvær stór- skemmtilegar veislur. Fyrri veislan var haldin heima hjá Lillu í íbúðinni sem hún fékk fyrir 2 árum. Hún var svo stolt af íbúðinni sinni enda í fyrsta sinn sem hún bjó út af fyrir sig, með sitt baðherbergi og lítinn eldhúskrók þar sem hægt var að hella upp á kaffi þegar gestir komu í heimsókn. Íbúð- inni fylgdi mikið frelsi sem er öllum sannarlega nauðsynlegt að fá að njóta, bæði fötluðum og ófötluðum. Svo dag- inn eftir var haldin stór veisla að hætti Dana þar sem tugir gesta sátu við dúk- að langborð í veislusal og boðið var upp á margréttaða hátíðarmáltíð. Það var mikið grín og glens, við sungum saman hópsöng og Björn bróðir Lillu söng og spilaði á gítar lag sem hann hafði sam- ið um hana og ekki má gleyma ræð- unum sem voru skrifaðar af væntan- legum nóbelsskáldum. Það held ég allavega því viðkvæmari konurnar í veislunni fóru létt með að klára tissjú- pakka á ræðu, minnst! Svo mikið snart þessi litla kona hug og hjörtu þeirra sem hún var nærri. Það er ein af mínum dýrmætustu upplifunum að hafa fundið systur mína og fengið að kynnast henni áður en hún dó. Hún er og verður ávallt stærsta og mesta hetjan í mínu lífi og flottasta fyrirmyndin. Hennar verður ætíð sárt saknað. Þín systir, Svava Hrafnkelsdóttir. LILJA SVAVA HRAFNKELSDÓTTIR Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNU JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, áður Ljósheimum 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á 4-G Hrafnistu. Björn Sævar Árnason, Þóra Sverrisdóttir, Anna Bára Árnadóttir, Jónas Þór, Árni Viðar Árnason, Auður Oddgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarðarfarar ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, UNNAR SIGURÐARDÓTTUR, Laufásvegi 25. Anna og Viggo Balle, Unna Balle, Uggi Balle, Bjarki Balle. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar systur okkar, INGIBJARGAR ÞÓRHALLSDÓTTUR, Garðsenda 12, Reykjavík. Færum starfsfólki kvennadeildar Landspítalans og Hafsteini Sæmundssyni lækni bestu þakkir fyrir góða umönnun. Bræður hinnar látnu og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁRNA JÓNS HALLDÓRSSONAR, Akurgerði 22, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Gréta Ámundadóttir, Íris Árnadóttir, Jakob Þorsteinsson, Davíð Andri Jakobsson, Alex Árni Jakobsson, Aron Jakobsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Nautabúi. Anna B Stefánsdóttir, Rósa Bergsdóttir, Jóna Bergsdóttir, Björn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, HULDA S. TEITSDÓTTIR JECKELL, Port Richey, Flórída, andaðist í Port Richey laugardaginn 5. júní. Þórunn Teitsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ETHEL ARNÓRSSON, Aðalstræti 8, Reykjavík, sem lést mánudaginn 31. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 9. júní kl. 13.30. Jón I. Hannesson, Elna K. Jónsdóttir, Arnór Þ. Hannesson, Þorlákur L. Hannesson, Guðrún Guðmundsdóttir, Dagmar Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Lokað Vegna jarðarfarar ARNLJÓTS BJÖRNSSONAR, fv. hæstaréttar- dómara, verður skrifstofa Hæstaréttar lokuð frá kl. 12.00 í dag, þriðjudaginn 8. júní. Hæstiréttur Íslands. Lokað Vegna jarðarfarar TRYGGVA GUÐMUNDSSONAR verður afgreiðsla okkar lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 8. júní. Vörubretti ehf. og Dvergur ehf., Flatahrauni 1.Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.