Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“
OG „THE MUMMY RETURNS“
Nýjasta og mest spennandi myndin
um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla
fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál
verða uppljóstruð.
Stórviðburður ársins er kominn!
Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri
stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen.
B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i
SV MBL
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5 OG 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára
Kvikmyndir.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10.
Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum
eins og þær gerast bestar í anda
IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar
sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla
greifa, Frankenstein og Varúlfinn.
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
HL Mbl
05.06. 2004
7
3 6 6 2 0
8 2 1 7 4
10 17 24 29
35
02.06. 2004
4 7 12
35 42 45
15 25
Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ
Sýnd kl. 6 og 9.
Sýnd kl. 5.45.
SÍÐASTA SINN
Sýnd kl. 6 og 9. B.i.14 ára.
Sýnd kl. 6, 7, 9 og 10. Sýnd í stóra salnum kl. 6 og 9.
Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó.
Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af!
Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.
B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i
SV MBLKvikmyndir.is
ÓENDANLEG ÁSTRÍÐA
ÓDAUÐLEGAR HETJUR
GOÐSÖGNIN SEM MUN LIFA
AÐ EILÍFU!
L Í
L J
I LIF
ILÍF !
Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás2
HL Mbl
KVIKMYNDIN Eilíft sólskin hvít-
þvegins hugar (Eternal Sunshine
of the Spotless Mind) hefur vakið
mikla athygli fyrir frumleika og
vönduð vinnubrögð, enda ekki við
öðru að búast þegar litið er til
þeirra sem að myndinni standa.
Það leiða saman hesta sína hand-
ritshöfundurinn Charlie Kaufman
(Being John Malkovich, Adapta-
tion) og leikstjórinn Michel
Gondry, sem m.a. hefur leikstýrt
myndinni Human Nature og mörg-
um af myndböndum Bjarkar. Auk
þeirra Gondrys og Kaufmans er
valinn maður í hverju rúmi, og
leikarahópurinn ekki af lakara tag-
inu, en þar eru Jim Carrey og
Kate Winslet í aðalhlutverkum.
Í hópi þess úrvalsfólks sem
stendur að myndinni er Valdís
Óskarsdóttir sem annast klipp-
ingu. Hún hefur komið víða við á
starfsferli sínum og síðustu ár hafa
sífellt fleiri rósir bæst í hnappagat-
ið. Valdís hefur m.a. klippt myndir
efnilegustu leikstjóra Dana á borð
við Sören Kragh Jacobsen (Mif-
unes sidste sang) og Thomas Vint-
erberg (Festen) og er þess
skemmst að minnast er Valdís
hlaut Eddu-verðlaunin fyrir vinnu
sína við Hafið eftir Baltasar Kor-
mák. Störf Valdísar hafa þó ekki
verið bundin við Norðurlöndin,
hún klippti m.a. myndina Finding
Forrester sem Gus Vant Sant leik-
stýrði og Sean Connery lék aðal-
hlutverkið í. Það var síðan í des-
ember árið 2002 að Michel Gondry
hafði samband við umboðsmann
Valdísar í Bandaríkjunum og sýndi
áhuga á að fá hana til að annast
klippingu myndarinnar Eilíft sól-
skin hvítþvegins hugar.
„Gondry hafði séð Festen og
fékk þannig áhuga á fá mig í þetta.
Ég fékk sent handritið og fannst
það stórkostlegt,“ segir Valdís.
Starfið kom þó ekki í hennar hlut
fyrr en síðar, eftir að annar klipp-
ari hafði reynt sig við verkið. „Það
dæmi gekk ekki upp og var ég þá
spurð hvort ég vildi taka að mér
verkið, og mæta á staðinn ekki
seinna en í gær,“ rifjar Valdís upp.
„Ég ákvað að slá til, og fyrr en
varði var ég sest við klippitölvuna
og byrjuð að vinna.“
Þegar Valdís er spurð nánar út í
vinnsluferlið og samvinnu við leik-
stjórann, má heyra hversu stórt
hlutverk klipparinn leikur við að
koma myndfrásögninni í endanlegt
form. Þannig er það t.d. ekki leik-
stjórinn sem ákvarðar lokaútkomu
klippingarinnar (svokallað „final
cut“) heldur er gengið frá loka-
útgáfunni í gegnum samráð klippi-
deildarinnar við handritshöfund,
leikstjóra, framleiðendur og fleiri
aðaila. „Leikstjórinn lætur klipp-
aranum í té efnið sem hann er bú-
inn að skjóta með myndatöku-
manni og reyn=ir þá á klipparann
að vinna úr efninu og ákveða
hvernig best er að segja söguna
eftir því handriti sem liggur fyrir.
Þegar allt er komið saman, er fyrst
hægt að horfa á myndina sem
heild, og endurskoða uppbygg-
inguna. Í tilfelli þessarar myndar
unnum við Michel Gondry, Charlie
Kaufmann og framleiðendurnir
Steve Golin og Anthony Bregman
að því að vinna þetta áfram. Á
þessu stigi getur margt gerst og
breyttum við t.d. heildaruppbygg-
ingu myndarinnar í klippingunni,“
segir Valdís.
Þurfti að fara fram úr mér
– Nú nota þeir Gondry og Kauf-
mann kvikmyndamiðilinn á mjög
frjóan hátt í þessari mynd, leika
sér með mannshugann og tengsl
minnis og tilfinninga. Kallaði þetta
á nýja tækni eða nálgun af þinni
hálfu?
„Þetta er náttúrulega mjög
frumleg og sérstök úrvinnsla hjá
þeim, ekki síst þar sem myndin
gerist aðallega í höfðinu á aðal-
persónunni, Joel. En það breytti
ekki miklu fyrir mína vinnu, það að
klippa mynd felur alltaf í sér
ákveðið grunnferli sem snýst fyrst
og fremst um það að segja sögu.
Hins vegar þarf maður alltaf að
nálgast það efni sem fyrir er með
algjörlega opnum huga, og var það
ótrúlega lærdómsríkt og skemmti-
legt fyrir mig að klippa þessa
mynd. Handritið hans Kaufmans
er náttúrulega brilljant og leikur-
inn mjög góður. Þá er Gondry al-
ger snillingur í myndrænni út-
færslu. Efnið sem ég fékk upp í
hendurnar frá þessu fólki var því
einstakt. Þetta er mjög óhefðbund-
in kvikmynd, og fyrir vikið þurfti
ég alltaf að vera að brjóta heilann
við klippivinnuna. Það var í raun
ekki ein einasta sena í myndinni
sem hægt var ganga að og hugsa;
já, þessi verður auðveld! Það voru
hreinlega engar „auðveldar“ sen-
ur.“
Valdís bætir við að þeir tíu mán-
uðir sem tók að klippa myndina
hafi verið mjög strembinn tími, en
þó fullkomnlega erfiðisins virði.
„Ég þurfti að taka á allri þeirri
reynslu sem ég hafði og fara í raun
langt fram úr sjálfri mér. Og lík-
lega hefði ég ekki komist í gegnum
þetta án þess úrvalsfólks sem ég
hafði til þess að vinna með í klippi-
deildinni og eftirvinnslunni.“
– Má kannski líkja þessu við að
fara í gegnum strangan skóla?
„Já, svo sannarlega. Ef ég ber
saman það sem ég lærði í Danska
kvikmyndaskólanum og það sem
ég lærði af því að vinna í þessari
mynd, er námið í Danmörku eins
og 20 mínútur af heilum sólar-
hring.“
– Og hvernig varð þér við þegar
þú sást myndina eftir að hún var
tilbúin til sýningar?
„Ég sá hana úti í Kaupmanna-
höfn fyrir nokkrum dögum. Ég
þurfti eiginlega að sjá hana tvisvar
til þess að melta hana svona full-
búna, með tónlist, áhrifahljóðum
og öllu. Við fyrstu áhorfun sá ég
ekkert nema mistök og gekk út úr
salnum niðurbrotin manneskja.
Það skánaði nú eitthvað í seinna
skiptið, og vonast ég til þess að
þetta verði ekki eins erfitt á for-
sýningunni hérna heima í kvöld.
Ég held að ég hlakki bara til,“ seg-
ir Valdís Óskarsdóttir að lokum.
Engar „auðveldar“ senur
Kvikmyndin Eilíft sólskin hvítþvegins hugar, sem verður forsýnd
hérlendis í kvöld, hefur hlotið verðskuldað lof gagnrýnenda.
Heiða Jóhannsdóttir ræddi af því tilefni við Valdísi Óskarsdóttur
sem klippti myndina og segir þá reynslu jafngilda margra ára námi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Féll fyrir handriti Kaufmans: Val-
dís Óskarsdóttir klippir kvikmynd-
ina Eilíft sólskin hvítþvegins hugar.
heida@mbl.is
SENN líður að Met-
allica-tónleikum en
þeir sem ekki geta
beðið fá aldeilis góð-
an forsmekk þegar
frumsýnd verður
spáný heimildarmynd
um sveitina 25. júní í
Háskólabíói.
Myndin heitir Met-
allica: Some Kind of
Monster og er
tveggja klukku-
stunda löng heimild-
armynd þar sem
sveitarmönnum er
fylgt eftir á árunum
2001-2003, miklum
umrótartímum þar
sem á tímabili leit út
fyrir að dagar Metal-
licu væru taldir. Þá áttu sér stað
mannabreytingar, menn rifust heift-
arlega en út úr öllu saman kom plat-
an St. Anger, sem að margra mati er
með betri plötum sveitarinnar.
Trommarar Slipknot
og Slayer hlupu í skarðið
Það er annars af væntanlegum
Íslandsvinum að frétta að þeir
þurftu að kalla á varatrommara til
þess að geta leikið á Download 2004
tónlistarhátíðinni sem fram fór í
Donington-garði í Englandi um
helgina eftir að Lars Ulrich veiktist
skyndilega.
Metallica átti að koma fram á
Donington tónlistarhátíðinni á
sunnudag en nokkrum klukku-
tímum áður var danski trommarinn
fluttur með hraði á spítala eftir að
hafa veiktst alvarlega. Sjúkdóms-
greining hefur ekki verið gerð op-
inber.
Til þess að forðast uppþot meðal
hátíðargesta var brugðið á það ráð
að fá nokkra trommara til að hlaupa
í skarð Ulrichs og bjarga tónleik-
unum fyrir horn. Sátu þeir við settið
og lömdu húðirnar af gríð og erg,
trommarar Slipknot og Slayer, Joey
Jordison og Dave Lombardo, auk
þess sem trommurótari Ulrichs tók í
kjuðana. Jordison lék að sjálfsögðu
með Slipknot-grímuna fyrir vitinu.
Hafði þetta í för með sér að Me-
tallica fór 40 mínútum of seint á
svið, einfaldlega vegna þess að nýju
Metallica-trommararnir voru að æfa
sig.
Á heimasíðu sveitarinnar segir að
mikið hafi gengið á baksviðs; geisla-
diskarnir dregnir fram og tromm-
ararnir æft sig í offorsi í kapp við
klukkuna.
Það þótti meira en lítið spes að sjá
Metallica á sviði án Ulrichs, Lomb-
ardo borandi í gegnum „Horsemen“
og Slip-grímuklæddur Jordison
hamrandi „For Whom The Bell
Tolls“, „Creeping Death“ og „Seek
and Destroy“.
Eftir því sem næst verður komist
þá sluppu þeir klakklaust undan
kvöðinni trommararnir þrír en
Download 2004, sem er afkomandi
Monsters of Rock hátíðarinnar,
þótti almennt takast með miklum
ágætum.
Það hefur vafalítið verið skrítið fyrir James Het-
field að leika á tónleikum án félaga síns Lars Ulrich.
Mynd um Metallica
og Ulrich á spítala
Reuters