Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LJÓSMYNDARI Morgunblaðsins festi í gærmorgun á filmu þann einstæða viðburð er urta í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum kæpti í selalauginni. Stal senunni Ljósmyndari var staddur í garð- inum um ellefuleytið í þeim er- indagjörðum að mynda annan sel- kóp, sem kom í heiminn á sunnudag – undan Særúnu, þegar sá sem hér sést „stal senunni“. Kópurinn er afkvæmi urtunnar Kobbu og brimilsins Snorra og eru báðir kóparnir raunar afkvæmi hans. Að sögn Unnar Sigþórsdóttur, deildarstjóra fræðsludeildar í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum, gengur kæping hratt fyrir sig og sjaldgæft að fólk sjái hana með eigin augum. Þar fyrir utan er hún ákaflega sjaldgæf í dýragörðum. Selunum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum líkar þó augljóslega vel vistin því þar hafa urtur kæpt á hverju ári undanfarin 6–7 ár. Nærast á móðurmjólk Landselir kæpa á landi en kóp- arnir fara strax á sund með mæðrum sínum. Landselskópar eru mjög sprækir við fæðingu þrátt fyrir að vera mjög horaðir. Fyrstu fjórar vikurnar nærast þeir á móðurmjólkinni en að þeim tíma liðnum yfirgefur urtan kóp- inn sem þarf að sjá um sig sjálfur. Verja ungviðið af hörku Ekki er vitað hvers kyns kóp- arnir eru þar eð urturnar verja ungviðið af mikilli hörku fyrstu vikurnar. Sem dæmi sló Kobba ákaft til hinna selanna í lauginni í gær til að bægja þeim frá sér og kópnum, og veittist að dýrahirð- inum þegar hann hugðist veiða fylgjuna upp úr lauginni. Einstæður atburður var festur á filmu í gæ Kópurinn syndir fast við hlið móður sinnar. Urta kæpir í se Kópurinn fór á bólakaf í la NOKKRAR umræður hafa orð- ið í fjölmiðlum um þessa klausu, sem birtist á vefsíðu minni bjorn.- is fimmtudaginn 3. júní síðastliðinn: „Guðni Ágústsson minnti á það í Ís- landi í dag á Stöð 2 fimmtudaginn 3. júní, að R-listinn hefði sett það sem skilyrði fyrir bind- andi niðurstöðu í at- kvæðagreiðslu um flugvöllinn, að ¾ kjósenda tækju þátt í kosningunni. Þetta er ívið lægra hlutfall en almennt gerist hér í þingskosningum og því virð- ist ekki ósanngjarnt að miða við það.“ Þessi orð mín hafa verið túlkuð á þann veg, að ég hafi gert til- lögu um 75% þátttöku í vænt- anlegri þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan lagt út af því á ýmsan hátt. Ein- kennilegast þótti mér að hlusta á Jónatan Þórmundsson, pró- fessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem sagði í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni vegna ofangreindra orða minna: „Og þar satt að segja gruna ég stjórnarherrana um græsku, ég held nefnilega að þeir séu, ja ég veit ekki hvort viljandi, kannski óvart, að reyna að ræna þjóðina þessum rétti sem að hún hefur hlotið núna eftir ákvörðu ans.“ Sannast sagna er óske að fá slíka kveðju frá pró sem er sérfróður um refs það er að í orðum mínum annaðhvort ásetningur eð verk í því skyni, að „ræn ina rétti til að segja hug Hvernig pófessorinn dreg þessa ályktun af orðum m er mér óskiljanlegt. Það vegar nokkur léttir að he þessi orð frá Jónatan: „E það er heimilt að setja ei mark það er annað mál, það væri best að það vær lægst og helst þannig að flokkarnir komist nokkur að samkomulagi um það. atan telur sem sé heimilt mark, þótt honum finnist hátt mark. 75%-markið og R Björn Bjarnasson eftir Björn Bjarnason TÓNLISTARVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS Tilkynnt var í gær að HaukurTómasson hefði hlotið Tónlist-arverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004, fyrir óperuna Fjórða söng Guðrúnar, sem frumflutt var í Kaup- mannahöfn árið 1996. Borgin var þá menningarhöfuðborg Evrópu og hlaut óperan afar lofsamlega dóma. Haukur er fjórði Íslendingurinn til að njóta þessarar viðurkenningar, en aðrir Íslendingar sem verðlaunin hafa fallið í skaut eru þau Atli Heimir Sveinsson, Hafliði Hallgrímsson og Björk Guðmundsdóttir. Það er einstaklega ánægjulegt þeg- ar einstaklingar sem hafa kosið sér þá einmanalegu braut sem listræn sköpun getur verið, skara fram úr með verkum sínum og vekja þannig eftirtekt umheimsins. Ekki síst þegar sú eftirtekt er vakin fyrir sköpunar- verk sem álitið er sýna „mikla list- ræna og faglega færni“, eins og það er orðað í skilgreiningu Norðurlanda- ráðs á markmiðum verðlaunaveiting- arinnar. Fjórði söngur Guðrúnar er verk sem Haukur byggir á fornum textum Eddukvæðanna og segir í umfjöllun dómnefndar að tónskáldinu takist að byggja upp spennu á „milli nútíma, nýsköpunar, tjáningar og gömlu Eddukvæðanna“. Sjálfur hefur Hauk- ur bent á það af þessu tilefni að „sag- an hafi mikla þýðingu fyrir okkur Ís- lendinga“ og jafnframt að hér sé ekki úr miklu öðru að moða í menning- arlegu samhengi. „Við eigum engar sögulegar byggingar, barokktónlist eða gömul málverk. Fornsögurnar og Eddukvæðin eru menningararfur okkar, það eina sem við eigum.“ Hann telur að líf þjóðarinnar og um- gengni okkar hvert við annað sé mun mótaðra af þessari arfleifð en flestir geri sér grein fyrir frá degi til dags. Í ljósi þessara orða hans er það mikils virði hversu vel Hauki hefur tekist að miðla þessum arfi fortíðar til samtíðarinnar í gegnum tónverk sitt; ekki einungis hér á landi heldur einnig utan landsteinanna. Með þeim hætti tekst honum að brúa það bil ís- lenskrar menningarsögu sem oft og tíðum hefur óneitanlega verið breitt, vegna þess hversu lítil áþreifanleg samfella hefur verið í þróun hennar í gegnum aldirnar. Slíkur ávinningur er ekki einungis mikilvægur fyrir persónulegan feril Hauks Tómasson- ar tónskálds, heldur einnig fyrir ís- lenska tónlistarsögu. Ávinningur á borð við þennan leiðir þó óhjákvæmilega hugann að mikil- vægi þess að góðar hljóðritanir og út- gáfur séu til af helstu verkum ís- lenskra tónskálda. Verk sem krefjast mikils mannafla í flutningi eru óneit- anlega stór framkvæmd hér á landi, en nauðsynleg eigi að síður. Ef verk íslenskra tónskálda eiga að lifa af og ná fótfestu í tónlistarheiminum hér heima og erlendis verður að skrá tón- listarsöguna með því að gefa hana út. Með þeim frábæru tónlistarmönnum sem þjóðin býr nú yfir ætti slíkt að vera vel mögulegt og raunar álitið bráðnauðsynlegt. BROTTFLUTNINGUR FRÁ GAZA Vonandi gefur samþykkt Ísr-aelsstjórnar á málamiðlunartil- lögu vegna áætlunar Ariels Sharons forsætisráðherra um að leggja niður landnemabyggðir gyðinga á Gaza- svæðinu og hlutum Vesturbakkans ástæðu til aukinnar bjartsýni um að skriður geti komist á ný á friðarumleit- anir í Mið-Austurlöndum. Á Gaza-svæðinu búa 1,3 milljónir Palestínumanna og 7.500 ísraelskir landnemar, sem ráða hlutfallslega yfir mun meira landi og búa við mun betri kjör. Ariel Sharon, sem um áratuga- skeið hvatti til uppbyggingar land- nemabyggða gyðinga, hefur nú snúið við blaðinu og hefur undanfarna mán- uði reynt að sannfæra eigin flokks- menn og harðlínusinnaða samstarfs- flokka sína í ríkisstjórn um að Ísraelum sé ekki stætt á því að við- halda landnemabyggðunum. Upphaf- leg áætlun Sharons gerði ráð fyrir að allar landnemabyggðirnar 21 á Gaza- svæðinu, og fjórar að auki á Vestur- bakkanum, yrðu aflagðar í einu skrefi, en samflokksmenn hans í Likud felldu hana í atkvæðagreiðslu í síðasta mán- uði. Samkvæmt málamiðlunarsam- komulagi Ísraelsstjórnar frá því á sunnudag mun brottflutningurinn fara fram í nokkrum þrepum, sem greiða verður atkvæði um hvert um sig, og ekki er gert ráð fyrir að honum ljúki fyrr en í árslok 2005. Sitthvað er til í gagnrýni sem komið hefur fram á það að áætlun Sharons sé einhliða og ekki liður í víðtækara frið- arsamkomulagi við Palestínumenn. Vitaskuld væri æskilegra að Ísraelum og Palestínumönnum tækist í samein- ingu að semja um deilumál sín. En verði raunverulega af brottflutningn- um hlýtur það engu að síður að teljast skref í rétta átt. Enda fagnaði Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu- manna, niðurstöðu Ísraelsstjórnar, að því gefnu að brottflutningurinn yrði al- gjör og afdráttarlaus. Bandaríkja- stjórn lýsti jafnframt ánægju með samkomulagið. Ef farið verður eftir áætluninni verður það í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem landnemabyggðir gyðinga eru lagðar niður á Gaza-svæðinu og Vest- urbakkanum. Áður hefur verið horfið frá landnemabyggðum á Sínaí-skaga, sem Ísraelar náðu á sitt vald í sex daga stríðinu árið 1967 en skiluðu Egyptum árið 1982 samkvæmt Camp David- samkomulaginu. Sharon hafði raunar umsjón með brottflutningnum þá, sem varnarmálaráðherra. Ariel Sharon verður vissulega seint talinn sérstakur friðarsinni, en ef áætl- un hans um brottflutning ísraelskra landnema frá Gaza og hlutum Vestur- bakkans verður að veruleika mun hann þó hafa gengið lengra í þá átt en aðrir leiðtogar Ísraels. Sagan hefur sýnt að svokölluðum haukum í utanríkismálum getur tekist vel að stuðla að friði, og má í því samhengi nefna Richard Nixon Bandaríkjaforseta, sem dró úr stríðs- rekstrinum í Víetnam og beitti sér fyr- ir þíðu í samskiptum við Kína. Þess er óskandi að það megi í framtíðinni segja um Sharon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.