Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ KEN Livingstone, fyrsti maðurinn til að gegna embætti borgarstjóra í London, hefur haft í nógu að snúast á kjörtímabilinu. Hann hefur beitt sér gegn einkabílismanum en hampað almenningssamgöngum, haldið þrumuræður gegn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og, síðast en ekki síst, neytt Tony Blair forsætisráðherra, fjandvin sinn til margra ára, til að semja frið. Sjálfur hefur Livingstone eða „Rauði Ken“ eins og hann var kallaður vegna róttækni sinnar færst nær miðjunni. Nú eru viðfangs- efni hans þessi hversdagslegu vandamál í hverju samfélagi, samgöngur, glæpir og ann- að í þeim dúr, og ef marka má skoðanakann- anir, fær hann að halda þessari glímu áfram á næsta kjörtímabili. Er því spáð, að hann vinni auðveldan sigur í borgarstjórakosningunum á fimmtudag, 10. júní. Jafnvel það hægri- sinnaða tímarit The Economist hefur lýst yfir stuðningi við hann. Blair játaði sig sigraðan Livingstone reitti Blair til reiði er hann sagði sig úr Verkamannaflokknum og bauð sig fram sem óháður frambjóðandi í fyrstu borgarstjórakosningunum fyrir fjórum árum. Síðan hefur hann gagnrýnt Íraksstríðið harð- lega og náið samband Blairs við Bush. Blair, sem hafði spáð því, að kjörtímabili „Rauða Kens“ myndi ljúka með ósköpum fyrir Lond- on, mátti hins vegar játa sig sigraðan í janúar síðastliðnum og viðurkenndi þá, að hann hefði haft rangt fyrir sér. Var Livingstone aftur tekinn í flokkinn og er nú hinn opinberi frambjóðandi hans. Ýmsir stjórnmálafræðingar eru raunar ekki vissir um, að sættirnar við Blair muni verða til að styrkja Livingstone og telja, að margir stuðningsmenn hans og andstæðingar Íraksstríðsins muni kjósa gegn honum til að refsa Blair. Svo vill líka til, að báðir keppi- nautar hans, einnig Steve Norris, frambjóð- andi Íhaldsflokksins, eru harðir andstæð- ingar Íraksstríðsins. Snúin staða „Þessi staða er dálítið snúin fyrir Livings- tone og nú tengist hann allt í einu Íraksstríð- inu með öðrum hætti en hann hefði sjálfur kosið,“ sagði Tony Travers, sérfræðingur í borgarmálefnum við London School of Economics. Skoðanakönnun, sem dagblaðið The Times birti fyrir nokkrum dögum, gefur samt ekki til kynna, að Livingstone hafi mikið að óttast en í henni hafði hann fylgi 42% kjósenda, Norris 29% og Simon Hughes, frambjóðandi frjálslyndra demókrata, 20%. Livingstone leggur áherslu á, að hann sé með öllu óháður Blair og muni dæma hann af verkum sínum, og hann bendir á margt, sem áunnist hafi í borgarstjóratíð sinni. Að und- anteknum ofbeldisárásum hefur glæpum al- mennt fækkað; strætisvagnakerfi borgar- innar hefur verið bætt og 650 kr. skatturinn á hvern bíl, sem leggur leið sína um miðborgina á háannatíma, hefur óneitanlega orðið til að draga úr umferðaröngþveitinu. „Í þessum kosningum mun valið standa á milli mín og óreiðunnar,“ sagði Livingstone hlæjandi á kosningaferð í Norður-London. „Fólk er raunsætt. Það veit, að borginni verð- ur ekki umbreytt á fjórum árum en ég held, að það átti sig á því, að margt hefur snúist til betri vegar.“ Serena Williams, 24 ára háskólastúdent, segist sammála því, að margt hafi batnað í London og ætlar að kjósa Livingstone. „Hann er líka svo alþýðlegur og eðlilegur,“ segir hún en nefna má, að Livingstone fer flestra sinna ferða með strætisvagni eða neðanjarð- arlestinni. Öflugt atvinnulíf fremur en stéttabarátta Í síðasta tölublaði af The Econonmist segir í leiðara, að blaðið komi sjálfu sér mest á óvart með því að lýsa yfir stuðningi við Liv- ingstone sem borgarstjóra. Hann hafi hins vegar lagt róttæknina á hilluna og sé nú bú- inn að átta sig á, að öflugur atvinnurekstur er betri leið til að bæta lífskjörin og lífsgæðin í borginni en stéttabaráttan. Segir blaðið bæði kost og löst á „Rauða Ken“ en niðurstaðan er sú, að hann sé rétti maðurinn í starfið. Eins og áður segir hefur Livingstone farið hörðum orðum um þá Blair og Bush fyrir að ráðast inn í Írak. Í fyrra sagði hann, að Bandaríkjaforseti væri „mesta ógnin við lífið á jörðinni“ og um síðustu helgi hvatti hann til, að Bush yrði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi. Norris, sem sjálfur er langt til vinstri við sinn eigin flokk, Íhaldsflokkinn, gagnrýnir Livingstone fyrir ummæli af þessu tagi og segir, að alþjóðamál eigi ekki heima í um- ræðunni um borgarmálefnin. Er baráttan gegn glæpum hans helsta kosningamál og vís- ar hann og raunar Livingstone líka oft til Ru- dolphs Giulianis, fyrrverandi borgarstjóra í New York. „Ef hægt var að draga úr glæpum í New York, þá er það hægt í London“ er helsta slagorðið hjá Norris. Frá róttækni til raunsæis Flest bendir til að Ken Livingstone, „Rauði Ken“, verði endurkjörinn borgarstjóri í London á fimmtudag Heimildir: AP, The Economist. AP Livingstone borgarstjóri í biðröð eftir ís. Hann er búinn að losa sig við yfirvarar- skeggið og mestu róttæknina. ’Í þessum kosningum munvalið standa á milli mín og óreiðunnar.‘ SEX Bandaríkjamenn, sem fyrir réttum sextíu árum tóku þátt í innrásinni í Normandí sem fallhlíf- arhermenn, svifu í gær aftur með fallhlíf niður á tún við Sainte- Mere-Eglise, fyrsta franska bæinn sem innrásarher bandamanna náði á sitt vald af Þjóðverjum. Menn- irnir eru nú allir um áttrætt. Á efri myndinni eru þeir Bill Coleman, áttræður frá Flórída, og Howard Greenberg, 79 ára frá Cleveland, Ohio, nýlentir. Á neðri myndinni fagnar Carl Beck (í miðju, 78 ára frá Atlanta), endurfundum með Roger og Gene- vieve Monmelin sem földu hann í húsum sínum er þýzkir hermenn leituðu fallhlífarhermannanna á sínum tíma. „Það var stórkostleg tilfinning að geta látið verða af þessu stökki sem er örugglega það síðasta á ævi okkar,“ sagði Beck eftir lend- inguna. Ásamt Coleman, Greenberg og Beck stukku einnig í gær félagar þeirra úr 82. og 101. fallhlífa- herdeild Bandaríkjahers, þeir Tom Morrison (áttræður frá Pennsylvaníu) Richard Case (83 ára frá Las Vegas) og Bill Priest (áttræður frá St. Petersburg á Flórída). Þegar þess var minnzt fyrir tíu árum að rétt hálf öld var liðin frá innrásinni stökk 41 maður úr sömu herdeildum á sama stað, en skipuleggjendur 60 ára minningar- hátíðarinnar vildu ekki að hinar aldurhningnu stríðshetjur reyndu að leika sama leikinn nú, af örygg- isástæðum. Heimildin fékkst ekki fyrr en á sunnudag, eftir að skrif- stofa Jacques Chiracs Frakklands- forseta hlutaðist til um málið. Reuters Reuters Stukku 60 árum síðar BANDARÍKJAMENN hyggjast kalla heim 12.500 hermenn frá Suð- ur-Kóreu. Fækkuninni verður lokið í desember á næsta ári. Hér ræðir um þriðjung herliðs Bandaríkjamanna í landinu. Kim Sook, yfirmaður Norður-Am- eríkudeildar suður-kóreska utanrík- isráðuneytisins, greindi frá þessu í gær. Sook boðaði að stjórnvöld í Suð- ur-Kóreu hyggðust leggja gagntil- lögu fyrir bandaríska ráðamenn í fyrirhuguðum viðræðum en nú eru um 37.000 bandarískir hermenn í Suður-Kóreu. Richard Lawless, einn aðstoðar- varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi Sook frá því að niðurskurð- urinn í Suður-Kóreu væri liður í áætlunum Bandaríkjamanna um endurskipulagningu herafla síns um heim allan eða „Global Defense Post- ure Review“ (GPR). Fækkunin í her- liðinu yrði framkvæmd þannig að ekki yrði dregið úr getu Bandaríkja- manna og Suður-Kóreumanna til að fæla Norður-Kóreumenn frá því að gera kjarnorkurás á nágranna sína í suðri. Bandaríkjamenn hefðu fyrst gert grein fyrir þessum hugmyndum fyrir tveimur árum en samkvæmt GPR verður lögð aukin áhersla á hreyfanlegar hersveitir sem brugð- ist geta með skömmum fyrirvara við nýjum ógnum sem við blasa á sviði alþjóðlegra öryggismála. Í gær virtist sem margir Suður- Kóreumenn væru undrandi á um- fangi og hraða niðurskurðarins og óttast aukna ásælni og ógnanir af hálfu Norður-Kóreu en stjórnvöld þar segjast ráða yfir gereyðingar- vopnum. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lagt áherslu á að ná þurfi sam- komulagi við Norður-Kóreumenn á vettvangi kjarnorkumála áður en Bandaríkjamenn fækka í liði sínu þar. Hafa Suður-Kóreumenn lagt til að niðurskurðurinn fari fram í áföng- um á tíu árum. Í Norður-Kóreu er meira en millj- ón hermanna við suður-kóresku landamærin og sunnan þeirra um 700.000 suður-kóreskir hermenn. Fækkað um þriðjung í Suður-Kóreu Seúl. AFP. RÚMLEGA 60% Spánverja eru ánægð með Jose Luis Zapatero, ný- skipaðan forsætisráðherra Spánar, samkvæmt nýrri könnun. Eru það mun meiri vinsældir en fyrirrennari hans, Jose Maria Aznar, öðlaðist nokkurn tímann, meðan hann gegndi embætti. Tæpir tveir mánuðir eru síðan Zapatero tók við embætti en met er að svo hátt hlutfall kjósenda, 60,2%, lýsi ánægju með forsætisráðherrann. Hæsta ánægjuhlutfall sem Aznar náði var 53,4% þegar hann var upp á sitt besta, að því er segir í blaðinu El Mundo, sem lét gera könnunina. Könnunin var gerð á þriðjudag og miðvikudag í lið- inni viku. Í henni kom meðal annars fram að 80% Spánverja virðast ánægð með ákvörðun hinnar nýju stjórnar að kalla spænskt herlið heim frá Írak. Zapatero vann óvæntan sigur í þingkosningunum 14. mars síðastlið- inn, en þær fóru fram þremur dögum eftir hryðjuverk í farþegalestum í Madríd. Zapatero vinsæll Madríd. AP. Jose Rodriquez Zapatero
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.