Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. RÆTT verður um fyrirkomulag og und- irbúning þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjöl- miðlalaganna á ríkisstjórnarfundi og á fundi forystumanna stjórnarflokkanna með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag. Þá má einnig gera ráð fyrir að nefnd lög- fróðra manna, sem mun undirbúa fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar, verði skipuð í dag. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra komu saman til fundar síðdegis í gær og stóð fundur þeirra í um hálftíma, að sögn Björns Inga Hrafnssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra. Hann segir að þar hafi þeir stillt saman strengi sína í málinu. „Þeir ákváðu að það verði ríkisstjórn- arfundur á morgun [í dag] og eftir hann verður fundur með formönnum stjórnar- andstöðuflokkanna, samkvæmt þessu bréfi þar sem þeir báðu um fund þar sem verður farið yfir og rætt um hvernig sé best að hafa fyrirkomulag og undirbúning þess- arar þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Björn Ingi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til tveggja tíma langs fundar í Val- höll í gærdag þar sem farið var yfir stöð- una og horft fram á veginn, eins og for- maður flokksins, Davíð Oddsson, orðaði það að loknum fundi. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að loknum fundi ekki hafa gert það upp við sig hversu margir þyrftu að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni svo hún teldist gild, en hann telur að það komi vel til greina að gera kröfu um 75% þátttöku enda séu fordæmi fyrir slíku hér á landi og kosningaþátttaka almennt mikil. „Það læð- ist að manni sá grunur að þeir sem óttast slík skilyrði séu ekkert alltof öruggir með sinn málstað í málinu,“ sagði Geir. Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu síðdegis í gær Stilltu saman strengi fyrir fund með stjórnarandstöðu  Staðan rædd/6 Skipunar nefndar lögfróðra manna er að vænta í dag TVÖ þrastapör hafa hertekið blómapotta við innganginn á heimili í Grafarvogi. Frænd- systkinin Guðmundur Tómas, Einar Tómas, Teitur Tómas og Guðrún bíða spennt eftir að ungarnir klekist út, en þrjú egg eru í öðru hreiðrinu og eitt í hinu. Sigrún Guðmundsdóttir, húsfreyjan á heimilinu, segir að sambúðin við fuglana gangi ljómandi vel. „Við erum náttúrulega alsæl með þetta og fórnum þessum blómum, við erum náttúrulega hætt að vökva þau. Þeir eru bara búnir að hertaka pottana og allir bíða spenntir eftir ungunum,“ segir Sig- rún. Hún hafði plantað brúðarauga í pottana og á einum degi höfðu þrestirnir tekið að hreiðra um sig. „Það er ótrúlegt hvað þeir eru snöggir. Þeir ná að gera svona fín hreið- ur á bara nokkrum klukkutímum,“ segir hún. Sigrún segir að heimilisfólkið reyni að fara eins lítið út úr húsinu og hægt er til að styggja ekki þrestina. „Maður getur ekki al- veg látið þetta stýra heimilishaldinu en það eru allir á varðbergi,“ segir hún. „Þeir eru bara búnir að hertaka pottana“ Morgunblaðið/Eggert HAUKUR Tómasson tónskáld hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir óperuna „Fjórði söngur Guð- rúnar“. Haukur er fjórði Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin, en þau nema um fjórum milljónum króna. Haukur segir að tónlist- arverðlaunin njóti mikillar virðingar meðal tónlistarmanna á Norð- urlöndum, og vonar að þau leiði til þess að norrænir tónlistarhópar taki eldri verk hans til flutnings og panti ný. Uppsetning óperunnar „Fjórði söngur Guðrúnar“, sem var sam- starfsverkefni ýmissa listamanna undir forystu danska leikmynda- hönnuðarins Louise Beck, vakti mikla athygli og hlaut góða dóma þegar hún var frum- flutt í skipakví í Kaupmannahöfn fyrir átta árum. Upp- setningin kostaði hátt í 100 milljónir króna og 250 manns tóku þátt í undirbúningi sýningarinnar. Tónlistin úr óperunni var flutt og hljóðrituð í Víði- staðakirkju árið 1997, en Haukur segist ekki vera bjartsýnn á að óperan verði nokkurn tíma sett upp á Ís- landi. Hann hefur þó hugleitt og kannað möguleikana á að semja nýja óperu. /4 Haukur Tómasson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Haukur Tómasson KAUPÞING í Lundúnum, dótturfélag KB-banka, lagði í gær fram formlegt tilboð í verslanakeðjuna Londis, sem nokkur bresk fyrirtæki, þeirra á meðal Big Food Group sem Baugur á fimmt- ungshlut í, hafa að undanförnu keppst um að eignast. Big Food Group heltist úr lestinni í síðustu viku en Kaupþing er að aðstoða fyrrverandi stjórnendur T&S verslananna, sem Tesco keypti fyrir tveimur árum, við að bjóða í Londis. 5% hækkun tilboðs Verslanakeðjan er í eigu um 2.000 verslanaeigenda, sem hver um sig á einn hlut, og samkvæmt tilboði Kaup- þings munu þeir áfram eiga 60% í fyr- irtækinu en selja 40%. Helgi Bergs hjá Kaupþingi í Lundúnum segir að heild- arverðmæti fyrirtækisins miðað við til- boðið sé 63 milljónir punda, sem jafn- gildir um 8,2 milljörðum króna. Tilboðið nú er 5% hærra en það verð sem Kaupþing kynnti í síðasta mánuði þegar það lýsti fyrst áhuga á Londis. Helgi segir að tilboðið sé lagt fram með skilyrði um áreiðanleikakönnun og í því felist að nýir stjórnendur, þeir sem áður hafi stýrt T&S, komi að fyr- irtækinu. Fyrir verslanaeigendurna, sem nú eiga fyrirtækið að fullu, hafi til- boðið þann kost að þeir muni áfram eiga meirihluta. Stjórn Londis hefur stutt írsku verslanakeðjuna Musgrave í að eign- ast fyrirtækið, en hún býður 60 millj- ónir punda í fyrirtækið og vill kaupa það allt. Kaupþing gerir form- legt tilboð í Londis KRISTÍN Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Fjár- festingarfélagsins Gaums, staðfesti við Morgunblaðið í gær að félaginu hefði borist frumskýrsla skattrann- sóknarstjóra vegna rannsóknar á skattskilum félags- ins á árunum 1998–2002. Líkt og Baugur Group, sem fékk afhenta frumskýrslu skattrannsóknarstjóra á föstudag, hefur Gaumur þrjár vikur til að koma and- mælum sínum á framfæri við skattrannsóknarstjóra. Kristín vildi ekki tjá sig frekar um málið í gær. Rannsókn skattrannsóknarstjóra nær aftur til 17. september 2003 þegar honum barst tilkynning frá ríkislögreglustjóra um að rökstuddur grunur væri um að ekki væri allt með felldu varðandi viðskipti fé- lagsins og Baugs. Var þá hafist handa um að undirbúa rannsókn á skattskilum félagsins, sem tilkynnt var 17. nóvember sama ár. Fjárfestingarfélagið Gaumur Skattrannsókn lokið með frumskýrslu HELGI Áss Grétarsson stór- meistari vann hraðskákmót Ís- lands árið 2004. Snerist mótið upp í einvígi þeirra Helga Áss og Jóns Viktors Gunnarssonar, alþjóðlegs meistara. Helgi Áss gat tryggt sér sigurinn með því að sigra Þorvarð F. Ólafsson, en það tókst ekki og því náði Jón Viktor honum í síðustu skákinni. Þeir tefldu því til úrslita loka- skákina, sem Helgi Áss sigraði. Keppendur voru alls 19 talsins. Helgi Áss hraðskák- meistari TÆPLEGA sjötíu breskir kylfingar munu um helgina freista þess að leika fimm átján holu golfvelli hér á landi á einum sólarhring og safna þannig fé til styrktar þroskaheftum og fötluðum börnum og unglingum í Bretlandi. Þetta er í annað sinn sem atburður sem þessi er haldinn hér, en í fyrra var byrjað í smáum stíl. Þá voru keppendur 28 talsins og allir luku keppni og söfnuðust rúm- ar átta milljónir króna til góð- gerðarmála. Skipuleggjendur mótsins, Sense Organisation, vonast til að í ár safnist um 15 milljónir króna sem renna til líknarfélagsins Wooden Spoon Society. Klukkan sjö á laugardagsmorgni hefst golfleikur á Korpu, þaðan er haldið á völl Oddfellowa, síðan á völl Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, því næst er það Hvaleyrin og loks Grafarholtsvöllur. Miðað við að leik- ið sé af klúbbteigum þá er vegalengdin frá teig að holu 27 kílómetrar og 316 metrar og parið er 355. Þar sem menn slá sjaldnast alveg þráðbeint og þurfa auk þess að koma sér af flöt yfir á næsta teig þá má gera ráð fyr- ir að hver keppandi gangi í það minnsta 40 kílómetra. Söfnunin fer þannig fram að hver þátttakandi þarf að safna í það minnsta 1.500 pundum til góðgerðarmála og margir safna mun meiru, sá sem safnaði mestu í fyrra lagði 6.630 pund, eða um 900 þúsund íslenskra króna, til góðgerðarmála. Þó svo aðaláherslan sé ekki á að ná sem bestum ár- angri þá eru öll högg talin og menn verða að ljúka leik samkvæmt golfreglum. Geri þeir það ekki þurfa menn að greiða úr eigin vasa það sem þeir höfðu safnað til góðgerðarmálefnisins og kostnað við að taka þátt í mótinu. Leika níutíu holur á einum sólarhring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.