Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 08.06.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 29 ærmorgun í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Morgunblaðið/Jim Smart elalauginni augina þegar Kobba hafði kæpt. Venjulega kæpa landselir á landi en ungviðið fer strax á sund með mæðrum sínum. Selskópurinn sem kom í heiminn á sunnudagsmorgun fylgist með af áhuga. un forset- emmtilegt ófessor, sirétt, m felist ða óvilja- na“ þjóð- sinn. gur mínum, var hins eyra En hvort itthvert ég tel að ri sem allir rn veginn “ Jón- t að setja t 75% of En hvernig er þessi tala komin til sögunnar? Jú, hana er að finna í ályktun, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri og núverandi vara- formaður Samfylkingarinnar, lagði fram í borgarráði 13. febr- úar árið 2001. Tillagan var svo- hljóðandi: „Borgarráð samþykkir, með til- vísun til 5. mgr. 104. gr. sveitar- stjórnarlaga og 19. gr. samþykkt- ar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, að niðurstaða atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflug- vallar 17. mars nk. verði bind- andi, ef a.m.k. 3/4 hlutar atkvæð- isbærra manna taka þátt í henni. Jafnframt samþykkir borgarráð að niðurstaðan verði bindandi, ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiða atkvæði á sama veg jafn- vel þótt þátttaka í atkvæða- greiðslunni verði undir því marki sem ákveðið er í 19. gr.“ Greinar- gerð fylgir tillögunni. „Greinar- gerðin er stutt og í henni segir: „Samkvæmt 104. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 94/1998 er sveit- arstjórn heimilt að efna til al- mennrar atkvæðagreiðslu um sérstök mál. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ekki bindandi nema að sveitarstjórn hafi fyrir- fram ákveðið að svo skuli vera. Í 2. mgr. 19. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 60/1985, með síðari breytingum, er fjallað um skyldu til að efna til almennrar atkvæðagreiðslu ef fyrirhugað er að ráðast í ákveðna framkvæmd og áætlaður heildar- kostnaður borgarinnar vegna hennar nemur hærri fjárhæð en áætluðum fimmtungi árlegra skatttekna borgarinnar á yfir- standandi reikningsári. Nið- urstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er bindandi um afgreiðslu máls- ins ef a.m.k. 3/4 hlutar atkvæð- isbærra manna í Reykjavík taka þátt í henni. Til þess að taka af allan vafa þykir rétt að borgar- ráð samþykki sérstaklega að ákvæði 2. mgr. 19. gr. um bind- andi kosningu eigi við um at- kvæðagreiðslu 17. mars nk. Jafn- framt þykir rétt að rýmka skil- yrði fyrir bindandi kosningu með þeim hætti að greiði a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna annarri hvorri spurningunni atkvæði sitt verði kosningin bindandi jafnvel þótt 75% þátttöku verði ekki náð. Með þeim hætti hefur meirihluti atkvæðisbærra borgarbúa lýst samhljóða vilja sínum.“ Tillaga þessi var samþykkt með fjórum atkvæðum borgar- ráðsfulltrúa R-listans en sjálf- stæðismenn sátu hjá og lögðu fram bókun um afstöðu sína. Í fjölmiðlum og borgarstjórn var lítið sem ekkert rætt um til- urð og ákvörðun um 75%-markið. Helst var rætt um 75%-regluna dagana fyrir kosningar, þar sem menn gerðu sér jafnvel vonir um, að það mundi nást. Eftir kosn- ingar, þegar aðeins 37% höfðu neitt atkvæðisréttar síns, sagði Ingibjörg Sólrún, að skoðana- kannanir hefðu villt mönnum sýn um 75% þátttöku. Nú segist hún hafa byggt á sveitarstjórnarlög- unum og virðist þeirrar skoð- unar, að fjölmiðlögin séu svo mikilvæg, að gera eigi minni kröfur um þátttöku í kosning- unum en vegna flugvallarins! Þegar ég ræddi um 75%-mark- ið setti ég þá tölu í tengsl við þá staðreynd, að síðan 1942 er með- altalsþátttaka í þingkosningum hér um 88% og í því ljósi ekki ósanngjarnt að miða við 75% þátttöku. Í þessu mati mínu felst traust á kjósendum og áhuga þeirra á að neyta kosningarétt- arins. Að snúa þessum orðum mínum í andhverfu sína og gefa til kynna, að þau byggist á því, að sem fæstir komi á kjörstað, er í fyrsta lagi ekki sanngjarnt og í öðru lagi ekki á neinum rökum reist. Hvernig væri, að þeir, sem kjósa að haga umræðum um þessi mál á þann hátt að gera öðrum upp hugarfar og skoðanir, segðu okkur frá skoðun sinni á efni fjölmiðlalaganna? R-listinn ’Hvernig væri, að þeir,sem kjósa að haga um-ræðum um þessi mál á þann hátt að gera öðr- um upp hugarfar og skoðanir, segðu okkur frá skoðun sinni á efni fjölmiðlalaganna?‘ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.