Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Geir Bjarni Jóns-son fæddist í Merki á Norðfirði 22. febrúar 1922. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 3. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bjarna- son útgerðarmaður, f. 13.12. 1880, d. 12.8. 1946, og Guðný Björnsdóttir hús- freyja, f. 2.1. 1883, d. 13.4. 1976. Jón var tvíkvæntur og átti með Halldóru Björns- dóttur fyrri konu sinni þrjú börn; Bjarna, f. 11.8. 1905, d. 20.7. 1912, Svanbjörn, f. 10.8. 1906, d. 2.2. 1951, andvana fædda dóttur 8.9. 1907. Guðný átti eina dóttur áður en hún giftist Jóni; Sigríði Stefáns- dóttur, f. 8.12. 1903, d. 16.1. 1983. Geir átti þrjá albræður; Halldór, f. 15.4. 1911, d. 8.5. 1985, Óskar, f. 16.5. 1914, d. 20.8. 1914 og Óskar, f. 18.6. 1916, d. 13.3. 1999. Hinn 16. ágúst 1946 kvæntist Geir eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Björnsdóttur frá Greni- vík, f. 14.8. 1921. Foreldrar Jó- hönnu voru Björn Kristjánsson út- vegsbóndi á Þengilbakka og Inga Vilfríður Gunnarsdóttir kona hans. Geir og Jóhanna eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Birna, f. 8.4. 1946, búsett í Reykjavík, maki Ágúst Jónsson. Eiga þau þrjú börn: Ein- ar, f. 18.2. 1967, Guðna Kristján, f. 1.11. 1968 og Ingu Sóley, f. 1.6. 1972. Fyrir eignaðist Birna Jóhann Geir Árnason, f. 2.12. 1965 og var hann að mestu alinn upp af móð- urforeldrum sínum. 2) Smári, f. 17.1. 1951, búsettur í Neskaupstað, maki María Jórunn Hafsteinsdótt- ir. Eiga þau tvö börn: Orra, f. 11.3. 1980 og Jóhönnu, f. 29.9. 1985. 3) Heimir, f. 2.6. 1954 búsettur í Ames í Iowa í Banda- ríkjunum, maki Lára Birna Hallgrímsdótt- ir. Eiga þau tvö börn: Dagnýju, f. 8.3. 1990 og Atla Mar, f. 8.12. 1992. Geir ólst upp á Norðfirði og hóf snemma að sinna öll- um algengustu störf- um til lands og sjáv- ar. Hann gekk í barnaskóla í Neskaupstað og að því námi loknu stundaði hann sjómennsku ásamt því að starfa sem landmaður á vetrarvertíðum á Hornafirði og í Sandgerði. Á árum síðari heims- styrjaldarinnar dvaldi Geir um tíma í Reykjavík og starfaði við leigubílaakstur en árið 1946 flutt- ist hann á ný til Neskaupstaðar og þar stofnuðu þau Jóhanna heimili. Allt til ársins 1966 starfaði Geir sem vörubílstjóri en þá hóf hann að gegna starfi lagermanns í loðnu- verksmiðju Síldarvinnslunnar hf. Hjá Síldarvinnslunni starfaði hann til ársins 1993 en þá lauk starfsævi hans. Geir tók verulegan þátt í tónlist- arlífinu í Neskaupstað og lék með- al annars með fyrstu danshljóm- sveitinni sem stofnuð var í bænum en hún hóf að leika árið 1940. Hann var einn af stofnendum Lúðra- sveitar Neskaupstaðar og blés með henni á árunum 1954–1969 eða á meðan hún starfaði. Útför Geirs fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Eftir harðvítuga baráttu við erf- iðan sjúkdóm lést faðir minn á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað sl. fimmtudag. Þrátt fyrir hin óvægnu tök sjúkdómsins kvartaði hann aldrei, þvert á móti ræddi hann um jákvæða þætti mannlífsins allt til loka og var þakklátur fyrir þá þjón- ustu og umhyggju sem hann naut. Engum var hann þó þakklátari en eiginkonunni sem stóð eins og klett- ur við hlið hans til hinstu stundar. Faðir minn var Norðfirðingur og Austfirðingur í húð og hár. Málefni Neskaupstaðar og síðar Fjarða- byggðar áttu hug hans allan ásamt því sem hann unni landshlutanum sem ól hann. Á unga aldri tileinkaði hann sér róttækar skoðanir á sviði þjóðmála og hikaði aldrei við að op- inbera viðhorf sín þótt ekki gerði hann það á mannfundum eða í fjöl- miðlum. Mörgum eru minnisstæðar rökræður við hann um samfélags- málefni þar sem hann hélt staðfastur fram sínum skoðunum og færði oft rök fyrir máli sínu með gamansöm- um hætti. Hann gerðist félagi í Sósí- alistaflokknum og síðar Alþýðu- bandalaginu og starfaði þar á yngri árum í hinni mikilvægu og lítt áber- andi baksveit í Neskaupstað. Meðal annars ávann hann sér gott orð sem kosningasmali á meðan slíkir smalar voru við lýði. Í smalamennskunni var hann sagður hafa beitt bæði lagni og klókindum og fékk jafnvel vonlausa kjósendur til að kjósa rétt. Hann var Norðfjarðarkommi og Lúðvíksmað- ur, eins og fylgismenn Lúðvíks Jós- epssonar voru gjarnan nefndir, og lagði fyrst og fremst áherslu á at- vinnuuppbyggingu og mikilvægi góðrar lífsafkomu þegar hann ræddi bæjarmál og þjóðmál. Kröpp kjör einkenndu gjarnan þá tíma sem faðir minn ólst upp á. Hann kynntist góðu atlæti í uppvextinum en allsnægtir voru fjarlægar. Hann hafði alla burði til að mennta sig en takmörkuð efni og lítill vilji komu í veg fyrir það. Hann sagði sjálfur að líkamleg vinna hefði átt hug sinn all- an þegar skyldunámi lauk en mennt- un verið fjarlægur kostur. Eins og hjá öðrum ungum mönnum á Norð- firði á þessum tíma leitaði hugur föð- ur míns til sjávar; sjómennska og út- gerðarstörf fönguðu huga hans. Haldið var til síldveiða eða á vetr- arvertíðir og lífið snerist um sjó og fisk. Á seinni árum varð föður mínum oft tíðrætt um mikilvægi menntunar og þá vitnaði hann gjarnan til eigin afstöðu til skólagöngu um það leyti sem hann lauk skyldunámi. Hann taldi mjög mikilvægt að allir áttuðu sig á því að menntun væri gefandi, veitti lífsfyllingu og yki möguleikann á því að fólk gæti gegnt áhugaverð- um störfum. Þess vegna ætti enginn að slá hendinni á móti þeim mennt- unarmöguleikum sem gæfust. Snemma bar á áhuga á bílum. Faðir minn festi kaup á sínum fyrsta bíl í félagi við aðra á árum heims- styrjaldarinnar síðari og við þau tímamót var framtíðin mörkuð; hann hafði lifibrauð sitt af bifreiðaakstri í yfir tuttugu ár. Það var krefjandi starf að vera atvinnubílstjóri á Aust- urlandi um miðja síðustu öld en ekki fór því fjarri að bílstjórar nytu ákveðinnar virðingar á þeim tíma. Þegar bílstjóraferlinum lauk hóf faðir minn störf sem lagermaður í loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þar þótti honum gott að starfa enda leit hann á Síldar- vinnsluna sem sitt fyrirtæki og á vinnustaðnum eignaðist hann frá- bæra félaga. Oft vann faðir minn langan vinnu- dag en það kom ekki í veg fyrir að hann ætti sér áhugamál sem hann sinnti löngum af verulegum krafti. Áhugamál hans var tónlist og virk þátttaka í tónlistarlífi. Snemma hóf hann að leika á fiðlu, harmonikku og mandólín og þegar fyrsta dans- hljómsveitin í Neskaupstað sá dags- ins ljós árið 1940 var faðir minn einn þriggja hljómsveitarmanna. Og hann var einn stofnenda Lúðrasveit- ar Neskaupstaðar þar sem hann blés í trompet, túbu og síðast í tenórhorn. Í lúðrasveitinni var hann í hópi þeirra sem mynduðu kjölfestuna, ávallt tilbúinn til æfinga og marg- víslegra verkefna ásamt því að vera hrókur alls fagnaðar. Það eru margir sem eiga ljúfar minningar frá lúðra- sveitarárunum og mikilvægur þáttur þeirra minninga er skemmtileg til- svör og uppátæki bræðranna Geirs og Óskars sem löngum sátu hlið við hlið og blésu í tenórhornin. Síðustu æviárin reyndust föður mínum erfið. Heilsunni hrakaði og hægt og bítandi lét hann undan síga. Móðir mín stóð við hlið hans til síð- asta dags og studdi hann með ómet- anlegum hætti þegar áföllin dundu yfir. Síðustu mánuðina dvöldu þau bæði á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og nutu þar frábærrar umhyggju lækna og annars starfs- fólks. Fyrir hönd allra aðstandenda vil ég færa starfsfólki sjúkrahússins innilegar þakkir fyrir þjónustuna við föður minn. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar vil ég þakka föður mínum fylgdina á lífsleiðinni. Hans verður sárt saknað, ekki einungis sem föður heldur einnig sem félaga. Smári Geirsson. Það var fyrir tæpum 20 árum sem leiðir okkar Geirs Bjarna heitins lágu fyrst saman. Ég flutti þá með fjölskyldu mína til Neskaupstaðar og voru falin mannaforráð í Loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. Það var ekki auðvelt að koma á nýjan vinnustað í framandi umhverfi með mjög tak- markaða þekkingu á bræðsluiðnaði og stökkva beint út í djúpu laugina. Það sem gerði það að verkum að ég sökk ekki heldur var bjargað voru frábærir starfsmenn og þar á meðal Geir Bjarni Jónsson. Hann hafði um- sjón með lagerhaldi bræðslunnar, keypti inn rekstrarvörur, sá um verkfæri, greiddi úr málum fyrir við- skiptabáta og margt fleira. Geir Bjarni hóf störf hjá Síldarvinnslunni í lok síldaráranna á sjöunda áratugn- um og starfaði þar allar götur síðan þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1993. Hann lenti í alvarlegu vinnuslysi árið 1969 og gekk ekki heill til skógar eftir það, hafði skert- an mátt í hendi og gat ekki beitt sér af fullu afli. Það hefti hann ekki í að sinna störfum sínum í bræðslunni með miklum sóma og fyrir það vil ég þakka sem og þann stuðning og vin- semd sem hann sýndi mér og mínum. Kæra Jóhanna, við Ingibjörg sendum þér, börnum þínum og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum þess að sá sem öllu ræður styðji ykkur á sorgar- stundu. Freysteinn Bjarnason. GEIR BJARNI JÓNSSON MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 www.mosaik.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR JÓNSSON, Efstasundi 92, Reykjavík, sem lést á heimili sínu laugardaginn 29. maí, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Hulda Sigríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Páll Ásgeirsson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNAR ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON, Höfðagötu 11, Hólmavík, sem andaðist sunnudaginn 30. maí, verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju miðviku- daginn 9. júní kl. 14.00. Matthildur Sveinsdóttir, Halldór Kr. Ragnarsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Kr. Ragnarsdóttir, Ingimundur Pálsson, Jóhanna B. Ragnarsdóttir, Már Ólafsson og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR EINAR LÍKAFRÓNSSON, Hringbraut 72A, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 4. júní. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 11. júní kl. 14.00. Dóra Fanney Gunnarsdóttir, Annel Jón Þorkelsson, Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir, Daníel Eyþórsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Svavar Jósep Gunnarsson, Anna Bragadóttir, Dagfríður G. Arnardóttir, Sigurvin Br. Guðfinnsson, barnabörn og systkini. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, tengafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGIMARSSON húsasmíðameistari, Leirubakka 12, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi föstudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 16. júní kl. 13.30. Oddný Matthíasdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Atli Örn Guðmundsson, Heimir Þór Guðmundsson, Eva Rún Jensdóttir, systkini, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TORFI GUÐBJÖRNSSON hárskerameistari, Neðstutröð 8, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut sunnudaginn 6. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Marín Kristjánsdóttir, Katrín Guðbjörg Torfadóttir, Bragi Jónsson, Kristján Guðmundur Torfason, Bára Benediktsdóttir, Kristbjörn Geir Torfason, Soffía Guðjónsdóttir, Karl Gunnar Torfason, Ingveldur Teitsdóttir, Kristleifur Gauti Torfason, Kristín Birna Angantýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.