Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 49
MURRAY Street, síðasta hljóð-
versplata Sonic Youth (’02) er fram-
úrskarandi verk, fullkomin sam-
þætting á tilraunahlið sveitarinnar
og þeirri hlið sem snýr að grípandi
nýbylgjurokki. Sonic Nurse fylgir
svipaðri línu og er
svipuð að gæðum.
Á mannamáli:
þetta er frábær
plata!
Það má segja að
Sonic Youth hafi
orðið Sonic Youth á nýjan leik með
því að bæta við sig meðlimi. Sá heitir
Jim O’Rourke, tilraunadýr af lífi og
sál og síðustu plötur hans hafa verið
mikil snilldarverk (Eureka, Insign-
ificance og I’m Happy, and I’m Sing-
ing, and a 1,2,3,4). Hann hefur verið
fastur meðlimur í sveitinni frá og
með Murray Street. Um miðjan tí-
unda áratuginn lenti sveitin nánast í
sköpunarlegu gjaldþroti en er við
hestaheilsu í dag og virðist O’Rourke
hafa komið öðrum þræði inn í sveit-
ina sem hressandi vítamínpilla.
Það mun ekkert koma þér á óvart
hérna, þótt þú sért ekki nema slark-
fær í tónmáli Sonic Youth. Það er
nánast hægt að kalla það tvöfeldni að
sveit, sem hefur byggt feril sinn á
því að vera tilraunakennd, sé ekki
tilraunakenndari en svo, að hver
nóta og hvert ískur hljómar harla
kunnuglega. Þetta varnar því að
þessi frábæra plata landi ekki fullu
húsi í einkunn, því að tímamót eru
þetta alls ekki (nokkuð sem maður
býst alltaf hálfpartinn við frá
Thurston og félögum. Þvílík
pressa!).
En svona ætla ég nú ekki að ljúka
dómnum. Þetta eru í raun vangavelt-
ur sem standa utan við plötuna sem
slíka. Höfum það nefnilega alveg á
hreinu að Sonic Youth eru ekki að
endurtaka sig né endurvinna á Sonic
Nurse. Það er nú það merkilega við
þetta allt saman. Öllu heldur er verið
að vinna á skapandi hátt, nokkuð
glæsilega, úr þeim einstaka efnivið
sem meðlimir hafa skapað í gegnum
tíðina, þessum einstaka hljóm sem
er þeirra og engra annarra.
Allt í allt frábær plata frá einni
merkustu rokksveit sögunnar.
Tónlist
Sonic gott
Sonic Youth
Sonic Nurse
Gæðastjórnunin hjá New York-
draugunum er svo gott sem pottþétt um
þessar mundir.
Arnar Eggert Thoroddsen
vin Kline, Christopher Plummer og
Frank Langella. Verkið sem fjallar
um austur-þýskan kynskipting var
valið besta dramað en í því leikur
Mays 40 mismunandi hlutverk.
Mótleikkona Rashad Audra
McDonald var valin besta auka-
leikkonan og þriðja svarta leik-
konan sem vann til verðlauna í ár,
Anika Noni Rose, var valin besta
aukaleikkonan fyrir söngleikinn
Carlonie or Change.
„Á þessu leikári hafa afrísk-
amerískar konur fengið alvöru tæki-
færi til að láta ljós sitt skína, trúlega
betur en nokkru sinni fyrr,“ sagði
McDonald er hún tók við verðlaun-
um sínum.
Idina Menzel var valin besta leik-
konan í söngleik fyrir Broadway hit
Wicked. Avenue Q var valinn besti
söngleikurinn en þessi brúðuleiksýn-
ing að hluta fékk einnig verðlaun
fyrir tónlistina.
PHYLICIA Rashad, sem kunnust
eru fyrir að hafa leikið húsmóðurina
og lögfræðinginn Clair Huxtable í
gamanþáttunum um Cosby-
fjölskylduna, komst í sögubækurnar
um helgina þegar hún varð fyrsta
svarta konan til að vera valin besta
leikkonan í dramahlutverki á Tony-
leikhúsverðlaununum bandarísku.
Rashad fékk verðlaunin fyrir
frammistöðu sína í verkinu A Rausin
in the Sun.
Kynnir kvöldsins, sviðs- og kvik-
myndaleikarinn ástralski Hugh
Jackman, var valinn besti leikarinn í
söngleik, fyrir frammistöðu sína í
söngleiknum The Boy From Oz.
Jackman var orðinn einn virtasti
leikarinn á Broadway þegar hann
fór að láta til sín taka í kvikmyndum,
í myndum á borð við X-mennin og
Van Helsing.
Besti leikarinn í dramaverki var
valinn Jefferson Mays fyrir leik sinn
í I Am My Own Wife. Hann sló þar
við nafntogaðri leikurum á við Ke-
Cosby-leikkonan í
sögubækurnar
Hugh Jackman söng og dansaði á hátíðinni ásamt Sarah Jessica Parker.
Svartar leikkonur sigursælar á Tony-verðlaunaafhendingunni
Reuters
Phylicia Rashad þekkja flestir sem
eiginkonu fæðingalæknisins Cliffs
Huxtable úr Cosby-fjölskyldunni.