Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 2004 11  SVEINBJÖRN Kristjánsson varði doktorsritgerð sína 23. apríl síðastliðinn við Karolinska Inst- itutet í Stokk- hólmi. Andmæl- andi var Timo Hursti, dósent í sálarfræði við Uppsalaháskóla. Leiðbeinendur Sveinbjarnar voru Ásgeir R. Helgason, dós- ent í sálarfræði og lýðheilsufræð- um, og Henrik Ullén, dósent í krabbameinslækn- ingum, en þeir vinna báðir við Kar- olinska Institutet. Í doktorsnefnd voru Lennart Emtestam prófessor og Per Hall, dósent við Karolinska Institutet, og Karin Nordin, dósent við Uppsalaháskóla. Ritgerðin ber nafnið Skin Canc- er Prevention: Readiness to change sun-related behaviour sem þýða má á íslensku sem Forvarnir í húðkrabbameinum: viljinn til að breyta hegðun sinni í sólinni. Ýt- arleg samantekt á ritgerðinni finnst á slóðinni: http:// diss.kib.ki.se/2004/91-7349-895-5/ Útfjólublá geislun frá sólinni er aðalorsök húðkrabbameins. Aukinn tími í sólinni, m.a. vegna breyttra lífshátta og aukins frítíma, eru lík- legar ástæður þess hve húð- krabbamein hefur aukist gífurlega síðastliðna áratugi á Norð- urlöndum. Tilraunir til að draga úr sólböðum og auka sólarvörn hafa því miður ekki borið tilætlaðan ár- angur. Því er þörf á traustum kenningarlegum grunni til að auka áhrif upplýsinga sem hafa það markmið að fá fólk til að draga úr sólböðum og auka sólarvörn. Doktorsritgerðin byggist á fimm rannsóknum unnum í Svíþjóð. Afl- að var upplýsinga sem nýst geta við uppbyggingu árangursríkra að- ferða í forvörnum húðkrabba- meins, m.a. með notkun kenningar um hegðunarbreytingu, „Trans- theoretical Model of Behaviour Change“. Niðurstöður sýndu meðal annars að meirihluti fólks hafði brunnið í sólinni síðastliðið ár. Bæði konur og karlar á aldrinum 13–50 ára höfðu mjög jákvæð við- horf til sólbaða og lítinn áhuga á að breyta hegðun sinni í sólinni. Fram kom að fólk notar einna helst sólaráburð sem sólarvörn, en notar hann oft á rangan hátt og allt að helmingur vissi ekki hvað núm- erin á sólaráburðinum þýða. At- hyglisvert er að niðurstöðurnar benda til þess að fólk noti sól- aráburð til að lengja veru sína í sólinni sem getur aukið líkurnar á húðkrabbameini. Aðrar mun ár- angursríkari aðferðir til að verja sig fyrir skaðlegum geislum sól- arinnar voru lítið notaðar og fáir höfðu áhuga á að hætta að stunda sólböð. Niðurstöðurnar benda ein- dregið til að endurskoða þurfi ráð- leggingar um sólaráburð sem sól- arvörn. „Transtheoretical Model of Behaviour Change“ reyndist gagn- leg aðferð til að greina hegðun fólks í sólinni og er líkleg til að auka skilvirkni fræðslu og áróðurs í forvarnarstarfi gegn húð- krabbameini. Sveinbjörn er búsettur í Stokk- hólmi og starfar nú við alkahól- og vímuefnaforvarnir við Lýðheilsu- miðstöð Stokkhólmsléns. For- eldrar hans eru Kristján Guð- mundsson, fyrrverandi slökkviliðsmaður, og Halley Svein- björnsdóttir, fyrrverandi skrif- stofumaður. Sveinbjörn er giftur Kristínu Leifsdóttur, nýburalækni við Karolinska sjúkrahúsið. Þau eiga einn son, Kristján Júlían, en Sveinbjörn á einn son, Þórberg, frá fyrra hjónabandi. Doktors- vörn við Karolinska Institutet Sveinbjörn Kristjánsson T æplega 7.000 km í suð- austur frá Íslandi, í fjalllendu og hrjóstrugu landi sem hefur mátt upplifa hvern ófriðinn á fætur öðrum, starfa nú sautján Ís- lendingar fyrir hönd íslenska ríkis- ins. Íslendingarnir starfa fyrir Ís- lensku friðargæsluna hjá ISAF (International Security Assistance Force), sem er fyrsta hernaðarað- gerð Atlantshafsbandalagsins utan hefðbundins áhrifasvæðis þess, þ.e. utan N-Ameríku og Evrópu. Í síðustu viku tóku Íslendingar við stórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl í Afganistan og fara með stjórn vall- arins fyrir hönd NATO. Hallgrímur N. Sigurðsson stýrir flugvellinum og hefur um 900 manna lið undir sinni stjórn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra var viðstaddur hátíðlega at- höfn á flugvellinum á þriðjudag í seinustu viku, ásamt fulltrúum utan- ríkisráðuneytisins og íslensku fjöl- miðlafólki. „Mér fannst athöfnin hátíðleg og virðuleg. Það sem mér fannst sér- staklega skemmtilegt að sjá var hversu margar þjóðir eru komnar þarna saman. Það má kannski segja að við Íslendingar höfum í fyrsta skipti innan Atlantshafsbandalags- ins getað byggt upp yfirtöku á verk- efni eins og þessu með mjög mörgum þjóðum. Það hefur venjulega verið þannig að einhver ein þjóð hefur tek- ið að sér að sinna svona verkefni, eins og Þjóðverjarnir voru algjör- lega með þetta áður. Í þessu tilviki eru það margar þjóðir og það hefur vakið mikla athygli hvernig það hef- ur gengið og það kom mjög vel fram við þessa athöfn,“ segir Halldór. Við athöfnina á þriðjudag ómuðu þjóðsöngvar Íslands og Þýskalands í hátalarakerfinu á flugvellinum undir brennandi eyðimerkursólinni. „Það fyllir okkur Íslendinga alltaf stolti að sjá fánann okkar og heyra þjóðsöng- inn spilaðan. Hann hefði kannski mátt hljóma betur,“ segir Halldór og hlær. „Alltaf ástæða til að óttast um öryggi á svona stað“ Halldór segir að öryggisástandið í Kabúl virðist allbærilegt. „Það er mikið lagt upp úr því, eins og maður sá vel. Það eru gífurlegar öryggis- ráðstafanir og strangar reglur um það hvernig fólk fer á milli, þannig að mér fannst þessar öryggisráðstafan- ir sem þarna voru voru með því mesta sem ég hef séð,“ segir Hall- dór. „Það er alltaf ástæða til að óttast um öryggi á svona stað,“ segir ráð- herra inntur eftir því hvort hann hafi áhyggjur af öryggi þeirra Íslendinga sem starfa í Kabúl. „Það verður að fara gætilega og það er að sjálfsögðu í höndum hvers og eins, en þarna er stórt herlið sem gætir öryggis flug- vallarins og þess fólks sem þar vinn- ur. Þannig að ég hef það á tilfinning- unni að það sé mjög vel staðið að þeim málum,“ segir hann. Þjóðverjar, sem áður fóru með stjórn vallarins og voru með mörg hundruð hermenn á svæðinu, urðu fyrir nokkru mannfalli meðan á stjórnartíð þeirra stóð. Aðspurður hvort Ísland sé tilbúið að sætta sig við mannfall og taka þannig hluta af „tollinum“ sem friðarverkefni á stöð- um þar sem ástand er óstöðugt geta haft í för með sér, segir Halldór að það sé alltaf endanleg ákvörðun frið- argæsluliðanna sjálfra hvort þeir taki að sér verkefni sem þeim eru boðin eða ekki. „Þeir vita vel út í hvað þeir eru að fara og allir Íslendingarnir í Kabúl voru mjög ánægðir með sitt hlut- skipti og töldu að það væri gefandi og þroskandi fyrir þá. Ég hef aldrei hitt nokkurn aðila sem hefur starfað með Íslensku friðargæslunni sem hefur ekki verið mjög ánægður með það. Þetta eru krefjandi verkefni sem krefjast bæði mikilla hæfileika, dugnaðar og ekki síst áhuga. Mér hefur fundist að allt þetta fólk sé afar ánægt að taka þátt í þessu og að því finnist það mjög gefandi að leggja af mörkum á þessu sviði,“ segir Hall- dór. Ekki tilraun til að koma á fót íslenskum her Íslenska friðargæslan er á ensku kölluð „Iceland Response Unit“. Nokkuð hefur verið rætt um það í aðdraganda yfirtökunnar í Kabúl hvort friðargæslan sé vísir að „ís- lenskum her“ en Íslendingarnir klæðast herbúningum, bera hertign í samræmi við skyldur sínar á vellin- um og ganga með vopn, sem örygg- isráðstafanir á flugvellinum gera kröfu um. „Það hefur alltaf legið fyrir frá upphafi, frá því við sendum fólk til Bosníu árið 1994, að okkar fólk yrði að bera vopn til sjálfsvarnar og bera tignarheiti í samræmi við reglur inn- an Atlantshafsbandalagsins. Það er fráleitt að halda því fram að hér sé um vísi að her að ræða. Það liggur hins vegar fyrir að sumir þeirra sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum eru í Víkingasveit lögreglunnar, sem ber vopn. Það eru líka starfsmenn úr öðrum greinum, eins og slökkvilið- inu, sem eru þá að gera það í fyrsta skipti. En ég tel þetta fyllilega eðli- legt við þær aðstæður sem þarna eru og það hefur alltaf legið fyrir að það má ekki líta á friðargæsluna sem til- raun til að koma upp íslenskum her. Það er enginn áhugi fyrir því á Ís- landi og stjórnvöld hafa alls ekki markað neina slíka stefnu, heldur þvert á móti.“ Utanríkisráðherra segir að það veki skemmtilega athygli á alþjóða- vettvangi að Ísland skuli vera her- laus þjóð, sem taki samt að sér stór- verkefni á borð við stjórn flugvallarins. „Það sýnir að það sé ýmislegt hægt að gera á þessu sviði þó að menn hafi ekki her. Ég held að herlaust land verði alltaf meira sann- færandi boðberi friðar,“ segir hann. Halldór segir að vissulega megi segja að Íslenska friðargæslan sé að slíta barnskónum með verkefninu í Kabúl. „Þetta er erfiðasta verkefnið sem friðargæslan hefur tekist á hendur, það er miklu erfiðara en Pristina, þannig að nú er þetta orðið stofnun sem er að takast á við mjög krefjandi verkefni. Ég tel að þetta eigi eftir að marka mikil tímamót og vekja mikla athygli víða,“ segir hann. Ísland fór með stjórn flugvall- arins í Pristina í Kosovo á Balkan- skaganum í rúmt ár og afhenti flug- völlinn heimamönnum hinn 1. apríl síðastliðinn. Þjóðverjar fóru með stjórn flug- vallarins áður en NATO tók við hon- um í síðustu viku með Ísland í for- ystuhlutverkinu. Halldór segir að heldur hafi gengið illa að finna ein- hvern til að taka við af Þjóðverjum og þar sem stjórn flugvallarins í Pristina hafi gengið mjög vel hafi Ís- land ákveðið að bjóðast til að vera í forystuhlutverkinu. „Það var tiltölulega lítil trú á því að það gæti tekist í upphafi, en það reyndist ekki rétt. Þjóðir Atlants- hafsbandalagsins hafa tekið mjög eftir því hvernig við höfum gert þetta og ég tel að það hafi aflað okk- ur virðingar innan samtakanna,“ segir Halldór. Þjóðverjar stjórnuðu vellinum í tæplega þrjú ár og ætluðu aldrei að vera svo lengi. Ísland er skuldbundið til að stjórna vellinum í eitt ár en Halldór telur að það liggi nokkuð ljóst fyrir að Ísland verði með starf- semi í Kabúl í tvö ár. „Vonandi geng- ur vel að koma flugvellinum í hendur Afgana. Það er markmiðið að þeir taki alveg við þessu sjálfir, en það er erfitt að segja til um það á þessu stigi. Það fer eftir ýmsu öðru í land- inu, hvernig kosningarnar ganga og hvernig gengur að sameina þau ólíku öfl sem eru innan landsins.“ „Okkar hlutverk byrjar þegar friður er að komast á“ Halldór segir að það sé nokkuð augljóst að langstærsti hluti þeirra fjármuna sem utanríkisráðuneytið hafi til umráða til friðargæsluverk- efna muni renna til þessa verkefnis næstu misserin. Nú eru á þriðja tug Íslendinga að störfum við friðar- gæslu, en ætlunin er að fjölga frið- argæsluliðum upp í allt að 50 ein- staklinga árið 2006. „Ég sé það fyrir mér að við mun- um taka þátt í fleiri og fleiri verk- efnum. Við erum núna í Afganistan, Bosníu, Kosovo og Sri Lanka og ég held að við munum í vaxandi mæli vinna með hinum Norðurlöndunum á þessum vettvangi, en jafnframt höf- um við notað tækifærið til að hasla okkur völl innan Atlantshafsbanda- lagsins. Það má segja að verkefnið í Pristina og núna í Kabúl séu liður í því að leggja af mörkum á vettvangi NATO. Við teljum það mjög mikil- vægt í ljósi þess hvað Atlantshafs- bandalagið skiptir miklu máli og mér finnst að þarna ætli að takast mjög vel til. [...] Við munum ekki taka þátt í neinum hernaðaraðgerðum, það liggur alveg ljóst fyrir. Okkar hlut- verk byrjar þegar friður er að kom- ast á og kominn á og það er okkar hlutverk að taka þátt í að varðveita friðinn,“ segir Halldór. Ísland virkari þátttakandi í NATO en áður Framlög Íslands til NATO hafa verið að aukast á undanförnum ár- um. „Við erum orðnir virkari þátt- takendur í Atlantshafsbandalaginu en við vorum. Við erum að taka virk- ari þátt og hasla okkur völl á því sviði, það má segja að verkefnið í Kabúl sé dæmi um það,“ segir Hall- dór. Aðildarlönd borga til sameigin- legra sjóða bandalagsins og til að- alstöðvanna í Brussel, en fer það eftir hverri þjóð hvað hún leggur af mörkum til viðbótar við það. „Það er lögð mikil pressa á þjóð- irnar að taka þátt í þessu. Það er ætl- ast til þess að hver þjóð geri það, því hér er mikið í húfi. Það er mikið í húfi í Afganistan að þetta takist. Ef það tekst illa til í Afganistan væri það ekki bara áfall fyrir þjóðina, heldur áfall fyrir Atlantshafsbandalagið, vegna þess að maður finnur þegar maður fer þarna um hvað Atlants- hafsbandalagið er mikils metið og menn gera miklar kröfur til þess,“ segir Halldór. Íslendingar hafa einnig, í sam- ræmi við loforð sem gefin voru á leið- togafundi NATO í Prag í nóvember árið 2002, kostað flutninga á búnaði til Afganistan. Þannig greiddi Ísland fyrir flutning sex þyrlna frá Hollandi til Afganistan, en þær eru til taks á flugvellinum. NATO þarf aukið fé úr sameiginlegum sjóðum Halldór segir það vekja athygli hans að Sameinuðu þjóðirnar hafi mikla fjármuni til ráðstöfunar, en Atlantshafsbandalagið hafi sáralitla sameiginlega sjóði. Hann segir að í samræðum hans við fulltrúa Atlants- hafsbandalagsins í Afganistan, Hikmet Cetin, meðan á dvöl hans stóð þar, hafi komið fram að það væri „algjörlega nauðsynlegt“ að Atlants- hafsbandalagið væri með mun stærri fjárlög til sameiginlegrar ráðstöfunar til að geta sinnt verk- efnum á borð við ISAF aðgerðina al- mennilega. „Við getum tekið dæmi, þegar þarf að flytja þyrlur eða eitthvað annað til landsins þá getur það ekki gerst nema með sérstöku framlagi einhvers af ríkjunum. Ef sameigin- leg framlög væru notuð í meira mæli myndi þetta ganga miklu betur,“ segir Halldór sem segir að hann hafi meðan á dvöl hans í Kabúl stóð sann- færst um að þetta væri algjörlega nauðsynlegt. Utanríkisráðherra segir af og frá að Íslenska friðargæslan sé vísir að íslenskum her Herlaust land er sann- færandi boðberi friðar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir mikið í húfi að uppbygging í Afganistan takist vel, ekki sé eingöngu mikið í húfi fyrir afgönsku þjóðina, held- ur einnig fyrir Atlantshafsbandalagið, en aðgerðin í Afganistan er fyrsta aðgerð þess utan Evrópu. Nína Björk Jónsdóttir ræddi við Halldór um ís- lenska friðargæslu á flugi yfir Kaspíahafi. Morgunblaðið/Nína Björk Jónsdóttir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra heilsar Ólafi Ragnari Ólafssyni, sem stjórnar flugumsjón á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. nina@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.